Morgunblaðið - 12.07.2013, Side 16

Morgunblaðið - 12.07.2013, Side 16
FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Málefni Dróma hf. hafa talsvert verið til umræðu undanfarin misseri og þannig meðal annars bæði verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og á Alþingi. Félagið hefur sætt mikilli gagnrýni vegna starfsemi sinnar og þá ekki síst af hálfu stjórnmálamanna bæði úr röð- um núverandi stjórnarliða og þeirra sem skipuðu fyrri stjórnarmeirihluta. Meðal þess sem Drómi hefur verið gagnrýndur fyrir er að ganga harðar fram gegn lántakendum en aðrar lánastofnanir hafa gert gagnvart sín- um viðskiptavinum en félagið heldur utan um eignir Spron og Frjálsa fjár- festingarbankans sem eru í slitameð- ferð og þar með taldar skuldir við- skiptavina þeirra. Þá hafi Drómi endurreiknað gengislán mun seinna en aðrar fjármálastofnanir og enn- fremur sett fyrirvara við þá endurút- reikninga. Röng framsetning í fjölmiðlum Talsverð umfjöllum skapaðist fyrr á þessu ári þegar greint var frá því í fjöl- miðlum að Drómi ætlaði að ganga að um 160 lántakendum vegna lána í er- lendri mynt. Dróma var gert að end- urreikna þau lán ásamt gengistrygg- ðum lánum samkvæmt lögum nr. 151/2010, svonefndum Árna Páls-lög- um, en félagið setti hins vegar fyrir- vara við þá endurútreikninga þar sem það taldi lánin í erlendri mynt vera lögleg. Drómi fór fram á það við fjármála- ráðuneytið fyrr á þessu ári að ríkið bætti félaginu þann skaða sem það hefði orðið fyrir vegna endurútreikn- inga á lánum í erlendri mynt í kjölfar Hæstaréttardóma sem staðfestu að lánin væru lögleg og að Árna Páls-lög- in hefðu gengið gegn stjórnarskránni vegna afturvirkni lagaákvæða. Þeirri skaðabótakröfu hafnaði ráðuneytið hins vegar í mars síðastliðnum. Greint var frá því í fjölmiðlum að í kjölfarið hafi Drómi ákveðið að beina kröfum sínum að lántakendum sjálf- um sem fyrr segir, sem ættu fyrir vikið fljótlega von á kröfu samtals að upphæð um 1,5 milljörðum króna. Þessu hefur Drómi hins vegar hafn- að. Hið rétta sé að lántaki hafi stefnt félaginu fyrir dómstóla vegna láns í erlendri mynt. Drómi hafi í vörn sinni í málinu lagt fram fjárkröfu „í því skyni að fá efnisdóm um málið. Málið er nú rekið fyrir dómstólum og fæst vonandi úr því skorið á næstu mán- uðum hver réttarstaða lántaka og lánveitanda er,“ eins og segir á heimasíðu félagsins. Niðurstaða þess gæti hins vegar haft áhrif á um 160 lán. Málefni Dróma voru tekin fyrir í umræðum á Alþingi 26. júní síðastlið- inn. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, hvatti af því tilefni Frosta Sigurjónsson, þingmann Framsóknarflokksins og formann efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, til þess að taka málið upp á vettvangi nefndarinnar sem síðan var gert. Í kjölfarið sendi nefndin bréf til Fjármálaeftirlitsins þar sem spurt var hvort Drómi færi að lögum nr. 16/ 2002 um fjármálafyrirtæki þar sem meðal annars er kveðið á um eftirlit stofnunarinnar með því að framganga fjármálafyrirtækis í slitameðferð sé í samræmi við það sem almennt tíðkist hjá fjármálafyrirtækjum. Hefur frest þar til í dag Fjármálaeftirlitið hefur sent Dróma bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum í þessum efnum og sömuleiðis til annarra fjármálastofn- ana, en um er að ræða sjálfstæða rannsókn af hálfu stofnunarinnar. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur Drómi frest þar til í dag til að svara bréfinu. Fjármálaeft- irlitið leggur áherslu á að ljúka athug- un sinni við fyrsta tækifæri að teknu tilliti til fresta og yfirferðar gagna. Af hálfu efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis er þess beðið að svör berist frá Fjármálaeftirlitinu við fyrirspurn nefndarinnar. Fjárkrafan sett fram sem vörn  Drómi hefur sett fram fjárkröfu á einn lántakanda vegna endurútreiknings á láni í erlendri mynt sem vörn í dómsmáli sem lántakandinn höfðaði gegn félaginu  Niðurstaða málsins gæti haft áhrif á 160 lán Morgunblaðið/Árni Sæberg Skuldamál Drómi er eignarhaldsfélag sem stýrt er af slitastjórn og heldur utan um eignir Spron og Frjálsa fjár- festingarbankans og þar með talið skuldir viðskiptavina félaganna gagnvart þeim. Drómi » Fullyrt var í fjölmiðlum fyrr á þessu ári að Drómi ætlaði að krefja 160 lántakendur um endurgreiðslu samtals upp á 1,5 milljarða króna í kjölfar nið- urstöðu Hæstaréttar um að Árna Páls-lögin svonefnd færu gegn stjórnarskránni. » Drómi segir hið rétta vera að lántakandi hafi höfðað dómsmál gegn félaginu sem hafi sett fram fjárkröfuna gagnvart honum sem vörn í málinu. Niðurstaða málsins gæti haft áhrif á 160 lán. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 Laugarásvegi 1 • 104 Reykjavík Sími: 553 1620 • laugaas.is LAUGA-ÁS SPECIAL Steiktur fiskur gratín m.a. á matseðli Árin segja sitt Ekki liggur fyrir hvernig stjórnvöld kunni að beita sér varðandi málefni Dróma vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram á stafsemi félagsins og einkum framgöngu þess gagnvart lántakendum. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðis- málaráðherra, sagði nýverið í samtali við Morg- unblaðið að brýnt væri að fara yfir forsendur lána- uppgjara hjá Dróma og öðrum lánveitendum. Málefni Dróma heyra hins vegar undir fjármála- og efnahagsráðuneytið en ekki hafa fengist svör það- an hvort og þá með hvaða hætti stjórnvöld kunni að beita sér í málinu. Óljóst hvað stjórnvöld gera MÁLEFNI EIGNARHALDSFÉLAGSINS DRÓMA Eygló Harðardóttir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Makrílafli það sem af er árinu var orðinn um 14 þúsund tonn í gær, samkvæmt upplýsingum frá Fiski- stofu. Fyrir réttu ári var búið að veiða um 32 þúsund tonn af makríl. Halldór Kristinsson, skipstjóri á Sæhamri SH, byrjaði á makrílveið- um á þriðjudaginn var og fékk þá tvö tonn. Í fyrradag var veðrið ekki gott en í gær var hann kominn með hátt í tvö tonn þegar rætt var við hann um þrjúleytið. Hann er með fimm rúllur og 40 króka á hverri rúllu. „Það er lítið að sjá hérna við land- ið,“ sagði Halldór þar sem hann var að veiðum 2-3 sjómílur undan Hellis- sandi. Vaðandi makríll hefur sést á Breiðafirði undanfarið. Þótt hann vaði þá er það ekki endilega veið- anlegt magn í byrjun vertíðar, að sögn Halldórs. Hann sagði að sjórinn sé kaldari nú en hann var á sama tíma í fyrra og það skýri líklega hvers vegna makrílvertíðin fer hæg- ar af stað en þá. „Þetta er bara að byrja. Ég held að það verði ekkert fjör í þessu fyrr en eftir þann tuttugasta,“ sagði Hall- dór. Þetta er fjórða sumarið sem hann stundar krókaveiðar á makríl. Makríllinn hefur verið vænn að sögn Halldórs. Honum er landað í Sjávariðjuna á Rifi þar sem hann er flakaður og frystur til manneldis. Fjórir krókabátar voru byrjaðir á makrílveiðum frá Rifi í gær, einir sex frá Ólafsvík og fjórir frá Stykkis- hólmi. Þá var verið að gera fleiri báta tilbúna til veiða og talsvert komið af aðkomubátum, að sögn Halldórs. Makrílvertíðin er rétt að byrja  Sæhamar SH er einn margra báta sem veiða makríl á króka Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Makríll Krókabátar eru byrjaðir á makrílveiðum í Breiðafirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.