Morgunblaðið - 25.07.2013, Síða 30

Morgunblaðið - 25.07.2013, Síða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna, er í góðu sambandi við vinnustaðinn í sumar- fríinu, enda stendur sumarhátíð félagsins fyrir dyrum. Hún er hald- in í Fljótshlíð og alltaf í góðu veðri, jafnvel þótt spáin gefi ekki fyrirheit um blíðu. Hátíðin er í lok júlí og nokkrum sinnum hefur afmælið borið upp á einhvern hátíðardaganna. „Það er ekki slæmt að eiga afmæli í þess- um góða félagsskap, þó að afmælið mitt hafi að sjálfsögðu aldrei verið neitt atriði. Afmælissöngurinn hefur að vísu verið sunginn og einu sinni kröfðust tónlistarmenn, sem voru að skemmta okkur, þess að ég kæmi upp og tæki lagið fyrir sjálfa mig. Ég lét auðvitað undan þó að það væri alveg þrælhallærislegt að standa og syngja: Ég á af- mæli í dag!“ segir Gréta. „Það hafa engar sérstakar hefðir myndast í kringum afmælið. Þar sem það er um hásumar er ekki auðvelt að ná fólki saman. Nú erum við búin að tryggja okkur borð fyrir fjölskylduna á Hótel Geysi í kvöld þar sem á að vera yfir 20 stiga hiti.“ Gréta segist nota allt árið til að gefa fjölskyldumeðlimum, og þá aðallega eiginmanninum, vin- samlegar ábendingar um ýmislegt sem sig „vanti“ og væri tilvalið til afmælisgjafa en það hafi yfirleitt ekki borið neinn sérstakan árang- ur. Hún er samt bjartsýn og segir ekkert víst að það klikki í ár. Gréta Ingþórsdóttir er 47 ára Sumarhátíð Með Grétu á myndinni eru Jónas Bjartmar Jónasson, Gísli Hjartarson, eiginmaður Grétu, og dóttir þeirra, Halldóra Karitas. Eltir blíðuna með fjölskyldunni Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Árnað heilla Demants- brúðkaup Í dag, 25. júlí, eiga demantsbrúðkaup hjónin Sólveig Árnadóttir og Árni Bjarnason, Uppsölum í Skagafirði. Þau giftust árið 1953 í Grenjaðarstað- arkirkju í Aðaldal, S-Þing. Reykjavík Aþena Þórleif fæddist 13. nóvember kl. 17.50. Hún vó 4.520 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Rakel Ósk Steindórsdóttir og Ólafur Birgisson. Nýir borgarar Mosfellsbær Nói Alexander fæddist 3. nóvember kl. 5.40. Hann vó 3.736 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Ingibjörg Jóna Nóadóttir og Birg- ir Már Gunnarsson. Ó lafur Bragason Thorodd- sen fæddist 25. júlí 1953 á Patreksfirði og ólst þar upp. „Í æsku var leiksvæðið fjaran og fjallið, klettarnir og lækirnir en á unglingsárum á Patreksfirði var lífið körfubolti. Ég var í sveit frá 11 ára til 15 ára að Hvallátrum í Rauðasands- hreppi hjá Þórði Jónssyni og Sigríði Ó. Thoroddsen föðursystur minni. Þessi fimm sumur á Hvallátrum voru mikil þroskasumur þar sem ég kynnt- ist því að búa við frekar gamaldags búskaparhætti. Þar var ekki rafmagn nema til ljósa (12 volt) og við krakk- arnir lærðum að slá með orfi og ljá og rifja og raka með hrífu. Látrabjargið var heillandi heimur sem gaman var að kynnast af eigin raun og af sögum fólksins á Látrum um atburði og hvernig björg var sótt í bú í þessa miklu matarkistu. Ég hef búið að þessum góðu sumrum alla ævi. Þar lærði ég að vinna og taka ábyrgð á störfum af ýmsum toga. Ég hef ekki beðið skaða af því að vinna mikið og taka þátt í lífsbaráttunni á Látrum.“ Náms- og starfsferill Ólafur var í grunnskólanum á Pat- reksfirði, einn vetur á Núpi í Dýra- firði í landsprófi 1969-1970 og stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1974. Fór í Háskóla Íslands 1975 í landfræði og sögu og lauk BSc-prófi í landfræði og síðan uppeldis- og kennslufræði í sama skóla 1980. Dip- lóma í stjórnun menntastofnana frá Kennaraháskóla Íslands 2009. Á námsárum var Ólafur í vega- vinnu í mörg sumur víða um Barða- strandarsýslu og síðustu árin á þungavinnuvélum. Tvö sumur vann hann svo í lögreglunni í Reykjavík. Ólafur var kennari í Dalvíkurskóla 1980-1985 og forstöðumaður Dal- bæjar, dvalarheimilis aldraðra á Dal- vík, 1985-1988 og síðan kennari í Dal- víkurskóla 1988-1990. Hann var í bæjarstjórn Dalvíkur fyrir Sjálfstæð- isflokk og óháða kjósendur 1986- 1990. Fjölskyldan fluttist að Kristnesi í Eyjafirði árið 1990 og þremur árum síðar til Akureyrar. Hann var kennari við Síðuskóla á Akureyri 1990 til 1995, starfaði eitt ár á skólaþjónustu Eyþings og varð skólastjóri í Síðu- skóla 1997 og hefur verið það síðan. Á Dalvíkurárum var Ólafur for- maður björgunarsveitar Slysavarna- félags Íslands á Dalvík í átta ár. Hann tók þátt í ýmsum félagsmálum kenn- ara, meðal annars í skólamálaráði Kennarasambands Íslands, í stjórn Bandalags kennarasambands Norð- urlands eystra, BKNE, og síðar í stjórn FSNE sem er félag skóla- stjórnenda á Norðurlandi eystra. Hann hefur verið í stjórn Skógrækt- arfélags Eyfirðinga nokkur síðast- liðin ár. Ólafur B. Thoroddsen, skólastjóri í Síðuskóla – 60 ára Í Grásteini Stórfjölskyldan mætt um verslunarmannahelgina 2012. Þar voru foreldrar Þóru ásamt bróður hennar og fjölskyldu og svo Ólafur og Þóra og tveir synir þeirra með sínar fjölskyldur. Unir sér í Svarfaðar- dal í frítíma sínum GJÖRIÐ SVO VEL! Hafðu það hollt í hádeginu HAFÐU SAMBAN D OG FÁÐU TILBO Ð! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og næringaríkan mat í hádegi. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.