Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2013 Söngkonan og skemmtikrafturinn Anna Mjöll Ólafsdóttir lenti í held- ur óskemmtilegri lífsreynslu þegar hún var úti að ganga með hundana sína nærri heimili sínu í Los Angel- es á dögunum. Móðir hennar, Svan- hildur Jakobsdóttir, var með í för. „Út undan mér sá ég hund sem var ekki í ól og kom á ógnarhraða ná- lægt elskunum mínum. Þegar ég sneri mér við sá ég að þetta var sléttuúlfur sem var nálægt að krafsa í einn hundinn minn,“ segir Anna á fésbókarsíðunni sinni. Hún heldur áfram: „Ég henti mér á milli og öskraði eins hátt og ég gat. Ég vissi hreinlega ekki að ég gæti öskrað svona hátt. Mamma tók á rás með hundana til að koma þeim burt úr garðinum. Úlfurinn reyndi að fara framhjá mér en ég lokaði á hann með hróp- um og köllum ásamt einhverjum dansi sem virtist vera víkinga- karate. Hann var ekki vitund hræddur við mig. Bara pirraður. Vinir hans biðu í runnunum. Wow.“ Sléttuúlfar eru stórhættuleg dýr. Ferðast í hópum en veiða í pörum. Taka oft litla hunda frá eigendum sínum. Ráðast einnig á mannfólk en valda litlum skaða. ANNA MJÖLL Í LOS ANGELES Lenti í slag við sléttuúlf Anna Mjöll hrakti sléttuúlf í burtu með víkingakarate og háværum öskrum. Morgunblaðið/Golli „Ég á þrjár tíkur. Elst er Fríða, 11 ára Cavalier King Charles Spaniel. Síðan á ég tvær íslenskar fjárhunds- tíkur sem reyndar eru hálfsystur, Mæru fimm ára og Hrafntinnu á fjórða ári,“ segir Linda Laufey Braga- dóttir innanhússarkitekt. „Í fyrstu var hugsunin sú að fá sér hund sem fé- lagsskap fyrir yngsta strákinn okkar. Seinna gerðist það að bróðir minn fékk sér íslenskan fjárhund og þar með hófust kynni mín af þessari frábæru hundateg- und sem í senn er þjóðargersemi og menningararfur. Íslenski fjárhundurinn er svo lifandi og duglegur í allri útiveru og þar sem ég þurfti á hreyfingu að halda eftir bílslys þá fannst mér ég hafa himin höndum tek- ið.“ Núna er Linda líka komin út í ræktun og hvolparnir hennar fjórir sem Mæra eignaðist fyrir níu vikum heita Lappi, Snati, Tryggur og Kátur. „Þeir eru ynd- islegir og geðgóðir eins og foreldrarnir. Þessir hundar hafa gert það að verkum að ég er í útiveru á hverjum degi, aðallega úti í náttúrunni í kringum Hafnarfjörð og stundum förum við í bústaðinn.“ Nánar er hægt að fræðast um hunda Lindu á facebook.com/laufeyjarraektun. GÆLUDÝRIÐ MITT Fullt hús hunda Linda Laufey Bragadóttir kolféll fyrir íslensku fjárhund- unum. Þeir reyndust miklir félagar og hjálp eftir bílslys. Ljósmynd/Ágúst Ágústsson ÞRÍFARAR VIKUNNAR Marlon Brando í gamla daga.Justin Chambers úr Grey’sGunnar Nelson bardagakappi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.