Morgunblaðið - 25.07.2013, Side 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Garðsláttur
Láttu okkur sjá um
sláttinn í sumar
Saxófónleikarinn Sigurður Flosa-
son og organistinn Gunnar Gunn-
arsson sendu nýlega frá sér fimmta
diskinn sinn sem nefnist Íslenskir
sálmar. „Diskurinn er safndiskur af
þremur eldri sálmadiskum okkar
Gunnars og við vildum með þessum
diski leggja áherslu á íslensk
sálmalög,“ segir Sigurður en hann
og Gunnar hafa spilað kirkjutónlist
saman frá árinu 1999 og útfærsla
þeirra á tónlistinni fengið góðar
viðtökur enda diskar þeirra selst
vel að sögn Sigurðar.
Á nýja disknum er að finna 12 út-
setningar þeirra Gunnars og Sig-
urðar á ólíkum sálmalögum og seg-
ir Sigurður að spuni sé sem fyrr
miðlægur í sálmanálgun þeirra fé-
laga sem báðir hafa töluverða
reynslu úr djasstónlistarheiminum
sem gerir útfærslu þeirra á kirkju-
tónlistinni áhugaverða og skemmti-
lega. „Gunnar er kirkjuorganisti en
hann spilar líka á píanó og hefur
spilað töluverðan djass og ég er
djass-saxófónleikari. Þegar við
kynntumst rétt fyrir aldamótin
ákváðum við að prófa að tengja
þessa bakgrunna okkar saman, þ.e.
kirkjutónlistina og djassinn. Við
fengum strax mjög sterk viðbrögð
frá fólki og höfum í framhaldi gefið
út fjóra sálmadiska og einn disk
með íslenskum ættjarðarlögum sem
nefnist Draumalandið.“
Þar sem diskurinn Íslenskir
sálmar er safndiskur eru engar nýj-
ar upptökur á honum en hann tekur
saman íslenska sálma af diskunum
Sálmar lífsins sem kom út árið
2000, Sálmar jólanna frá 2001 og
Sálmar tímans frá 2010.
Ásamt því að gefa út safndiskinn
Íslenskir sálmar var Draumalandið
endurútgefið í sumar. „Endur-
útgáfan á Draumalandinu kemur til
hreinlega vegna þess að platan er
uppseld en hún hefur fengið góðar
viðtökur eins og annað efni okkar.“
Útgáfutónleikar fyrir safndisk-
inn Íslenskir sálmar fara fram í
kvöld í Fríkirkjunni í Reykjavík.
vilhjalmur@mbl.is
Tónlist Sigurður Flosason saxófónleikari og organistinn Gunnar Gunn-
arsson gefa út sinn fimmta disk saman. Hann nefnist Íslenskir sálmar.
Sálmatónlist í
djassbúningi
Fimmti diskur Sigurðar og Gunnars
Útgáfutónleikaröð
» Fríkirkjan í Reykjavík 25.
júlí kl. 20.00
» Húsavíkurkirkja 27. júlí
kl. 13.00
» Dalvíkurkirkja laugar-
daginn 27. júlí kl. 17.00
» Siglufjarðarkirkja laugar-
daginn 27. júlí kl. 20.00
» Akureyrarkirkja sunnu-
daginn 28. júlí kl. 17.00
» Akraneskirkja mánudag-
inn 29. júlí kl. 20.00
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
KEXP nefnist útvarpsstöð í Seattle
sem helgar sig öðru fremur sk.
„indie“-tónlist, eða jaðartónlist. Stöð
þessi gengur fyrir frjálsum fram-
lögum og laugardaginn sl. var í ann-
að sinn haldin tónlistarhátíð við
KEX Hostel henni til styrktar,
KEXPort, 12 klst. löng hátíð þar
sem 12 flytjendur tróðu upp á
klukkustundar fresti, frá hádegi til
miðnættis. Hátíð þessi er samstarfs-
verkefni stöðvarinnar og gistihúss-
ins og meðal þeirra sem komu fram
að þessu sinni voru tónlistar-
maðurinn Friðrik Dór og hljóm-
sveitirnar Moses Hightower og
stórsveit Samúels J. Samúelssonar.
KEXP hefur undanfarin ár sent út
beint frá KEX Hosteli meðan á tón-
listarhátíðinni Iceland Airwaves
stendur og voru fyrstu KEXPort-
tónleikarnir haldnir til kynningar á
tónlistarmönnum, Airwaves og út-
varpsstöðinni. KEXP sendi tvo
menn á Airwaves árið 2009 og hefur
átt í góðu samstarfi við hátíðina æ
síðan.
Nöfnin svipuð
KEXP var stofnuð árið 1972 og
hlaut Webby-verðlaunin árið 2004,
fyrir besta vef útvarpsstöðvar en
hann má finna á slóðinni kexp.org.
Jim Beckmann, vefritstjóri KEXP,
var staddur hér á landi í síðustu
viku og blaðamaður ræddi við hann
stuttlega degi fyrir KEXPort.
„Við vorum búnir að koma tvö ár í
röð án þess að senda út, tókum upp
nokkrar hljómsveitir hjá RÚV og
víðar, m.a. Of Monsters and Men ár-
ið 2010 og ýmsar aðrar. Við vildum
senda út beint héðan líkt og við ger-
um í nokkrum borgum í Bandaríkj-
unum og vantaði stað til þess. Tón-
listarstjórinn okkar, Kevin Cole,
kom hingað í leit að hentugum stað.
KEX Hostel var einn þeirra sem
hentuðu vel, var þá nýr af nálinni og
nafnið auðvitað mjög svipað nafni
stöðvarinnar. Við skoðuðum nokkra
aðra staði, vildum finna stað sem
væri keimlíkur stöðinni hvað varðar
stíl og andrúmsloft,“ segir Beck-
mann, spurður að því hvernig sam-
starf KEXP og KEX Hostels hafi
komið til. Beckmann nefnir sem
dæmi um óvenjulega útsendingar-
staði stöðvarinnar í gegnum árin
reiðhjólaverslunina Mellow
Johnny’s Bike Shop í Austin í Tex-
as. Boðið hefur verið boðið upp á
hina ýmsu tónleika í versluninni frá
opnun hennar árið 2008 en hún er í
eigu hjólreiðakappans Lance Arms-
trong.
Hlustendur undirstaðan
Spurður út í vinsældir KEXP,
hvort hlustendur stöðvarinnar séu
margir, segir Beckmann svo vera þó
hann geti ekki nefnt neina tölu.
Hvað fjármögnun varðar segir
Beckmann framlög frá hlustendum
nema um 60% af rekstrarfé stöðv-
arinnar sem hljóti einnig styrki frá
ríkinu og víðar að. Hlustendur séu
samt sem áður undirstaða reksturs-
ins.
En hvernig líst Beckmann á ís-
lensku tónlistarsenuna í dag?
„Ja, við myndum ekki koma hing-
að á hverju ári ef okkur líkaði hún
ekki,“ svarar hann og hlær. „Það er
alltaf eitthvað nýtt að sjá og upp-
götva. Markmið okkar sem útvarps-
stöðvar er einmitt það, að uppgötva
nýja tónlist og deila með hlust-
endum og þetta er kjörinn staður til
þess. Alltaf eitthvað nýtt og spenn-
andi að sjá.“
„Alltaf eitthvað nýtt
að sjá og uppgötva“
Vefstjóri KEXP ber íslensku tónlistarlífi vel söguna
Ljósmynd/William Mirra
KEX Jim Beckmann ávarpar gesti á KEXPort-hátíðinni í fyrra.
Morgunblaðið/Kristinn
Útitónleikar Loji á hátíðinni KEXPort á laugardaginn var.
Kammerhóp-
urinn Nordic
Affect heldur
tónleika í dag
kl. 20 og á laug-
ardaginn kl. 15
á Sumartón-
leikum í Skál-
holtskirkju. Yf-
irskrift
tónleikanna er
Tónlist um stund og vísar hún til
verks Henrys Purcells, „Music for
a while“, en dagskrá tónleikanna
er helguð honum.
Einsöngvararnir Hallveig Rún-
arsdóttir sópran, Benedikt Krist-
jánsson tenór og Ágúst Ólafsson
barítón koma fram með hópnum
en meðal erlendra gesta Nordic
Affect eru Ian Wilson blokk-
flautuleikari og Tuomo Suni
fiðluleikari.
Wilson heldur masterklassa á
hátíðinni á morgun kl. 15 en
hann er einn fremsti blokkflautu-
leikari heims.
Tónlist um stund í
Skálholtskirkju
Ian Wilson