Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 Nokkrir vís- indamenn innan bandarísku geimvís- indastofnunar- innar NASA rannsaka nú hvort mögulegt sé að ferðast hraðar en ljósið með því að búa til vörpudrif eins og m.a. er notað í Star Trek-þáttaröð- unum. Það gæti í kenningunni stytt ferðatíma í geimnum úr tugum þús- unda ára í vikur eða mánuði. Harold G. White, eðlisfræðingur og vélaverkfræðingur, fer fyrir litlum hópi starfsmanna NASA sem kanna hvort hægt sé að verpa ferli ljóseindar til að breyta vegalengd- inni sem hún ferðast. Lögmál Einsteins segir að ekkert geti ferðast hraðar en ljósið en síð- an hafa komið upp kenningar um að hægt sé að eiga við tímarúmið sjálft til þess að fleyta hlut áfram í gegnum geiminn. White reynir nú að sannreyna á örsmáum skala hvort það sé hægt. Praktísk not eru þó fjarlægur draumur. „Við erum ekki að fara að smella þessu á geim- far,“ segir White. Skoða hvort vörpu- drif sé raunhæft VÍSINDI Drifið gæti opnað mönnum geiminn. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden situr enn sem fastast á við- komusvæði Sheremetyevo-flugvall- ar í Moskvu en vonir höfðu vaknað í gær um að honum yrði gert kleift að yfirgefa það og fara frjáls ferða sinna um Rússland. Hjörð fjölmiðla- manna beið hans fyrir utan flugvöll- inn í gær en ekkert bólaði á Banda- ríkjamanninum. Snowden hefur hafst við á flugvell- inum frá 23. júní þegar hann kom þangað frá Hong Kong. Hann hefur óskað eftir hæli í Rússlandi þar sem hann hefur ekki komist úr landinu eftir að bandarísk yfirvöld lýstu eftir honum og felldu vegabréfið hans úr gildi vegna uppljóstrana hans um umfangsmiklar njósnir þeirra á sím- um og neti. Vilja skýringar á stöðunni Fregnir bárust af því um miðjan dag í gær að Snowden fengi í hendur skjöl frá innflytjendayfirvöldum sem staðfesti að verið sé að fjalla um hæl- isumsókn hans. Það ætti að gera honum kleift að yfirgefa viðkomu- svæðið á flugvellinum. Anatoly Kucherena sem hefur komið fram fyrir hönd Snowdens sagðist ekki hafa fengið skjölin í hendur og sagði að hafa yrði rúss- neskt skrifræði í huga vegna tafa á afgreiðslu máls uppljóstrarans. Hann sagði óráðið hvort hann yrði áfram um kyrrt á flugvellinum. Bandarísk stjórnvöld kröfðust í gær skýringa á stöðu Snowdens í Rúss- landi vegna misvísandi frétta af af- drifum hans. Bíður leyfis til að fara af vellinum  Snowden enn fastur á flugvellinum AFP Fastur Kucherena, lögmaður Snow- dens (t.v.), á flugvellinum í gær. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þrátt fyrir að margir á norður- slóðum hugsi sér gott til glóðarinnar með bráðnun íss á norðurskautinu vegna hlýnunar jarðar þá gæti skjót bráðnun þar valdið hagkerfi heims- ins búsifjum sem hlaupa á tugum þúsunda milljarða dollara. Þetta er niðurstaða rannsóknarhóps hag- fræðinga og vísindamanna. Fjöldi þjóða hefur séð fyrir sér efnahagslegan gróða af völdum bráðnunarinnar þar sem nýjar olíu- og gaslindir opnist og siglingaleið norður fyrir Evrópu og Asíu verði fær. Hópurinn sem stendur að rann- sókninni segir hins vegar að bráðn- unin feli í sér „efnahagslega tíma- sprengju“ vegna þeirra áhrifa sem hún getur haft á loftslagið á jörðinni. Geigvænlegar afleiðingar Gríðarlegt magn af gróðurhúsa- lofttegundinni metani er bundið í sí- frera og ísbreiðum á norðurskautinu. Vísindamennirnir óttast að losni það eftir því sem frostið hopar þá hafi það geigvænlegar afleiðingar fyrir heimsbyggðina. Þar skipti engu hvort gasið losnar í einni gusu eða yfir margra ára tímabil. „Yfirvofandi bráðnun sumar- sjávaríssins á norðurskautinu mun hafa gríðarleg áhrif til að flýta fyrir loftslagsbreytingum og losun met- ans,“ segir Peter Wadhams, prófess- or og yfirmaður rannsóknarhóps í eðlisfræði heimskautasjávar við Cambridge-háskóla á Bretlandi, sem er einn höfunda rannsóknarinnar sem birt var í tímaritinu Nature. Magnast við metanlosunina Wadhams segir einnig að stór hluti kostnaðarins við loftslagsbreyt- ingarnar félli á þróunarlönd fjarri norðurskautinu í formi öfgakennds veðurs og flóða auk áhrifa á heilsu og landbúnaðarframleiðslu. Efnahags- legu áhrifin af hraðri bráðnun séu vanmetin af stjórnvöldum í heimin- um. „Flóð yfir láglendissvæði, gríðar- legt álag af hita, þurrki og stormum magnast allt vegna viðbótar-metan- losunarinnar,“ segir Wadhams. Efnahagsleg tímasprengja  Vísindamenn og hagfræðingar segja snögga bráðnun á norðurskauti geta orðið heimsbyggðinni gríðarlega dýrkeypta  Losun metans flýtir hlýnuninni AFP Hlýnun Rússneskt olíuskip siglir um norðurskautið. Ís bráðnar nú hratt þar og opnast þá fyrir siglingaleiðir. Það gæti reynst skammgóður vermir. Bráðnun íss » Norðurskautshafísinn hopar hratt. Í september í fyrra var hann aðeins 3,5 ferkílómetrar. Það eru um 40% af flatarmáli hans árið 1970. » Sumir vísindamenn telja að Norður-Íshafið verði nánast ís- laust þegar árið 2020. » Rússnesk yfirvöld segja 218 skip hafa sótt um leyfi til að sigla norðurhafsleiðina í ár. Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is tilbúnar í pottinn heima Fiskisúpur í Fylgifiskum Verð 1.790 kr/ltr Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér. Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram. Hvað þarftu mikið? Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Útsölustaðir: Bústoð Keflavík, Bjarg Akranesi Íslensk hönnun og framleiðsla A81 Hönnuðir: Atli Jensen og Kristinn Guðmundsson Verð frá: 27.800,- www.facebook.com/solohusgogn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.