Morgunblaðið - 12.07.2013, Page 15

Morgunblaðið - 12.07.2013, Page 15
SVIÐSLJÓS Áslaug Arna Sigurbjörnsd. aslaug@mbl.is Það er ekkert lát á hátíðum um allt land og munu margir gera sér glað- an dag um helgina þó að það sé víða rigning í kortunum. Gert er ráð fyrir fjölda manns á Neskaupstað þar sem haldin verður hin árlega rokktónlistarhátíð Eistnaflug. „Hér verður gott veður og gríðar- legt partí alla helgina,“ segir Stefán Magnússon framkvæmdastjóri Eistnaflugs og segist hann búast við hátt í 1.500 manns á hátíðina, en hún er nú haldin í níunda skiptið. „Hátíðin hófst á miðvikudag, þá voru krakkatónleikar þar sem var fullt hús og plötusnúðurinn Töfri tryllti lýðinn,“ segir Stefán en að auki komu fram Skálmöld, Dimma og Sólstafir. Hátíðin stendur yfir til sunnudagsmorguns. „Hljómsveit frá Portland sem heitir Red Fang er kannski stærsta númerið á hátíðinni,“ segir Stefán og bætir við að um 35 hljómsveitir komi fram á hátíðinni. „Við verðum í sól- baði og hlustum á góða tónlist alla helgina.“ Tónlist á allri eyjunni Í Hrísey verður einnig mikið um tónlist, en þar verður haldin Hrís- eyjarhátíð um helgina þar sem áhersla er lögð á trúbadora og alla tónlist. „Markmiðið er að gestir heyri tónlist hvar sem þeir eru á eyj- unni. Það er t.d. lúðrasveit um borð í ferjunni, fiðluleikur á höfninni og plötusnúður í sundlauginni auk trúbadora sem skemmta hér og þar um bæinn,“ segir Jón Gunnar Th. framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Hátíðin hefur verið haldin í 19 ár og mun m.a. KK og Eyþór Ingi skemmta gestum. „Það er búist við mörgum og fólk er farið að streyma í eyjuna með tjöld og tjaldvagna,“ segir Jón Gunnar. Rokk og sól á Neskaupstað  „Markmiðið er að gestir heyri tónlist hvar sem þeir eru á eyjunni,“ segir framkvæmdastjóri Hríseyjarhátíðar  Vætusöm helgi framundan víða um land Neskaupstaður Margir eru mættir á Eistnaflug og margir krakkar kældu sig í sjónum við upphaf hátíðarinnar. FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar 100% made in Italy www.natuzzi.com Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. Auk Hríseyjarhátíðar og Eistna- flugs á Neskaupstað verður haldin hátíð á Stokkseyri, það er Bryggjuhátíðin „brú til brott- fluttra“ þar sem verður fjöl- breytt fjölskyldudagskrá og m.a. varðeldur og brekku- söngur. Í Stöðvafirði verður haldin Pólar Festival sem er lista- og menningarhátíð. Hátíðinni er ætlað að ná saman fólki úr ólík- um áttum og margvíslegum skapandi greinum til þess að deila reynslu sinni og þekkingu. Þá er sérstök áhersla lögð á að vekja athygli á Stöðvarfirði og þeim möguleikum sem eru þar fyrir hendi til uppbyggingar og nýsköpunar. Þá verður haldin hátíðleg Sumarhátíð Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands á Egilsstöðum þar sem keppt verður í ýmsum íþróttum t.d. boccia, strandblaki og borð- tennis. Þá verður bogfimisýning á hátíðinni. Fjöldi hátíða um helgina FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Rokk Tónlist af öllu tagi um helgina. „Þetta verður frekar vætusöm helgi og það eru lítil hlýindi í kortunum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Veðrið fer kólnandi á öllu landinu um helgina en besta veðrið verður á Austur- landi og norðaustan til á landinu. „Það verður hlýjast og úrkomuminnst á Austurlandi en gæti farið að rigna seint á laugardag,“ segir Þorsteinn. En ekkert lát virðist vera á úr- komu þetta sumarið og viðrar ekki vel til útilegu á Suður- og Vesturlandi. Aðeins góðviðri á Austurlandi EKKERT LÁT Á ÚRKOMUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.