Morgunblaðið - 12.07.2013, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1 2. J Ú L Í 2 0 1 3
Stofnað 1913 161. tölublað 101. árgangur
HEILBRIGT
LUNGA
DAFNAR VEL
SÆKIR
INNBLÁSTUR
Í DYLAN
FJÖLBREYTT
VERK RÍSA UPP
ÚR RAFINU
UMMI GUÐJÓNSSON 38 RAFTÓNLIST 39
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Það liggur alveg ljóst fyrir að hlutverk hagræðing-
arhóps, sem leggja á til aðgerðir til að hagræða, for-
gangsraða og auka skilvirkni í rekstri ríkisstofnana,
verður ekki að skera flatt niður. Þá verður að skera
meira niður og hagræða á ákveðnum sviðum til að
verja velferðarkerfið. Þetta segir Ásmundur Ein-
arsson, þingmaður Framsóknarflokksins og for-
maður hagræðingarhópsins. Að sögn Ásmundar
Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokksins og varaformanns fjárlaga-
nefndar Alþingis, er flatur niðurskurður sem meg-
inregla versta leiðin sem hægt er að fara í heilbrigð-
iskerfinu og sömuleiðis besta leiðin til að skerða
þjónustuna. „Við eigum að forgangsraða í ríkisfjár-
málunum og sömuleiðis eigum við ekki að fara í nýj-
ar húsbyggingar, verkefni eða annað slíkt, nema
það kalli fram sparnað í viðkomandi málaflokkum.“
MHægt að auka framleiðni »6
fundaði hópurinn í fyrsta skipti í fyrradag. „Það er
búið að skera flatt niður núna á undanförnum árum í
hagræðingarskyni og við höfum séð hvernig það
hefur meðal annars farið með velferðarkerfið,“ seg-
ir Ásmundur sem leggur áherslu á að hópurinn
muni fara ofan í ákveðin verkefni og skoða hvort þau
séu nauðsynleg, brýn og svo framvegis. Þá bendir
hann á að allir þær stóru spurningar og vangaveltur
sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra
kastaði fram í pistli sínum í Morgunblaðinu í gær
liggi undir í starfi hagræðingarhópsins.
Hafna flötum niðurskurði
Formaður hagræðingarhóps segir að skera verði meira niður til að verja
velferðarkerfið Guðlaugur Þór segir flatan niðurskurð verstu leiðina
Íslenska landsliðið gerði jafntefli við norska
landsliðið, 1:1, í fyrsta leik sínum í lokakeppni
Evrópumótsins í knattspyrnu í Kalmar í gær.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands
úr vítaspyrnu á 86. mínútu og jafnaði metin eftir
að brotið hafði verið á Söru Björk Gunnarsdóttur,
innan vítateigs. Sara Björk er á fullri ferð á mynd-
inni hér að ofan. Næst leikur íslenska liðið við það
þýska síðdegis á sunnudag. » Íþróttir
Ljósmynd/Guðmundur Svansson
Margrét Lára jafnaði metin í Kalmar
Íslenska landsliðið fékk sitt fyrsta stig í lokakeppni Evrópumóts
Komið er að
endurnýjun sorp-
bíla í borginni.
Umhverfis- og
skipulagsráð hef-
ur samþykkt til-
lögu umhverfis-
og skipulagssviðs
um að kaupa svo-
kallaða tvískipta sorpbíla. „Nú erum
við farin í aukna hirðu á flokkuðu
sorpi og teljum hagkvæmara að hafa
bílana tvískipta,“ segir Guðmundur
B. Friðriksson, skrifstofustjóri skrif-
stofu umhverfisgæða. Pappír verður
hirtur í annað hólfið og blandað sorp
í hitt, en hingað til hefur sorphirða
farið fram á tveimur mismunandi
bílum. Hann segir pappírsflokkun
hafa gengið vel síðan Reykjavík-
urborg fór í átakið „Pappír er ekki
rusl“. „Það er komið það mikið af
pappírstunnum að mér þykir líklegt
að þriðjungur hólfsins verði fyrir
pappír en tveir þriðju fyrir blandaða
sorpið.“
Auka flokkun sorps
í tvískipta sorpbíla
LISTAHÁTÍÐ Á SEYÐISFIRÐI 10
Umfangsmikil leit var gerð að tveimur mönnum í
Árnessýslu í gær í tengslum við lögreglurann-
sókn í Reykjavík, meðal annars vegna líkams-
árásarmáls. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá
sér seint í gærkvöldi kom fram að mannanna
hafði verið leitað í nokkurn tíma en talið var að
þeir héldu til í nágrenni Vaðness í Grímsnesi.
Í tilkynningunni segir að tveir menn hafi verið
handteknir við Laugarvatn og að þeir gisti nú
fangageymslur. Þeir verði yfirheyrðir í dag.
Fjöldi lögreglumanna leitaði mannanna í gær
auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar tók
þátt í leitinni. Að sögn sjónarvotta voru þrír lög-
reglubílar og sjúkrabíll, auk þyrlu Gæslunnar,
við Laugarvatn í gær. Þar hafi lögreglumenn
stöðvað bíla sem áttu leið þar um og leitað í þeim
hátt og lágt.
Þá herma heimildir að bílar hafi verið stöðv-
aðir við Kerið þar sem mannanna var leitað um
tíma.
Lögregla leitaði hátt og lágt í bílum
Manna leitað í Árnessýslu vegna lögreglurann-
sóknar Þyrla Gæslunnar aðstoðaði við leitina
Leit Landhelgisgæslan aðstoðaði við leitina og var
þyrla hennar við Laugarvatn í gær.
Peter Altmeier,
umhverfisráð-
herra Þýskalands,
hefur sent yfir-
völdum hafna við
Norðursjó bréf
þar sem hann
mælist til þess að
þau leyfi „sjálf-
viljug“ ekki flutn-
ing hvalkjöts.
„Þýskar hafnir ættu ekki að vera
ákjósanlegur kostur til umskipunar
hvalkjöts,“ sagði í bréfinu, sem Alt-
meier sendi á þriðjudag.
Flutningur íslensks hvalkjöts var
stöðvaður í Hamborg á miðvikudag
þar sem kom til mótmæla umhverf-
isverndarsamtakanna Greenpeace.
Haft var eftir Iris Menn, sérfræð-
ingi samtakanna í málefnum hafsins,
á vefsíðu blaðsins Die Welt að bréf
ráðherrans væri fyrsta skrefið, en
hygðist hann axla ábyrgðina til fulls
þyrfti hann að beita sér fyrir því að
flutningur hvalkjöts um þýskar
hafnir yrði bannaður með lögum.
Benti hún á að hafnaryfirvöld í Rott-
erdam hefðu gengist undir svipuð
tilmæli, en samt leyft flutning hval-
kjötsins til Hamborgar. » 17
Tilmæli umhverf-
isráðherra gegn
flutningi hvalkjöts
Hægt verður að byggja þrjú ný
gisti- og þjónustuhús í Kerling-
arfjöllum og stækka nokkur af
þeim húsum sem fyrir eru sam-
kvæmt tillögu að deiliskipulagi fyr-
ir hálendismiðstöð sem skipulags-
fulltrúi uppsveita Árnessýslu og
Flóahrepps hefur auglýst.
Allar 14 þjóðlendur Árnessýslu
eru komnar með fasteignanúmer
en það er forsenda þess að hægt sé
að afmarka lóðir fyrir mannvirki á
þeim. Sveitarfélög hafa samþykkt
að 29 þjóðlendur verði stofnaðar
sem fasteignir. »22
Fleiri byggingar í
Kerlingarfjöllum