Morgunblaðið - 25.07.2013, Page 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Sigtryggur Berg Sigmarsson, tónlistar-,
óhljóða- og myndlistarmaður sýnir nýleg bók-
verk í bókaversluninni Útúrdúr á Hverfisgötu
42 í dag kl. 16. Verkin eru unnin í Belgíu á
undanförnum mánuðum, en Sigtryggur býr
þar um þessar mundir.
Sigtryggur segir að verkin séu margskonar,
en eitt þeirra hafi verið á sýningunni Huglæg
landakort í Listasafni Íslands í vor. „Eitt
verkanna, sem er bæði bókverk og hljóðverk,
vann ég með austrríska listamaninum Franz
Graf og því fylgir geisladiskur með hljóðum
og myndefni á DVD. Svo sýni ég bók með 200
teikningum og svo er líka hljóðbók, geisla-
diskur, þar sem ég segi sögur.“
Minimal Avant Garde Difficult
Conceptual Naive Outsider Art
Verkin eru öll framleidd í mjög takmark-
aðri útgáfu og eitt verkanna, Minimal Avant
Garde Difficult Conceptual Naive Outsider
Art, er þegar uppselt að sögn Sigtryggs. „Ég
gef þetta allt út sjálfur og þá í fimmtíu eintök-
um hvert verk. Ég man svo vel hvernig þetta
var í gamla daga þegar maður var að gefa út
pötur í fimmhundruð eintökum og svo enduðu
þrjúhundruð eintök í kjallaranum hjá ömmu,“
segir hann og hlær. „Maður nennir ekki að
lenda í því veseni aftur. En það er líka
skemmtilegra að gefa út takmarkaðan fjölda
og hafa hann tölusettan og líka gaman að láta
þetta klárast.“ Eins og Sigtryggur nefnir er
eitt bókverkanna hljóðbók sem hann segir
sprottna af dálæti dóttur hans, og hans sjálfs
líka, á hljóðbókum, þau eigi það sameiginlegt
að vera æst í hljóðbækur og hann hafi líka
gaman af útvarpsleikritum. Því ákvað hann að
gera hljóðbók þar sem hann segir sögur með
áhrifshljóðum.
Bókverkin geyma texta, skrásetningu
gjörninga og teikninga, meðal annars. Allt ný-
legt en samband hluta sem ekki hafa litið
dagsins ljós áður, eins og Sigtryggur lýsir því.
Ghentískur innblástur
Vinir Sigtryggs á Facebook, ofanritaður
meðtalinn, hafa séð að það er talsverð þróun í
teikningum hans, eða í það minnsta þeim
teikningum sem orðið hafa til eftir að hann
fluttist til Belgíu og hann deilir með Face-
book-vinum. Hann neitar þvi ekki að það sé
ýmislegt að gerast í myndlistinni og eflaust
megi kenna dvölinni ytra um það að einhverju
leyti. „Ég dreg alltaf mikinn innblástur frá
þeim stöðum sem ég er á hverju sinni, verkin
verða eins og nokkurskonar dagbók, og Ghent
hefur gert mér mjög gott í leit að öðrum slóð-
um. Ég hef líka reynt að setja mér skorður í
tækni og efnum og fyrir vikið hafa myndirnar
orðið klassískari í útliti, líkar myndunum sem
Svanbjörg Hróbjartsdóttir amma mín gerir,“
segir Sigtryggur, brosir að tilhugsuninni og
bætir svo við að það séu að koma í ljós lands-
lagsmyndir útúr abstraksjóninni. „Ég hef
samt enga stjórn á þessu og hugsa ekki um
það hvað ég er að fara að teikna, ég byrja
bara og þarf stundum að temja það hvenær ég
á að hætta, því hver stroka getur eyðilagt
myndina fyrir mér, en hver einasta mynd sem
ég vinn; ef mér finnst hún meingölluð þá reyni
ég að redda henni.“
Sigtryggur er staddur hér í stuttri vinnu-
ferð, kemur vegna sýningarinnar í Útúrdúr og
einnig til að vinna við verk eftir Ernu Ómars-
dóttur sem flutt verður í Kassanum í Þjóðleik-
húsinu í haust. Það eru svo fleiri verkefni
framundan, meðal annars er hann að undirbúa
sýningu með vini sínum, belgíska listamann-
inum Dennis Tyfus í strandbænum Knokke
skammt frá Zeebrugge. „Þar verður haldin
listakaupstefna og við Dennis sýnum þar á
vegum gallerísins sem ég er að vinna með í
Belgíu, Galerie Tatjana Pieters. Sú sýning
verður opnuð 15. ágúst og svo verð ég með
sýningu í gallerínu 15. september þar sem ég
sýni skúlptúra og teikningar.“
Verða einskonar dagbók
Sigtryggur Berg Sigmarsson sýnir bókverk í versluninni Útúrdúr Vann bókverkið í Belgíu
Morgunblaðið/Eggert
Stjórnlaus Sigtryggur Berg Sigmarsson sýnir bókverk í Útúrdúr á Hverfisgötu í dag.
Stilluppsteypa
Stilluppsteypa
meðal annars
ÓHLJÓÐALISTIR
Sigtryggur Berg Sigmarsson er ekki bara
myndlistarmaður, heldur hefur hann líka
fengist við tón- og óhljóðalist á und-
anförnum árum eins og getið er hér til hlið-
ar. Hann er helmingur Stilluppsteypu, Helgi
Þórsson hinn helmingurinn, og sú sveit er
býsna dugleg við að gefa út plötur, fjöl-
margar komnar út og fleiri framundan.
Þannig er sveitin að taka upp plötu sem
gefa á út á næsta ári, en líka að vinna að
plötu með sænska hljóðlistamanninum
Benny Jonas B.J. Nilsen. A-hliðin er tilbúin
en nú er verið að vinna að B-hliðinni, eins og
Sigtryggur lýsir því. „Svo er líka að fara að
koma út kassetta með sólóverkum mínum í
Bandaríkjunum sem Aaron Dilloway úr Wolf
Eyes gefur út hjá Hanson Records. Helen
Scarsdale Agency gefur svo út aðra sóló-
plötu með verkum eftir mig á næstunni.
Það sem Hanson Records og Helen
Scarsdale Agency gefa út er ekki alveg ný
verk, en drone-músík eldist ekki, hún er
tímalaus og það breytir því ekki neinu hve-
nær hún er gefin út.“
Svonefndur langlisti vegna Man
Booker-bókmenntaverðlaunanna
var kynntur í vikunni en af þeim
lista verða síðar í sumar valdar bæk-
ur fyrir stuttan lista yfir þær sem til-
nefndar eru.
Á langlistanum eru eftirtaldar
bækur: Five Star Billionaire eftir
Tash Aw, We Need New Names eft-
ir NoViolet Bulawayo,
The Luminaries eftir Eleanor
Catton, Harvest eftir Jim Crace,
The Marrying of Chani Kaufman
eftir Eve Harris, The Kills eftir
Richard House, The Lowland eftir
Jhumpa Lahiri, Unexploded eftir
Alison MacLeod, TransAtlantic eftir
Colum McCann, Almost English eft-
ir Charlotte Mendelson, A Tale for
the Time Being eftir Ruth Ozeki,
The Spinning Heart eftir Donal
Ryan og The Testament of Mary eft-
ir Colm Tóibín.
Í umfjöllun á vef breska dagblaðs-
ins Guardian kemur fram að
Jhumpa Lahiri teljist einna sig-
urstranglegust á langlistanum og
djörfung og tilraunamennska sögð
einkenna bækurnar á listanum. For-
maður dómnefndar verðlaunanna,
Robert Macfarlane, segir nefndina
ekki hafa lagt upp með að „drepa
risa eða slátra heilögum kúm“ og á
þar við höfundana. Verðlaunahafinn
mun hljóta 50 þúsund sterlingspund
í verðlaunafé, jafnvirði um 9,3 millj-
óna króna. Breski rithöfundurinn
Hilary Mantel hlaut verðlaunin í
fyrra, fyrir skáldsöguna Bring Up
the Bodies og var það í annað sinn
sem hún hlaut þessi eftirsóttu verð-
laun.
AFP
Verðlaunahafi Hilary Mantel með
skáldsögu sína Bring Up the Bodies.
Langlisti Man Booker-
verðlaunanna kynntur
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís