Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.08.2013, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013 www.gengurvel.is Ég er einn þeirra manna sem tóku þátt í að reyna ProStaminus á sínum tíma og sé ekki eftir því. Ég tók 2 töflur á kvöldmatartíma í einn mánuð. Ég fann smátt og smátt að þvagbunan styrktist til muna og salernisferðum á nóttunni fækkaði verulega. ProStaminus virkaði sem sagt vel á mig en samt sem áður ákvað ég að taka ekki meira inn að sinni. Eftir að ég tók mér hlé fór bunan versnandi og næturferðum á salernið fjölgaði aftur með tilheyrandi svefntruflunum og orkuleysi og þá ákvað ég að hefja aftur inntöku á ProStaminus og árangurinn lét ekki á sér standa. Bunan styrktist strax og salernisferðum á nóttunni fækkaði og ég hef lofað sjálfum mér því að halda áfram að taka ProStaminus því líðanin er miklu betri og árangurinn framar vonum. Pétur Maack Pétursson - 69 ára fyrrum sendibílsstjóri og nú parkinssonsjúklingur PRO•STAMINUS ÖFLUGT NÁTTÚRULEGT EFNI FYRIR KARLMENN P R E N T U N .IS PRO•STAMINUS fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða Pissar þú oft á nóttunni? Er bunan orðin kraftlítil? Á þeim tíma sem lið- inn er af nýrri öld hafa orðið róttækar breyt- ingar á skipulagi fólks- flutninga og tilhögun samgöngumála á Ís- landi. Sérleyfi sem sinnt hafði verið af kostgæfni um langt skeið voru lögð niður vegna breyttra sam- keppnisreglna og nýju, viðamiklu og flóknu fyr- irkomulagi var komið á með lögum um samgöngumál árið 2001. Í ágúst 2005 voru nýju sérleyfin, vegna áætlunar- og skólaaksturs fyrir árin 2006 til 2008, boðin út undir yf- irstjórn Ríkiskaupa. Var þetta í fyrsta sinn sem sérleyfi til fólks- flutninga um allt land voru boðin út. Í framkvæmdafréttum Vegagerð- arinnar frá þessum tíma var því haldið fram „að það hafi sýnt sig á undanförnum árum að á mörgum sérleyfisleiðum [væri] ekki rekstr- arlegar forsendur til að halda uppi viðunandi þjónustustigi og því [væri] í þessu útboði óskað eftir til- boðum í umframkostnað á viðkom- andi sérleyfisleið eða -leiðum“, þ.e. þann mismun áætlaðra tekna og gjalda sem bjóðandi tel- ur sig þurfa til að geta staðið undir rekstri á viðkomandi leið eða leiðum. Þegar umrædd lög voru sett árið 2001 höfðu einkaaðilar haft með höndum sérleyf- isakstur á Íslandi í meira en hálfa öld og í raun byggt upp það net almenningssamgangna sem til var orðið með lágmarksaðkomu rík- isins og takmörkuðum stuðningi hins opinbera. Með breytingum í samgöngumálum, aukinni einkabíla- eign, betri vegum og flugsam- göngum varð veruleg breyting á rekstri þeirra fyrirtækja sem sinnt höfðu reglubundnum fólksflutn- ingum á landi og fyrirtæki stækkuðu og önnur lögðu upp laupana. Á þeim tíma sem liðinn er frá því að lögin gengu í gildi er þó ljóst að á Íslandi hafa risið upp fyrirtæki bæði ný og gömul sem telja sig í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem fylgja rekstri og þjónustu í reglu- bundnum fólksflutningum á landi. Þegar Vegagerðin kannaði fyrir nokkru hugmyndir eigenda fyr- irtækja sem sinna fólksflutningum á landi um fyrirkomulag sérleyf- isferða kom í ljós að nokkur öflug fyrirtæki voru tilbúin, að gefnum ákveðnum forsendum, til að sinna sérleyfisakstri, þ.e. fólksflutningum á landi, um allt land án sérstaks framlags frá ríkinu. Það verður því að teljast furðulegt að ríkið skuli velja þá leið að greiða sveit- arfélögum og sveitarsamlögum háar fjárhæðir til að sinna þessu verkefni. Má ætla að þarna sé brotið gróflega á lögum um samkeppni í viðskiptum auk þess sem velta má fyrir sér sið- ferðilegum álitamálum um rétt stjórnvalda til að breyta leikreglum á frjálsum markaði með þessum hætti. Í fréttum RÚV miðvikudaginn 7. ágúst var talað við Geir Kristin Að- alsteinsson, formann Eyþings, sam- taka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu, um sérleyfisakstur Strætó bs á Eyjafjarðarsvæðinu. Í máli hans kom fram að ekki væru forsendur til að halda áfram að sinna umræddri þjónustu sam- kvæmt samkomulagi við ríkið nema að verulegur fjárhæðir kæmu til við- bótar frá hinu opinbera til að standa undir kostnaði við akstur Strætó bs. Geir sagði það ekki ásættanlegt að taka við verkefni frá ríkinu og þurfa síðan að borga með því. Þessi frétt vekur óhjákvæmilega þá spurningu helsta, hvers vegna Strætó bs, fyrirtæki í eigu bæj- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu, fær verulegar greiðslur frá hinu op- inbera (og hugsanlega einnig frá sveitarfélögum utan höfuðborgar- svæðisins) til að sinna áætlunar- akstri um mest allt land, í ljósi þess að öflug einkafyrirtæki, sem hafa sinnt sambærilegum verkefnum um áratugaskeið voru og eru tilbúin til að sinna umræddu verkefni án sér- staks viðbótarframlags frá ríki og/ eða sveitarfélögum. Þá er rétt að minna hér á, að umfang og eðli verk- efnisins er einnig með þeim hætti, að lög kveða á um það skuli boðið út, í heild eða minni einingum, þar sem um er að ræða rekstur þar sem sam- keppni ríkir á markaði. Almenningssam- göngur og einkaleyfi Eftir Þór Ingvarsson Þór Ingvarsson » Á þeim tíma sem liðinn er af nýrri öld hafa orðið róttækar breytingar á skipulagi fólksflutninga og tilhögun samgöngumála á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þingvallaleiðar ehf. Í greininni Er sérkennsla markviss úrbót eða stjórnlaus sóun? eftir Sturlu Kristjánsson, sem birtist föstudaginn 16. ágúst sl., misfórst ein setning, en rétt hljóðar hún svona: „Samt er þörf þeirra fyrir einhvers konar aðstoð brýn og öflug aðstoð við slíkar aðstæður skilar nemandanum gjarnan vel áleiðis í námi og hefur sérkennslan þá ekki sannað gildi sitt?“ Beðist er velvirðingar á mistökunum. Leiðrétting Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Viðar Magnússon, læknir, yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa, skrifaði nýverið erindi til landlæknis og ráð- herra heilbrigðismála. Greinargerð læknisins er skrifuð vegna beiðni til Landlækn- isembættisins frá inn- anríkis- og velferð- arráðuneyti 12. júlí sl., þar sem landlækni er falið að skoða „hvort þjónusta þyrlulæknis geti verið veitt af öðrum en lækn- um, svo sem bráðatæknum“. Hug- mynd ráðuneytisins er væntanlega sprottin af þeirri viðleitni nýrrar ríkisstjórnar að spara í útgjöldum ríkisins hvar sem hægt er að koma því við. Grein Viðars er gagnmerk og góður vitnisburður um lækni sem er trúr hugsjónum læknastétt- arinnar. Í greinargerð Viðars kem- ur fram að fyrir nokkrum árum var neyðabílslæknirinn færður inn á gólf bráðadeildarinnar. Hug- myndin var hins vegar að áfram yrði læknir tiltækur til að sinna út- köllum utan sjúkrahússins. Viðar getur þess að keypt hafi verið sér- stök bifreið og hún hlaðin búnaði. Það var hins vegar ekki lagt í þann kostnað að ráða hæfan bifreiða- stjóra. Vegna þessa vandræða- gangs varðandi „fjárskort“ til að ráða bifreiðastjórann þá endaði málið þannig að enginn læknir fékkst til að fara út úr húsi vegna skorts á þjálfun og hæfni til að sinna læknisverkum við erfiðar að- stæður. Bifreiðin var seld eins og Viðar segir og möguleikinn til að koma reiðu á þessi mál hvarf úr augsýn. Læknir sem kemur á slys- stað þarf að hafa hæfni, ekki að- eins sem læknir heldur sem sér- fræðingur, í því að vinna læknisverk við hinar erfiðustu að- stæður. Hann þarf að vera fær um að svæfa út í felti, framkvæma ísetningu brjóstholsskera, aflimanir og mögulega að framkvæma inn- grip á borð við neyðarkeisaraskurð og brjóstholsskurð. Störf neyð- arlæknis utan sjúkrahúss eru væg- ast sagt hin erfiðustu sinnar teg- undar, aðgerðir framkvæmdar á slysstað eða í sjúkrabifreið á fleygiferð á spítala. Viðar telur það af og frá að leggja niður starf þyrlulæknisins og telur skyn- samlegast að þyrlulæknirinn vinni bæði störfin, að vera þyrlulæknir og læknir neyðarbifreiðar. Þá þarf að sjálfsögðu að kaupa fullkomna neyðarbifreið og leggja jafnframt í kostnað við ráðningu á sérþjálf- uðum bifreiðastjóra. Ef þessi sparnaðarhugmynd gengur fram er líf borgaranna lagt í umtalsverða hættu. Það er með engum hætti réttlætanlegt að leggja ábyrgð á bráðatækna að fara á vettvang þar sem ætla má að í fjölmörgum til- fellum sé nauðsynlegt að ekki að- eins læknir heldur sérfræðingur í utanhússlækningum vinni þau verk. Viðar bendir á það að hann er sérfræðingur á þessum vett- vangi og þekkingu hans má nýta til þess að byggja upp þetta þjón- ustukerfi, þar sem hægt verður að sinna veikustu sjúk- lingunum á vettvangi við erfiðar aðstæður. Það er nýlega búið að samþykkja lög á Al- þingi um lækkun veiði- gjaldsins um nokkra milljarða króna. Til stendur að úthluta starfsmönnum Lands- bankans, ríkisbanka, fimm milljarða króna. Sumir fá væntanlega tvær milljónir og aðrir fjórar milljónir fyrir „afrek“ und- anfarinna ára í bankaþjónustu. Læknisþjónusta á Íslandi er til fyr- irmyndar. Viðar leggur til að snúa þessari þróun við varðandi neyðar- þjónustu utan spítala og tryggja störf þyrlulæknisins i framtíðinni svo og störf neyðarlæknis á neyð- arbifreið. Einnig að byggja undir þekkingu lækna á bráðameðferð utan spítala. Draumurinn um há- tæknisjúkrahús er góðra gjalda verður. Þessi þjónusta sem Viðar ræðir um er þeirrar gerðar að það verður að teljast hreint ámælisvert að viðra hugmyndir um að leggja hana niður. Starfsmenn í ráðu- neytum og opinberum stofnunum verða að taka sig taki og láta þá sem eru sérfræðingar á þessum vettvangi ráða ferðinni. Það geta orðið slys af þeirri stærðargráðu að þörf verður á hópi lækna sem hefur þjálfun á þessum vettvangi. Öflugt teymi bráðatækna, bifreiða- stjóra, lækna og þyrluflugmanna er ekki aðeins þarft í okkar sam- félagi heldur vægast sagt nauðsyn- legt. Ísland á að setja sér það markmið að vera fremst allra þjóða á þessum vettvangi. Við erum með vel menntað fólk í heilbrigðiskerf- inu, öfluga læknastétt og hjúkr- unarfólk. Við erum með þyrlu- flugmenn sem stöðugt leggja sig í lífshættu í störfum sínum. Sama má segja um bráðatækna á vett- vangi og bifeiðastjóra sjúkra- bifreiða. Við sýnum þeim þá virð- ingu að búa þessum opinberu starfsmönnum okkar viðunandi vinnuskilyrði þannig að eftir því verði tekið af öðrum þjóðum. Ís- lendingar hafa orð á sér fyrir að vera heiðarlegt fólk, vel menntað og gott fólk heim að sækja. Ferðamannafjöldi til Íslands á næstu árum mun mögulega vaxa umtalsvert og fljótlega verða ein milljón manna. Þeir munu einnig njóta þessa faglega umhverfis bráðaþjónustunnar sem Viðar berst fyrir . Bestu þakkir til Viðars fyrir vasklega framgöngu í þessu brýna hagsmunamáli allrar alþýðu m.a. 3.000 bænda og 3.000 sjó- manna vítt og breitt um landið. Ráðgjafahópur um framtíð sjúkra- flutninga hefur þegar markað stefnuna í þessu máli og gengur í sömu átt og málflutningur Viðars. Þyrlulæknir Eftir Ólaf Jónsson Ólafur Jónsson » Læknir sem kemur á slysstað þarf að hafa hæfni, ekki aðeins sem læknir heldur sem sérfræðingur. Höfundur er uppfinningamaður. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.