Morgunblaðið - 12.07.2013, Síða 36

Morgunblaðið - 12.07.2013, Síða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð Möguleiki á áletrun Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þeir sem eru með á nótunum, lenda á mikilvægum fundum. Leyfðu þér að njóta þess en gættu þess þó að ganga ekki of nærri þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur lengi verið óánægð/ur með sjálfan þig og ekki vitað hvað væri til ráða. Láttu ekkert verða til að skyggja á gleði þína. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það lítur út fyrir að samband sem hefur skipt þig miklu máli sé að rofna. Hugsaðu með gleði um það sem þú átt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er hætt við að fréttir sem tengj- ast framhaldsmenntun, útgáfu eða ferðalög- um dragi úr þér kjarkinn. Láttu ekkert standa á milli þín og ástarinnar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert ekki hrædd/ur við að fara hörð- um höndum um sannleikann. Varðandi sér- staka beiðni: Rétt tímasetning skiptir öllu, bíddu með að biðja þar til skyggir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Varastu að dæma hlutina af fyrstu kynnum því oft ber yfirborðið ekki með sér hvað undir býr. Þú býrð yfir því hugrekki sem þarf til þess að verja hugsjónir þínar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Taktu við því sem aðrir eru svo góðir að gefa þér. Leyfðu léttleikanum að vera með í för og þá muntu komast létt í gegnum þetta tímabil. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef þú leitar svara við einhverju ættirðu að reyna að fá einhvern til liðs við þig. Þú nærð árangri, en færð ekki endilega viðurkenningu, enda er það ekki takmarkið núna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú er rétti tíminn til að finna sér afdrep til þess að hvíla lúin bein og end- urnýja krafta sína. Varastu alla áhættu í fjár- málum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Viðkvæmt mál ber á góma og þótt þér sé mikil raun að ræða álit þitt á því verðurðu að gera það. Nýttu þér þennan hæfileika núna. Farðu varlega í viðkvæmum fjölskyldumálum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Tilfinningalega ertu opin bók. Foreldrum er því ráðlagt að hafa augun opin og gæta sérlega vel að börnum sínum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu það ekki koma þér á óvart þótt orsakir deilu þinnar og vinar þíns séu aðrar en fram kemur á yfirborðinu. Bjartsýnin bætir allt. Það kom fram í fréttum RÚVað mikið hafi verið skorið niður hjá Reykjavíkurborg í grasslætti. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sagði rign- ingatíð með mikilli grassprettu gera borgarstarfsmönnum erfitt fyrir. Sigrún Haraldsdóttir orti af því tilefni: Þótt háin taki Huppu í kvið og hylji meðal tík er ekki slegið slöku við slátt í Reykjavík. Ágúst Ármannsson prjónaði við það: Slugs og leti á slætti þar sleifarlag til afspurnar. Bústnir líkt í búri tík búskussar í Reykjavík. Hjálmar Freysteinsson yrkir að gefnu tilefni: Væntingarnar vaxa á ný víða leynist gróði, þótt hans gæti ekkert í Íbúðarlánasjóði. Hallmundur Kristinsson fann eldgamlan bréfmiða með vísu sem hann orti er Hjálmar varð 66 ára, en hann hafði þá í langan tíma talið sig 33 ára. Hækkar aldur, vitið vex. Vart má satt kyrrt liggja: Nú er hann orðinn sextíu og sex, segist þrjátíu og þriggja. Eitthvað fór Ólafur Stefánsson öfugu megin fram úr er hann orti: Eftir svo og svo mörg ár sokknir í skuldadíki, okkar bíða álnir þrjár, og ekkert Himnaríki. Ármann Þorgrímsson var ekki seinn til svars: Ekki að gráta Óli minn aldrei var það betri siður vertu kátur vinur minn þú veltur bara með mér niður. Jóhann Gunnarsson kom nýver- ið heim úr þriggja nátta vist í sumarbústað hjá Knútsstöðum í Aðaldal. „Okkur var fagnað með rigningu og kvödd vorum við með rigningu,“ skrifar hann. „Þetta er dálítið ýkt limra um stemm- inguna: Í Aðaldalinn æða menn ætla að sólin birtist senn en regndropar detta og rakastig metta. Raunamóð þraukum við enn.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Íbúðalánasjóði, slugsi og slætti í Reykjavík Í klípu „GOTT AÐ SJÁ AÐ ÞÚ GAST KOMIÐ. HONUM LÍKAÐI ALLTAF VEL VIÐ ÞIG. VERÐIÐ ÞIÐ MEÐ ÞEGAR ÞAÐ VERÐUR STURTAÐ?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MUNT ÞÚ EIGA NÓG FYRIR BÍL ÁÐUR EN ÉG ÞARF AÐ FÁ HANN LÁNAÐAN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar það ert þú sem gerir kvöldið sérstakt. ÖLL HJÓNABÖND ÞURFA AÐLÖGUNAR- TÍMA, SVENNI … … SVO EKKI MISSA KJARKINN … … FYRR EÐA SÍÐAR MUN HÚN SPARKA SJÁLFRI SÉR ÚT! SKO, ÞAÐ VAR EKKI AUÐVELT EN ÉG NÁÐI AÐ SETJA BÁÐA SKÓNA Á SAMA FÓTINN! ER ÞAÐ NOKKUR FURÐA AÐ ÉG SOFI 18 KLUKKUTÍMA Á DAG?Víkverji hefur lagt það í vana sinnað borga alla reikninga ekki síð- ar en þegar eindagur rennur upp og vill helst aldrei skulda neinum neitt. En ekki verður á allt kosið og í lið- inni viku náði Víkverji ekki að borga Skiptum (Símanum) reikninga, sem voru á eindaga 2. júlí, fyrr en 6. júlí. Þá voru eðlilega komnir dráttar- vextir en líka kostnaður vegna inn- heimtuviðvörunar. Já, segi og skrifa, vegna innheimtuviðvörunar. x x x Annar reikningurinn var upp átæplega 13.000 krónur og hinn upp á liðlega 1.200 krónur. Auk vaxta var kostnaður vegna inn- heimtuviðvörunar 690 kr. á reikning. Víkverji þekkir forstjóra Skipta bara að góðu einu saman og ef ein- hver hjá Skiptum getur breytt til hins betra er það hann. Það gengur ekki að senda út innheimtuviðvörun tveimur dögum eftir eindaga og rukka sérstaklega fyrir hana. x x x Víkverji hefur fullan skilning ámikilvægi þess að reikningar séu greiddir á réttum tíma. Dráttar- vextir eru líka sjálfsagðir að því loknu. En að beita innheimtu- viðvörun til fastra viðskiptavina í áratugi tveimur dögum eftir eindag og rukka fyrir hana í ofanálag er ekki bara ókurteisi heldur ósvífni. x x x Þegar Víkverji greiddi umræddareikninga í heimabankanum voru þar einnig fyrir reikningar frá Skiptum vegna næsta mánaðar, með eindaga 6. ágúst. Já. 6. ágúst en ekki 2. ágúst. Víkverji hugsaði um að greiða þá líka til þess að eiga ekki á hættu að fá aftur innheimtuviðvörun með tilheyrandi kostnaði. Hann hef- ur oft borgað reikninga frá Skiptum með góðum fyrirvara en minnist þess ekki að hafa fengið innvexti og lét því kyrrt liggja. Hann hefur ekki lagt það í vana sinn að skulda þessu fyrirtæki og hefur ekki hug á að láta það eiga inni hjá sér. Víkverji er svo hissa á þessum aðgerðum Skipta að hann íhugar að skipta um símafélag. Það er hægt að láta bjóða sér ým- islegt en svona framkoma tekur út yfir allan þjófabálk. víkverji@mbl.is Víkverji En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleik- urinn mestur. (Fyrra Korintubréf 13:13)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.