Morgunblaðið - 12.07.2013, Side 44

Morgunblaðið - 12.07.2013, Side 44
Færeyska tónlistarkonan Eivör Pálsdóttir kom til Íslands í gær og heldur tónleika á Gamla Gauknum í kvöld. Húsið er opnað kl. 21 og um upphitun sér fær- eyska söngkonan Dorthea Dam. Á morgun heldur Eivör norður og verður með hljóm- leika á Græna hattinum á Akureyri kl. 20. Eivör Pálsdóttir með tvenna tónleika FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 193. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Ryan Gosling reyndist vera Júlíus 2. Bjarni sláandi líkur Gosling 3. Flugmaðurinn blindaðist … 4. Lýst eftir Karen Björk »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Helgi Rafn Ingv- arsson tónsmiður og söngvari held- ur þrenna tón- leika í Kópavogi í ágúst í samstarfi við Bartholdy strengjakvartett- inn frá Royal Aca- demy of Music. Á efnisskránni eru m.a. tíu ný óraf- mögnuð dægurlög eftir Helga Rafn fyrir raddir og strengi, sem höfundur frumflytur með Bartholdy. Helgi Rafn frum- flytur ný verk í ágúst Bárujárn og Jón Þór koma fram á Hressó  Hljómsveitirnar Bárujárn og Jón Þór leiða saman hesta sína á tónleikum á Hressó í kvöld kl. 22.30. Bárujárn sendi nýverið frá sér sína fyrstu breið- skífu í fullri lengd sem ber sama nafn og sveitin. Á plötunni eru átta frum- samin lög ásamt einu tökulagi. Á laugardag Sunnan og suðvestan 5-10 m/s og rigning eða súld, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 8 til 13 stig. Á sunnudag Suðvestlæg átt, 5-10 m/s syðra, en norðlægari fyrir norðan. Víða dálítil rigning eða skúrir. Hiti 5 til 13 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan og vestan 8-13 m/s og skúrir. Hægt kólnandi veður og hiti 7 til 16 stig, hlýjast austanlands. VEÐUR Óttar Magnús Karlsson, sex- tán ára leikmaður Víkings Reykjavíkur, skrifaði í gær undir samning til þriggja ára við hollenska meistaraliðið Ajax. Hann mun spila með unglingaliðum liðsins til að byrja með en vonast til að spila fyrir aðalliðið í fram- tíðinni. Fyrir er hjá Ajax framherji íslenska lands- liðsins, Kolbeinn Sigþórs- son, sem einnig ólst upp hjá Víkingi. » 1 Sextán ára gamall til meistara Ajax „Þetta gerist ekki mikið sætara. Við erum hrikalega stoltir Eyjamenn og eigum eftir að muna þetta í langan tíma,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV sem sló út HB í Þórshöfn í gær á eftirminnilegu Evrópukvöldi fyrir íslenska knattspyrnu. »4 Hrikalega stoltir eftir magnað Evrópukvöld Stjarnan komst í gærkvöld upp að hlið Íslandsmeistara FH, í 2.-3. sæti Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu, með 2:1-sigri í Garðabænum. Gunnar Örn Jónsson skoraði sigurmark Stjörnunnar með þrumuskoti í upp- bótartíma eftir að Atli Guðnason hafði jafnað metin fyrir FH rétt áður. Stjarnan á leik til góða en bæði lið eru tveimur stigum á eftir KR. »2 Gunnar Örn kom Stjörnunni að hlið FH ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is „Þetta var félagsskapur sem átti að standa vörð um íslenskan heimilis- iðnað,“ segir Solveig Theódórs- dóttir, formaður Heimilisiðn- aðarfélagsins, um stofnun þess hinn 12. júlí árið 1913. Í gegnum árin hef- ur félagið meðal annars haldið ótal námskeið og gefið út tímarit, en eitt af markmiðum félagins er að miðla þekkingu á ýmsu íslensku hand- verki. Varðveita menningararf Á Norðurlöndunum er að finna samskonar félög og Heimilisiðn- aðarfélagið, félög sem hafa það markmið að vernda þjóðlegt hand- verk. „Þetta var bylgja sem átti sér stað á þessum tíma og byrjaði á Norðurlöndunum,“ segir Solveig og bætir við að íbúar landanna hafi átt- að sig á því að þeir bjuggu yfir þekk- ingu sem myndi glatast ef ekki yrði brugðist við með viðeigandi hætti. „Gamli íslenski útsaumurinn var horfinn á Norðurlöndunum en fannst hér á landi,“ segir hún og hófst kennsla í aðferðinni þegar í stað árið 1913 eftir að félagið hafði verið stofnað. Karlmennirnir vilja tálga „Við kennum meðal annars bal- dýringu, orkeringu, allar gerðir út- saums, víravirki og sauðskinnsskó- gerð,“ segir Solveig, en fjöldinn allur af fólki hefur sótt námskeið félagsins undanfarin hundrað ár. Námskeiðin eru sívinsæl að sögn hennar og sækja þau bæði konur og karlar á öllum aldri. Kvenþjóðin hef- ur þó vissulega ætíð verið í meiri- hluta á námskeiðunum. „Karlmenn- irnir sækja einkum námskeið í víravirkisgerð, spjaldvefnaði og tálgun,“ bætir Solveig við. Kennarar námskeiðanna eru reyndir og þekkja handverkið vel, en í haust verður boðið upp á 54 nám- skeið. „Við höfum mikill metnað fyr- ir því að hafa góða og hæfa kennara sem kunna sitt fag,“ segir Solveig. Á þessum miklu tímamótum kem- ur út bókin Faldar og skart eftir Sig- rúnu Helgadóttur. Í bókinni má finna fróðleik um íslenska þjóð- búninginn ásamt myndum. „Fald- búningurinn getur verið svo fjöl- breyttur, það getur verið margt handverk sem notað er í hvern búning,“ segir Solveig. Í dag verður opið hús kl. 16 í tilefni af aldarafmæli félagsins í húsnæði þess í Nethyl 2e í Reykjavík. Þar verður hægt að kynnast starfsemi félagsins, skoða handverk og fólk sem verður klætt í íslenska þjóð- búninga. Standa vörð um handverkið  Heimilisiðnaðarfélagið er hundrað ára í dag  Kenna þjóðbúningasaum, sauðskinnsskógerð og útsaum  Miðla og varðveita íslenskan menningararf Morgunblaðið/Rósa Braga Handverk í heila öld Sólveig Ólafsdóttir og Guðbjörg Hrafnsdóttir eru báðar starfsmenn Heimilisiðnaðarfélagsins, en það fagnar 100 ára afmæli sínu í dag. Félagið var stofnað til að auka og efla íslenskan heimilisiðnað. Til eru fimm klæðagerðir sem taldar eru til þjóð- búninga kvenna; faldbún- ingur, peysuföt, upp- hlutur, kyrtill og skautbúningur. Faldbúningurinn þekktist frá 17. öld og er jafnvel enn eldri. Hann var notaður langt fram eftir 19. öldinni og er nafn hans dregið af höfuðfatinu sem er langt og bogið blað. Peysufötin eiga upphaf sitt að rekja til 18. aldar meðal vinnandi kvenna sem tóku að klæðast peys- um karla og húfum við störf sín, enda þótti það heldur þægilegri klæðnaður en faldbúningurinn. Peysufötin urðu að dæmigerðum fatnaði almúgakvenna á 19. öld en eru notuð við hátíðleg tilefni í dag. Faldbúningur og peysuföt VARÐVEITA TÍSKU FYRRI TÍMA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.