Morgunblaðið - 12.07.2013, Page 40
Rokksumarbúðarverkefninu Stelpur
rokka! lýkur með lokatónleikum í
húsnæði TÞM að Hólmaslóð 2 í dag
kl. 17. Á tónleikunum munu átta
hljómsveitir flytja frumsamin lög
sem eru afrakstur mánaðarlangra
rokksumarbúða fyrir stelpur á aldr-
inum 12 til 16 ára.
Í rokkbúðunum var boðið upp á
hljóðfærakennslu, hljómsveitaæf-
ingar, vinnusmiðjur um ýmis þemu
tengd konum og tónlist auk tónleika-
heimsókna frá frægum íslenskum
tónlistarkonum. Stelpur rokka! er
styrkt af Hlaðvarpanum - menning-
arsjóði kvenna, Kraumi tónlistarsjóð
og Menningarráði Akureyrar.
Rokk Hver veit nema þátttakendur eigi
síðar eftir að taka þátt í Músíktilraunum.
Stelpur rokka á
lokatónleikum
Glæsilegt Bolshoi-leikhúsið er tignarlegt en órói innan dyra.
Öldur hefur ekki lægt í Bolshoi-ballettinum sögufræga
í Moskvu, eftir sýruárásina sem listrænn stjórnandi
hans varð fyrir í vetur að undirlagi dansara í hópnum.
Á þriðjudag tilkynntu menningaryfirvöld í Rússlandi
óvænt að skipt yrði um forstjóra Bolshoi-leikhússins og
er ætlunin að reyna að ná tökum á ófremdarástandi ill-
deilna og undirróðurs sem mun hafa ríkt innan veggja.
Að sögn The New York Times sat forstjóri hússins til
þrettán ára þungbúinn á blaðamannafundi þar sem til-
kynnt var um stjóraskiptin. Við af honum tekur Vlad-
imir Urin, sem hefur verið hrósað fyrir að byggja upp
næstvirtasta leikhús borgarinnar. Innanbúðarmenn
segja hann eiga erfitt verk fyrir höndum í Bolshoi.
Skipt um stjórnanda Bolshoi
Dramatískri sögu
miðlað í einleik
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Kaldalónshátíð verður haldin í fyrsta
sinn í Dalbæ á Snæfjallaströnd
sunnudaginn 14. júlí, en hátíðin er
eins og nafnið gefur til kynna helguð
tónskáldinu og lækninum Sigvalda
Kaldalóns. Dag-
skráin hefst kl. 18
með sýningu
Kómedíuleik-
hússins á einleik
um tónskáldið,
sem frumsýndur
var á Ísafirði fyrr
á þessu ári. Að
sýningu lokinni
fer fram sögu-
stund um ár
Kaldalóns við
Djúpið og því næst verða Viðar Guð-
mundsson og Snorri Hjálmarsson
með tónleika þar sem þeir flytja
nokkrar af helstu perlum tónskálds-
ins.
„Það er tilvalið að mæta snemma
og njóta náttúrunnar á svæðinu,“
segir Elfar Logi Hannesson, leikari
og forsprakki Kómedíuleikhússins,
um leið og hann fagnar frumkvæði
ábúenda í Dalbæ sem áttu hugmynd-
ina að Kaldalónshátíðinni. Aðspurður
um einleik sinn um tónskáldið segir
hann um dramatíska sögu að ræða.
„Sigvaldi Kaldalóns átti litríka ævi.
Hann tók við læknisembætti í einu
afskekktasta og víðfeðmasta lækn-
ishéraði landsins, Nauteyrarhéraði,
árið 1910. Hann bjó og starfaði í
Djúpinu í ein ellefu ár, en varð frá að
hverfa þegar hann fékk berkla. Hann
leitaði sér lækningar á berklaspítala í
Danmörku og þar læt ég verkið ger-
ast,“ segir Elfar Logi sem bregður
sér í hlutverk tónskáldsins í ein-
leiknum sem hann samdi sjálfur.
Hann fílaði fólkið
„Djúpið hafði gríðarleg áhrif á
Kaldalón, bæði náttúran og Djúp-
menn. Hann fílaði fólkið og sveitung-
arnir fíluðu hann líka. Hann var inn-
blásinn af náttúrunni og segir sjálfur
að þarna hafi hann komist á skrið
sem listamaður,“ segir Elfar Logi og
bendir á að þau ellefu ár sem Sig-
valdi Kaldalóns bjó í Djúpinu hafi
hann, þrátt fyrir mikið annríki sem
læknir, samt samið um hundrað lög.
„Þeirra á meðal eru mörg hans kunn-
ustu verka, s.s. „Ég lít í anda liðna
tíð“, „Hamraborgin“, „Þú eina hjart-
ans yndið mitt“ og „Sofðu góði
sofðu“. Í Djúpinu kynntist hann líka
Höllu skáldkonu, sem bjó á næsta bæ
við hann, og samdi allmörg lög við
ljóð hennar,“ segir Elfar Logi og tek-
ur fram að helstu perlur tónskáldsins
séu fluttar í sýningunni, en Dagný
Arnalds sér um píanóundirleik. Þess
má að lokum geta að miðaverð á há-
tíðina er 2.900 krónur og eru miðar
seldir við innganginn.
Fjölhæfur Tónskáldið og læknirinn Sigvaldi Kaldalóns átti litríka ævi.
Kaldalónshátíð haldin á sunnudag
Elfar Logi
Hannesson
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013
fi p y j g p
Carpaccio með valhnetu-vinaigrette og klettasalati Grafið lam
með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté með paprik
mauki Bruchetta með tvíreyk
hangikjöti, bal- samrauðla
og piparrótarsósu Bruchet
ta með hráskinku, balsam
grill uðu Miðjarðar- hafsgrænm
K r a b b a - salat f
skum kryddjurtum í brauðbo
B r u c h e t t a með Mi
jarðarhafs-tapende R i s a
rækja á spjóti með peppadew Silunga hrogn með japönsku majón
sinnepsrjóma-osti á bruchettuBirkireykt-ur lax á bruchettu með alio
grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar, 3 smáar á spjóti m/kryddju
taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum Vanillufy
tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum Kjúklingu
satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is
MöndluMix og KasjúKurl er
ómissandi í ferðalagið. Útá
salatið og við grillið í sumar.
Hollt og gott frá Yndisauka.
Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum,
Melabúðinni, Fjarðarkaup, Miðbúðinni,
Kjöthöllinni, Hreyfingu, Garðheimum,
Mosfellsbakaríi og Bakaríinu við brúna
Akureyri.
Hvernig sýnum við bestannarri manneskju aðokkur þykir vænt umhana? Og hvort vegur
þyngra, orð eða gjörðir? Þetta eru
lykilspurningar í sænsku met-
sölubókinni Maður sem heitir Ove
eftir Fredrik Backman. Þegar bókin
hefst er ljóst að titilpersónan telur sig
hafa lítið til að lifa
fyrir. Ove er 59 ára
gamall, hefur ný-
lega misst vinnuna,
heilsan er farin að
bila og fáir vinir eft-
ir til að deila með
gleði og sorgum.
Tilveru hans er
raskað svo um
munar þegar inn í
næsta hús flytur fjögurra manna fjöl-
skylda frá Íran, en fyrstu kynni hans
af nýju nágrönnunum felast í því að
fjölskyldufaðirinn bakkar yfir blóma-
beð Ove og á bréfalúgu hans.
Við fyrstu sýn virðist Ove ekki sér-
lega geðfelldur náungi. Hann stundar
það að uppnefna nágranna sína í rað-
húsahverfinu með orðum eins og
„ljóskusnoppa“ og „lufsukrangi“, er
sérlega geðstirður í samskiptum sín-
um við annað fólk og svo mikill prin-
sippmaður að hann fylgir settum
reglum út í ystu æsar samferðarfólki
sínu til lítillar ánægju. Með þrjósku
sinni og þumbarahætti hefur hann
t.d. glatað fyrri vinskap við hjónin
Rune og Anitu sem verið hafa ná-
grannar hans sl. fjóra áratugi. Engu
að síður er eitthvað heillandi við
þennan skrýtna, miðaldra karl, sem
lítur á það sem eitt mesta hrós að
segja um aðra manneskju að hún sé
„ekki fullkominn hálfviti“ (bls. 270).
Eftir fyrstu kynningu á Ove fer
höfundur fljótlega að rifja upp æsku
hans og ævi. Þannig er til skiptis
flakkað í köflum bókarinnar milli nú-
tíðar og fortíðar svo að lesandinn fær
smám saman innsýn í og skilning á
gjörðum hans og persónuleika. Aug-
ljóst er að höfundur hefur mikla sam-
úð með söguhetju sinni og miðlar
þeirri samkennd með fallegum hætti
og því er ekki hægt annað en að
standa með Ove í baráttu hans við til
dæmis „mennina í hvítu skyrtunum“,
eins og hann kýs að kalla opinbert
starfsfólk sem er jafn ósveigjanlegt
og hann sjálfur þegar kemur að
reglugerðarverkinu.
Ekki má gefa of mikið upp um
söguþráð bókarinnar til að skemma
ekki fyrir væntanlegum lesendum,
því einn helsti kostur bókarinnar felst
í því hversu listilega vel uppbyggð
hún er og full af óvæntum augnablik-
um. Þannig er lesandinn sífellt að fá
upp í hendurnar fleiri púsluspil sem
mynda loks heildarmyndina. Óhætt
er að segja að bókin sé grátbrosleg,
því hún framkallar jafnt hlátur og tár.
Hún lumar einnig á sérlega hugljúfri
ástarsögu. Þetta er því sannkallaður
yndislestur, þó bókin dansi vissulega
alloft á mörkum þess melódrama-
tíska.
Þýðing Jóns Daníelssonar er heilt
á litið vönduð og vel úr garði gerð.
Sökum þessa stakk nokkuð í stúf að
rekast á setninguna „Eigðu góðan
dag“ (bls. 161) sem getur varla talist
falleg íslenska þó setningin heyrist
víða nú til dags. Kápa bókarinnar er
einstaklega skemmtilega hönnuð og
vel útfærð hjá Nils Olsson, enda upp-
full af áhugaverðum smáatriðum sem
gaman er að rýna í eftir því sem lestri
bókar vindur fram.
Ekki fullkominn hálfviti
Skáldsaga
Maður sem heitir Ove bbbbn
Eftir Fredrik Backman. Jón Daníelsson
þýddi. Kilja, 383 bls. Veröld 2013.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
BÆKUR
Flinkur „Einn helsti kostur bókarinnar felst í því hversu listilega vel upp-
byggð hún er,“ segir m.a. í umsögn um nýjustu bók Fredriks Backman.