Morgunblaðið - 25.07.2013, Page 35

Morgunblaðið - 25.07.2013, Page 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 STOFNAÐ 1987 M ál ve rk : K ar ó lín a Lá ru sd ó tt ir einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s Teiknimyndafyrirtækið Pix-ar, sem nú heyrir undirDisney-stórveldið, hefursent margar stórgóðar og frumlegar teiknimyndir frá sér í gegnum árin. Ein þeirra er Mon- sters Inc., eða Skrímsli hf., frá árinu 2001. Í henni voru kynnt til sög- unnar tvö kostuleg og ólík skrímsli, þeir Maggi og Sölli, annað lítið, grænt og eineygt en hitt stórt, fjólu- blátt og loðið. Skrímsli þessi störf- uðu fyrir skrímslafyrirtækið Skrímsli hf. en starfsemi þess gekk út á að senda skrímsli inn í mann- heima að næturlagi til að hræða börn. Ótta barnanna var síðan breytt í orku sem nýtt var til að knýja skrímslaborg, heimkynni skrímslanna. Maggi og Sölli festust í mannheimum með kostulegum af- leiðingum. Nú er komin framhaldsmynd þessarar ágætu myndar og nær hún ekki sömu hæðum í frumleika og skemmtanagildi, þó vissulega sé hún skemmtileg, bæði fyrir börn og full- orðna. Í Skrímslaháskólanum er sögð sagan af því hvernig Maggi og Sölli kynntust þegar þeir voru tán- ingsskrímsli og nemendur við Skrímslaháskólann. Maggi er metn- aðarfullur nemandi og hyggst rúlla upp náminu, læra allt sem hægt er að læra um það að hræða börn. Fyr- irstaða hans í námi er hins vegar sú að hann er ekkert hræðilegur. Það er Sölli hins vegar en á móti kemur að hann er metnaðarlaus nemandi og telur sig ekkert þurfa að leggja á sig til að útskrifast úr hræðsludeild skólans. Maggi og Sölli eru í upphafi svarnir óvinir og deilur þeirra í kennslustund valda því að þeir eru reknir úr hræðsludeildinni. Eina von þeirra um að komast aftur inn er að leiða lið sitt til sigurs í sk. Skelfi- leikum en liðið er ekki líklegt til sig- urs þar sem það er á engan hátt hræðilegt, að Sölla undanskildum. Maggi, Sölli og liðsfélagar þeirra þurfa því að leggja sérstaklega mik- ið á sig og kafa djúpt í skrímsla- fræðin til að eiga möguleika á því að sigra mótherjana, lið skelfilegra skrímsla. Söguþráður þessarar teiknimynd- ar er ekki ýkja frumlegur sem fyrr segir en skemmtilegar persónur og skondin uppátæki þeirra bæta hins vegar fyrir það að miklu leyti. Myndin er að stórum hluta í anda bandarískra skólamynda á borð við Revenge of the Nerds, eða Hefnd busanna, en í þeirri ágætu mynd segir af hópi lúðalegra nýnema sem lagðir eru í einelti af eldri og öllu svalari nemendum. Lúðarnir ná þó að hefna sín á þeim svölu, líkt og lúðaskrímslin í Skrímslaháskól- anum. Boðskapurinn sem mat- reiddur er ofan í börnin er ágætur, þ.e. að maður uppskeri eins og mað- ur sáir og að það borgi sig heldur að beita vitsmunum en afli. Það er ekk- ert út á kvikunina að setja, hún er fantagóð sem fyrr hjá Pixar og ís- lenska talsetningin sömuleiðis. En galli myndarinnar felst í því að heldur klisjukennd og hugmynda- snauð leið er farin í frásögninni, boð- ið upp á gamla tuggu í stað nýrrar pg spennandi. Fyrir vikið verður Skrímslaháskólinn lítt eftirminnileg og langt frá því að teljast til bestu teiknimynda Pixar. Hefnd skrímslabusanna Skrímslahópur Lið Magga og Sölla í Skelfileikunum þarf að leysa marga þrautina í Skrímslaháskólanum. Sambíóin, Laugarásbíó og Smárabíó Skrímslaháskólinn/ Monsters Uni- versity bbbnn Leikstjóri: Dan Scanlon. Aðalleikarar í íslenskri talsetningu: Felix Bergsson, Ólafur Darri Ólafsson, Magnús Ragn- arsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sturla Sighvatsson og Björn Thor- arensen. Bandaríkin, 2013. 104 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Sönghópurinn 3 klassískar, þ.e. söngkonurnar síkátu Björk Jóns- dóttir, Signý Sæmundsdóttir og Jó- hanna V. Þórhallsdóttir, heldur tónleika í Bragganum á Hólmavík annað kvöld, 26. júlí, kl. 20.30 ásamt Bjarna Jónatanssyni píanó- leikara og Gunnari Hrafnssyni bassaleikara sem þær hafa kallað „tvo prúðbúna“. Á efnisskránni verða m.a. lög eftir Gunnar Þórð- arson, Burt Bacharach og Megas. 3 klassískar hafa haldið tónleika vítt og breitt um landið til fjölda ára og einnig í Danmörku og Sví- þjóð. Þær hafa einnig gefið út breiðskífuna Fyrir austan mána og vestan sól. Fimm Þrjár klassískar og tveir prúðbúnir halda tónleika á Hólmavík. Gunnar, Bacharach og Megas á tónleikum 3 klassískra í Bragganum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.