Morgunblaðið - 25.07.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 25.07.2013, Síða 10
Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Tjarnargatan er framleiðslu-fyrirtæki og við höfum ver-ið að einbeita okkur aðsamfélagsmiðlum og óhefðbundnum auglýsingum. Við höfum verið að benda fyrirtækjum á mikilvægi þess að nota samfélags- miðla og jafnvel færa mikið af birt- ingum úr þessum hefðbundnu miðl- um sem við höfum hingað til nýtt yfir í samfélagsmiðlana og á verald- arvefinn,“ segir Arnar Helgi Hlyns- son, einn forsprakka fyrirtækisins Tjarnargötunnar sem getið hefur sér góðs orðs á hinum ýmsu sam- félagsmiðlum upp á síðkastið. Hugsað út fyrir rammann „Við höfum verið í samstarfi með fyrirtækjum, til að mynda aug- lýsingastofum, og verið að vinna allskonar hugmyndavinnu. Mikið af þessu gengur út á að hugsa aðeins út fyrir rammann og kreista fram meiri eftirtekt en gengur og gerist. Það sem okkur finnst mikilvægast af öllu er þegar þú færð fólk til að deila auglýsingu án þess að því sé gefið eitthvað á móti. Þegar aðeins voru liðnar átta klukkustundir frá því að auglýsingunni með Umferðarstofu og Símanum var hleypt í loftið, þá var til dæmis búið að deila henni ell- efu þúsund sinnum,“ segir Arnar Helgi, en hann segir mikla vinnu hafa farið í umrædda auglýsingu. „Við teljum okkur vera framar- lega í því sem er nýtt á markaði og við höfum verið að horfa mikið út í heim og fylgjast með því hvað er að gerast þar. Við nýtum okkur líka nýjustu tækni til þess að skara svo- lítið fram úr með okkar verkefni. Við erum því að reyna að bjóða okkar viðskiptarvinum nýjungar, þá einna helst á veraldarvefnum,“ segir hann. Listin að ná til áhorfandans „Þessi hugmynd er búin að vera í kollinum á okkur í eitt og hálft ár. Við vorum bara ekki vissir um hvort það væri hægt að framkvæma þetta, þetta hefur aldrei verið gert áður í heiminum. Þegar Umferðarstofa kom til okkar í fyrstu þá vildu þau gera eitthvað sem vakti athygli. Við lögðum upp með að nýta nokkuð mörg tengsl við áhorfendur auglýs- ingarinnar, til dæmis fésbókina, smáskilaboðin og símann og per- sónugera hana þannig. Um leið og þú horfir á eitthvað sem tengist þér persónulega, eins og aðalpersónan í viðkomandi auglýsingu á að kalla fram, þá verður það miklu áhrifa- ríkara. Við vorum ekki vissir um að tæknin myndi bjóða upp á þetta og það fór mikil vinna í þetta allt sam- an. Síðasta hálfa árið hefur farið í að vinna rosalega náið með Umferð- arstofu og Símanum til þess að láta þetta gerast,“ segir Arnar Helgi. „Við höfum svolítið oft hellt okkur út í djúpu laugina með alls- konar hugmyndir sem við höfum fengið, jafnvel fáránlegar hug- myndir. Við reynum þó alltaf að at- huga hvort að það sé grundvöllur fyrir þeim og það er sama með þessa hugmynd. Það er langt síðan við fengum hana og við tókum langan tíma í það að ganga úr skugga um að þetta myndi ganga upp. Ég held að það sé líka þetta sem skilar árangri, ef þú gerir ekki eitthvað nýtt þá nærðu ekki árangri,“ segir hann. Gat í markaðnum „Fyrirtækið hefur verið starf- rækt frá því í lok árs 2011. Við erum tíu sem erum fastir starfsmenn en við styðjumst mikið við utanaðkom- andi fólk sem kemur inn í allskonar verkefni með okkur. Ég og meðeig- andi minn, Einar Benedikt Sigurðs- son, vorum báðir að læra markaðs- fræði í London. Við leigðum síðan báðir á Tjarnargötunni og þekkt- umst þá voða lítið. Við sáum gat í markaðnum fyrir hluti sem við gef- um okkur út fyrir að vera að gera í dag. Það var skortur á því að fara óhefðbundnar leiðir í markaðs- aðgerðum og við riðum á vaðið. Út frá þessu varð til þetta framleiðslu- fyrirtæki og við tökum í raun að okk- ur að framleiða allt þrátt fyrir að við séum svolítið að einblína á verald- arvefinn og allt sem hann býður upp á,“ segir Arnar Helgi um upphaf fyr- irtækisins. „Við erum líka mikið að vinna í grafík og þrívíddarvinnslu. Við erum með samstarfssamning, sem við er- um stoltir að segja frá, við Höfuð- borgarstofu. Þar sjáum við til dæmis um gagnaöflun á öllum viðburðum á vegum Reykjavíkurborgar og sjáum um að halda utan um myndbands- upptökur og fleira. Við erum í raun í öllu, við reynum bara að finna lausn- ir á því sem viðskiptavinir okkar leit- ast eftir,“ segir hann. Óreyndir fá tækifæri Spurningar hafa vaknað á hin- um ýmsu samskiptasíðum verald- arvefsins eftir síðasta verkefni fyr- irtækisins þar sem auglýsingin fór fram á að áhorfandinn gæfi af hendi ákveðnar upplýsingar, til dæmis símanúmer sitt. Arnar Helgi segir fólk ekki þurfa að örvænta. „Það sem þarf kannski að taka Fyrirtækið Tjarnargatan hefur skapað sér nafn sem eitt frumlegasta framleiðslu- fyrirtæki landsins og má sjá verk þess víða. Arnar Helgi Hlynsson, einn forsprakka fyrirtækisins, segir galdurinn meðal annars vera að hugsa út fyrir rammann. Fyrirtæki Tíu starfsmenn eru fastráðnir hjá Tjarnargötunni auk þess sem fleiri koma inn í einstaka verkefni. Forvörn Nýtt verkefni Tjarnargötunnar hefur vakið mikla athygli. Hugmynd, fram- kvæmd og framleiðsla 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 Um miðjan júlí var haldið námskeið í fýsísku leikhúsi í Frystiklefanum á Rifi, en það var Hrefna Lind Halldórs- dóttir, sem er nú að klára masters- nám í sviðslistum í Naropa háskól- anum í Colorado, sem stóð fyrir því. Námskeiðið, sem bar heitið Kviksyndi drauma þinna, var einstaklega vel heppnað, að sögn Hrefnu töfrum lík- ast. Hrefna heldur úti vefsíðunni fire- andicetheatre.org ásamt Gloriu Bar- aquio þar sem hægt er að kynnast starfi þeirra tveggja nánar. Þar má finna allar helstu upplýsingar um vinnusmiðjur og námskeið þeirra auk þess sem þar er hægt að finna ljós- myndir. Hrefna stendur fyrir sams- konar námskeiði á Havaí í janúar en samkvæmt henni verður andrúms- loftið ekki síðra þar en á Rifi. Vefsíðan www.fireandicetheatre.org Leikhús Svipað námskeið og það sem haldið var á Rifi verður haldið á Havaí. Fýsískt námskeið á Havaí Á laugardaginn verður efnt til Druslu- göngunnar svokölluðu en yfirlýst markmið hennar er að uppræta þá fordóma sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi. Þannig vilja skipuleggjendur göngunnar vekja athygli á því að það eru gerendur sem bera ábyrgð á kynferðisofbeldi, ekki þolendurnir. Í Reykjavík verður gengið frá Hallgrímskirkju klukkan 14 og mun gangan enda á Austurvelli þar sem fundarhöld og tónleikar taka við. Á Akureyri verður gengið frá Akureyrar- kirkju á sama tíma og í Vestmanna- eyjum hefst gangan í Herjólfsdal, einnig klukkan 14. Endilega... ... farið í Druslugönguna Morgunblaðið/Ernir Ganga Fólk lætur sig málefnið varða. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. MARKMIÐ FULLKOMIÐ HÁR SÉRSTAKAR ÞARFIR EINFALDAR LAUSNIR Spurðu hárgreiðslumeistara þinn hvernig þú getur notað REDKEN-hárvörur til að nálgast hið fullkomna hár. KEYPTU 2, 1 FRÍTT REDKEN hárgreiðslustofur: REDKEN Iceland á Dreifing: Hár ehf - s. 568 8305 har@har.is Keyptu tvær REDKEN-hárvörur í dag og þú færð REDKEN-sjampó frítt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.