Morgunblaðið - 20.08.2013, Side 21

Morgunblaðið - 20.08.2013, Side 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013 Margir fagna því að augu manna eru að opnast fyrir því hversu mikilvægt það er að byggð haldist sem víð- ast í landinu og þar á meðal Þingvallasvæð- inu sem ég kalla svæðið umhverfis Þingvalla- vatn, Sog og nágrenni. Svæði sem þessi verða snauð án mann- lífs og athafna, þættir sem ferða- menn og fleiri sækjast eftir að upplifa þegar farið er um slík svæði, sam- anber og við Mývatn. Einnig hefur vaknað áhugi að end- urbyggja sögufrægar byggingar og vernda gamlar heimildir/minjar á svæðinu og víðar á Suðurlandi. Þar má t.d. nefna áhuga á að byggja hina stæðilegu miðaldakirkju í Skálholti. Ég hefði vilja sjá uppbyggingu á biskupssetrinu í heild til forna til söguvörslu um hina fornu byggð sem þar var. Byggingarnar þurfa þá að vera á hentugum stað nokkuð fjærri núver- andi byggingum. Í byggingunum síðan hafðar uppá- búnar gínur í klæðum staðarfólks fyrrum, þ.e. svipað og gert er í sögu- safninu í Perlunni, sem og tæki og tól frá fornu fari. Síðan færu leikarar í hlutverk biskupa og staðarfólks þar inn á milli með hesta og annan búnað. Einnig hefur vaknað áhugi að byggð verði upp þingbúð á Þingvöll- um með þeim búnaði sem þinghöfð- ingjar höfðu til afnota við þinghaldið. Sami háttur hafður á og í Skálholti varðandi umgjörð og kynningu. Slíka staði myndi fjöldi ferðamanna sækja vegna söguáhuga hér á landi sem erlendis og greiða að aðgangs- eyri með glöðu geði og skapa með því fjölda starfa t.d. fyrir fólk á viðkomandi svæðunum. Ef brúin yfir Öxará verður endurbyggð, þá hef ég lagt til að gegnsætt gler verði haft í brúar- gólfinu, að hluta t.d. 40-50 cm. breitt, hert gler þvert yfir brúargólfið á fjór- um til fimm stöðum Með því myndi fólk sem fer yfir brúna ná meiri tengingu við iðandi tærvatnið í ánni á þessum sögufræga og magnþrungna stað. Brúarstólparnir síðan klæddir hraunskífum og múrað á milli og handrið haft úr stáli og tré. Mér fannst það ansi áhugavert á síðustu Þingvallahátíð þegar gengið var eftir Almannagjá að heyra lág- væra tóna frá fornu fari líða frá hamrabeltinu dulúðuga, hreint sagt seiðmagnað í kvöldkyrrðinni. Hugsanlega má gera slíkt oftar? Snyrtilegt burstalaga hótel á heima á Þingvöllum, t.d. á gamla Val- hallarreitnum eða á völlunum fyrir neðan Öxarárfoss, þar sem fólk getur fengið sér kaffi og léttar veitingar sem og aðstaða til að taka á móti þjóðhöfðingjum og halda vissa fundi á vegum Alþingis. Við sjáum t.d. hversu Þingvalla- bærinn nýtur sín vel og Þingvalla- kirkja, sér í lagi eftir að lagfæring fór fram á görðunum umhverfis staðinn og svæðið upplýst með afar snyrti- legum hætti. Bent hefur verið á að áhugavert væri að koma upp sögusetri á hent- ugum stað við Þingvallavatn. Þar verði saga svæðisins kynnt í máli og myndum þ.e. af lífsbaráttu og hefðum fólks þar um aldir, saga ísald- arurriðans sem svamlaði ægistór og kröftugur um bládýpi Þingvallavatns og Sogslaxins ægivaxna og ýmislegt fleira. Svæðið hefur svo margbrotna sögu að geyma, sögu og heimildir sem ekki mega falla í gleymsku fyrir komandi kynslóðir. Á svæðið sóttu t.d. Skálholtsbisk- upar matarforða sinn að hluta með veiði á murtu og urriða, þótt veið- arfærin væru ekki stórtæk úr vefstól biskups. Fróðleg saga sem vert er að koma til kynningar á ný, t.d. í nefndu setri. Sem betur fer hafa verið teknar saman nokkrar heimildir/bækur um svæðið og er ein slík væntanleg á árinu um Grafning og Sogsvirkjanir. Nú er svo komið að fólk sem fer um svæðið umhverfis Þingvallavatn, Úlfljótsvatn og Sog veit ekki að víða á svæðinu var nokkuð fjölmennt sam- félag fólks og býla. Verði ekkert úr nefndu sögusetri, og hvort sem er, þá er nauðsynlegt að þessir staðir verði merktir sem og aðrir þekktir staðir/minjar á svæðinu með myndum og kynningu í stuttu máli. Það sama þarf að gera í auknum mæli í þjóðgarðinum á Þingvöllum t.d. varðandi gömlu býlin í hrauninu og víðar. Þjóðgarðsnefnd tók vel í þá ábendingu 2011. Í dag hef ég verulegar áhyggjur af silfurbjarta og sérstæða urriðastofn- inum í Þingvallavatni vegna að- stæðna á hrygningarsvæði hans. Um þann þátt mun ég skrifa nánar síðar. Í ofanílag er stunduð rányrkja nær allt árið á hrygningarurriða víða í vatninu. Veiðimennska sem ekki á að þekkjast þarna. Hreint út sagt döpur saga eftir langa baráttu okkar áhugamanna/ bænda og góðra styrktaraðila allt frá 1973, að byggja upp urriðastofninn í vatninu á ný. Ég heyrði fyrir nokkru áherslu að rétt væri að friða mink og ref á Þing- vallasvæðinu. Þeir sem til þekkja vita hversu minkurinn getur verið mikill skaðvaldur gagnvart öllu fuglalífi og er refurinn enginn eftirbátur í þeim efnum. Sennilega hefur minkurinn verið meiri skaðvaldur en menn héldu í að laska Öxarárstofn urriðans sem og í öðrum ám við vatnið. Fjölskrúðugt fuglalíf viljum við halda í á Þingvallasvæðinu sem víðar og að uppbygging á urriðastofninum verði ekki raskað á ný sem og byggð ekki meira en orðið er á svæðinu, frekar efld með snyrtilegum býlum. Slíkt mun gefa svæðinu aukið gildi og betri ásýnd þótt hefðbundinn bú- skapur eflist þar vart á ný nema með vissum hliðargreinum sem henta svæðinu. Hugleiðingar um Þingvelli, Skálholt og nálæg svæði Eftir Ómar G. Jónsson » Svæðið hefur svo margbrotna sögu að geyma, sögu og heim- ildir sem ekki mega falla í gleymsku fyrir komandi kynslóðir. Ómar G. Jónsson Höfundur er fulltrúi og áhugamaður um Þingvallasvæðið og nærsveitir. Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Vetrarspilamennskan byrjaði þriðjudaginn 13. ágúst og var spilaður Mitchell tvímenningur með þátttöku 30 para. Meðalskor var 312 og efstu pör voru: NS Bjarnar Ingimars - Bragi Björnsson 384,2 Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 366,8 Ragnar Björnsson - Óskar Karlsson 366,1 Pétur Antonsson - Örn Einarsson 350,7 AV Friðrik Jónss. - Jóhannes Guðmannss. 432,7 Óskar Ólafsson - Hrólfur Gunnarss. 379,3 Stefán Ólafss. - Skarphéðinn Lýðss. 334,9 Anton Jónsson - Ólafur Ólafsson Skorið hjá Friðrik og Jóhannesi var einkar glæsilegt og samsvarar það 69,3%. Föstudaginn 16. ágúst mættu 28 pör og spilaður var Mitchell tvímenningur. Meðalskor var 312 og bestum ár- angri náðu: NS Bjarnar Ingimars - Bragi Björnsson 395,6 Jón Sigvaldason - Katarínus Jónss. 350,1 Sæmundur Björnss. - Sverrir Jónss. 348,1 Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 343,7 AV Guðl. Ellertss. - Friðrik Hermannss. 392,1 Óskar Ólafsson - Hrólfur Gunnarss. 351,7 Jóhannes Guðmannss. - Friðrik Jónss. 347 Ólafur Ingvarsson - Örn Jónsson 337,8 Bridsfélag eldri borgara í Hafnar- firði spilar á þriðjudögum og föstu- dögum. Spilastaður er Flatahraun 3 (Hraunsel) og byrjar spilamennska stundvíslega kl. 13. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson. Félag eldri borgara Stangarhyl Fimmtudaginn 15. ágúst var keppt í brids hjá Bridsdeild Félags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykjavík. Spilaður var tvímenningur á 11 borð- um. Meðalskor 216 stig. Efstir í N-S: Jón Þ. Karlsson - Björgvin Kjartanss. 252 Ægir Ferdinandss. - Helgi Hallgrs. 250 Helgi Samúelsson - Sigurjón Helgas. 247 Jón Lárusson - Ragnar Björnsson 227 A-V Ólafur Ingvarsson - Jón Hákon Jónss. 259 Björn E. Pétursson - Höskuldur Jónss. 255 Óli Gíslason - Magnús Jónsson 231 Guðjón Eyjólfss. - Sigurður Tómass. 230 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Komdu og gerðu frábær kaup! LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK / SKEIFAN 11 VERSLANIR UM LAND ALLT samsungsetrid.is www.ormsson.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.