Morgunblaðið - 12.07.2013, Qupperneq 6
BAKSVIÐ
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Áætlaður hallarekstur sjúkrahúsa
og heilbrigðistofnana á árinu er um
1,1 milljarður króna. Halli frá fyrri
árum er um 3,8 milljarðar. Þá nema
veikleikar í fjárlögum þessa árs, á
borð við t.d. sjúkratryggingar og
jafnlaunaátakið, um 3,6 milljörðum.
Þetta segir Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra. Í Morgun-
blaðinu í gær birtist pistill eftir
Kristján þar sem hann sagði 8,6
milljarða vanta á þessu ári, að öllu
óbreyttu, til að leysa fjárhagsvanda
heilbrigðiskerfisins.
Að sögn Kristjáns sér hann það
fyrir sér að hægt sé að ná fram auk-
inni framleiðni í heilbrigðiskerfinu,
þ.e. að landsmenn fái meiri þjónustu
fyrir sama fé. „Það þarf tíma til að
gera slíkar breytingar og ef við eig-
um hinsvegar að hagræða um stórar
og miklar fjárhæðir þá er alveg
hægt að hugsa sér að það sé gert en
það þýðir þá líka að við erum þá ekki
að horfa upp á sömu þjónustu á
næsta ári innan íslenska heilbrigð-
iskerfisins eins og við erum að horfa
upp á í dag,“ segir Kristján.
Þá leggur hann áherslu á að ekki
verði skorið meira niður með flötum
niðurskurði heldur verði forgangs-
raðað á hinum mismunandi sviðum.
„Það er alveg hægt að kroppa í heil-
brigðisþjónustuna alla en þar er um
að ræða hundrað milljarða rekstur
og stærstu atriðin í þeim rekstri er
Landspítalinn og sjúkratryggingar,
eitthvað um 70 milljarða útgjöld og
þá eru þrjátíu milljarðar eftir,“ seg-
ir Kristján.
Ekki má ganga lengra
„Ég get tekið undir það með
Kristjáni Þór að ekki megi ganga
lengra í niðurskurði í heilbrigðis-
kerfinu. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig-
urðardóttur var byrjuð að gefa til
baka fyrri aðhaldsaðgerðir með
auknum framlögum til tækjakaupa,
sem og til S-merktu lyfjanna og til
jafnlaunaátaks,“ segir Oddný G.
Harðardóttir, þingmaður Samfylk-
ingarinnar og 2. varaformaður fjár-
laganefndar Alþingis.
Hún segist ekki vita nákvæmlega
hvað Kristján Þór eigi við með þeim
orðum sínum að 8,6 milljarða vanti
inn í kerfið. „Rekstur heilbrigðis-
stofnanna hefur verið aðlagaður því
rekstrarumhverfi sem stofnanirnar
hafa því miður þurft að búa við eftir
efnahagshrunið og starfsfólk og
stjórnendur unnið þrekvirki við að
halda uppi góðri þjónustu við þær
aðstæður,“ segir Oddný sem bendir
á að sá uppsafnaði halli sem Krist-
ján Þór nefnir sé halli sem heil-
brigðiskerfið hafi komið með úr
góðærinu inn í hrunið. „Það gerði
aðhaldsaðgerðir á síðasta kjörtíma-
bili enn erfiðari en ef heilbrigðis-
kerfið hefði notið forgangs þegar
peningar voru fyrir hendi til upp-
byggingar,“ segir Oddný og gagn-
rýnir jafnframt ummæli Kristjáns
um Hús íslenskra fræða og fangels-
ið á Hólmsheiði. „Hann nefnir Hús
íslenskra fræða og fangelsi sem eru
fjárfestingar sem ráðast átti í bæði
vegna vanda í fangelsismálum en
einnig til að auka opinbera fjárfest-
ingu og skapa atvinnu. Ætlar rík-
isstjórnin að hætta við þær fjárfest-
ingar?“ segir Oddný.
„Hálf hjákátlegt hjá ráðherra“
Að sögn Bjarkeyjar Olsen Gunn-
arsdóttur, þingmanns Vinstri-
grænna og fulltrúa í fjárlaganefnd,
töluðu flestir flokkar um í kosninga-
baráttunni að efla þyrfti heilbrigð-
isþjónustuna og að það yrði eitt
helsta forgangsmál næstu ríkis-
stjórnar. „Því er það hálf hjákátlegt
hjá heilbrigðisráðherra Sjálfstæðis-
flokksins að tala um forgangsröðun
og sátt í þessum málaflokki þegar
hans eigin flokkur skilaði Landspít-
alanum nánast gjaldþrota til þjóð-
arinnar haustið 2008 sem átti ekki
fyrir launum og lyfjum. Á sama tíma
og Sjálfstæðisflokkurinn lagði á það
ofuráherslu á sumarþinginu að
minnka tekjur ríkissjóðs um marga
milljarða í formi lækkunar á veiði-
gjöldum og skatti á gistiþjónustu,“
segir Bjarkey.
Morgunblaðið/Ómar
Landspítalinn Í pistli sínum í Morgunblaðinu í gær sagði Kristján Þór að 8,6 milljarða vantaði upp á til að leysa fjárhagsvanda heilbrigðiskerfisins.
Hægt að auka framleiðni
Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að ekki verði skorið meira niður með
flötum niðurskurði Stjórnarandstöðuþingmenn furða sig á pistli ráðherrans
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
GÓÐAR GRÆJUR
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Vestmannaeyjum
1400W, 360 lítr./klst.
Þolir 50°C heitt vatn
5 metra barki, sápubox
Black&Decker
háþrýstidæla max bar 110
14.990,- 1700W, 370 lítr./klst.
Þolir 50°C heitt vatn
5,5 metra barki, sápubox
háþrýstidæla max bar 130
28.990,-
2100W, 420 lítr./klst.
Þolir 50°C heitt vatn,
8 metra málmbarki,
sápubox,
með bursta
Black&Decker
háþrýstidæla max bar 150
51.990,-
Black&Decker
Arges HKV-100GS30
1000W, 30 lítrar
27.900,-
Menntaskóli
Borgarfjarðar fór
ótroðnar slóðir
fyrir sex árum
síðan þegar skól-
inn var stofnaður
og bauð strax upp
á þriggja ára nám
til stúdentsprófs
og hefur nú út-
skrifað yfir 100
nemendur eftir
þriggja ára nám. Skólinn er einka-
hlutafélag.
„Þetta var mikil nýjung þá en hef-
ur gengið afskaplega vel,“ segir Kol-
finna Jóhannesdóttir skólameistari.
„Skólaárið hjá okkur er lengra, en
við kennum út prófatímann svo nem-
endur eru í kennslu alveg fram í
byrjun júní og fá í staðinn fleiri ein-
ingar á hverju skólaári.“
Í skólanum er lögð rík áhersla á
símat og leiðsagnarmat, ásamt jafn-
ara álagi yfir allt skólaárið.
„Ég gerði viðhorfskönnun meðal
útskrifaðra nemenda og þau telja sig
mjög vel undirbúin undir háskóla-
nám. Við erum færa okkur nær því
sem gerist erlendis með því að hafa
styttra nám til stúdentsprófs,“ segir
Kolfinna, en nemendur hafa þann
möguleika að fara hægar í náminu ef
þörf þykir.
„Nemendum úr skólanum hefur
gengið afskaplega vel í há-
skólanámi.“ aslaug@mbl.is
Vel undir-
búin undir
háskólanám
Þriggja ára nám
í boði frá stofnun
Kolfinna
Jóhannesdóttir
Veltan af greiðslukortum erlendra
ferðamanna á fyrstu fimm mánuðum
ársins var 26.451 milljón, borið sam-
an við 20.304 milljónir 2012. Jafn-
gildir það 30,3% aukningu milli ára.
Til samanburðar var veltan af inn-
lendum greiðslukortum 28.656 millj-
ónir erlendis á tímabilinu frá janúar
til maí en 27.537 milljónir í fyrra.
Nemur aukningin um 4% sem er
svipað og þróun verðbólgunnar á
tímabilinu. Loks jókst veltan af inn-
lendum debetkortum innanlands á
sama tímabili úr 99.501 milljón í
102.945 milljónir, eða um 3,46%.
Ferðamenn
eyddu 30%
meira en 2012
Starfsfólk Hafrannsóknastofnunarinnar ásamt sérfræð-
ingum frá Hvalrannsóknarsetrinu á Húsavík héldu út á
Skjálfandaflóa við Húsavík í gærkvöld til að freista þess
að ná húðsýni af svokölluðum „hvalablendingi“ sem hefur
verið að svamla í flóanum síðustu daga.
„Það er erfitt að vera innan um hvalaskoðunarbátana
þegar við tökum húðsýni af dýrinu og það á að lægja með
kvöldinu,“ segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá
Hafrannsóknastofnun.
Starfsfólkið ætlaði að skjóta litlum skutli með lásboga í
dýrið til að ná í húðsýni. Út frá sýninu verður væntanlega
hægt að greina erfðamengi og kyn dýrsins. Gísli reiknaði
með því að starfsfólkið verði að þessu eitthvað fram á nótt-
ina og hann staðfesti að dýrið væri ennþá á svæðinu í gær.
„Við ætlum að nýta okkur veðurgluggann í nótt og
reyna að hafa hraðar hendur því slík dýr staldra oft stutt
við. Það er ekki erfitt að athafna sig að næturlagi þar sem
íslenskar sumarnætur eru bjartar,“ segir Gísli.
Hvalurinn hefur vakið athygli gesta og fræðimanna á
svæðinu fyrir sérkennilegt útlit sitt, en dýrið er með ugga
langreyðar og litarhaft steypireyðar. Sérfræðingar telja
hugsanlegt að dýrið sé blendingur þessara tveggja
stærstu dýra jarðar, en slík dýr eru afar sjaldgæf í nátt-
úrunni.
Ísak Aðalsteinsson, vaktstjóri hjá hvalaskoðunarfyrir-
tækinu Norðursiglingu, segir dýrið vera skemmtilega við-
bót við þá miklu flóru hvala sem er til staðar í flóanum.
„Margir hoppa upp af kæti þegar þeir sjá þessu stærstu
dýr jarðar og sumir eru búnir að ferðast um hálfan hnött-
inn til að upplifa þetta,“ segir Ísak. jonheidar@mbl.is
Sýnataka blendings úr
bát á bjartri sumarnótt
Óhagstæð veðurskilyrði og umferð hvalaskoðunarbáta
Ljósmyndari/Christian Schmidt
Húðsýni Hópurinn vill fá sýni af stærsta dýri jarðar.
„Það verður að gera tvennt.
Annars vegar að forgangsraða
í ríkisfjármálunum og það sem
ég tel vera í fremstu röð eru
heilbrigðismálin því ef við
glutrum þeim niður þá verður
gríðarlega dýrt að byggja þau
upp aftur. Síðan er hitt að það
vantar stefnumótun í mála-
flokkinn, menn hafa frestað
vandanum og gengið fram, í
þessu eins og annars staðar,
fyrst og fremst með flötum
niðurskurði og það er versta
leið sem hægt er að fara,“
segir Guðlaugur Þór Þórðar-
son, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins og 2. varaformaður
fjárlaganefndar.
Versta leiðin
FLATUR NIÐURSKURÐUR