Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Side 51
ekkert voðalega oft enda snúast góð fjölskyldutengsl ekki um
það. Ég er mjög mikið heima með Baltasar því þar líður hon-
um best og ég þarf að taka tillit til þess. Hann fer til dæmis
ekki í Kringluna.“
Kristín: „Við erum svolítið ítölsk í okkur, fjölskyldan. Allir
hafa ríka þörf fyrir að tjá sig, um pólitík og allt mögulegt, og
ég held að í þeim kringumstæðum sé auðvelt að misskilja okk-
ur og andrúmloftið. Sem er gott þótt fólk tali hátt. Pabbi getur
verið svolítið hvass þótt ekkert búi að baki. Í fyrsta skipti sem
maðurinn minn kom heim í mat var – eins og alltaf – skyndi-
lega öskrað: „Fréttir!“ og allir hlupu og söfnuðust fyrir framan
tækið í einn hnapp. Faðir okkar er hvað æstastur í þessu og
hringir í mig oft á dag til að segja mér hvað er í fréttum. Ég
var til dæmis með sex „missed calls“ frá honum um daginn en
þá var hann að láta mig vita hvernig gengi Sjálfstæðisflokksins
væri í könnunum.“ (Innsk. blaðamanns: Kristín var í 9. sæti
Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningarnar). En
þarna þegar maðurinn minn kemur í heimsókn í fyrsta skipti
er hann á síðasta ári í tannlæknanámi og ætlar að brydda upp
á samræðum við pabba. Pabbi segir örsnöggt: „Þegiðu!“ Hann
var að horfa á fréttirnar og þetta voru hreinlega sjálfvirk við-
brögð. Bjarni sagði ekki orð það sem eftir lifði kvölds og fór
svo heim. Þá segir pabbi: „Hann var svo þögull.“ Pabbi neitar
því enn að hafa sagt honum að þegja.“
Sigga: „Það er frekar fyndið að vera utanaðkomandi heima.
Allir að tala ofboðslega mikið, allir í einu, svo öskrar einhver
„fréttir!“ og allir hlaupa æpandi að tækinu.“
Langar að rétta tennur Siggu
Lá alltaf beint við hvert þið mynduð stefna í lífinu? Að þú yrð-
ir tannlæknir Kristín og þú færir í hönnun Sigga?
Kristín: „Ég ætlaði alltaf í verkfræði en hætti við það daginn
sem ég skráði mig í háskólann. Tannlæknirinn var einfaldlega
skyndihugdetta. En starfið sem slíkt og sérstaklega sú sér-
grein sem ég valdi mér, tannréttingar, byggist mikið á sam-
skiptum við fólk sem eru oft svo ánægjuleg.“
Sigga: „Já, því fólk talar einmitt svo mikið í stólnum – eða
þannig – að þú færð útrás fyrir að tala!“
Kristín: „Haha. Og svo finnst mér líka mikilvægt að geta ráðið
mér sjálf. En satt best að segja hafði pabbi engin áhrif á þetta
og var jafnvel ekkert sérstaklega hress með þessa ákvörðun í
upphafi. Þegar ég var komin á annað ár í tannlæknadeildinni
sagði hann við mig að fyrst ég væri komin af stað ætti ég að
leggja tannréttingar fyrir mig. Einmitt fagið sem mér þótti
leiðinlegast í skólanum! Í dag sé ég að faðir minn vissi alveg
sínu viti því þetta er sú sérgrein sem hentar mér best og sjúk-
lingahópurinn er ofboðslega skemmtilegur.“
Klæjar þig þá í lófana að rétta allar tennur sem þú sérð?
Kristín: „Já, nei, nei. Ég er sjálf meira að segja með aðeins
skakkar tennur.“
Sigga: „Þetta er ekki satt, hún er búin að vera að þrýsta á mig
og vill að ég fái mér teina.“
Kristín: „Ha, ég? Þú vilt það!“
Sigga: „Nei, þú!“
Kristín: „Það er misskilningur, en ég skal gera það fyrir þig
fyrst þú endilega vilt! Já, en það er svolítið fyndið að dóttir
mín er með nákvæmlega sömu skekkju og þú ert með Sigga
og ég lagaði það hjá henni. Hún gat ekki sagt nei því hún er
svo ung. Varð að gera eins og mamma segir.“
Sigga: „Hahaha …“
Kristín: „Þrátt fyrir að ég segi að faðir minn hafi ekki haft
áhrif á það hvaða starfsferil ég valdi mér er ómetanlegt að
geta unnið á sama vinnustað og hann. Ég ætlaði heldur aldrei
að verða formaður Tannlæknafélagsins, það var röð tilviljana.
Þegar símtalið barst, þar sem ég var spurð hvort ég gæfi kost
á mér í stjórn félagsins, var ég nýbúin að hlusta á félaga minn
hneykslast á því að konur gæfu aldrei kost á sér í neinar
stjórnir. Ég hugsaði því varla málið heldur sagði bara „já“.
Mér hefur fundist gefandi að starfa fyrir Tannlæknafélagið og
frábært að finna hvað kollegar eru tilbúnir að vinna með
stjórnvöldum að bættri tannheilsu Íslendinga.“
Sigga: „Þegar ég fer út í hönnun er pabbi hins vegar að
þrýsta á mig að fara út í tannlækningar. Ég var algjör dútlari,
alltaf að föndra og vinna í höndunum. Það varð hins vegar
ekki aftur snúið þegar ég var 17 ára og listakennarinn minn í
Ameríku, þar sem ég var skiptinemi, sagði við mig að ég yrði
að fara í listtengt nám. Ég verð honum ævarandi þakklát fyrir
það. En þetta var á þeim tíma sem það þótti ekki mikið vit í
því fjárhagslega að leggja hönnun fyrir sig. Mamma og pabbi
voru þar á meðal en þeim þótti eina vitið að ég skráði mig í
læknisfræði. Ég var því skráð í læknisfræði við Háskóla Ís-
lands í heilt ár því mamma skráði mig meðan ég var úti á Ítal-
íu án þess að ég hefði nokkurn áhuga á því,“ segir Sigga og
skellir upp úr. „Ég er óskaplega hamingjusöm með að hafa
valið mér þetta fag og finnst stundum eins og ég sé að leika
mér alla daga. Ég vinn með skemmtilegu fólki, vinn mikið og
hef kennt í yfir 20 háskólum í heiminum þar sem ég sá um allt
samstarf við hönnunarskóla í heiminum þegar ég vann hjá
IKEA. Ég ráðlegg mínum nemendum að vera óhrædd við að
taka að sér ólík verkefni. Það hefur verið mitt viðmót alla tíð.
Ég hef náð að brauðfæða mig alla tíð frá því að ég byrjaði,
sem er alls ekki sjálfsagt.“
Systir þín talar um tannréttingar við þig Sigga en ert þú
ekkert að skipta þér af heimili systur þinnar?
Kristín: „Jú.“
Sigga: „Nei.“
Kristín: „Jú! Áður fyrr, áður en maðurinn minn fór að treysta
henni fyrir breytingum á heimilinu, gerðum við þetta oft þann-
ig að Sigga kom í heimsókn þegar Bjarni var í veiði eða eitt-
hvað slíkt. Við tókum heimilið samt ekki almennilega til bæna
fyrr en við komum heim úr námi. Og þá hannaði Sigga það
upp á nýtt.“
Sigga: „Eins og heyra má er Kristín það stabíl að hún býr
meira að segja enn í sama húsinu og hún gerði í upphafi bú-
skapar.“
Kristín: „En það má segja að Sigga sé búin að sá sínum frá-
bæru hönnunarfræjum hjá okkur hinum og mér finnst lang-
best að kaupa allt með henni.“
Sigga: „Ég hef haft áhuga á þessu frá því að ég var smástelpa.
Ég mátti varla koma inn hjá fólki án þess að fara að fikta. En
þetta hefur ekki verið hrein afskiptasemi í mér alla tíð því ég
fæ mjög gjarnan spurningar þegar ég fer í heimsóknir.“
Kristín: „Ég sendi Siggu stundum sms þegar mikið liggur við
til að spyrja í hverju ég á að vera. Það er alltaf hægt að
treysta á hana.“ (Kristín sýnir blaðamanni sms þar sem hún
spyr Siggu í hverju hún eigi að vera á blaðamannafundi sem
og svarið þar sem Sigga útlistar það nákvæmlega.)
Sigga: „Já, stundum hefur það gerst að mamma sendir mér
myndir frá útlöndum til að spyrja hvað hún eigi að velja.“
Kristín: „Það má taka það fram að móðir okkar er „mast-
erchef“ í smekklegheitum. Ég kalla hana óhikað smekklegustu
konu norðan Alpafjalla og þótt víðar væri leitað.“
Sáuð þið fyrir ykkur að yrðuð forystusauðir í ykkar fagi?
Sigga: „Nei, ég sá það ekki fyrir og ég meina það. Jú, það er
mikið að gera en það er eitt sem hef haft í forgangi síðustu ár-
in og það er sonur minn. Ég gæti til dæmis verið með stærra
stúdíó og ef ég væri úti í Svíþjóð myndi allt ganga hraðar fyrir
sig. En ég vil hafa þetta svona, sérstaklega því hér á landi fær
fjölskyldan og hann meiri aðstoð og Greiningarstöðin hefur
staðið þétt við bakið á okkur. Ég hef valið að hafa fyrirtækið í
minni kantinum og velja verkefni. Það stuðlar að fagmennsku
og sveigjanleika sem mér finnst ég þurfa núna með börnin
svona lítil. Þau eru sex, sjö og níu ára og ég vil alltaf geta ver-
ið í kallfæri og stutt þau. Vinnan mín er mér líka gríðarlega
mikilvæg og ég keyri eiginlega á tvövöldum hraða til þess að
geta sinnt hvoru tveggja. En ég myndi seint fá „Mother of the
Year Award“ ef mælt væri eftir viðveru á tónlistarskemmt-
unum og bökunarafköstum fyrir fjáröflunarbasara.“
Kristín: „Ég er fremur pólitísk í eðli mínu og stundum finnst
mér eins og tilviljanir hafi ráðið öllu en líklega hefur annað og
meira komið þar til. Ég hef ekki skilið hvernig munnurinn hef-
ur verið skilinn frá öðrum líkamspörtum innan heilbrigðiskerf-
isins og ég er óhrædd við að tjá mig um það. Ég sé fyrir mér
mörg verkefni sem ég þarf að vinna að, því þótt löngu tíma-
bærir samningar um tannlæknaþjónustu barna séu í höfn, þá
er svo ótalmargt að huga að. Við þurfum ekki einungis að
huga að þeim börnum sem skila sér ekki til tannlæknis, það
þarf líka að huga að eldra fólki. Það er aðkallandi að huga að
tenntum einstaklingum á öldrunar- og hjúkrunarheimilum sem
eiga oft í erfiðleikum með munn- og tannhirðu. Mér finnst ég
alls ekki hafa náð langt, en ég hef haft það að leiðarljósi að
vera samkvæm sjálfri mér, heil og trú minni sannfæringu.
Þrátt fyrir að vera með aukalínur í ferilskránni eru margar
hvunndagshetjur sem hafa náð svo miklu lengra en ég og ættu
miklu frekar heima í blaðaviðtali sem þessu.“
Systurnar Kristín Heimisdóttir, formaður
Tannlæknafélags Íslands, og Sigríður Heimisdóttir,
Sigga Heimis, hafa alla tíð verið nánar en ólíkar.
Morgunblaðið/Kristinn
* „Við erum svolítið ítölsk í okkur, fjölskyldan. Allirhafa ríka þörf fyrir að tjá sig,
um pólitík og allt mögulegt, og
ég held að í þeim kringum-
stæðum sé auðvelt að misskilja
okkur og andrúmsloftið. Sem
er gott þótt fólk tali hátt.“
2.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51