Morgunblaðið - 12.07.2013, Síða 39

Morgunblaðið - 12.07.2013, Síða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 Á R N A S Y N IR Langtímaleiga – langsniðugust! Reiknaðu dæmið til enda. Frá 49.900 kr.á mánuði! 591-4000 | www.avis.is Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga PLÍ-SÓL GARDÍNUR Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Meira úrval • Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Upp rís úr rafinu“ nefnast tónleikar sem helgaðir eru akústískri raftónlist og fram fara í Kaldalóni Hörpu í kvöld kl. 20. Samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum munu sex ung tónskáld, þ.e. Árni Guðjónsson, Bergrún Snæ- björnsdóttir, Finnur Karlsson, Gunnar Gunn- steinsson, Halldór Smárason og Haukur Þór Harðarson, temja skepnur rafsins hver á sinn hátt svo þær leiki um skyn áheyrandans ýmist í samhljómi með akústískum hljóðfærum eða syngjandi einar síns liðs. „Við kynntumst öll í námi við Listaháskóla Íslands og stofnuðum þá hljómsveit sem heitir Orphic Oxtra,“ segir Bergrún Snæbjörns- dóttir sem lýkur námi sínu við LHÍ næsta vor, en aðrir í hópnum eru út- skrifaðir og flestir komnir í fram- haldsnám í tónsmíðum. „Okkur lang- aði til að nýta sumarið til að halda tónleika, enda getur verið erfitt að koma hópnum saman á veturna þegar meira er að gera í náminu,“ segir Bergrún. Hópurinn sótti um og fékk styrk úr Ýli tónlistarsjóði Hörpu fyrir ungt fólk og Tónlistarsjóði. Segir Bergrún það skipta miklu fyrir hóp- inn að fá slíkan stuðning og tekur fram að sérlega spennandi sé að fá tækifæri til að halda tónleika í Hörpu. Aðspurð nánar um verkin sem hljóma munu á tónleikunum segir Bergrún þau býsna fjölbreytt. „Sem dæmi verð ég með verk fyrir tvo raf- magnsgítara, Finnur með verk fyrir rafmagnstrommusett, Haukur með verk fyrir strengjakvintett, Halldór með verk fyrir akústískan gítar og rafhljóð auk þess sem Árni og Gunn- ar verða með rafgjörninga,“ segir Bergrún og tekur fram að hægt sé að gera hvað sem er með raftónlist. Þess má geta að hópurinn mun halda tón- leika undir merkjum Orphic Oxtra á Faktorý 23. júlí nk. „Enda um að gera að nota tækifærið þegar allir eru loks á landinu,“ segir Bergrún að lok- um. Hefur mikla þýðingu „Það hefur gríðarlega mikla þýð- ingu fyrir okkur að geta komið að tónlistarstarfi ungs fólks og tónlistar- uppeldi almennt. Við reynum að nýta hvert tækifæri sem gefst til þess,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, og bætir við: „Ýlir tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk og Styrktarsjóður samtaka um tónlistarhús gegna þar mjög miklu hlutverki. Þeir hafa báðir það að markmiði að styðja sérstaklega ungt tónlistarfólk og veita því tæki- færi til að koma fram í Hörpu. Það er að skila okkur mjög fjölbreyttum við- burðum, s.s. þessum,“ segir Steinunn Birna og vísar þar til tónleikanna í Kaldalóni í kvöld. „Þetta tengist því beint að tryggja það að hér verði bæði notendur og njótendur í tónlist- arhúsinu um aldur og ævi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Upp rís úr rafinu Tónskáldið Bergrún Snæbjörnsdóttir (fyrir miðju) með gítarleikurunum Alberti Finnbogasyni og Kjartani Holm. Fjölbreytt verk rísa upp úr rafinu  Akústísk raftónlist ungra tónskálda hljómar í Kaldalóni Hörpu í kvöld Steinunn Birna Ragnarsdóttir Háskólinn í Reading bauð hæst í handrit írska rithöfundarins Samu- els Beckett að skáldsögunni Murphy. Beckett, sem hlaut Nób- elsverðlaunin árið 1969, byrjaði að skrifa söguna 1935. Handritið hafði verið sagt eitt hið mikilvægasta frá 20. öld sem enn væri í einkaeigu og var metið á allt að 1,2 milljónir punda, vel yfir 200 milljónir króna. Svo fór að háskólinn í Reading hreppti hnossið, fyrir 962.000 pund. Handrit Becketts er í sex minnis- bókum og sagt miklum mun ýtar- legra en endanleg útgáfa skáldsög- unnar. Mikið er um útskrikanir og endurritanir, auk þess sem fjölda teikninga gefur að líta á síðunum, meðal annars af kollega höfund- arins, James Joyce. The Guardian hefur eftir sérfræð- ingi í fágætum bókum að handritið gefi afar merka innsýn í sköp- unarferli Becketts. Höfundurinn gaf vini sínum hand- ritið árið 1938, í þakklætisskyni fyrir stuðning eftir að hann hafði orðið fyrir ástæðulausri árás hórmangara í París og hlotið stungusár. Hand- ritið var fyrst selt árið 1968 og hefur síðan verið læst niður og hafa fræði- menn ekki getað skoðað það. „Nú er mjög spennandi fyrir fræðimenn að hafa loks aðgang að handritinu,“ segir einn fulltrúi kaupendanna. Milljón pund fyrir handrit Photograph: Sotheby’s/PA Teikningar Handrit Becketts að skáldsögunni Murphy er í sex minnis- bókum. Ýmiskonar teikningar eru á síðunum og setningar margskrifaðar.  Verðmætt handrit Becketts að skáldsög- unni Murphy selt Þorri Hringsson sýnir verk sín í Bergi menning- arhúsi á Dalvík. Samtals eru 17 verk á sýning- unni, 11 olíu- myndir og sex vaxlitamyndir, sem Þorri hefur unnið að síðasta árið. „Myndirnar eru landslagsmyndir og spilar umhverfið í Aðaldal þar stórt hlutverk. Vatn er ríkjandi þátt- ur í verkunum og nær Þorri á tæran og hófstilltan hátt að sýna marg- breytileika þess. Lygnan straum við árbakkann, þokuslæðing, lítinn hólma, botngróður. Verkin sýna á draumkenndan hátt blæbrigði lit- anna og ná þannig að skapa hreyf- ingu í stilltu vatni. Þannig eru verkin einföld við fyrstu sýn en afhjúpa margbreytileika sinn við nánari kynni,“ segir m.a. í tilkynningu. Sýningin stendur til 5. ágúst. Draumkennd verk í Bergi Þorri Hringsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.