Morgunblaðið - 12.07.2013, Page 32

Morgunblaðið - 12.07.2013, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 ✝ Sveinn Sam-úelsson fæddist í Reykjavík 28. júlí 1922. Hann lést 28. júní 2013. Hann hét Samúel Sveinn fullu nafni en notaði aldrei Samúels nafnið og var ekki með það skráð í þjóðskrá. Foreldrar hans voru þau Samúel Sveinn Ásmundsson, fæddur að Litlabæ við Stóru-Vatnsleysu í Kálfatjarnarsókn, 2.11. 1886, d. 5.6. 1922, verkamaður í Reykja- vík og Ingibjörg Einarsdóttir, fædd í Garðbæ á Eyrarbakka 4.12. 1883, d. 20.12. 1965, hús- freyja og verkakona. Þau voru hjú að Vorhúsum í Útskálasókn árið 1910. Þá voru þau ógift og hafa trúlega kynnst þar því árið 1920 voru þau gift og til heimilis í „Húsi Hans „pósts““ í Reykja- vík og áttu tvo drengi, Einar, f. 1912 og Jón, f. 1918. Samúel, faðir Sveins, andaðist úr heima- komu 5.7. 1922, aðeins fimm vik- um fyrir fæðingu Sveins og við það flosnaði heimilið upp og Ingibjörg varð að láta tvo af drengjunum frá sér. Einar fór að Austurkoti á Vatnsleysu- strönd og Sveinn var settur í barnabarn Harpa Sóley. 3) Jó- hann Valdimar, f. 16.12. 1949, maki Birna Guðmundsdóttir. Börn frá fyrri sambúð (með Kristínu Huldu Hauksdóttur) Guðgeir og Unnur Hrefna, barnabarn Þorri Hrafn. Börn Jóhanns og Birnu, Sandra Ósk og Linda Rós, barnabarn, Iðunn Emma. Jóhann ól auk þess upp dóttur Birnu, Þrúði sem á fjög- ur börn, Ragnheiði, Birnu Rut, Snæfríði Sól og Baldur Smára. 4) Björn Pálmar, f. 8.12. 1951, maki Hulda Ólafsdóttir, börn Þórður Örn og Björn Ingi, barnabarn Anika Diljá. Sveinn ólst upp á Hverfisgötu í Hafnarfirði og var sendur í sveit austur í Landeyjar á sumr- in en gekk í skóla í Hafnarfirði og hlaut þar hefðbundið barna- skólanám. Sveinn lærði til vél- stjóra og starfaði m.a. sem véla- vörður í Hraðfrystistöðinni í Reykjavík í mörg ár, á bílaverk- stæði um tíma og í vélsmiðju Kristjáns Gíslasonar í nokkur ár. Þá starfaði hann sem vél- stjóri á fiskiskipum í fjölda ára, m.a. á Stefni GK, Straumey, Sig- urkarfa GK, og Gróttu RE, svo nokkur séu nefnd og endaði fer- il sinn sem vélstjóri á olíu- skipinu Bláfelli 1987 en þá hætti hann störfum til að annast konu sína sem þá var orðin rúmliggj- andi. Útför Sveins hefur farið fram í kyrrþey. fóstur, aðeins mán- aðar gamall, til hjónanna Brynjólfs Ólafssonar og konu hans, Jónínu Sig- ríðar Jónsdóttur. Í Landeyjum kynntist Sveinn Unni Hrefnu Guð- mundsdóttur, f. 13.3. 1922 í Reykja- vík, d. 17.12. 1996, sem átti eftir að verða lífsförunautur hans. For- eldrar hennar voru Guðmundur Valdimar Tómasson, bifreið- arstjóri í Reykjavík, f. 13.9. 1896 á Galthamri í Grímsnesi, d. 30.4. 1987 og Jóhanna Sigurð- ardóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 27.2. 1896 á Kalsbarða í V- Landeyjum, d. 14.9. 1961. Unnur var alin upp að hluta í Norður- hjáleigu í Landeyjum hjá móð- urafa sínum og ömmu, þeim Sig- urði og Jórunni, ásamt móð- ursystkinum sínum, þeim Birni og Pálínu Sigurðarbörnum. Sveinn og Unnur voru gefin saman þann 7.10. 1949 og eign- uðust þau fjögur börn. 1) Sigríð- ur Jórunn, f. 8.10. 1944, maki Jó- hann Jóhannsson, barn þeirra er Sveinn Garðar. 2) Bryndís Jóna, f. 21.8. 1948, maki Ásmundur Jónsson, börn Örvar og Brynjar, Eitt sinn verða allir menn að deyja og nú hefur tengdafaðir minn, hann Sveinn, fengið hvíld- ina sem hann var farinn að bíða eftir, þar sem veikindi settu mark sitt á síðustu æviár hans. Ég minnist hans sem hægláts, trausts og fróðs manns sem ekki fór mikið fyrir, hann vildi gera hlutina sjálfur og ekki láta hafa mikið fyrir sér. Það eru margar minningar sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa um Svein, en minnis- stæðust eru þó ferðalög síðustu ára þar sem við og fleiri fjöl- skyldumeðlimir ferðuðumst sam- an um Ísland og til Færeyja. Á þessum ferðalögum var hann duglegur við að fræða okkur hin um allt milli himins og jarðar. Hann var eins og alfræðibók, vissi nánast um nöfn á öllum fjöll- um, fjörðum, hólum, hæðum og stöðum sem við komum á og mik- ið vildi ég að allur þessi fróðleik- ur hefði sest að í kolli mínum. Því miður er minni mitt ekki eins gott og hans en vonandi á ég þó eftir að geta rifjað þetta upp og miðlað til minna barna og barnabarna á ferð um Ísland í komandi framtíð. Tengdapabbi var ekki mikið fyrir að sitja auðum höndum. Hann hætti að vinna sem vél- stjóri á olíuskipinu Bláfelli árið 1987 til að geta hugsað um tengdamömmu, sem þá var orðin rúmliggjandi vegna veikinda, og annaðist hana af mikilli natni allt til dauðadags árið 1996. Til að hafa eitthvað fyrir stafni, eftir andlát hennar, fór hann að venja komur sínar á renniverkstæði tengdasonar síns og vann hann þar ýmis verk alveg þangað til hann treysti sér ekki lengur til að keyra, þá orðinn 87 ára gamall. Kæri tengdapabbi, nú hefur þú fengið langþráða hvíld eftir langa og viðburðaríka ævi. Megir þú hvíla í friði og hafðu þökk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Birna. Elsku afi. Nú ertu farinn í ferðina löngu og ég veit að þér fannst kominn tími til, enda al- varleg veikindi farin að hrjá þig. Löngu og fjölbreyttu lífsferðalagi á öld öfganna er lokið, afi minn Sveinn. Ég veit að þú áttir þér þá ósk heitasta að hitta æskuástina þína aftur, sem þú misstir fyrir 17 árum, ömmu Unni Hrefnu. Vonandi mun sú ósk rætast, því þið voruð sem eitt. Eins og fólk af þinni kynslóð hafðir þú gengið í gegnum miklar þjóðfélagsbreyt- ingar og ég hafði mjög gaman af því að heyra þig segja frá þeim og skoða með þér myndir í bókum. Þú varst mjög fróðleiksþyrstur og last mikið, sérstaklega um sjávarútveg og sögu og landa- fræði Íslands. Það var ekki til- viljun að sjávarútvegurinn og sjórinn heillaði þig, því þú varst vélstjóri og síðast varstu vélstjóri á olíuskipinu Bláfelli og tókst mig nokkrum sinnum með í skoðunar- ferðir og mikið sem mér þótti skipið mikil undraveröld. Það voru ekki allir afar sem kunnu að elda, hvað þá baka kleinur og steikja flatkökur á eldavélahellu, en þú varst frábær aðstoðarmaður þegar við amma vorum að stússast í þessu. Þá laumðist þú oft í búrið og náðir í sælgætismola handa lítilli stelpu sem brosti þá enn breiðara. Já, það var sko dekrað við mann hjá ömmu og afa á Tjarnó. Þú og amma reyndust mér líka afskap- lega vel þegar ég leitaði skjóls hjá ykkur þegar ég veiktist um tví- tugt. Þú annaðist mig á allan máta eins og reyndasti hjúkrun- arfræðingur, gættir þess að ég svæfi ekki of mikið, að ég borðaði reglulega, færi í göngutúra og lærði. Ég fann umhyggjuna vel. Þú stóðst alla tíð eins og klett- ur við hlið ömmu, sem fékk mænuveikina 1955, og lamaðist fyrir neðan mitti og var eftir það í hjólastól, studdir hana og annað- ist. Þá var velferðarkerfið ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum það í dag og í viðtali sem ég tók við þig í Morgunblaðið árið 2002 sagðir þú: „Á þessum árum var í raun og veru ekki neitt til sem hét velferðarkerfi og því varð hver og einn að finna út úr því hvernig hann myndi bjarga sér í lífinu eftir að hafa misst heilsuna eða örkumlast, hvort sem það var vegna mænusóttar, annarra veik- inda eða slysa, bæði andlega og ekki síst fjárhagslega.“ Ykkur ömmu tókst vel að höndla þær miklu umbreytingar sem urðu á lífi ykkar enda bæði viljasterk. Elsku afi, nú spyr ég þig ekki framar af hverju þú þvoir aldrei kaffikönnuna þína, eins og ég gerði þegar ég var lítil, því ég skil það betur núna þegar ég nota alltaf sama bollann og þvæ hann bara upp til málamynda. Sam- fylgd þín hefur auðgað líf mitt og ég lærði mikið af þér. Hafðu þökk fyrir það. Unnur H. Jóhannsdóttir. Elsku afi minn. Þegar ég hugsa til baka um tíma okkar saman kemur ýmislegt upp í hug- ann. Minnisstæðar eru mér þær ótal ferðir sem við fórum saman í æsku minni með fjölskyldunni um Ísland. Þú gast svo sannar- lega ausið af viskubrunni þínum í huga ungrar stúlku. Þessar minningar eru mér mjög kærar. Mín síðasta minning af þér er ákaflega falleg. Kvöldið áður en þú kvaddir þennan heim heim- sóttum við systurnar þig ásamt dóttur minni. Við spjölluðum saman um daginn og veginn og í lok heimsóknarinnar kvaddir þú okkur með stolt í hjarta og bros á vör, næstum eins og þú hafir vit- að að þetta væri í síðasta sinn sem þú myndir kveðja þessar stelpur þínar. Hvíl í friði elsku afi. Þín Linda Rós. Sveinn Samúelsson ✝ Guðrún Guð-munda Sigurð- ardóttir fæddist í Reykjavík 9. mars 1979. Hún lést í Noregi 13. júní 2013. Foreldrar hennar eru Unnur Guðrún Gunnarsdóttir og Sigurður Helgi Her- mannsson. Guðrún var elst þriggja systkina. Þau eru Kristjana Eng- ilráð og Hermann Gunnar sem er yngstur. Guðrún ólst upp í Mosfellsbæ en á unglingsárunum var skónum slitið í Eyjafjarðarsveit. Hún fór 18 ára til Noregs til starfa sem au pair og kynntist þá ástinni sinni, Hagbarði Valssyni, f. 1974. Börn þeirra eru Rakel María, f. 1999, Ró- bert Hólm, f. 2002, Regina Rós, f. 2011, og Rósa Jóna, f. 12. júní 2013. Móðurhlutverkið var Guðrúnu Guð- mundu afar mik- ilvægt, hún var mild og góð móðir og hlúði vel að börnum sínum. Hún hafði yndi af tónlist og lærði á þver- flautu á uppvaxtarárum sínum. Hún vann á leikskóla um tíma, lærði bókhald í seinni tíð og var orðin liðsstjóri hjá Tupperware. Útför Guðrúnar fór fram frá Hakadal-kirkju í Nittedal 24. júní 2013. Jarðsett var í Nittedal- kirkjugarði. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Heimurinn hrundi eftir símtal- ið frá honum Habba að morgni fimmtudagsins 13. júní. Það litla sem ég man frá því símtali var: Guðrún fór í hjartastopp, litlu barni bjargað eftir keisaraskurð á stofugólfinu en Guðrún lést. Nei, nei, nei, þetta getur ekki verið rétt, hún var bara 34 ára, komin 31 viku á leið af sínu fjórða barni, nýbúin að ferma sitt fyrsta, þessi yndislega manneskja í alla staði. Mikið finnst okkur sá sem öllu ræður vera ósanngjarn, að hrifsa unga móður frá maka sínum og fjórum börnum en því getur eng- inn breytt. Leiðir okkar Guðrúnar lágu saman í Ósló sumarið 1997, við vorum báðar nýkomnar út sem Au-pair, bjuggum í sama hverfi og ákváðum að hittast. Á móti mér tók brosmild, ljóshærð, ynd- isleg stelpa og urðum við strax óaðskiljanlegar. Guðrún hafði alla þá kosti sem hægt var að óska sér í góðri vinkonu. Hún var traust, góð, skemmtileg, hláturmild og yfirveguð. Það tók ekki langan tíma fyrir hana að heilla fólk í kringum sig. Fljótlega kynntist Guðrún honum Habba sínum og ég Óla og þá varð ekki aftur snúið. Við fjögur, ásamt honum Sævari, brölluðum margt skemmtilegt á þessum tíma. Í gegnum árin hafa þær minnningar oft verið dregn- ar fram við mikinn hlátur. Guðrún var rétt rúmlega tvítug þegar hún og Habbi eignuðust frumburð sinn hana Rakel Maríu. Róbert Hólm kom svo þremur ár- um seinna, Regína Rósa fæddist 2011 og stuttu áður en Guðrún kvaddi þennan heim fæddist Rósa Jóna. Börn Guðrúnar voru henni allt, hún og Rakel María voru bestu vinkonur. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum frek- ar en hjá öðrum, en hún tók á hlutunum af miklu æðruleysi og yfirvegun, eins og henni einni var líkt. Útför Guðrúnar fór fram frá Hakadal kirkju í Nittedal mánu- daginn 24. júní. Himinninn grét ásamt fjölskyldu og vinum sem fylgdu henni síðasta spölinn. Um- gjörðin öll var falleg og ljúf eins og elsku Guðrún okkar var. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Það er svo margt sem við fjöl- skyldan viljum þakka Guðrúnu fyrir, allar samverustundirnar, ferðirnar okkar og spjallið í sóf- anum. Við eigum eftir að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa Habba og krökkunum og varðveita minningu hennar sam- an. Elsku Habbi, Rakel María, Ró- bert Hólm, Regína Rós og Rósa Jóna, Unnur, Sigurður Helgi, Kristjana, Hermann Gunnar og fjölskyldan öll og vinir, við send- um hugheilar samúðarkveðjur. Guðrúnar mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Margrét, Óli Davíð og Inga Birna. Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir Í dag kveð ég mína ástkæru systur Ingu. Hún var yngst af okkar stóra systkinahópi – átta systur og tveir bræður – þeirra Magnúsar Finnssonar og Sigríð- ar Guðmundsdóttur í Stapaseli í Stafholtstungum. Það er svo erf- itt að kveðja Ingu mína. Æskan var svo frjáls, fá að vera með öll- um dýrunum og fuglunum, leika sér við stóran stapa eða klett með mörgum stöllum og hver með sitt bú. Öll fallegu fjöllin og vötnin. Faðir okkar veiktist mikið og lést árið 1946 og varð þá mikil breyt- ing á okkar högum, móðir okkar gat ekki haldið búskap ein og fluttist til Reykjavíkur. Inga lauk skólagöngu í Hlöðutúni og svo fluttum við saman til Reykjavík- ur, fórum í vist og gættum barna. Þannig endaði okkar barnæska og frjálsræði og við urðum að fullorðnast, tilbúnar eða ekki. Við systurnar vorum mjög samrýnd- ar og þegar ég flutti utan 1955 skipti það litlu máli því við héld- um alltaf svo góðu sambandi. Mikið mun ég sakna Ingu systur minnar, nú verða ekki fleiri heim- Ingibjörg Magnúsdóttir ✝ IngibjörgMagnúsdóttir fæddist á Lauga- landi í Stafholts- tungum 12. desem- ber 1933. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. júní 2013. Útför Ingibjarg- ar fór fram frá Ás- kirkju 28. júní 2013. sóknir, sungið, dansað og rifjaðar upp skemmtilegar sögur með miklum hlátrasköllum. Þú naust þess að ferðast um Ísland og líka að heim- sækja önnur lönd. Sviplegur missir eiginmannsins Bjarna Þ. Bjarna- sonar árið 1995 var mikil sorg sem þú tókst hetjulega á. Árið 1999 komstu í heimsókn til okkar Mikka í Flórída og þá hafðir þú kynnst ljúfmenninu Ólafi Runólfssyni, sem þú giftist svo á afmælisdaginn þinn, 12.12. 2001. Ólafur lést árið 2009. Með þessum kveðjuorðum fel ég þig í hendur Jesú: „Himnaríki verður okkar heimili.“ Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Þín ætíð elskandi systir, Anna Erla M. Ross. Minningar hafa verið tíðir gestir að undanförnu hjá mér og mikið er ég glöð að eiga þær. Ég nefndi það við mömmu þegar ég frétti af því að þú værir nú farinn að ég hefði verið að hugsa til fatanna sem þú komst og gafst okkur eitt sinn, þegar þú heim- sóttir okkur til Danmerkur. Þessi föt voru lýsandi fyrir þá mynd sem ég hafði alltaf af þér sem barn. Framandi, tignarleg litskrúðug. Ég man eftir því að ég átti erfitt með að láta í ljós hversu heilluð ég væri af því að þú værir að koma alla leið frá Marokkó með svona glæsileg föt, með gullofnum þráðum og meira að segja ilmurinn af þeim var framandi. Ímyndunarafl mitt var frjótt þegar ég var barn og ég ímyndaði mér að þú værir eins og pabbi hennar Línu Lang- sokks, sjóræningi sem ferðaðist um allan heim og eignaðist fram- andi og fallega hluti sem þú færðir okkur. Ég sagði krökkun- um það í hverfinu í Danmörku og ég hafði svo mikla trú á þessu sjálf að ég sannfærði eflaust nokkur börn um að þetta væri sannleikurinn. Ég átti afa sem væri sjóræningi og ferðaðist um allan heim. Fyrir hugmyndafrjóa stelpu eins og mig, þá var þetta ekki svo fráleit hugmynd. Ég man líka eftir bók sem þú gafst mér í jólagjöf eitt árið, það var Anna í Grænuhlíð. Ég drakk Guðmundur Andrésson ✝ GuðmundurAndrésson fæddist á Felli í Ár- neshreppi 5. júlí 1928. Hann lést á Landakoti 21. júní 2013. Útför Guð- mundar fór fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 3. júlí 2013. þá bók í mig aftur og aftur og þykir af- ar vænt um. Eftir að ég fékk þessa bók, þá sá ég minna af þér og ég syrgi það þegar ég hugsa aftur í tímann að minningarnar mín- ar um þig eru flest- ar tengdar hlutum, en ekki sjálfum þér. Ég man eftir bros- inu þínu, ég man þegar þú straukst lófa þínum yfir hárið á mér og ég man að ég saknaði þín eftir að ég fékk Önnu í Grænu- hlíð. Minningar eru dýrmætar og þær þarf að varðveita og ég varð- veiti mínar. En þær verða ekki til minningarnar án þess að búa þær til og nú þegar þú ert farinn hugsa ég til þess hversu mikill tími fer í að vera að flýta sér að lifa. Við lifum þetta jú ekki af þetta líf þegar uppi er staðið. Þú eignaðist þennan glæsilega nafna, langafastrákinn þinn hann Guðmund Húma. Við héldum að þú værir að bíða eftir honum til að geta farið en eins og Hrundin þín sagði, þá þótti þér svo gaman að fylgjast með fólkinu þínu. Ég er ekki frá því að nafni þinn hafi nokkra eiginleika frá þér til að bera, sterkur og litríkur per- sónuleiki á ferðinni. Nú ertu far- inn í enn eitt ferðalagið, hvert ætli ferðinni sé heitið núna? Hann tók þig í fang sér og himnarnir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfi daganna svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem barnið, er beygir kné til bænar í fyrsta sinn. Það á engin orð nógu auðmjúk til, en andvarpar: Faðir minn! (Tómas Guðmundsson) Elín Ýr Arnardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.