Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2013
Söngkonan og skemmtikrafturinn
Anna Mjöll Ólafsdóttir lenti í held-
ur óskemmtilegri lífsreynslu þegar
hún var úti að ganga með hundana
sína nærri heimili sínu í Los Angel-
es á dögunum. Móðir hennar, Svan-
hildur Jakobsdóttir, var með í för.
„Út undan mér sá ég hund sem var
ekki í ól og kom á ógnarhraða ná-
lægt elskunum mínum. Þegar ég
sneri mér við sá ég að þetta var
sléttuúlfur sem var nálægt að
krafsa í einn hundinn minn,“ segir
Anna á fésbókarsíðunni sinni. Hún
heldur áfram: „Ég henti mér á
milli og öskraði eins hátt og ég gat.
Ég vissi hreinlega ekki að ég gæti
öskrað svona hátt. Mamma tók á
rás með hundana til að koma þeim
burt úr garðinum.
Úlfurinn reyndi að fara framhjá
mér en ég lokaði á hann með hróp-
um og köllum ásamt einhverjum
dansi sem virtist vera víkinga-
karate. Hann var ekki vitund
hræddur við mig. Bara pirraður.
Vinir hans biðu í runnunum. Wow.“
Sléttuúlfar eru stórhættuleg dýr. Ferðast í hópum en veiða í pörum. Taka oft
litla hunda frá eigendum sínum. Ráðast einnig á mannfólk en valda litlum skaða.
ANNA MJÖLL Í LOS ANGELES
Lenti í slag við sléttuúlf
Anna Mjöll hrakti sléttuúlf í burtu með
víkingakarate og háværum öskrum.
Morgunblaðið/Golli
„Ég á þrjár tíkur. Elst er Fríða, 11 ára Cavalier King
Charles Spaniel. Síðan á ég tvær íslenskar fjárhunds-
tíkur sem reyndar eru hálfsystur, Mæru fimm ára og
Hrafntinnu á fjórða ári,“ segir Linda Laufey Braga-
dóttir innanhússarkitekt.
„Í fyrstu var hugsunin sú að fá sér hund sem fé-
lagsskap fyrir yngsta strákinn okkar. Seinna gerðist
það að bróðir minn fékk sér íslenskan fjárhund og þar
með hófust kynni mín af þessari frábæru hundateg-
und sem í senn er þjóðargersemi og menningararfur.
Íslenski fjárhundurinn er svo lifandi og duglegur í
allri útiveru og þar sem ég þurfti á hreyfingu að halda
eftir bílslys þá fannst mér ég hafa himin höndum tek-
ið.“
Núna er Linda líka komin út í ræktun og hvolparnir
hennar fjórir sem Mæra eignaðist fyrir níu vikum
heita Lappi, Snati, Tryggur og Kátur. „Þeir eru ynd-
islegir og geðgóðir eins og foreldrarnir. Þessir hundar
hafa gert það að verkum að ég er í útiveru á hverjum
degi, aðallega úti í náttúrunni í kringum Hafnarfjörð
og stundum förum við í bústaðinn.“
Nánar er hægt að fræðast um hunda Lindu á
facebook.com/laufeyjarraektun.
GÆLUDÝRIÐ MITT
Fullt hús
hunda
Linda Laufey Bragadóttir kolféll fyrir íslensku fjárhund-
unum. Þeir reyndust miklir félagar og hjálp eftir bílslys.
Ljósmynd/Ágúst Ágústsson
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Marlon Brando í gamla daga.Justin Chambers úr Grey’sGunnar Nelson bardagakappi