Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Page 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Page 56
BÓK VIKUNNAR Gæfuspor – gildin í lífinu eftir Gunnar Hersvein er ofarlega á metsölulista þessa vikuna enda falleg bók þar á ferð, bæði hvað varðar útlit og innihald. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Hinn dáði listmálari Kristján Davíðsson er látinn. Kristján naut á löngum ferli mikillar virðingar fyrir myndlist sína, enda einn af merkustu listmálurum Ís- lands fyrr og síðar. Meðal unnenda myndlistar hans er rithöfundurinn Milan Kundera, sem skrifaði um Kristján fyrir nokkrum árum í bók sem Listasafn Ís- lands gaf út í tengslum við sýningu á verkum myndlistarmannsins. Kundera og Kristján voru miklir mátar og Kun- dera á verk eftir hann. Í greininni um Kristján segir Kundera: „Þegar ég kom fyrst inn á vinnustofu Kristjáns Davíðssonar veitti ég því strax athygli hvað málverkin hans voru frum- leg á einhvern hátt sem erfitt er að skil- greina. Smátt og smátt áttaði ég mig á merkingu þeirra: ég fann að þessi óhlut- bundnu verk hans voru eins og æv- intýraleg tilbrigði við mjög svo raun- verulegt landslagið á Íslandi!“ Á öðrum stað segir Kundera: „Maður sem alinn er upp á megin- landi Evrópu hef- ur allt frá æsku ákveðna skoðun á því hvað telst vera fal- legt landslag og hvað ekki. En hvað með Íslending? … Ísland er að stórum hluta þakið hrauni þar sem engin tré þrífast og litbrigði eru fá; aðeins um hundrað lit- brigði við grátt og brúnt, afmörkuð af bláum lit hafs og himins. Við þessar óviðjafnanlegu aðstæður verður fegurð landslagsins ekkert lengur annað en fagurfræðilegt viðfangsefni. Fyrir þjóð er það tilvistarlegt viðfangs- efni. Hvernig er hægt að búa í landi og unna því án þess að finnast það fallegt? Hlutverk og köllun listmálaranna var að uppgötva fegurð eigin lands. Ég leiðrétti mig: skapa fegurð eyjarinnar sinnar, því fegurð landslags er ekki verk náttúrunn- ar. Hún er sköpunarverk mannsins; skynfæra hans; fagurfræðilegrar skynj- unar hans.“ Rithöfundurinn lýkur grein sinni með orðunum: „Kæri Kristján, þú leyfðir mér að birta myndir af málverkum eftir þig á tveimur af bókum mínum hér í Frakk- landi. Ég var stoltur og ánægður að fá að gera það. Hverju er við þetta að bæta? Ég hef mikið dálæti á málverkunum þín- um, nýt þess að horfa á þau, aftur og aft- ur.“ Orðanna hljóðan SKÁLDIÐ OG MÁL- ARINN Kristján Davíðsson Milan Kundera V eiða vind er einstaklega falleg færeysk barnabók sem nýlega kom út hjá Forlaginu í þýðingu Þórarins Eldjárns. Veiða vind er tónlistarævintýri þriggja Færeyinga: Rakelar Helmsdal sem skrifaði söguna, Janusar á Húsagarði sem gerði myndirnar og tónskáldsins Kára Bæk sem samdi tónlist sem fylgir með á geisladiski ásamt upplestri Benedikts Erlingssonar á sögunni. Sagan segir frá ævintýrum litlabróð- ur og við sögu koma álfastelpa, grimmur björn, háfleygur örn og dreki. Upphafið að gerð bókarinnar má rekja til þess að Sinfóníuhljómsveitin í Færeyjum hafði samband við Kára og bað hann að semja tón- verk fyrir börn og saga átti að fylgja með. „Ég fékk að velja rithöfund til að semja þá sögu,“ segir Kári. „Ég bað Rakel að skrifa sögu sem ég myndi síðan semja tónlist við.“ Sonur Rakelar var þriggja ára þegar hún skrifaði söguna og sá stutti hafði áhrif á fram- vindu hennar. „Á þessum aldri skilja börn ekki orð á sama hátt og við skiljum þau. Son- ur minn er hrifinn af þjóðlögum og söng þau gjarnan og þá breyttist það að veiða hind í að veiða vind þannig að ég bjó til söguna út frá þessum misskilningi hans,“ segir Rakel, „Ég sýndi Janusi söguna og spurði hann hvort það væri ekki upplagt að gera myndir við hana. Nokkrum dögum seinna kom hann til mín með uppkast að myndum. Í byrjun var sagan eingöngu samin fyrir tónleikana en ég fór til ritstjóra míns og sagði að það ætti að flytja söguna á tónleikum og kom með þá tilögu að hún yrði einnig að bók. Og þeirri hugmynd var hrint í framkvæmd.“ Tónleikarnir í Færeyjunum voru afar vel heppnaðir og Kári er spurður hvað hann hafi haft í huga við samningu tónlistar sem sér- staklega er hugsuð fyrir börn. „Tónlist sem er ætluð börnum verður að einkennast af ein- földum laglínum,“ segir hann, „og ég nýtti mér stef úr færeyskum þjóðlögum sem minnst er á í bókinni, eins og Ólafi ridd- ararós.“ Myndir Janusar í Veiða vind einkennast af mikilli litagleði. „Ég er hrifinn af litum,“ segir Janus, „en myndirnar sýna líka sumar nán- asta umhverfi mitt; húsið og landslagið sem einkennast af fallegum litum.“ FÆREYSKT TÓNLISTARÆVINTÝRI ER KOMIÐ ÚT Á ÍSLENSKU Misskilningur skapar sögu Kári Bæk, Janus á Húsagarði og Rakel Helmsdal með barnabókina góðu sem er svo ríkulega myndskreytt. Morgunblaðið/Kristinn FÆREYSKA TÓNLISTARÆVINTÝRIÐ VEIÐA VIND VARÐ TIL Í SAMSTARFI RITHÖFUNDAR, MYNDLISTARMANNS OG TÓNSKÁLDS. ÞESSI FALLEGA BÓK ER KOMIN ÚT Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU ÞÓRARINS ELDJÁRNS. Flestar bækur sem ég les verða í uppáhaldi hjá mér í einhvern tíma þótt ég lesi þær kannski aldrei aftur. Nokkrar bækur höfðu ofboðsleg áhrif á mig þegar ég var í menntaskóla og breyttu því svolítið hvernig ég hugsa. Draumalandið eftir Andra Snæ er ein þeirra sem opnuðu algjörlega augu mín fyrir því sem skiptir máli og Óraplágan eftir Slavoj Zizek setti hlutina líka í nýtt samhengi. Ég man oft takmarkað eftir söguþræði í skáldsög- um sem ég las fyrir löngu, miklu frekar eftir ein- hverju andrúmslofti. Ég man að Trúðurinn eftir Heinrich Böll sat lengi í mér eftir að ég las hann, sprengikrafturinn og þrúgandi andrúmsloftið var svo sterkt. Trúðurinn fjallar um götulistamann í Vestur- Þýskalandi, þegar kaþólskt siðgæði og þráin eftir gleymskunni gegnumsýrðu „nýja Þýskaland“. Bækur eins og Plágan eftir Camus, Hlutirnir eftir Georges Perec og Steinsteypa eftir Thomas Bernhard fannst mér líka mjög áhrifaríkar … Núna er ég að lesa Inferno Strindbergs í annað skiptið og hún heldur mér alveg jafnvel og hún gerði í menntaskóla. Það er eitthvað svo brjálæðislegt við þennan texta og þennan veika og vænisjúka sögumann sem er að missa tökin á veruleikanum og líður hreinar vít- iskvalir fyrir vikið. Ég er mikill aðdáandi Strindbergs og Drauga- sónatan og Draumleikur eru t.d. í miklu uppáhaldi. Það kæmust líka fleiri leikskáld ofarlega á lista yfir uppáhaldshöfundana mína. Henrik Ibsen, Harold Pinter og Jean Genet eru á meðal þeirra. Ég hugsa að Afturgöngur og Villiöndin eftir Ibsen, Heimkoma Pinters og Svalirnar hans Genet séu meðal uppáhaldsleikritanna minna. Í UPPÁHALDI HAUKUR HALLSSON BÓKSALI Haukur Hallsson bóksali er mikill lestrarhestur með traustan bókmenntasmekk þar sem miklir andans jöfrar komast á lista. Morgunblaðið/Styrmir Kári Andri Snær Magnason 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2013

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.