Morgunblaðið - 20.08.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 20.08.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013 Rafknúnar hurðapumpur fyrir úti- og innihurðir. Sterkar og öruggar. TM Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nú þegar komið er fram yfir miðjan ágústmánuð eru eflaust margir farn- ir að líta í kringum sig eftir blá- berjum. Sumir eyða löngum stund- um í berjamó og tína marga tugi lítra en aðrir láta sér nægja að grípa með sér kassa úr búðinni. Um helgina mátti finna íslensk bláber í nokkrum verslunum á höfuðborgarsvæðinu en að sögn starfsmanna voru þau sums staðar fljót að klárast. Kílóverðið af íslenskum berjum í verslunum um helgina var allt frá 2.500 krónum upp í 4.000 krónur og vilja því eflaust ein- hverjir nýta berin sem hægt er að tína úti í náttúrunni víða um land. Misgóðar fréttir af sprettunni „Það eru ekkert sérstaklega góðar horfur á Suður- og Vesturlandi,“ segir Þorvaldur Pálmason berjavin- ur. Hann heldur úti síðunni berjavin- ir.com þar sem fréttum af berja- sprettu á landinu er safnað saman. Þorvaldur hefur fengið góðar fréttir af sprettu á Vestfjörðum og þá eink- um Súðavík og Ísafjarðardjúpi. Þar er meira um aðalbláber en bláber, en þau fyrrnefndu spretta að sögn Þor- valdar fyrr, þurfa minni tíma til að þroskast og eru í eðli sínu mjög harðgerð. Góðar fréttir hafa borist af Austfjörðum, þá sérstaklega af syðstu fjörðunum. Norðurland gæti einnig komið ágætlega út að sögn Þorvaldar. Þrátt fyrir að sprettan virðist ætla að verða minni á Suður- og Vesturlandi í ár hvetur hann þó alla til að kíkja í berjamó. „Það er öllum hollt í góðu veðri,“ segir Þor- valdur og nefnir Heiðmörkina sem ágætis berjamó. larahalla@mbl.is Íslensku bláberin vinsæl í verslunum um helgina Morgunblaðið/Rósa Braga Ber Íslensk aðalbláber voru í boði í matvöruverslunum um helgina.  Víða hægt að fara í berjamó Kristín María ákvað að eyða átta ára afmæl- isdeginum ásamt vinum sínum, þeim Styrmi Loga, Brynju Björk og Hrafnhildi Líf, í að selja bangsana sína á tombólu til styrktar krabba- meinssjúkum börnum. Safnaði hópurinn samtals 7.100 krónum. Móðir Kristínar segir hana hafa einstaklega gott hjartalag og hún hafi verið alsæl og afar stolt af árangrinum. Safnaði fé fyrir krabbameinssjúka á afmælinu Morgunblaðið/Ómar Kristín María seldi bangsana sína á tombólu fyrir krabbameinssjúk börn á átta ára afmælisdeginum Baldur Arnarson Hjörtur J. Guðmundsson Gunnar Bragi Sveinsson utanrík- isráðherra mun að líkindum svara Árna Páli Árnasyni í dag vegna fyrirspurnar formanns Samfylk- ingar um stöðu aðildarviðræðna við ESB. Vildi ráðherrann að öðru leyti ekki ræða málið í gærkvöldi. „Okkur barst bréf frá Árna Páli fyrr í dag [í gær] þar sem hann spyr um stöðu aðildarumsóknar og samningaviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Það er eðlilegt að formaður Samfylkingarinnar, sem hefur ávallt stefnt að því að koma Íslendingum í ESB, hafi spurningar í kjölfar stöðvunar að- ildarviðræðnanna og þykir mér sjálfsagt að svara þeim. Ég mun að öllum líkindum ná að svara hon- um skriflega á morgun,“ sagði í skriflegu svari ráðherrans. Í áðurnefndu bréfi skrifar Árni Páll að hann telji í framhaldi af ummælum utanríkisráðherra um stöðu aðildarumsóknar og samn- ingaviðræðna Íslands við ESB „óhjákvæmilegt að kalla eftir skýr- um svörum“ varðandi nokkur at- riði. Ekki rætt af ríkisstjórninni Var tilefnið meðal annars þau ummæli Gunnars Braga í samtali við Rás 2 í gær að ákvörðun um að draga umsóknina til baka hefði ekki verið rædd í ríkisstjórninni. Þá ítrekaði ráðherrann að ekki yrði af þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður að hans frumkvæði. Spyr formaður Samfylkingar- innar þar m.a. hvort aðildarum- sóknin hafi verið afturkölluð eða henni frestað að þjóðréttarlega gildum hætti, samanber fordæmi Sviss og Möltu. Hvort skilningur ESB á stöðu Íslands samræmist yfirlýstum skilningi utanríkisráð- herra á stöðu Íslands sem „fyrr- verandi umsóknarríkis“ og hvort íslenskir ráðherrar sjálfir eða embættismenn í þeirra umboði hafi tjáð ESB formlega eða óform- lega þá ákvörðun Íslands að hætta aðildarferli. Sé svarið við síðustu spurningunni jákvætt telur Árni Páll að því þurfi að svara hvaða ís- lenskt stjórnvald ákvað að draga umsókn Íslands um aðild til baka. Þá spyr Árni Páll m.a. hvort Gunnar Bragi telji ekki að aðild- arviðræður við ESB séu mikilvægt stjórnarmálefni í skilningi 17. greinar stjórnarskrár, en hún kveður á um að „ráðherrafundi skuli halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni“. Ráðherra krafinn svara  Utanríkisráðherra boðar svar við fyrirspurn formanns Samfylkingar um ESB  Árni Páll spyr m.a. hvaða íslenskt stjórnvald ákvað að draga umsókn til baka Gunnar Bragi Sveinsson Árni Páll Árnason Konan sem lést í bruna í hjólhýsi í Þjórsárdal aðfaranótt síðastliðins laugardags hét Ragnheiður Sigurbjörg Árnadóttir. Ragnheiður Sigurbjörg var 75 ára að aldri. Hún bjó að Fífumóa 2 í Reykjanesbæ. Hún lætur eftir sig sambýlismann og þrjú uppkomin börn. Talið er að eldurinn hafi kvikn- að út frá gasbúnaði í ísskáp hjólhýs- isins, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Ásamt rannsóknardeild lögregl- unnar á Selfossi komu að rannsókn slyssins tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og kennsla- nefnd ríkislögreglustjóra. Konan sem lést í bruna Heildarkjötsala í júlí sl. var 11% meiri en í sama mánuði í fyrra sem er veruleg breyting frá því í júní sl. þegar salan var 8,8% minni en í júní 2012. Þetta kemur fram í umfjöllun á vefsíðu Landssambands kúabænda. Samkvæmt nýrri samantekt Lands- samtaka sláturleyfishafa á fram- leiðslu- og sölutölum kjötgreina jókst sala á nautakjöti um 4% á sein- ustu 12 mánuðum miðað við sama tímabil árið á undan. Alls seldust 4.263 tonn af nautakjöti. Kjötsala jókst um 11% Birgir Ár- mannsson, þingmaður og formaður utan- ríkismála- nefndar, segir að „báðir rík- isstjórnarflokk- arnir tóku þannig til orða í landsfundarályktunum sínum að aðildarviðræðunum skyldi hætt og að þeim yrði ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu“. Í þessu fælist að viðræðunum við ESB hefði verið hætt en ákvörð- un um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald málsins hefði ekki verið tekin. Það lægi fyrir að bæði pólitískum og tæknilegum aðildarviðræðum við ESB hefði verið hætt. Framhaldið ekki ákveðið BIRGIR ÁRMANNSSON Birgir Ármannsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.