Morgunblaðið - 20.08.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 20.08.2013, Síða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég ólst upp við mikla úti-vist í Sviss og allir fjöl-skyldumeðlimir í minnifjölskyldu áttu gönguskó. Þannig var það líka hjá öðrum fjöl- skyldum, því þar þykir sjálfsagður hluti af fjölskyldulífi að ganga á fjöll og stunda hverskonar útiveru,“ segir Arianne Gaehwiller sem hefur búið á Íslandi undanfarin sextán ár og er óþreytandi að fara með börnin sín út að gera eitthvað skemmtilegt, allan ársins hring. Hún á þrjú börn með ís- lenskum manni sínum og hún leggur mikla áherslu á að ala börnin upp við útivist og hreyfingu. „Það er hægt að gera svo margt skemmtilegra en að hanga í sófanum yfir tölvu eða sjón- varpi. Það er ótalmargt sem foreldrar geta gert með börnum sínum utan- dyra. Mér finnst skipta máli að kynna fyrir þeim sem flest og ólíkust svið, því þannig geta þau fundið út hvað hentar þeim og þau geta valið sjálf þegar þau verða fullorðin hvað þau vilja stunda. Við förum mikið á gönguskíði, svigskíði, í fjallgöngur, á hestbak, í jöklaferðir og í hella- skoðunarferðir. Það er ekkert mál að aðlaga sig að börnum í svona ferðum, til dæmis gengum við Fimmvörðu- háls á þremur dögum, gáfum okkur góðan tíma og nutum náttúrufegurð- arinnar fyrir vikið,“ segir Arianne sem býður pabba sínum árlega heim til Íslands í hálendisgönguferðir með sér og barnabörnunum. „Við höfum meðal annars gengið Laugaveginn með honum, gamla Kjalveg og Strútsstíg.“ Á hlaupahjólum í borgum Arianne býður börnum sínum líka í heimatilbúnar ævintýraferðir til útlanda. „Í sumar dvöldum við í pínu- litlu fjallaþorpi í svissnesku Ölpunum Útivist á að vera hluti af æsku barna Arianne segir foreldra hafa ótal möguleika til að gera eitthvað skemmtilegt utan- dyra með börnum sínum. Það kostar t.d. ekkert að fara í hellaskoðunarferðir. Reiðtúr Arianne og börnin. F.v. Júlía 9 ára, Andreas 12 ára, Senía 14 ára. Klifur Arianne nýtur þess að vera í ísklifri, hér tekst hún á við Grafarfoss. Hjólreiðamenningin hér á landi fer ört vaxandi og ýmsir hópar að spretta upp hér og þar. Hjólreiða- félagið Hjólamenn er einn þeirra en það er opinn félagsskapur þeirra sem hafa áhuga á hjólreiðum og tengdu efni. Félagið er starfrækt undir UMSK og hefur aðsetur sitt í Kópavogi. Félagið er til að mynda með reglulegar æfingar, heldur keppnir og stendur fyrir öðrum við- burðum sem standa hjólreiðum nærri. Félagið heldur úti heimasíðunni hjolamenn.is en þar má finna upp- lýsingar um alla helstu hjólaviðburði og úrslit þeirra, ljósmyndir, fréttir og tengla, auk þess sem þar má finna ýmsan hjólavarning til sölu. Félagið heldur einnig út fésbók- arsíðu en hátt í þrjú hundruð manns eru hluti af henni. Vefsíðan www.hjolamenn.is Morgunblaðið/Eggert Félag Hjólreiðafélagið Hjólamenn stendur meðal annars fyrir æfingum. Félagsskapur hjólreiðamanna Þrátt fyrir það hversu heilsusam- legt það er að synda þá þykir mörg- um það einstaklega hvimleitt. Aðrir basla við að læra sundtökin sem gjarnan eru erfiðari en þau líta út fyrir að vera. Síðastliðin tuttugu ár hefur Steven nokkur Shaw einbeitt sér að því að þróa nýja sundtækni með það að markmiði að umbreyta upplifun fólks af sundi og hvernig því líður í sundlauginni. Sundaðferð hans hefur heillað fólk í Bandaríkj- unum og Evrópu síðustu áratugi. Mun hann kenna hana í Laugardals- laug 25. ágúst n.k. Skráning og nánar: info@artofswimming.com Endilega... ... lærðu ný sundtök Morgunblaðið/Kristinn Sund Kennt verður í Laugardalslaug. - til x Landskeppni í götuhjólreiðum hefst næstkomandi föstudag en um er að ræða landskeppni á milli Íslands og Færeyja í götuhjólreið- um. Keppnin samanstendur af þremur dagleiðum en einnig verður hægt að keppa í stökum dagleið- um. Boðið verður upp á meist- araflokk karla og kvenna og ung- lingaflokk. Fyrsta dagleiðin er þrjátíu kílómetra löng en sú braut er staðsett í Vallarhverfi í Hafn- arfirði. Á laugardaginn verður síð- an hjólað frá Þingvöllum, um Grímsnes og svo endað aftur á Þingvöllum og er sú leið sextíu og átta kílómetrar í heildina. Á sunnu- daginn verður síðan hópstart í Blá- fjöllum og eru vegalengdirnar mis- langar eftir flokkum. Allar eiga þær það þó sameiginlegt að innihalda talsverða hækkun. Skráning fer fram inn á hjolamot.is. Landskeppni í götuhjólreiðum fer fram um næstu helgi Ísland etur kappi við Færeyjar Morgunblaðið/Ómar Hjól Keppnin fer m.a fram í Hafnarfirði, Bláfjöllum og á Þingvöllum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.