Morgunblaðið - 20.08.2013, Page 12

Morgunblaðið - 20.08.2013, Page 12
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Formenn þriggja stéttarfélaga iðn- aðarmanna gera þá kröfu fyrir kjarasamningana í haust að laun hækki að minnsta kosti til jafns við verðbólgu á samningstímanum. Spáð er talsverðri verðbólgu á næstu misserum og felur krafan því í sér væntingar um töluverðar launahækkanir hjá iðnaðarmönn- um. Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga, seg- ir kröfu verða gerða um aukinn kaupmátt félagsmanna í kjarasamn- ingunum í haust en alls eru á sjö- unda þúsund manns skráðir í Sam- iðn. „Við verðum með kjara- málaráðstefnu í síðari hluta sept- ember. Þangað til munu aðild- arfélögin vinna að sínum málum. Afstaða okkar er ekki fullmótuð. Við undirbúning kjaraviðræðna í vor var miðað við óvissuástand í efnahagslífinu og að gera frekar stuttan kjarasamning en langan. Við höfum alltaf verið harðir á því að við leitum eftir kaupmáttaraukn- ingu en ekki endilega háum pró- sentum við hækkun launa. Við mið- um einnig við að okkar hlutur sé ekki rýrari en annarra.“ Rannsaka brottflutninginn Hilmar segir aðildarfélög Sam- iðnar að fara af stað með könnun á því hversu margir félagsmanna hafi flutt frá landinu og leitað atvinnu- tækifæra á Norðurlöndum, einkum í Noregi. Ljóst sé að atvinnuleysi á Íslandi væri meira ef svo margir hefðu ekki flutt frá landinu eftir efnahagshrunið. Hann kveðst ekki vilja gefa út hvað Samiðn geri kröfu um miklar launahækkanir í pró- sentum talið en upplýsir að ekki komi til greina að láta kaupmátt félagsmanna skerðast vegna verð- bólgu. „Það gefur augaleið að ef kaup- máttur á að aukast þurfum við að vera með launahækk- anir sem eru umfram verð- bólgu.“ Kristján Þórður Snæ- bjarnarson, formaður Raf- iðnaðarsambands Íslands, segir væntingarnar miklar. „Ég skynja að væntingar til kjarasamninga séu mjög miklar. Það er uppi mikil óvissa í efnahagslífinu. Verðbólguspár eru mjög háar, miklu hærri en við eigum að sætta okkur við. Auðvitað þurfum við að horfa til þess að laun fylgi að minnsta kosti verðlagsþróun. Við viljum sjá kaupmáttaraukningu og þá þurfa laun að hækka umfram verðbólgu. Væntingarnar eru því töluvert miklar.“ Ráðstefnur í september Kristján Þórður segir sína félags- menn að hefjast handa við að móta kröfugerðina. Haldnar verði ráð- stefnur á vegum trúnaðarmanna átta aðildarfélaga sambandsins í september þar sem farið verði yfir málin. Þá verði leitað til félags- manna í RSÍ en þeir eru um 5.500. Flestir, eða 1.700, eru rafvirkjar. Þá eru um 1.100 tæknimenn í rafiðnaði. „Menn velta því fyrir sér hvort hægt sé að gera kjarasamning til langs tíma. Okkur sýnist á öllu að það verði ekki hægt. Ég held því að menn horfi til þess að semja til skamms tíma, í ljósi þeirrar óvissu sem er í efnahagslíf- inu. Nú er spáð talsverðri verðbólgu á næstu miss- erum og við þær aðstæður er mjög erfitt að semja til langs tíma.“ Að sögn Kristjáns Þórðar er atvinnuleysi meðal raf- iðnaðarmanna nú um 1,5%. „Það skekkir þá mynd að margir rafiðnaðarmenn hafa farið utan í leit að vinnu. Ég held að það sé ekkert að dragast saman, heldur færist slíkt í vöxt ef eitthvað er,“ segir Kristján Þórður. Guðmundur Ragnarsson, formað- ur VM – Félags vélstjóra og málm- tæknimanna, segir að undanfarið ár hafi hópar á vegum félagsins unnið að undirbúningi kjaraviðræðna, en um 3.700 félagsmenn eru í VM. „Það verður farið yfir niðurstöð- una og síðan verður tekin afstaða til þess hvort við ætlum að fara inn í samræmda launastefnu með aðilum vinnumarkaðarins eða hvort við för- um sjálfir fram með kröfur varðandi launaliðinn. Okkar afstaða mun ekki liggja fyrir fyrr en laugardaginn 5. október,“ segir Guðmundur. Launataxtar verði leiðréttir „Það vantar fólk í málm- og vél- tæknigreinar en samt eru nem- endur í þessum fögum alltof fáir. Við teljum að kjörin í þessum grein- um séu ekki samkeppnishæf. Það er ekki hægt að bíða lengur, heldur verður að bæta kjörin þannig að það verði hægt að snúa þróuninni við. Launahækkanir verða að minnsta kosti að halda í við verðbólgu, jafn- framt því sem ráðast þarf í leiðrétt- ingar á ákveðnum töxtum. Þolin- mæði okkar félagsmanna er brostin og menn sjá ekki tilganginn í því að ætla enn einu sinni að axla ábyrgð með of hógværum kröfum og upp- skera fyrir vikið ekki neitt.“ Laun hækki umfram verðbólgu  Formenn fjölmennra stéttarfélaga iðnaðarmanna krefjast hækkana í kjarasamningum í haust  Spáð er um 4% verðbólgu 2014-15 og er því meiri hækkana krafist en í síðustu samningum Morgunblaðið/Ómar Viðgerðir í Slippnum Formaður VM segir brýnt að hækka laun véltækni- og málmiðnaðarmanna. Hilmar Harðarson Kristján Þórður Snæbjarnarson Guðmundur Ragnarsson Ríflega 11% hækkun » Samið var um launahækk- anir í þremur lotum í kjara- samningunum í maí 2011. » Laun hækkuðu fyrst 1. júní 2011 um 4,25%, svo um 3,5% 1. febrúar 2012 og loks um 3,25% 1. febrúar sl. » Samningarnir renna út um næstu áramót. » Ein forsenda þeirra var að 12 mánaða verðbólga yrði undir 2,5% í desember 2012 en hún mældist þá 4,2%. » Alls eru vel á annan tug þúsunda félaga í Samiðn, VM og Rafiðnaðarsambandi Ís- lands. » Innan Rafiðnaðarsambands Íslands er að finna um 800 rafeindavirkja og svipaðan fjölda símamanna. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 20% afsláttur af öllum snyrtivörum í verslun okkar í ágúst 40% afsláttur af töskum Eins og sjá má á grafinu hér fyrir ofan spá greiningardeildir stóru bankanna þriggja talsverðri verð- bólgu út árið 2015. Má til saman- burðar rifja upp að verðbólgu- markmið Seðlabankans er 2,5%. Verði verðbólgan á því bili sem bankarnir spá mun það hafa víð- tæk áhrif í efnahagslífinu. Nær- tækast er að líta á Íbúðalánasjóð en fyrr í sumar kom fram að hátt í 1.000 af 52.000 heimilum sem eru í viðskiptum við sjóðinn eiga í mjög erfiðum skuldavanda. Þá voru 3.755 heimili í vanskilum hjá sjóðnum í maí sl. Öll lán sjóðsins eru verðtryggð og mun 3,8-4,7% verðbólga því hafa nokkrar verð- bætur í för með sér. Gæti það komið niður á einkaneyslu lántaka sem hafa nú þegar lítið borð fyrir báru. Það sama gildir um þá lántaka sem nýttu sér 110%-leiðina en mikil verðbólga minnkar líkur á að raunhækkun verði á húsnæð- inu, þannig að neikvætt eigið fé verði jákvætt. Verðbætur gætu einnig ógnað uppbyggingu eiginfjár nýrra lán- taka íbúðalána en eins og Morgun- blaðið sagði nýverið frá eru verð- tryggð íbúðalán aftur orðin algengari en óverðtryggð. Verðbólguspár stóru bankanna 5,0% 4,5% 4,0% 3,5% 3,0% 2,5% 2,0% 1,5% 1,0% 0,5% 0% 2013 2014 2015 *Verðbólga að meðaltali á tímabilinu frá desember til desember. **Verðbólga að jafnaði á fjórða ársfjórðungi. Heimildir: Greiningardeildir bankanna þriggja. 4, 5% 3, 8% 4, 4% 3, 9% 4, 1% 4, 1% 4% 4 ,3 % 4, 7% * * ** Ógnar heimilum í greiðsluerfiðleikum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.