Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2013 Menning Á laugardag verður opnuð í öllum sölum Kjarvalsstaða viða- mikil yfirlitssýning, „Íslensk myndlist 1900-1950: Frá landslagi til ab- straktlistar“. Sýningarstjóri er Ólafur Kvaran, fyrrverandi for- stöðumaður Listasafns Íslands sem var ritstjóri Íslenskrar listasögu, og segir hann sýninguna kallast á við umfjöllunina þar um þetta mik- ilvæga fimmtíu ára tímabil. Nær tvöhundruð málverk og högg- myndir eftir fjörutíu listamenn eru á sýningunni, þar á meðal mörg höfuðverk listasafna þjóðarinnar. Jafnframt gefur að líta fjölda ann- arra sem eru í eigu einstaklinga og fyrirtækja og sjást sjaldan eða aldrei opinberlega. Ólafur segir markmið sýning- arinnar vera að rannsaka og dýpka þekkingu okkar á menningararf- inum. Hann hefur skipt henni í fjórar „frásagnir“ og tímabil: Róm- antík og róttækni 1900-1930, Landslag 1930-1950, Maðurinn og umhverfi hans 1930-1950, og Ný- róttækni og upphaf abstraktlistar 1940-1950. Blómaskeið landslagsverka „Það er merkilegt hvað íslensk listasaga er alltaf í þéttu og nánu samhengi við danska og evrópska listasögu, allan þennnan tíma,“ seg- ir Ólafur þegar við göngum um sali Kjarvalsstaða þar sem hvert lyk- ilverkið í þessari sögu allri má sjá á fætur öðru. Hann byrjar að rekja söguna í Vestursal og lýkur þess- um hluta hennar í Kjarvalssal, en í miðrýmum hússins hefur verið komið fyrir fágætum höggmyndum. Fyrsta tímabilið hefst með róm- antískum verkum Þórarins B. Þor- lákssonar og Ásgríms Jónssonar og nær hámarki í róttækni Jóhann- esar Kjarvals og Finns Jónssonar seint á þriðja áratugnum; um það vitna „Óður til mánans“ eftir Finn og kúbískar myndir Kjarvals. „Við lok þessa tímabils sjáum við tvo meginpóla hér sem eru sam- hliða áberandi á meginlandi Evr- ópu: róttæknin annars vegar, af- sprengi kúbismans, og síðan klassísk nálgun sem Jón Stef- ánsson er fulltrúi fyrir,“ segir Ólaf- ur. „Þetta leiðir okkur beint í næsta hluta, landslagsverk áranna 1930 til 1950 en þá á landslags- málverkið sitt blómaskeið. Við sjáum hvað túlkunin á landslaginu er margbreytileg og hvað stór hóp- ur fæst við að túlka landslagið.“ Hann bendir á ólíka úrvinnslu, nefnir angurværðina í verkum Freymóðs Jóhannssonar, listsögu- legar skírskotanir Jóns Stef- ánssonar og áhrif impressjónism- ans á Ásgrím Jónsson. En þá erum við líka komnir að endavegg sal- arins þar sem eru nokkur glæst verk Jóhannesar Kjarvals, þar á meðal „Fjallamjólk“ sem hann mál- aði árið 1941 og þáverandi for- stöðumaður MoMA, nútíma- listasafnsins í New York, vildi kaupa af Ragnari Jónssyni í Smára en hann vildi ekki selja það úr landi. Gaf verkið þess í stað Lista- safni ASÍ og er óhætt að líta á það sem einn af hátindum íslenskar myndlistar. „Á fimmta áratugnum er einn af hápunktum Kjarvals,“ segir Ólafur. „Það er svo merkilegt að sjá hvernig flöturinn er nánast orðinn skreyti og myndrýmið nánast hverfur. Hann þróar ótrúlega per- sónulega og áhrifamikla fagurfræði. En þetta er blómaskeið margra og landslagslistin varð samnefnari þjóðlegrar myndlistar.“ Önnur orðræða Í Kjarvalssal má sjá hvar nýir listamenn, eins og Jón Engilberts, Gunnlaugur Scheving og Snorri Arinbjarnar, komu fram á sjón- arsviðið og tóku að fjalla í auknum mæli um manninn og umhverfi hans. Myndlistin varð marg- breytilegri, með vísunum í þjóðern- islegan merkingarheim og róttæka samtímalist. Í lokakafla sýning- arinnar má loks sjá verk sem voru á frægri sýningu Svavars Guðna- sonar árið 1945 og verk af Sept- embersýningunum. „Hér hefur önnur orðræða tekið yfir,“ segir Ólafur. „September- menn sögðu hið listræna alltaf hafa legið í forminu, ekki myndefninu. Þarna var sleginn nýr tónn sem kom til með að verða ráðandi upp úr miðri tuttugustu öldinni.“ Eftir að hafa skoðað þetta merka yfirlit yfir þróun íslenskrar mynd- listar, er nauðsynlegt að spyrja hvort Íslendingar sem erlendir gestir ættu ekki alltaf að geta gengið að sýningu sem þessari. „Jú,“ er svar Ólafs, „Ég er sam- mála því og vonandi verður þessi sýning til að styrkja þá skoðun að það sé mikilvægt að skapa slíkan vettvang“. Fjallamjólk, frá 1941, er eitt höfuðverka Jóhannesar Kjarvals og íslenskrar listasögu. MoMA í New York vildi kaupa verkið en Ragnar í Smára vildi ekki selja það úr landi. Gaf það hinsvegar Listsafni ASÍ. Þessi tími var einn af hápunktum Kjarvals, hann þróaði „persónulega og áhrifamikla fagurfræði,“ segir Ólafur. GLÆSILEG SÝNING Á MÖRGUM LYKILVERKUM ÍSLENSKRAR MYNDLISTAR FRÁ FYRRI HLUTA 20. ALDAR Listasagan í evrópsku samhengi MARKMIÐ VIÐAMIKILLAR SÝNINGAR, „ÍSLENSK MYNDLIST 1900-1950: FRÁ LANDSLAGI TIL ABSTRAKTLISTAR“ SEM SETT HEFUR VERIÐ UPP Á KJARVALSSTÖÐUM, ER AÐ RANNSAKA OG DÝPKA ÞEKKINGU OKKAR Á MENNINGARARFINUM. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Það er merkilegt hvað íslensk listasaga er alltaf í þéttu og nánu samhengi við danska og evrópska listasögu,“ segir sýningarstjórinn Ólafur Kvaran. „Sumarnótt, lómar við Þjórsá“, hið kunna verk Jóns Stefánssonar frá 1929. Jón var með ákveðnar listsögulegar skírskotanir í landslagsmyndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.