Morgunblaðið - 25.07.2013, Side 22

Morgunblaðið - 25.07.2013, Side 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 Það er varla nokkur samhljómur um nýlega forsetaákvörðun síð- ustu dagana. Og það er eins og fólk sé fast í ein- hverju allt öðru en því, sem ritari leyfir sér að kalla aðalatriði. Og hvað er það þá? – Það eru í fyrsta lagi fisk- veiðigjöldin og hins- vegar stjórnlagatext- inn. Ritari skrifar þessi orð í framhaldi af því, sem nokkrir þekktir pennar hafa sett á pappír. Karl Th. Birgisson ritstjóri (?) rit- ar á netsíðunni Eyjan: – „Kommon krakkar.“ Já, já. Ritari skal koma í slaginn. Hann lítur á þetta herkall sem það sé til sín m.a. – Karl Th. seg- ir, að forsetinn hafi uppskorið mikinn skæting og að hann hafi ekki átt hann skilið núna. Og af hverju? – Vegna þess að ritstjóranum er fyrirmunað að skilja hvernig þeir stjórnlagaráðs- menn (eins og hann sjálfur) geta núna viljað fá þjóðaratkvæða- greiðslu, sem nýja stjórnarskráin hefði komið í veg fyrir. – Þar sem ritari hefði nú frek- ar viljað þjóð- aratkvæðagreiðslu heldur en þá þumb- aralegu þögn, sem nú ríkir, er ljóst að hann verði að rýna nánar í stjórnlagaákvæðin, sem fyrir liggja til að geta skilið hvernig þau ættu að geta boðið upp á ákvæði, sem tryggði betri með- ferð á fiskveiðimálum en tætingslega þjóðaratkvæðagreiðslu nú. Af hverju hefði ritari nú viljað þjóðaratkvæðagreiðslu? – Vegna þess að hann trúir því, að þá hefðu lögin verið felld, þau sem nú eru ný- sett. Þótt sumir þingmanna hafi með háðsglotti látið í það skína, að þá ríki engin lög um veiðigjöld og útgerðin geti gert út frítt. Og þá hló Skaði, næstum því. – Ef stjórnin ætlaði sér í svona billega glímu við andstæðinga, þá kæmi upp alveg ný staða. Stjórn- arandstaðan í þinginu kemur þá með tillögu, þingsályktunartillögu ef ekki vill betur til, um að sett verði lög um innheimtu veiðigjalda til þess að fiskiskip fái úthlutaðan veiðirétt til eins árs þann 1. september nk. Ráð- herra verði falið að annast til- lögugerð um innheimtu veiðigjalda, sem séu samtals ekki lægri en verða fiskveiðiárið, sem er að líða. Stjórnarliðar verða að sjálfsögðu ekkert hressir með þá tillögu og fella hana. Þeirra er jú valdið, en hvorki ríkið né dýrðin. Ef flotanum verður hleypt á miðin án gjaldtöku, þá kem- ur upp nýtt ástand í þjóðfélaginu, sem ritari efast um að stjórnvöld vilji bera ábyrgð á. Þau átök, sem munu geta fylgt á vinnumarkaði í kjölfarið eru ófyrirsjáanleg og hættuleg. Forsetanum finnst nú meiri ró yfir hlutunum en verið hefur. Það voru ein af rökum hans. En þau eru miklu nær því að endurspegla svikalogn. – Um hvað er að tefla? Það er miklu meira en fáeinir milljarðar og ritari heldur, að flestir skynji það þótt sum- ir sjái bara peningana og geri frá- drátt í huganum. – Um er að ræða eignarhald á auðlindum sjávar, hvorki meira né minna. Það hafa þeg- ar farið fram margar skoðanakann- anir og auk þess þjóðaratkvæða- greiðsla. Þrír fjórðu þjóðarinnar eða meira vilja að sjávarauðlindirnar séu í þjóðareigu, eins og stendur í lög- unum um fiskveiðar í landhelgi Ís- lands. Stjórnin er nú, eins og stjórn- arandstaðan gerði áður, búin að forðast málið í heild sinni og lætur nú aðeins brjóta á smotteríi eins og veiðigjaldinu einu saman – eða bara fáeinum milljörðum. Ef litið er á málið í heild, þá er um margt að ræða. Innheimta veiði- gjalda er eitt og í henni endurspegl- ast sá skilningur, að auðlindin sé í eigu þjóðarinnar enda rennur rentan í ríkissjóð eða til sérstakra opinberra verkefna. Einnig er að einhverju leyti um að ræða endurskoðun á hinum svokallaða „rétti“ til fiskveiða og end- urskipulagningu á úthlutunaraðferð til fyrirtækja eða einstaklinga á jafn- ræðisgrundvelli. Það er ekki eins flókið mál og sumir vilja halda. – Í þessu sambandi er augljóst, að einnig er um aðferðafræði við úthlutun veiðileyfa að ræða. Þ.e. hvort notuð verða uppboð á leyfum eða önnur að- ferð. – Til þess að það geti farið fram er mikið og erfitt stjórnmálalegt verkefni að fara með öll þessi atriði í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslur og pólitíska úrvinnslu. Í ljósi þessa má nokkurn veginn sjá, að breyting á innheimtu veiði- leyfa nú til lækkunar um þrjá millj- arða, er ekki nema pínulítill hluti af öllu málinu. Og ekki er nóg með það, heldur stefnir málið í öfuga átt nú með þeim lækkunum, sem orðið hafa á fiskveiðigjöldum. Ritari reiknar með því að forsetinn hafi tæplega al- veg áttað sig á þessu samhengi öllu og ekki metið til fulls. – Af hverju eru sumir menn að æsa sig yfir málum nú? Svona veigalitlum eins og þau eru? – Það er nefnilega málið. Að þau skuli vera svona lítil nú og stefna í öf- uga átt. Með þessu háttalagi verður seint búið að koma á þjóðfélagslegri stjórnun á fiskveiðum. Og forset- anum fannst lítill munur á málum nú í samanburði við þau eins og þau voru. – En það er nefnilega málið og vanda- málið. Það er full ástæða til að hindra að málin snúist upp í strútshaus nú og að stjórnin geti verið með háðs- glósur yfir litlum heimtum stjórnlag- aráðs og andstæðinga núverandi stjórnunar á fiskveiðum og að eign- arhald á fiskveiðiauðlindinni lúri áfram í óvissu. Eftir Jónas Bjarnason » Sýn fólks og forseta á breytingar á lög- um um fiskveiðigjöld er tætingsleg. Ákvörðun forseta nær til pínulítils hluta af endurheimt á fiskauðlindinni Jónas Bjarnason Höfundur er efnaverkfræðingur dr.rer.nat. Öfugsýn á auðlindamál Reiðhjólið hefur notið sívaxandi vinsælda á Ís- landi. Reykjavík er kom- in með ágætis brautir fyrir reiðhjól en lands- byggðin ekki. Margir er- lendir ferðamenn koma til landsins með reiðhjól sín og hafa ákveðið að hjóla hringveginn. Margir Íslendingar hjóla líka hringinn. Svo þegar út á landsvegina er kom- ið kárnar gamanið. Mikil hætta skap- ast vegna þess hve vegirnir eru mjóir, þegar bíll fer fram úr reiðhjóli og er jafnvel í sömu andrá að mæta öðrum bíl. Hjólreiðamennirnir hjóla ekki allt- af alveg í beinni stefnu og reiðhjólin sveiflast oft inn á vegina þegar ekið er framhjá þeim. Flestir ökumenn kannast við þetta hættuástand. Sjálfbær samgönguáætlun ríkisins á ekki aðeins að snúast um að skipuleggja sam- göngur innan þétt- býliskjarna heldur þarf líka að huga að sjálf- bærum samgöngum hringinn í kringum allt landið. Það væri því alger snilld ef hægt væri að fjármagna hjólreiða- braut meðfram þjóðveg- unum. Þá yrðu hjól- reiðamennirnir öruggir með að fá ekki bíl á sig og ökumenn þyrftu ekki að vera skjálfandi á beinunum yfir að aka óvart á hjólreiðafólk. Svona braut kostar ekki lítið en yrði fljót að borga sig upp í auknu umferðaröryggi, minni slysatíðni, skatttekjum af ferðafólkinu og tengdri þjónustu. Þetta málefni samgangna á ekki að vera spurning um fjármagn og þol- inmæði eins og talað er um í þings- ályktun um 12 ára samgönguaætlun. Þetta á að vera forgangsatriði í þjóð- vegahluta samgönguáætlunarinnar. Hjólreiðafólkið er nú þegar á veg- unum í hundraðatali. Það hefur ekki þolinmæði til að bíða eftir að verða öruggt í umferðinni. Fjármagnið þarf að útvega fljótt og örugglega áður en einhver hjólreiðamaðurinn týnir lífi sínu. Það myndi spyrjast fljótt út um allan heim hve góð aðstaða er á Ís- landi fyrir hjólreiðafólk og þá myndi ferðamönnum fjölga gríðarlega sem kæmu hingað í þeim tilgangi að hjóla hringveginn. Þessi hjólreiðabraut um hringveginn myndi efla lýðheilsuna og hvetja fólk til sjávar og sveita til að hjóla meira. Þegar brautin er tilbúin verður hægt að halda keppnina „Tour de Iceland“ þar sem öflugustu hjólreiða- menn heims myndu koma til landsins til að hjóla í fjölbreyttu landslagi og keppast um þann titil. Hjólað hringveginn – „Tour de Iceland“ Eftir Magnús Sigurðsson Magnús Sigurðsson »Þessi hjólreiðabraut um hringveginn myndi efla lýðheilsuna og hvetja fólk til sjávar og sveita til að hjóla meira. Höfundur er flugvélfræðingur og áhugamaður um hjólreiðar. Smiðjuvegi 4 (Græn gata), 200 Kópavogi, sími 578 3030, gsm 824 0240, laugin.is Erum með allt fyrir Góður endir á góðum degi Nuddpottar Hreinsiefni Síur Viðgerðarþjónusta Varahlutir fi p y j g p Carpaccio með valhnetu-vinaigrette og klettasalati Grafið lam með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté með paprik mauki Bruchetta með tvíreyk hangikjöti, bal- samrauðla og piparrótarsósu Bruchet ta með hráskinku, balsam grill uðu Miðjarðar- hafsgrænm K r a b b a - salat f skum kryddjurtum í brauðbo B r u c h e t t a með Mi jarðarhafs-tapende R i s a rækja á spjóti með peppadew Silunga hrogn með japönsku majón sinnepsrjóma-osti á bruchettuBirkireykt-ur lax á bruchettu með alio grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar, 3 smáar á spjóti m/kryddju taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum Vanillufy tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum Kjúklingu satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is MöndluMix og KasjúKurl er ómissandi í ferðalagið. Útá salatið og við grillið í sumar. Hollt og gott frá Yndisauka. Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum, Melabúðinni, Fjarðarkaup, Miðbúðinni, Kjöthöllinni, Hreyfingu, Garðheimum, Mosfellsbakaríi og Bakaríinu við brúna Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.