Morgunblaðið - 12.07.2013, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013
✝ HólmfríðurMagnúsdóttir
fæddist á Syðra-
Hóli, A-Hún. 1. apr-
íl 1918. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Hlíð 6. júlí 2013.
Foreldrar henn-
ar voru: Magnús
Björnsson bóndi og
fræðimaður á
Syðra-Hóli, f. 30.7.
1889, d. 20.7. 1963
og Jóhanna Albertsdóttir hús-
freyja á Syðra-Hóli, f. 11.3.
1897, d. 3.3. 1996. Systkini
Hólmfríðar: María, f. 1.5. 1919,
Björn, f. 26.6. 1921, d. 13.11.
2010, Sveinbjörn Albert (Atli), f.
1.11. 1923, d. 13.11. 1987, Guð-
rún Ragnheiður (Gígja), f. 17.5.
1925, d. 2.6. 1938 og Ásdís, f.
7.8. 1931. Hólmfríður giftist
Rósberg G. Snædal skáldi og rit-
höfundi, 25.5. 1945. Þau skildu
1971. Börn þeirra eru sex: 1)
Húnn Snædal, f. 13.7. 1944.
Dætur Húns og fyrri konu hans,
Sólrúnar Sveinsdóttur, f. 29.8.
1942, eru: a) Þórný Snædal, f.
14.8. 1966. Hún er gift Svavari
Sverrissyni og eiga þau fjögur
börn. b) Katrín Snædal, f. 18.8.
1971. Maki hennar er Magnús
Þór Magnússon, þau eiga tvö
dóttir, f. 10.4. 1981, í sambúð
með Birki Baldvinssyni. 4) Þór-
gunnur Snædal, f. 14.12. 1948.
Hún er gift Jöran Westberg.
Sonur þeirra er: a) Magnus
Olav, f. 7.5. 1985. Hann er giftur
Chris Westberg; 5) Magnús
Snædal, f. 17.4. 1952. Sonur
hans og fyrrum sambýliskonu
Auðar Guðjónsdóttur, f. 13.4.
1953, er: a) Kári, f. 10.11. 1978;
6) Bragi Snædal, f. 19.6. 1954.
Hólmfríður ólst upp á Syðra-
Hóli. Veturinn 1936-37 var hún
á Kvennaskólanum á Blönduósi.
Hún flutti til Akureyrar 1937.
Næstu ár á eftir var hún í vist á
veturna og í kaupavinnu á
sumrin. Hún fór m.a. sem
kaupakona til Flateyjar á
Skjálfanda, að Ketilsstöðum á
Völlum austur á Héraði og eitt
sumar var hún í Lundabrekku í
Bárðadal. Þetta var hennar að-
ferð til að ferðast og sjá meira
af landinu. Hún vann einnig á
saumastofu Jórunnar Guð-
mundsdóttur sem og á sauma-
stofu Gefjunar. Á árunum 1944
til 1958 helgaði hún sig að
mestu heimilinu, en fór eftir það
að vinna á Heklu á Akureyri, við
saumar. Hún vann þar í 30 ár,
eða þar til hún fór á eftirlaun
1988. Árið 2006 flutti hún í rað-
húsaíbúð við Dvalarheimilið
Hlíð á Akureyri. Síðasta vet-
urinn sem hún lifði bjó hún inni
á Hlíð.
Útför Hólmfríðar fer fram
frá Akureyrarkirkju í dag, 12.
júlí 2013, kl. 13.30.
börn. Núverandi
eiginkona Húns er
Guðrún Freysteins-
dóttir, f. 12.9. 1952,
hún á tvær dætur,
Álfheiði og Frey-
dísi Helgu Árna-
dætur og sjö barna-
börn. 2) Hólmsteinn
Snædal, f. 2.9.
1945. Kona hans er
Olga Loftsdóttir, f.
24.1. 1944. Synir
þeirra eru: a) Björn Snædal, f.
16.9. 1965, b) Rósberg Rúnar
Snædal, f. 27.6. 1967, c) Ólafur
Snædal, f. 29.9. 1979. Kona
Ólafs er Jakobína Dögg Ein-
arsdóttir, þau eiga saman fjórar
dætur. 3) Gígja Snædal, f. 9.7.
1947. Hún var gift Oddi Gunn-
arssyni, f. 4.1. 1943, d. 2.12.
2008. Dætur þeirra eru: a)
Fríða, f. 7.3. 1972. Hún var gift
Indriða Þresti Gunnlaugssyni,
þau eiga eina dóttur. b) Rann-
veig, f. 15.12. 1973. Hún á þrjú
börn með manni sínum Svan-
laugi Jónassyni. c) Jóhanna
María, f. 8.5. 1976. Hún á fjögur
börn með fyrrverandi eig-
inmanni sínum, Marteini Þór
Magnþórssyni. Núverandi sam-
býlismaður hennar er Hafþór
Sævarsson. d) Þórgunnur Odds-
Þegar sólin er hæst á lofti og
næturnar svo bjartar að maður
tímir ekki að fara að sofa leggur
amma mín af stað í sína hinstu
för. Það kemur ekki á óvart að
hún kveðji okkur einmitt núna
meðan sólin skín og gróðurinn
angar, því Fríða amma var sumar
og þegar ég hugsa um hana finn
ég lykt af blóðbergi, berjalyngi
og blómstrandi gömlum reyni-
trjám í garðinum í Helgamagra-
stræti.
Amma var fædd að vori frosta-
vetursins mikla árið 1918. Úr
baðstofunni á Syðra Hóli, þar
sem hún tók sín fyrstu skref,
virðist óravegur til nútímans
enda átti amma langt ferðlag fyr-
ir höndum - 95 ára ævi. Ég var
aðeins samferða henni síðasta
spölinn. Þá var hún ekki lengur
unga stúlkan sem réði sig í
kaupavinnu hér og þar á sumrin
til þess að sjá sem mest af land-
inu. Og ekki var hún enn húsmóð-
ir og frumbyggi í Rauðumýri með
fullt hús af börnum. Þegar ég
kom til sögunnar var hún Fríða
amma í Helgamagrastræti sem
vann á saumastofunni Heklu og
fór í sund flesta morgna sér til
heilsubótar.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja ömmu. Mér fannst hún búa
á besta stað í bænum, rétt hjá
sundlauginni og stóra leikvellin-
um. Þaðan var líka örstutt að fara
fótgangandi í leiðangra í lysti-
garðinn og á minjasafnið. Að
minnsta kosti fyrir ömmu sem
hafði gaman af að ganga og var
kvikari í hreyfingum en flestir og
átti ekki til leti. Best var samt að
sitja bara heima í rólegheitum, og
spjalla um allt milli himins og
jarðar. Fríða amma var smávaxin
og grönn. En þó hún væri lítil var
hún sterk. Hún var ákveðin og
sjálfstæð og vildi ekki vera upp á
aðra komin. Amma var laus við
allan hégóma og yfirborðs-
mennsku, hún var góður mann-
þekkjari, hrein og bein og auðvit-
að svolítið sérvitur eins og allir
sem eitthvað er spunnið í. Það
var svo ótalmargt í fari hennar
sem við afkomendurnir gátum
tekið okkur til fyrirmyndar. Hún
reyndi þó ekki að innræta okkur
sína hætti því amma hafði skiln-
ing á því að maður er bara eins og
maður er og á ekki að reyna að
vera neitt annað. Þegar ég leitaði
til hennar í „ég veit ekki hvað ég
á að verða þegar ég verð stór-
krísunni“, voru ráðleggingarnar
ekki flóknar: „Ætli þú verðir ekki
bara alltaf þú sjálf, þú þarft bara
að finna eitthvað sem þú getur
hugsað þér að starfa við.“
Útsýnið var fallegt úr her-
berginu á Hlíð þar sem amma
dvaldi síðustu mánuðina. Við sát-
um þar saman eitt kvöld nú í júní
og horfðum á sólina gylla Vaðla-
heiðina. Amma hafði reyndar orð
á því að henni þættu fjöllin í
Eyjafirði alltaf þrengja óþarflega
að sér, annað en víðáttan heima á
Syðra Hóli. Við vorum hins vegar
sammála um að varla væri nokk-
uð í veröldinni eins fagurt og ís-
lenskt sumarkvöld og amma fór
með vísu eftir Þorstein Erlings-
son:
Ekki er margt sem foldar frið
fegur skarta lætur
eða hjartað unir við
eins og bjartar nætur.
Nokkrum dögum síðar hélt
Fríða amma af stað út í kyrra
sumarnóttina. Hún skilur ekki
eftir mikla veraldlega minnis-
varða en nóg af því sem meira
máli skiptir - góðar og fallegar
minningar í hjörtum afkomenda
sinna. Góða ferð, elsku amma og
þökk fyrir allt.
Þórgunnur Oddsdóttir.
Amma mín hefur lokið sinni
lífsgöngu, ég veit hún var hvíld-
inni fegin. Sjálfri finnst mér erfitt
að kveðja hana. Hún hefur verið
stór hluti af mínu lífi í tæp 47 ár.
Frá því ég var 3 mánaða og þar til
5 ára aldri var náð, var ég í pöss-
un hjá henni á meðan mamma og
pabbi unnu úti. Seinna meir fékk
ég líka oft að gista. Þá var dív-
aninum úr stofunni komið fyrir
við hliðina á rúmi ömmu í borð-
stofunni. Saman lágum við svo
hlið við hlið og hún sagði mér sög-
ur frá sínum uppvexti. Ég hlust-
aði af athygli á þegar hún sagði
mér frá því er kviknaði í eldhús-
inu hjá langömmu, sem tókst
sjálfri að slökkva eldinn. Ég man
eftir frásögn hennar af því þegar
hún og Maja fengu brúður með
postulínshausa. Og þegar höfuð
annarrar brúðunnar brotnaði.
Hún talaði um Blesa, hestinn
sinn, um systur sína sem dó af
slysförum 13 ára, gróðurreitinn
fallega sem langamma kom upp
og hve hlýr og góður pabbi henn-
ar var. Ég sá þetta allt fyrir mér í
svart/hvítu að sjálfsögðu, þetta
var jú í gamla daga. Á morgnana
vaknaði ég svo við söng hennar
úr eldhúsinu, mikið sem það var
notalegt. Áður en ég kom til sög-
unnar var hún heldur betur búin
að standa í ströngu. Hún og afi
eignuðust 6 börn á tæpum 10 ár-
um. Eins og nærri má geta var
aldrei dauð stund. Amma saum-
aði og prjónaði allt á börnin,
gjarnan upp úr gömlum flíkum.
Hún var einstaklega útsjónar-
söm, vandvirk, nýtin og hafði
reglu á börnunum. Það var
ábyggilega ekki auðvelt að vera
með stóran barnahóp á þessum
árum, þegar skortur var á ýms-
um nauðsynjum sem við í dag
gætum ekki hugsað okkur lífið
án. En amma var nægjusöm og
börnin hennar upplifðu engan
skort. Þvert á móti áttu þau ham-
ingjusama æsku. Amma átti góða
að hér í bænum, en það voru föð-
ursystkini hennar, Jóhanna, Lár-
us (sem Lárusarhús er kennt
við), Ólafur og Ragna. Eftir að
hún og afi skildu og börnin voru
flest farin að heiman, fór hún að
ferðast meira. Í mörg ár fór hún í
ferðir á vegum Verkalýðsfélags-
ins Iðju á Akureyri. Hún fór yf-
irleitt ein í þessar ferðir og ef haft
var á orði við hana hve dugleg
hún væri að drífa sig svona ein,
svaraði hún því til að hún væri
ekkert ein, hún væri í hópferð.
Rúmlega sextug skellti hún sér í
ferð til Portoroz í 2 vikur, aftur
ein, en í hópferð. Áttræð endur-
tók hún leikinn og fór til Lju-
bliana í fyrrum Júgóslavíu.
Fannst það ekkert tiltökumál.
Hún hafði unun af því að ferðast
og sjá heiminn. Einnig fannst
henni dásamlegt að fljúga. Fór í
fyrsta flugtúrinn með pabba mín-
um árið 1963 og vildi helst fara
fljúgandi allra sinna ferða eftir
það. Hún var alla tíð sjálfstæð og
vildi ekki vera neinum háð. Það
var því erfitt fyrir hana að eldast
og þurfa að þiggja aðstoð. En það
er þakkarvert hve heilsuhraust
hún var mest allt sitt líf. Ég og
Svavar, maðurinn minn, kveðjum
ömmu með söknuði og fullvissu
um að við hittumst aftur síðar.
Hann kallaði hana alltaf ömmu og
það þótti henni vænt um. Hafi
hún hjartans þakkir fyrir hve góð
hún var mér og mínum. Pabba-
stelpan er komin heim og ég get
unnt henni þess.
Þórný Snædal Húnsdóttir.
Nú hefur langamma fengið
hvíldina.
Á fyrstu árum okkar var það
fastur liður að fara í „grautinn“
til hennar þegar við fórum norð-
ur. Á hverjum laugardegi, í mörg
ár, eldaði hún heilmikinn grjóna-
graut. Heimili hennar í Helga-
magrastrætinu varð þannig að
samkomustað stórfjölskyldunn-
ar. Þar hittum við afasystkini
okkar og fleira frændfólk. Stund-
um voru fáir mættir og aðra daga
var þröngt setið við borðstofu-
borðið. Langömmu þótti vænt
um að fá fólkið sitt í grautinn.
Þegar við vorum lítil kom hún
oft suður til okkar og dvaldist hjá
okkur um tíma. Þannig náðum
við góðum tengslum við hana.
Henni fannst gaman að horfa á
okkur í leik og fylgjast með fram-
förum okkar. Mamma hafði
stundum áhyggjur af því að há-
vaðinn og lætin í okkur væru of
mikil. Þá hló amma bara og sagð-
ist vera í svo mikilli þögn heima
hjá sér flesta daga. Eftir að
amma treysti sér ekki lengur í
ferðalög hingað suður til okkar,
fylgdist hún með okkur í gegnum
símtölin við mömmu. Hún vissi
hvað við hefðum fyrir stafni, hver
áhugamál okkar voru og hvar
styrkleikar okkar lágu. Alltaf
fagnaði hún okkur þegar við
komum norður í heimsókn. Það
var notalegt að fá hlýtt faðmlag
og finna væntumþykjuna í okkar
garð.
Langamma var á sínum yngri
árum létt og kvik á fæti. Þegar
hún var lítil stelpa að alast upp á
Syðra-Hóli, hljóp hún svo hratt
að pabbi hennar sagði að það
væri betra að hafa hana með sér í
smölun heldur en hundinn! Hún
lærði að synda á Akureyri þegar
hún var 19 ára. Ekki gafst mikill
tími til sundiðkunar á meðan hún
var með stórt heimili. En um sex-
tugt fór langamma aftur á sund-
námskeið og til 86 ára aldurs
synti hún nokkra morgna í viku.
Sundið gerði henni gott, hélt lík-
amanum vel við. Hún var ekki
með bílpróf og fór allra sinna
ferða fótgangandi. Naut þess líka
að fara í langa göngutúra og lengi
vel gerði hún léttar teygjuæfing-
ar daglega. Allt þetta átti sjálf-
sagt stóran þátt í því hversu lengi
hún var rólfær. Hún var nú farin
að hægja á gönguhraðanum frá
því við munum fyrst eftir henni,
aðallega vegna sjónarinnar sem
farin var að daprast. Hún var allt
tíð mikið fyrir lestur góðra bóka
og það var því mikið frá henni
tekið þegar hún gat ekki lengur
stytt sér stundir við lestur vegna
sjónleysis. Í dag getum við glaðst
yfir því að hún er komin á góðan
stað, búin að hitta sitt fólk og
sjálfsagt komin með bók í hönd.
Guð geymi langömmu okkar.
Bjarki Húnn, Sverrir
Gauti, Sólrún og
Þorsteinn Birkir.
Hólmfríður
Magnúsdóttir
Elsku besta amma mín. Um
leið og ég er ótrúlega sorg-
mædd yfir að þú sért farin þá
er ég líka mjög þakklát fyrir að
þú þurftir ekki að þjást lengi.
Þú varst alltaf hress, brosandi
og til í spjall. Þú náðir háum
aldri og varst svo hraust, enda
hugsaðir þú vel um sjálfa þig
allt þitt líf, reglusöm, nægju-
söm og með svo stórt hjarta að
það var notalegt að vera í
kringum þig. Ég gat komið með
vinkonur í heimsókn og þú
tókst vel á móti öllum. Þeir sem
þekktu þig vita hvað þú varst
frábær. Þú hafðir áhrif á líf
allra sem fengu að kynnast þér
og breyttir þeim. Þú áttir
marga góða að. Dætur þínar,
Anna og amma Unnur sem
hugsuðu svo vel um þig ásamt
fjölskyldum. Pabbi, sem var
þér svo tryggur að það leið
varla dagur að hann heimsótti
þig ekki.
Ég ætla að rifja upp örfáar
minningar um þig sem fá mig
til að brosa. Ég hló svo mikið
þegar ég fór í gegnum sokka-
skúffuna mína einn daginn þar
sem flestallir sokkar sem ég
átti voru frá þér. Þá hafði ég
komið til þín sokkalaus í skón-
um en þú náðir í hreina sokka
og krafðist þess að ég færi í þá
og væri í þeim þegar ég færi.
Ég fór aldrei tómhent heim frá
þér, ýmist með krydd í poka,
múslí, skorna ávexti sem ég átti
að gefa Aldísi, gjafir, græðandi
krem og svona mætti lengi
telja. Það fór heldur enginn
svangur út frá þér. Þegar ég
var yngri og pabbi bjó í kjall-
aranum man ég eftir því að
hafa komið upp á morgnana og
þú gafst mér alltaf eitthvað
gott að borða meðan pabbi svaf
lengur. Ég man líka að þú sótt-
Þuríður Hilda
Hinriks
✝ Þuríður HildaHinriks, kölluð
Syja, fæddist í
Reykjavík 23. nóv-
ember 1921. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Grund 23. júní
2013.
Þuríður Hilda
(Syja) var jarð-
sungin frá Háteigs-
kirkju 2. júlí 2013.
ir mig svo oft á
gæsluvöllinn í
Meðalholtinu, fórst
með mig heim og
gafst mér kakó-
malt sem minnir
mig alltaf á þig,
enda fékk ég alltaf
svoleiðis hjá þér
ásamt bestu
pönnukökum í
heimi. Það var ekki
nóg að gefa mér
pönnukökur heldur gafstu mér
pönnuna og vildir að ég myndi
fara heim að æfa mig. Með þig í
símanum gerði ég svo mínar
fyrstu pönnukökur.
Ég er svo glöð að Aldís mín
fékk að kynnast þér í rúmlega
6 ár og situr uppi með minn-
ingar um þig og auðvitað fullt
hús gjafa frá þér. Hún sagði
sérstaklega við mig um daginn
að hún ætlaði að passa sér-
staklega vel upp á gjafirnar frá
þér. Hún fór inn í herbergi að
tína saman allt sem þú hafðir
gefið henni og vildi stilla því
upp á ákveðna staði. Það var
svo krúttlegt. Síðasta skiptið
okkar saman ætla ég að geyma
vel í minningunni, en þá varstu
svo glöð þegar ég kom á Grund,
hafðir lítið farið niður. Veðrið
var gott svo þú vildir endilega
kíkja með mér út í sólina. Svo
sátum við saman og fengum
okkur kaffi og kex. Þú varst
svo ánægð með að hafa kíkt út í
sólina. Ég kvaddi þig svo, alveg
grunlaus um að þetta yrði síð-
asta skiptið sem ég myndi hitta
þig. Það sem gleður mig er að
síðasta minningin um þig er
hvað þú varst glöð, spjallaðir
helling við Kristján sem brosti
svo mikið til þín á móti. Ég á
eftir að sakna þín mjög mikið,
sakna þess að koma í Stór-
holtið, sakna hlátursins og
gleðinnar sem var alltaf til
staðar. Það var svo auðvelt að
gleðja þig, þú varst svo nægju-
söm. Nú ertu komin til afa Ing-
ólfs og þið getið loksins verið
saman á ný.
Elsku amma, guð geymi þig,
minningin um þig mun alltaf
lifa.
Þín
Unnur Margrét.
Meira: mbl.is/minningar
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR ÓSKARSSON,
Seljalandi 7,
Reykjavík,
lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 4. júlí.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 15. júlí kl. 13.00.
Þórgunnur Þorgrímsdóttir,
Örn Berg Guðmundsson, Ragnhildur Gröndal,
Margrét Guðmundsdóttir,
Steinunn Ósk Guðmundsdóttir
Guðrún Gríma Guðmundsdóttir, Sigmundur Guðmundsson,
Guðmundur Ingi Guðmundsson, Danuta Mamczura,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SVEINN SAMÚELSSON,
Tjarnarstíg 3,
Seltjarnarnesi,
lést að kvöldi föstudagsins 28. júní.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu.
Sigríður Sveinsdóttir, Jóhann Jóhannsson,
Bryndís Sveinsdóttir, Ásmundur Jónsson,
Jóhann Sveinsson, Birna Guðmundsdóttir,
Björn Sveinsson, Hulda Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
BRYNDÍS MAGNÚSDÓTTIR,
Lækjasmára 6,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 7. júlí.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
19. júlí kl. 13.00.
Geir Magnússon, Áslaug S. Svavarsdóttir,
Unnur Magnúsdóttir, Daníel Helgason,
Guðlaugur Hilmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.