Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2013
Ásdís Spanó myndlistarkona opnar sýn-
inguna „Samruni borgar og náttúru“ í
Bryggjusal Edinborgarhússins á Ísafirði á
laugardag klukkan 16. Sýningin er afrakstur
þess að Ásdís hefur verið að skoða mögu-
leika og áhrif grátóna í málverkinu, sem og þá
fjölmörgu litatóna sem þar er að finna. Við
það bætist að hún vinnur með hið marglaga
borgarlandslag og náttúrumynd þess.
Í þessum verkum Ásdísar þræða línulaga
láréttir fletir sig í gegnum lífræna áferð flat-
arins og sameinast henni líkt og manngert
umhverfi verður samofið náttúrunni.
Ásdís lauk námi við Listaháskóla Íslands
2003, var í framhaldsnámi í London og á Ítal-
íu og hefur haldið margar sýningar.
SÝNING ÁSDÍSAR SPANÓ
GRÁIR TÓNAR
Á sýningu sinni í Edinborgarhúsinu vinnur Ásdís
Spanó með samruna borgar og náttúru.
Morgunblaðið/Golli
Kastljós verður á Guðbergi: málþing, heið-
ursdoktorsnafnbót og Guðbergsstofa opnuð.
Morgunblaðið/Kristinn
Málþing verður haldið í Hátíðarsal HÍ í dag,
laugardag, kl. 9.45 - 16.30, til heiðurs Guð-
bergi Bergssyni rithöfundi. Málþingið ber
heitið „Að heiman og heim“ og er haldið á
vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í
erlendum tungumálum og er liður í Listahá-
tíð í Reykjavík 2013. Hópur erlendra fræði-
manna, rithöfunda og þýðenda tekur þátt í
þinginu auk íslenskra fræðimanna og rithöf-
unda. Á málþinginu tekur Guðbergur jafn-
framt við heiðursdoktorsnafnbót við HÍ.
Á sunnudag kl. 16 verður síðan opnuð á
Sjóaranum síkáta í Grindavík Guðbergsstofa
en rithöfundurinn er heiðursborgari þar í
fæðingarbæ sínum.
MÁLÞING OG GUÐBERGSSTOFA
UM GUÐBERG
Leikfélag Hafnarfjarðar
frumsýndi á föstudags-
kvöld leikritið Logskerann
eftir Magnús Dalström í
Gaflaraleikhúsinu við Vík-
ingastræti. Næsta sýning
verður á sunnudag klukk-
an 20.
Gunnar Björn Guð-
mundsson, sem kunnur er
fyrir aðkomu sína að Ára-
mótaskaupum, leikstýrir verkinu en leik-
endur eru þeir Gísli Björn Heimissson og
Halldór Magnússon.
Leikritið gerist í búningsherbergi í járn-
smiðju þar sem Jonni og Úlli hafa báðir tekið
sér frí á miðjum degi. Ljóst verður í upphafi
leikritsins að vinskapur þeirra er ekki eins og
best verður á kosið og annar sakar hinn um
að hafa ekki skrúfað fyrir gasið á logsker-
anum. Og spennan magnast jafnt og þétt …
SÝNING Í GAFLARALEIKHÚSI
LOGSKERINN
Gunnar Björn
Guðmundsson
Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju, þar sem haldnir verðaalls 45 tónleikar, hefst í hádeginu í dag, laugardag, með tón-leikum Harðar Áskelssonar kantors kirkjunnar. Á tónleik-
unum mun Hörður leika tvö verk eftir J.S. Bach. Á sunnudag klukk-
an 17 kemur hann aftur fram á seinni tónleikum helgarinnar og
leikur verk eftir Zipoli, J.S. Bach og Grieg, ásamt umritunum af
„Maríuversi“ og „Burlescu“ Páls Ísólfssonar. Einnig verða fluttar
„Snertur“ Þorkels Sigurbjörnssonar.
Er þetta í 21. sinn sem tónlistarhátíð þessi er haldin í kirkjunni,
eða allt síðan Klais-orgel hennar var vígt árið 1992. Hörður hefur
hins vegar starfað við kirkjuna í 31 ár. Nú hefur orgelið verið hreins-
að og bætt, í viðamikilli aðgerð.
„Orgelið er eins og nýtt,“ segir Hörður og bætir við að það sé að
sumu leyti enn betra enn áður. „Stærsta breytingin er praktískt at-
riði, kominn er nýr tölvubúnaður í orgelið með allskyns aukagetu.
Nú er komið nánast ótakmarkað tölvuminni í það en það getur spar-
að mikinn tíma við undirbúning að geta vistað allar stillingar í minni
orgelsins. Svo er líka kominn í það svokallaður midi-búnaður gerir að
verkum að hægt er að semja músík á orgelið og láta það síðan spila
sjálft, auk þess sem við getum tekið upp það sem við leikum og látið
orgelið spila það aftur, nákvæmlega eins.“
Hátíðin Alþjóðlegt orgelsumar hefur aldrei byrjað jafn snemma í
Hallgrímskirkju og nú eða verið jafn viðamikil. „Við erum að lengja
sumarið,“ segir Hörður. „Öðrum þræði lítum við á tónleikaröðina
sem þjónustu við ferðafólk, sem er stór hluti áheyrenda, en vonumst
líka til á íslenskum gestum fjölgi. Við erum með 45 tónleika í sumar,
fjórum sinnum á viku fram í miðjan ágúst. Á helgartónleikunum, sem
eru tvennir tónleikar á hvern organista á laugardegi og sunnudegi,
koma fram þrír íslenskir organistar. Aðrir sem koma fram um helgar
í sumar eru frá Þýskalandi, Austurríki, Belgíu , Frakklandi, Noregi
og Svíþjóð. Á fimmtudögum leika gjarnan íslenskir organistar og ein-
söngvarar og á miðvikudögum kemur Schola Cantorum fram.“
HÁTÍÐIN ALÞJÓÐLEGT ORGELSUMAR HEFST
45 tónleikar í
Hallgrímskirkju
„Orgelið er eins og nýtt,“ segir Hörður Áskelsson kantor um viðamikla
hreinsun og endurbætur á Klais-orgeli Hallgrímskirkju.
Morgunblaðið/Golli
HÖRÐUR ÁSKELSSON KANTOR KIRKJUNNAR LEIKUR
Á FYRSTU TÓNLEIKUNUM UM HELGINA.
Menning
M
ér finnst að listsköpun verði
að fela í sér eitthvað sem
upplýsir mann um þetta líf
sem við lifum“, sagði Krist-
ján Davíðsson listmálari við
blaðamann Morgunblaðsins sem hitti hann að
máli fyrir opnun sýningar á verkum hans í i8
galleríi haustið 2001. Um verkin sjálf vildi
hann þó sem fæst segja, annað en: „Málverkin
eru sérheimur, sem á sér stað í hreyfingum,
litum og línum.“
Kristján lést á mánudaginn var, 95 ára
gamall. Með honum er genginn síðasti liðs-
maður September-hópsins, einn merkasti
fulltrúi ljóðrænnar abstraktlistar hér á landi.
„Hann er okkar abstrakt Kjarval, hann lík-
ist honum mjög andlega þótt Kristján sé ab-
strakt en Kjarval fígúratívur. Þeir eru báðir
feikilega miklir teiknarar og báðir miklir ein-
farar sem eiga sér engar beinar hliðstæður,“
sagði Halldór Björn Runólfsson, for-
stöðumaður Listasafns Íslands, fyrir sex ár-
um, þegar stór sýning á verkum Kristjáns var
opnuð þar í safninu. Glæsileg sýning sem
staðfesti stöðu Kristjáns sem eins helsta
myndlistarmanns þjóðarinnar á liðinni öld.
„Hann er í raun eini listamaðurinn okkar
sem hafnar allri reglufestu,“ sagði safnstjór-
inn og dáðist að því hvernig listamaðurinn
hélt áfram að endurnýja sig þótt kominn væri
á fullorðinsaldur.
„Matisse er einn af fáum erlendum listmál-
urum sem tóku stakkaskiptum eftir sjötugt,
mér finnst Kristán líkjast honum að þessu
leyti, hann gerir hallarbyltingu í eigin ranni
eftir sjötugt – það er þessi afstaða hans sem
við erum að halda upp á. Hann er einn okkar
fyrsti lýríski abstraktmálari – og sá sem víkur
aldrei af þessari braut en finnur innan þess-
ara marka stöðugt nýjar leiðir. Það er ein-
stakt.“
Kristján vék ekki af sinni braut en þróaði
hinsvegar sífellt áfram tungumálið sem
spannst úr litum og formum. „Mér hlýtur
strax að hafa orðið ljóst að liturinn er fyrir
málarann eins og tónninn og hljóðið fyrir tón-
skáldið. Úr honum er unnið.
Sterkir litir eða þýðir. Skiptir ekki máli.
Hvort tveggja jafn hættulegt, ef sá kann ekki
með að fara sem það gerir,“ sagði hann.
Af eigin afli og óstutt
„Einstakt“ er orð sem margir nota um list
Kristjáns Davíðssonar. Hann ólst upp á Pat-
reksfirði, hraustmenni sem ákvað að mennta
sig í listum, hafandi fengið 9,5 í teikningu í
grunnskóla. Jón Óskar skrifar fallega um vin
sinn í bókinni Steinar og sterkir litir, sem
kom út 1965; segir hann ungan hafa verið
ólistamannslegan, „minnti fremur á ungan sjó-
mann, kraftalegur, hress í bragði, snareygur
og kvikur í hreyfingum“. En þessi sterki mað-
ur helgaði sig listinni; tók að mála og dáði
jafnframt önnur listform, lék líka á fiðlu og
átti tónlistarmenn og skáld að bestu vinum.
Eftir heimsstyrjöldina síðari hélt hann til
Bandaríkjanna og nam við hina heimskunnu
Barnes-stofnun, þar sem á veggjum héngu
mörg helstu listaverk Cézanne og annarra
jöfra myndlistar. Það hafði vissulega mikil
áhrif, sagði hann einhvern tímann þegar ég
kom í vinnustofuna í Barðavogi og spurði um
mótunartímann.
Það var ævintýralegt að hitta Kristján í
vinnustofunni; flygill og fiðla vitnuðu um ást-
ina á tónlist, eins og voldug hljómflutnings-
tækin, og svo var vinaleg lykt af olíulitum í
lofti og stórir nýmálaðir flekar á trönum.
„Þekkirðu þennan?“ spurði Kristján og
benti á stóra svarthvíta ljósmynd af skeggj-
uðum manni með lokuð augu. Þegar ég sagð-
ist kenna skáldið Ezra Pound í ljósmynd Ave-
don var sambandi komið á.
Halldór Björn bar þá Kristján og Kjarval
saman. Sem strákur vaktaði Kristján að sjá þá
einu mynd eftir Kjarval sem til var í þorpinu.
„Sömuleiðis horfði ég á hann mála þarna úti í
náttúrunni og sat yfir honum allan daginn,“
sagði hann í útvarpsviðtali 2008. Hann neitaði
því þó að Kjarval hefði haft áhrif á sig: „Ég
dáðist að því hvað hann komst langt með að
líkja eftir náttúrunni, en það var ekki mín teg-
und af vinnuaðferð,“ sagði hann. Þess í stað
fann hann sína leið, mótaður af hræringum í
listinni í Frakklandi og Bandaríkjunum.
„Allt frá stríðslokum hefur hann verið einn
ferskasti fulltrúi óhlutlægra athafna í málverki
hér á landi, þótt oft sé stutt í hlutlægu veröld-
ina í myndverkum hans, en hann færir allt í
stílinn, sem hann kemur nálægt, umbreytir og
umskapar,“ skrifaði Bragi Ásgeirsson, mynd-
listarmaður og gagnrýnandi Morgunblaðsins,
árið 1992 þegar bók um list Kristjáns Davíðs-
sonar kom út.
Í grein sem Kári Stefánsson birti hér í
blaðinu í júlí 2007, í tilefni af níræðisafmæli
Kristjáns tengdaföður síns, vitnar hann í svar
listamannsins við þeirri spurningu hver gald-
KRISTJÁN DAVÍÐSSON LISTMÁLARI LÁTINN, 95 ÁRA AÐ ALDRI
Meistari hinnar ljóðrænu
abstraktlistar
„ÞAÐ SKIPTIR ÖLLU MÁLI HVAR HVER EINASTI DEPILL Í ABSTRAKTMÁLVERKI ER SETTUR Á STRIGANN,“ SAGÐI
KRISTJÁN DAVÍÐSSON UM SKÖPUNINA, OG VISSI HVAÐ HANN SÖNG. UM ÞAÐ VITNAR GLÆSTUR FERILL.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
„Málverkin eru sérheimur, sem á sér stað í
hreyfingum, litum og línum,“ sagði Kristján.