Morgunblaðið - 20.08.2013, Side 16

Morgunblaðið - 20.08.2013, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013 Nýr 4ra rétta seð ill og A la Carte í Perlunni Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56 2 0207 • perlan@perlan.is • ww w.perlan.is Gjafabréf Perlunnar Góð gjöf við öll tækifæri Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG! ● Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafn- arfjarðarkaupstaðar, Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar, Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar, Líf- eyrissjóður Neskaupstaðar og Lífeyr- issjóður starfsmanna Vestmannaeyja- bæjar hafa verið sameinaðir í einn og hefur fjármálaráðuneytið staðfest það. Sameining lífeyrissjóða Hörður Ægisson hordur@mbl.is Líklegast er talið að íslensk stjórn- völd muni ráða Eirík S. Svavarsson hæstaréttarlögmann sem verkefna- stjóra til að leiða vinnu sérfræð- ingahóps við afnám fjármagnshafta og hafa umsjón með samskiptum við erlenda kröfuhafa föllnu bank- anna. Þetta herma heimildir Morg- unblaðsins, en Eiríkur var einn af forsvarsmönnum InDefence-hóps- ins sem barðist gegn samþykkt Ice- save-samninganna. Í samtali við Morgunblaðið vildi Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðar- maður forsætisráðherra, ekki stað- festa að búið væri að ganga frá ráðningu verkefnastjóra. Enn væri ekki búið að taka ákvörðun um hvernig sérfræðingahópurinn verð- ur endanlega skipaður. Hins vegar ættu þau mál að skýrast síðar í vik- unni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa stjórnvöld einnig sett sig í samband við Sigurbjörn Þor- kelsson, sem hefur starfað á alþjóð- legum fjármálamörkuðum í tvo ára- tugi, og leitað eftir því að hann komi með einhverjum hætti að vinnu sér- fræðingahópsins um afnám hafta. Til stendur að Sigurbjörn flytji til Íslands eftir áramót. Sigurbjörn hætti síðastliðið vor störfum hjá Barclays Capital þar sem hann hafði verið framkvæmda- stjóri verðbréfaviðskipta bankans í Evrópu, Asíu, Miðausturlöndum og Afríku frá árinu 2010. Áður hafði hann einnig starfað sem fram- kvæmdastjóri og yfirmaður afleiðu- viðskipta bandaríska fjárfestinga- bankans Lehman Brothers í Asíu fram til ársins 2008. Markmiðið með skipan sérfræð- ingahópsins er að einfalda stjórn- sýslu þeirra mála er varða áætlun um afnám hafta. Auk þess að vinna að því að uppfæra núverandi áætl- un um afnám hafta, sem hefur verið í gildi frá því í mars 2011mun hóp- urinn því jafnframt vinna náið með stofnunum og ráðuneytum og sam- ræma aðgerðir þeirra. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er ennfremur talið sennilegt að ráðinn verði erlendur sérfræðingur til að veita hópnum ráðgjöf. Nýr haftahópur að myndast  Líklegt að Eiríkur S. Svavarsson leiði vinnu sérfræðingahóps við afnám hafta Höft Hópurinn mun uppfæra áætl- un SÍ um afnám hafta frá 2011. Morgunblaðið/Golli Eiríkur S. Svavarsson Sigurbjörn Þorkelsson Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinn- ar (TM) jókst um 47% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Nam hagnaður félags- ins 1.191 milljón króna samanborið við 811 milljóna króna hagnað á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að samsetta hlutfallið, sem er hlutfall rekstrar- og tjóna- kostnaðar af eigin iðgjöldum, hafi numið 86,3% sem er fimm prósentu- stiga lækkun frá seinasta ári. Hagnaður TM fyrir skatta nam 1.388 milljónum króna borið saman við 965 milljónir á fyrri hluta síðasta árs. Þá var eiginfjárhlutfall félagsins 36% í lok annars ársfjórðungs. Í tilkynningu segir Sigurður Við- arsson, forstjóri TM, afkomuna vera góða og fara batnandi milli ára. „380 milljónum kr. betri rekstrarniður- staða en á sama tíma í fyrra skýrist af rúmlega fimm prósentustigum lægra samsettu hlutfalli. Samsetta hlutfallið er nú 86,3% sem er mjög gott og stenst samanburð við það sem best gerist hjá vátryggingafélögum í heiminum,“ segir Sigurður. Hann bendir á að aukin framlegð af vátryggingastarfsemi skýrist af fjölg- un viðskiptavina á sama tíma og tjónakostnaður fari minnkandi. „Áætlanir gerðu ráð fyrir hækkun á tjónakostnaði samhliða auknum um- svifum í þjóðfélaginu, sem hafa látið á sér standa.“ Athygli vekur að kostnaðarhlutfall félagsins hækkaði úr 22,4% í 24,7% milli ára en Sigurður segir að ástæður þess séu einskiptiskostnaður vegna skráningar félagsins á hlutabréfa- markað og hærri markaðskostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Það er hins vegar skýr fyrirætlun stjórn- enda að standa við áætlun um 21,5% kostnaðarhlutfall fyrir árið í heild.“ kij@mbl.is Hagnaður TM eykst um 47%  Fleiri viðskipta- vinir og minni tjónakostnaður Morgunblaðið/Eggert TM Viðskiptavinum hefur fjölgað og tjónakostnaður farið lækkandi.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-2, ++3-.3 2+-422 25-+,0 +0-/24 +2,-2+ +-22 +02-52 +3,-11 ++,-,2 +01-13 ++3-,, 2+-403 25-231 +0-/10 +2,-31 +-22/. +02-3. +.5-22 2+4-..33 +25-2+ +00-2+ ++.-// 2+-340 25-/+. +0-4/2 +2,-,/ +-2212 +0/-+ +.5-.1 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.