Morgunblaðið - 12.07.2013, Síða 14
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Það kerfi leyfisveitinga sem nú er not-
að í sjókvíaeldi er ekki nothæft, að
mati Sigurðar Inga Jóhannssonar
sjávarútvegsráðherra, sem vill finna
lausn svo að atvinnugreinin geti vaxið
áfram. Hann skoðar að uppbyggingin
fari í gegnum skipulagsferli til fram-
tíðar en jafnframt mun hann skipa
starfshóp til að koma með tillögur að
breytingum á núverandi leyfisveit-
ingakerfi svo það virki betur þar til
nýtt fyrirkomulag kemst á.
Fulltrúar Landssambands fiskeld-
isstöðva fóru á fund Sigurðar Inga Jó-
hannssonar í atvinnuvegaráðuneyt-
inu í gær. Guðbergur Rúnarsson
framkvæmdastjóri segir að tilgang-
urinn hafi verið að gera ráðherra
grein fyrir möguleikum fiskeldis og
þeim vandamálum sem núverandi
leyfisveitingaferli skapi fyrirtækjun-
um við uppbygginguna.
Tvö mál eru einkum í umræðunni í
þessu sambandi. Það er krafa um um-
hverfismat fyrir uppbyggingu sjó-
kvíaeldis Hraðfrystihússins – Gunn-
varar í Ísafjarðardjúpi og stækkun
stöðvar Fjarðalax í Fossfirði í Arn-
arfirði.
Vöxturinn stöðvast
Guðbergur segir að uppbyggingin
hafi almennt gengið vel. Stöðvar séu
komnar vel af stað í sjókvíaeldi og
mikil aukning framundan. „Við erum
að tala um að framleiðslan geti aukist
um 30 þúsund tonn á næstu árum og
það skapar útflutningsverðmæti upp
á 26-27 milljarða á ári, þegar allt er
komið í gang,“ segir Guðbergur.
Hann segir að leyfisveitingakerfið
stöðvi þessa þróun. Það taki of langan
tíma. Til dæmis ætli úrskurðarnefnd
sér tvö ár til að kveða upp úrskurði
um mál sem þangað er skotið. Upp-
byggingin stöðvist í mörg ár.
Sigurður Ingi segir að sér hafi lengi
verið það ljóst að verulegra úrbóta sé
þörf á leyfisveitingakerfi laxeldis.
„Þetta er flókið kerfi og tímafrekt.
Menn sjá hvorki fyrir sér upphaf né
endi þess tíma. Þá geta komið óvænt-
ar flækjur. Þetta tefur fyrir vexti en
það sem verst er að fyrirkomulagið
tryggir ekki heildstætt mat þar sem
horft er til allra þátta umhverfis og
nýtingar.“
Sigurður fer jafnframt með um-
hverfismálin og hann hefur þegar fal-
ið umhverfisráðuneytinu og Skipu-
lagsstofnun að kortleggja stöðuna og
skoða fyrirkomulagið til framtíðar.
Sjálfur nefnir hann þann möguleika
að fara með laxeldið í skipulagsferli
þar sem fyrirfram verði skipulagt
hvernig nýta eigi viðkomandi strand-
lengju eða fjörð. Slík vinna sem nefnd
er strandnýtingaráætlun hefur verið
unnin í Arnarfirði en hefur ekki lög-
formlegt gildi.
Það mun taka tíma að búa til nýtt
kerfi og koma því í framkvæmd. Sig-
urður Ingi tók vel í tillögu Landssam-
bands fiskeldisstöðva um að skipa
starfshóp til að leysa úr þeim málum
sem standa þeim fyrir þrifum í núver-
andi kerfi. Guðbergur segir mikil-
vægt að hópurinn skili niðurstöðum í
haust. „Við erum búnir að missa af
árinu 2014 en ef við ætlum að ná árinu
2015 þarf að skipuleggja hrognatöku í
haust,“ segir Guðbergur.
Hann telur óþarfi að fara í um-
hverfismat þegar óskað er eftir
stækkun sjókvíaeldis í 7 þúsund tonn
eins og í Ísafjarðardjúpi eða 10 þús-
und tonn hjá tveimur fyrirtækjum í
Arnarfirði. Nefnir hann sem dæmi að
norskir sérfræðingar á þessu sviði
telji að Arnarfjörður beri 20 þúsund
tonna framleiðslu. „Hvernig getur þá
10 þúsund tonna eldi verið skaðlegt,
með þeim fyrirvörum sem við höfum
verið að gera,“ segir Guðbergur og
nefnir að hægt sé að fylgjast með lax-
eldinu eftir að það er hafið og áhrif
þess á umhverfið og grípa til nauðsyn-
legra ráðstafana.
Vill breyta leyfisveit-
ingakerfi laxeldis
Sigurður Ingi Jóhannsson vill finna lausn svo laxeldið geti
haldið áfram að vaxa Hugmynd um strandnýtingaráætlun
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Slátrun Uppsveifla hefur verið á Vestfjörðum vegna uppbyggingar laxeldis
Fjarðalax. Fyrirtækið fær ekki að vaxa eins og stjórnendur þess vilja.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013
DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 DUKA.IS
Litríkar, hagnýtar,
fíngerðar, óbrjótandi,
fallegar, spennandi,
endingargóðar, mjúkar,
skemmtilegar...
Alls konar gjafir á
óskalistann ykkar.
Kláraðu listann
Brúðhjón sem gera
óskalista fá
10% afslátt
af öllum vörum
hjá okkur
í 6 mánuði
eftir brúðkaupið.
Viðhaldsfríar
hurðir
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 29 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Garðbæingar eru nú orðnir fleiri en
14 þúsund. Talan náðist 13. júní sl.
þegar lítill drengur sem býr á
Álftanesi kom í heiminn. Dreng-
urinn, sem skírður var Axel Hugi,
er sonur hjónanna Höddu Hrundar
Guðmundsdóttur og Þórðar Guð-
steins Péturssonar. Hann á eldri
bróður sem heitir Óðinn Sturla.
Gunnar Einarsson bæjarstjóri og
Áslaug Hulda Jónsdóttir forseti
bæjarstjórnar heimsóttu fjölskyld-
una og færðu þeim góðar gjafir.
Aðeins eru rúm tvö ár síðan fæð-
ingu 11. þúsundasta Garðbæingsins
var fagnað. Garðabær og Álftanes
sameinuðust á árinu sem skýrir
þessa hröðu fjölgun.
Á myndinni eru frá vinstri: Gunn-
ar Einarsson, Hadda Hrund Guð-
mundsdóttir, Óðinn Sturla Þórð-
arson, Þórður Guðsteinn Pétursson
með Axel Huga í fanginu og Áslaug
Hulda Jónsdóttir.
Garðbæingar orðnir
14 þúsund talsins
Björn Bjarndal
Jónsson, skógar-
verkfræðingur
og framkvæmda-
stjóri Suður-
landsskóga, tók
nýlega við sem
umdæmisstjóri
Rótarýumdæm-
isins á Íslandi.
Björn Bjarndal
er félagi í Rót-
arýklúbbi Selfoss frá 1997 og er
kvæntur Jóhönnu Róbertsdóttur,
verkefnisstjóra hjá Rauða kross-
inum.
Á Íslandi eru starfandi 30 rótarý-
klúbbar og eru félagar um 1200
talsins. „Starfið er gróskumikið en
klúbbfundir eru vikulega,“ segir í
tilkynningu.
Nýr umdæmisstjóri
Rótarý á Íslandi
Björn Bjarndal
Jónsson
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill-
benda hesthúsaeigendum í Reykja-
vík á að samkvæmt samþykkt um
hesthús og hesthúsahverfi skal
tæma taðþrær reglulega og áður en
þær fyllast. Þrærnar skulu ávallt
tæmdar þegar hross eru komin í
haga, þó eigi síðar en 1. júlí ár
hvert. Heilbrigðiseftirlitið hvetur
því þá hesthúsaeigendur sem ekki
hafa tæmt sínar þrær að gera það
nú þegar. Leitast skal við að nýta
hrossatað til jarðræktar eða ann-
arra sambærilegra nota.
Taðþrær tæmdar
STUTT