Morgunblaðið - 20.08.2013, Síða 14

Morgunblaðið - 20.08.2013, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013 Building a company with heart stofnandi Build-A-Bear Workshop „ Not dreaming big enough is one of the biggest mistakes you can make.“ - Maxine Clark MAXINE CLARK Konan sem breytti smásölumarkaðnum með innsæi og frumleika. Build-A-Bear Workshop þróaðist frá því að vera ein lítil búð yfir í keðju rúmlega fjögur hundruð verslana í fjórtán löndum. Viðskiptavinir hafa búið til rúmlega fimmtíu milljónir bangsa. Hádegisverðarfundur með Maxine Clark ásamt Jóni Björnssyni, forstjóra Orf líftækni og Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur, framkvæmdarstjóra og annars eiganda Ígló&Indí. nánari upplýsingar á imark.is 05/09/2013 kl. 11 00 – 13 00 Hilton Reykjavík Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Þetta er auðvitað bara svívirðilegt af opinberum aðilum að koma svona fram,“ segir Reynir Ingi- bjartsson, formaður Hraunavina sem ásamt þrennum öðrum nátt- úruverndarsamtökum ætla að knýja vegamálastjóra til að stöðva framkvæmdir í Gálgahrauni, geri hann það ekki sjálfviljugur. Landvernd, Náttúruverndarsam- tök Íslands, Náttúruverndarsam- tök Suðvesturlands og Hraunavinir höfðuðu sameiginlegt dómsmál í vor til þess að fá skorið úr um lög- mæti fyrirhugaðrar framkvæmdar við lagningu nýs Álftanesvegar um þvert Gálgahraun. „Valdníðsla og valdhroki“ Dómsmálið var þingfest 18. júní, en þann 5. júlí skrifaði vegamála- stjóri undir verksamning við Ís- lenska aðalverktaka um lagningu vegarins, og á föstudaginn var hófst þar undirbúningar fram- kvæmda sem náttúruverndarsam- tökin segja óafturkræfar. „Sú valdníðsla og valdhroki vegamálastjóra að skrifa undir verksamning við ÍAV, tveimur vik- um eftir þingfestingu málsins, á sér sem betur fer engin þekkt for- dæmi. Vonandi eru þessar aðfarir ekki boðberi þess sem koma skal á Íslandi, þá væri réttarríkinu stefnt í voða,“ segir í yfirlýsingu frá nátt- úruverndarsamtökunum fernum sem boðuðu til blaðamannafundar í Gálgahrauni í gær. Skúli Bjarnason, lögmaður hóps- ins, segir að það hafi komið stefn- endum gjörsamlega í opna skjöldu þegar í ljós kom að vegamálastjóri virti málsóknina að vettugi. Ekki geti talist eðlilegt að óafturkræfar framkvæmdir séu hafnar á meðan málið sé enn fyrir dómi. Fram- koma vegamálastjóra sé í besta falli ósvífin og bíræfin. Ólögmæt framkvæmd Náttúruverndarsamtökin fern hafa m.a. bent á að umhverfismat fyrir framkvæmdinni sé útrunnið, því það er nú orðið rúmlega 11 ára gamalt en hefur aðeins 10 ára gild- istíma að lögum. Framkvæmdin sé ólögmæt þar sem framkvæmda- leyfi sem gefið var út fyrir árið 2009 til eins árs sé löngu útrunnið. Að auki sé sú framkvæmd sem nú sé verið að hefja allt önnur fram- kvæmd en sú sem lagt var mat á fyrir 11-14 árum og forsendur allt aðrar. „Stefnendur hafa skýra og ein- falda stefnu í máli þessu; í gegnum hraunið verður aldrei farið með lögmætum hætti fyrr en að gengn- um dómi um lögmætið,“ segir í yf- irlýsingu náttúruverndarsamtak- anna. „Stöðvi vegamálastjóri ekki framkvæmdir þær sem hófust á föstudag þegar í stað verður leitað leiða til þess að knýja hann til þess, sem verður auðvitað að skoðast sem afarkostur þegar í hlut eiga opinberir og hálfopinberir aðilar.“ Krefjast stöðvunar  Fern náttúruverndarsamtök hyggjast knýja vegamála- stjóra til að stöðva vegaframkvæmdir í Gálgahrauni Morgunblaðið/Kristinn Gálgahraun Náttúruverndarsamtökin segja m.a. að framkvæmdin sem nú er hafin sé allt önnur en sú sem lagt var mat á fyrir meira en áratug. „Það má segja að þetta hafi komið vel út, sérstaklega með heiðagæsina. Það voru taldir 360.000 fuglar, sem er það næstmesta sem hefur verið talið frá upphafi,“ segir Arnór Þórir Sigfús- son, fuglafræðingur á verkfræðistof- unni Verkís, spurður út í gæsataln- inguna. Gæsaveiðitímabilið hófst á miðnætti. Arnór segir í samtali við mbl.is að heiðagæsirnar hafi aðeins verið 33.000 talsins þegar talningarnar hóf- ust árið 1950. „Það má segja að þetta hafi verið stöðug uppleið.“ Haustið 2011 hafi verið taldar 250.000 heiða- gæsir en að öllum líkindum hafi verið um talningarskekkju að ræða. Þá segir Arnór að grágæsin sé á svipuðu róli og hún hafi verið und- anfarin ár en þær voru um 105.000 talsins í síðustu talningu. Það séu ör- lítið færri fuglar en í talningunni haustið 2011. Það sé hins vegar ekk- ert til að hafa áhyggjur af því grágæs- in stefni einnig upp á við. Vorið 2013 var helsingjastofninn talinn, þriðja gæsategundin sem má veiða, en fuglarnir eru taldir á fimm ára fresti. „Það hafði orðið talsverð aukning þar. Helsinginn er kominn upp í rúm- lega 80.000 fugla. Það er tæp 15% aukning á síðustu fimm árum,“ segir Arnór. Árleg talning Talningar á heiða- og grágæsum fara fram árlega á haustin. Þeim er stýrt af samtökum í Bretlandi sem heita Wildfowl & Wetland Trust. Náttúrufræðistofnun Íslands, auk Verkís, hefur tekið þátt í talningunni. Undanfarin tuttugu ár hefur Arnór einnig fylgst með hlutfalli unga í veið- inni með því að safna vængjum frá veiðimönnum. Hann segir að besta varp sem hann hafi séð hjá heiðagæs hafi verið á síðasta ári. jonpetur@mbl.is Gæsastofninn á stöðugri uppleið  Gæsaveiðitímabilið hófst á miðnætti Morgunblaðið/Ómar Grágæsir Fjölgað hefur í gæsa- stofnunum hér á landi síðustu ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.