Morgunblaðið - 25.07.2013, Side 6

Morgunblaðið - 25.07.2013, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Eldhús- og skolvaskar Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm 11.990,- Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm 7.490,- (fleiri stærðir til) Gua 539-1 með veggstál- plötu, grind fylgir, 1mm stál 16.990,- Botnventill og vatnslásar fylgja öllum vöskum CR Plast skolvaskur 55x34x21cm með botn- ventli og vatnslás 6.990,- Gua-543-1 vegghengdur, 1mm stál, einnig fáanlegur í borð kr. 17.990 19.900,- Mikið úrval af blöndunartækjum. Á MÚRBÚÐARVERÐI SVIÐSLJÓS Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is „Loksins, loksins!“ hafa flestir íbúar höfuðborgarsvæðisins eflaust hugs- að eftir svo gott sem sólarlaust sum- ar. Hinsvegar virðist biðin eftir blíð- unni vera á enda, í bili, og ekki ber á öðru en að fólk taki sólskininu fagn- andi. „Þetta er fjölmennasti dagur sum- arsins hjá okkur og veðrið er frá- bært,“ segir Herdís Kristjánsdóttir, starfsmaður ylstrandarinnar í Naut- hólsvíkur. Hún segir að gærdag- urinn hafi verið betri en dagurinn þar á undan, enda hafi verið heitara í veðri. Þessir tveir dagar hafi verið þeir bestu í sumar á ströndinni, en hún sagði hitann líklega hafa verið yfir 20 stigum. Mörg hundruð í sólbaði Herdís segir að beðið hafi verið eftir sólardögum með mikilli eftir- væntingu og bætir við að í gær hafi mörg hundruð manns verið í Naut- hólsvík. „Það voru mjög margir hérna, líklega nokkur hundruð,“ seg- ir Herdís. „Ströndin var þétt setin en þetta er svo stórt svæði og fólk situr einnig á grasbölunum hér í kring.“ Þegar blaðamann bar að garði skömmu eftir hádegi í gær var um 15 metra röð þyrstra og svangra strandgesta í veitingasöluna. „Við seljum grillaðar pylsur, samlokur og smákökur, en fólk getur einnig mætt með sínar eigin pylsur. Þetta gengur alveg rosalega vel en mest fer af gos- inu og ísnum. Á svona degi streymir ísinn út úr sjoppunni!“ Alltaf einhver umferð Herdís segir að gestir mæti á ströndina við minnstu sólarglætu og því sé yfirleitt eitthvað að gera allt sumarið þó umferðin hægist þegar grátt er yfir. „Svo mætir mikið af fólki reglulega í sjósund, og það eru alltaf jafn duglegt, sama hvernig viðrar.“ Loksins sól og sumarylur  Blíðskaparveður hefur verið á Norður- og Austurlandi  Síðan skein sól á höfuðborgarsvæðinu  Í gær var fjölmennasti dagur sumarsins í Nauthólsvík  Búist við miklum mannfjölda næstu daga Morgunblaðið/Rósa Braga Fjölmenni Mörg hundruð manns fögnuðu veðurblíðunni og sóluðu sig á ylströndinni í Nauthólsvík í gær, en dagurinn var sá fjölmennasti í allt sumar. Sólskin Gunnhildur Sveinbjarnardóttir hefur beðið lengi eftir sólinni. Hún ætlar samt að skella sér til Berlínar í næstu viku og njóta hitans þar. Bolti Þeir Vignir Daði Valtýsson, Andri Már Eggertsson og Lansana Ban- goura sýndu lipra takta í sandinum og voru ánægðir með sumarfríið. Eftir ítarlega skoðun á málinu hefur Fjár- málaeftirlitið ákveðið að endurgreiða þeim 22 lánastofnunum sem greiddu umframeft- irlitsgjald vegna vinnu við greiningar á áhrifum gengistryggðra lána á stöðu við- skiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja, í kjölfar dóma Hæstaréttar frá 16. júní 2010 í málum nr. 153/2010 og 92/2010. Í fréttatilkynningu sem Fjármálaeftirlitið birti á vefsíðu sinni í fyrradag segir að þetta sé gert með hliðsjón af áliti umboðs- manns Alþingis frá því í vor þess efnis að Fjármálaeftirlitið þurfi að endurgreiða rúmlega 40 milljónir vegna eftirlitsgjalda sem það lagði á fyrrnefnd fyrirtæki án heimildar. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármála- eftirlitinu stendur til að endurgreiða sem fyrst eftir að búið er að reikna þetta út og ganga frá nokkrum formsatriðum. Þá munu endurgreiðslurnar bera með sér vexti en þó ekki dráttarvexti heldur seðla- bankavexti. skulih@mbl.is Fjármálaeftirlitið endur- greiðir 22 lánastofnunum  Endurgreiðslurnar nema rúmum 40 milljónum króna Morgunblaðið/Árni Sæberg Endurgreiðslur Fjármálaeftirlitið ætlar að endurgreiða umfram- eftirlitsgjaldið sem fyrst en umrætt gjald var lagt á án heimildar. Skannaðu kóð- ann til að horfa á myndband frá Nauthólsvík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.