Morgunblaðið - 20.08.2013, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.08.2013, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013 ✝ GunnlaugurKarl Stef- ánsson fæddist í Reykjavík 5. febr- úar 1943. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. ágúst 2013. Hann var son- ur hjónanna Huldu Andrésdóttur, f. 27. febrúar 1915, d. 13. október 1975, og Stefáns Þórarins Gunnlaugssonar, f. 17. ágúst mundsson, og Snæbjörn, f. 18. nóvember 1954, kvæntur Önnu S. Helgadóttur. Gunnlaugur bjó fyrstu ár ævi sinnar á Skúlagötu í Reykjavík, eða þangað til foreldrar hans byggðu hús fyrir fjölskylduna á Sogavegi. Hann vann ýmis störf um ævina en lengst af starfaði hann sem kokkur og þjónn, bæði til sjós og lands. Þegar hann hætti til sjós lagði hann fyrir sig antiksölu í Kolaportinu við góð- an orðstír og allir þekktu Gulla í Koló. Gulli lét draum sinn ræt- ast og hefur undanfarin níu ár búið í Taílandi. Gunnlaugur var ókvæntur og barnlaus. Útför Gunnlaugs fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 20. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 15. 1918, d. 7. sept- ember 1999. Systk- ini Gunnlaugs eru: Björg Lilja, f. 1. maí 1939, en henn- ar maður var Hall- dór Runólfsson, d. 9. apríl 1988, Sig- urður, f. 11. desem- ber 1944, kvæntur Auði Konráðs- dóttur, Sigríður, f. 6. júlí 1952, hennar maður er Guðmundur Guð- Nú er hann Gulli bróðir dáinn, og við sem þekktum hann erum viss um að hann sé kominn í ein- hvers konar paradís með mömmu, þar sem þau gróður- setja blóm saman og búa til fal- legan garð. Gulli bróðir minn var yndisleg- ur maður og það þótti öllum sem honum kynntust vænt um hann. Alltaf var hann hrókur alls fagnaðar og ég tala nú ekki um allar veislurnar sem hann skellti upp með annarri hendinni. Gulli bróðir var mikill lífskúnstner, kunni að meta allt sem fallegt var og hafði mikið af fallegum hlut- um í kringum sig. Það var yf- irleitt mjög gestkvæmt heima hjá honum og hann hafði mikið gaman af því að vera innan um fólk og sérstaklega fannst honum gaman að stjana í kringum alla sem til hans komu. Hann var frá- bær þegar hann var með básinn í Kolaportinu, alltaf uppáklæddur í kjól og hvítt, gekk þar um eins og hann ætti heiminn. Þar voru allir svo góðir við hann og hann eignaðist mikið að góðum vinum þar. Hann er mér mjög minnis- stæður vegna hversu góður hann var alltaf við mömmu og allar konurnar á Sogaveginum sem bjuggu nálægt okkur. Hann útbjó mínar afmælisveislur þeg- ar ég var lítil og veislurnar haldnar út í garði og Gulli sá um að allir hefðu nóg að borða og drekka, meira að segja þeir sem gengu fram hjá og voru ekki í af- mælinu fengu líka, en þetta var hann og hann tók ekki í mál að skilja einhvern útundan. Elsku Gulli minn, mikið er ég fegin að þú skyldir koma hingað heim þannig að við gætum hitt þig áð- ur en þú fórst í sumarlandið eins og þú kallaðir það. Ég vona að al- góður Guð sé með þér núna ásamt mömmu og pabba. Það er mikill missir að þér, Gulli minn, og ég vona að við tökum þig til fyrirmyndar og verðum góð við hvort annað. Er völlur grær og vetur flýr og vermir sólin grund kem ég heim og hitti þig. Verð hjá þér alla stund. Við byggjum saman bæ í sveit sem blasir móti sól. Þar ungu lífi landið mitt mun ljá og veita skjól. Sól slær sifri á voga sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim því ég er kominn heim. Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim Ég er kominn heim já ég er kominn heim. (Jón Sigurðsson) Sigríður (Sigga) systir. Nú er hann Gulli vinur minn farinn yfir móðuna miklu og hef- ur kvatt Taíland og blómin sín þar. Ég kynntist Gulla fyrst fyrir mörgum áratugum síðan, þá var hann þjónn á Langabar og síðan höfum við svona vitað hver af öðrum, sagt halló á förnum vegi og einnig í Kolaportinu en þar var hann með sölubás í mörg ár. Góð vinátta okkar Gulla kom einhvern veginn af sjálfu sér eftir að hann settist að í Pattaya og ég fór að venja komur mínar til hans í morgunkaffi á þeim tímum sem ég var í fríi þar. Það var alltaf gaman að kíkja til hans, fá góðan kaffisopa, svæla nokkrar Kron- tip, kíkja á blómin og skrafa um þau og liðna tíð í Reykjavík enda Gulli margfróður um menn og málefni en aldrei heyrði ég Gulla leggja nokkrum manni illt til í þessum samræðum. Þessi ár Gulla í Taílandi voru honum góð, honum leið vel í hit- anum og sólinni, ekki skemmdu markaðir og sölubásar fyrir ánægjunni, hann var alltaf að sjá eitthvað sem mátti kaupa fyrir lítinn pening og sá síðan sölu- möguleika á sama hlut í Kola- portinu. Mesta ánægju hafði hann af blómunum sínum, marg- ur dagurinn fór í að umpotta og taka afleggjara og koma þeim til, vökva og spjalla við blómin enda umönnunarþörfin mikil í breyskjuhitum Taílands. Það sýndi sig best í Taílandi hvaða ágætismann Gulli hafði að geyma, hálf-mállaus á erlendar tungur og algerlega á tungu inn- fæddra þá gat hann alltaf bjarg- að sér og náð vináttu allra sem hann umgekkst. Allir voru fúsir til að hjálpa honum og greiða götu hans enda mat hann inn- fædda mikils og þeir hann ekki síður. Í vetur leið þegar ég hitti hann var hann farinn að kvarta undan verkjum eða gigt í skrokknum og ræddum við vinir hans um það að eitthvað væri nú að, en hann var nú samt kátur og gat farið með okkur vinunum Einari Erni og Pongsa um allar trissur en við sáum að eitthvað var að. Um það bil mánuði seinna átti Einar Örn aftur leið til Taílands og þá sá hann að Gulla hafði hrakað og dreif hann í því að Gulli kæmist heim. Er heim kom fór Gulli beint á sjúkrahús og dvaldi hann þar þessar síðustu vikur uns yfir lauk, í góðri umönnun starfsfólks Borgarspítalans og umvafinn gæsku ættingja og vina. Nú þegar komið er að leiðar- lokum, þá vil ég þakka Gulla fyrir góðar stundir og vináttu með orðum skáldsins Kristjáns Jóns- sonar: „Því þeir sem hér í heimi skilja, hittast aftur á betri tíð.“ Kristján. Síst vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda – það kemur ekki mál við mig. (Jónas Hallgrímsson.) Gulli vinur minn hefur sofnað svefninum langa. Mér þótti vænt um að geta setið hjá honum síð- ustu nóttina. Það var öllum ljóst að stundin var nærri. Og hann sjálfur var tilbúinn í ferðalagið sem bíður okkar allra. Vinátta okkar Gulla bast sterkum böndum í Taílandi. Landinu sem við báðir unnum. Ég og Pong, sem er eiginmaður minn, reynum að verja sem mest- um tíma í húsinu okkar í Pattaya. Varð Gulli strax fastur punktur í tilveru okkar þar. Það má segja að í Taílandi hafi Gulli fundið fjölina sína. Þar undi hann í sínum reit í ró. Hann var virtur og samþykktur í samfélag- inu þar. Gaman var að heyra þeg- ar við vorum á leið í leiðangra okkar á mótorhjólinu og Gulli sat aftan við annan hvorn okkar. Kallað var góðan daginn eða sæl- ar á íslensku af götusölufólkinu á horninu. Sama fólk kom að máli við mig í vor og hafði áhyggjur af heilsufari hans sem fór hrakandi. Hann bjó vel um sig í raðhús- inu sínu. Umvafinn blómum sem hann ræktaði af ástúð. Hann hafði lífið í föstum skorðum. Vinnan við blómaræktunina var skipulögð og sálin lögð í hlutina. Hann var snyrtimenni og bar fal- lega heimilið hans honum fagurt vitni. Hann sagði sjálfur að í Taí- landi væri hann að lifa bestu ár ævi sinnar. Hann var edrú síð- ustu árin og hafið sigur yfir Bakkusi þar til yfir lauk. Edrú- mennskuna áttum við sameigin- lega og var oft rætt um edrúlíf okkar sem báðir mátu mikils. Al- veg fram til hins síðasta hugsaði hann um edrúmennskuna sína. Talaði um að ef sér batnaði myndi hann skella sér á Vog eftir öll lyfin. Gulli var góðmenni, hrein- skiptinn og lagði aldrei illt til nokkurs manns. Hann talaði vel um fólk og sá hið góða í því. Sum- ir notfærðu sér það og nýttu sér gjafmildi hans og gæsku. Gulli var fljótur að fyrirgefa þeim. Það var létt að lynda við Gulla. Tengdaforeldrar mínir og Gulli náðu vel saman með blandi af lík- amstjáningu og tungumáli sem á engan sinn líka. Hlátrarsköllin og brosin voru einlæg og sönn. Ber ég hinstu kveðju tengdafor- eldra minna til Gulla. Hann kvaddi í upphafi Hinseg- in daga. Hann stóð alltaf með sjálfum sér og lifði sínu lífi stolt- ur alla tíð. Vafðist aldrei fyrir honum hver hann var. Samfélag- ið var ekki jafn umburðarlynt á hans yngri árum og það er bless- unarlega í dag. Það mótaði hann sterkt. En hann valdi brosið fram yfir beiskjuna. Framfarirnar í baráttu hinsegin fólks voru hon- um gleðiefni. Taíland, landið okkar, verður ekki samt við fráfall hans. Svo fastur punktur var hann í tilveru margra þar. Hans verður saknað. Við Pong sendum systkinum hans og fjölskyldum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Gulla. Takk fyrir allt, vinur minn. Ég hóf þessi minningarorð með erindi eftir Jónas Hall- grímsson. Seinni hlutinn hljóðar svo: Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Einar Örn Einarsson. Gunnlaugur Stefánsson Elsku hjartans mamma mín, ég veit ekki hvar ég á að byrja á að lýsa tilfinn- ingunni að þú sért farin úr okk- ar vídd. Söknuðurinn er mikill og sár en vitundin um að þú finnir ekki lengur til huggar mann. Það sem var lagt á þinn litla kropp var mikið, of mikið Kamilla Thorarensen ✝ Kamilla Thor-arensen fædd- ist á Gjögri í Árnes- hreppi 25. febrúar 1943. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ísa- firði 30. júlí 2013. Útför Kamillu fór fram frá Ísa- fjarðarkirkju 10. ágúst 2013. fyrir eina mann- eskju myndi ég segja. Og af hverju lífið getur verið svona erfitt og ósanngjarnt veit engin. Dagarnir líða og maður reynir að vera sterkur og halda áfram, það koma góðir dagar og það koma dagar sem maður vill bara vakna upp frá vondum draumi. Mér finnst svo stutt síðan ég talaði við þig seinast, en þá varstu svo jákvæð og sterk og sagðir mér að nú færi þér að batna og stutt væri í heimferð, ég veit núna hvaða heimferð þú varst að tala um. Ekki heim í Mjallargötuna, heldur heim til ömmu og afa. Tveim sólarhringum síðar varstu farin. Þú varst okkur yndisleg móð- ir, svo hlý og svo góð. Þú kenndir mér margt og ráðlagðir mér vel, vildi bara óska þess stundum að ég hefði farið meira eftir orðum þínum, því mamma veit jú alltaf best og vill manni alltaf það besta. Ég er þér svo ólýsanlega þakklát fyrir allt, og þá sérstaklega fyrir drenginn okkar sem við í sameiningu ól- um vel upp og er orðin að prýð- isgóðum ungling sem alls staðar fær hrós fyrir kurteisi og góð- legheit. Ég er stolt af því að eiga þig sem móður, hefði ekki getað hugsað mér neina betri, og ég er stolt af uppruna mínum. Komin af hörkuduglegu og ynd- islegu fólki frá fallegasta stað jarðríkis. Stundunum með þér norður á Gjögri gleymi ég aldr- ei, en þar kynntir þú okkur fyr- ir náttúrunni og dýrunum og virðingunni. Oft gekk mikið á og þú örugglega mjög þreytt með 3 óþekka krakkagríslinga, hlaupandi eftir okkur niður á bryggju eða niður að tanga, þar sem þú varst hrædd um okkur, enda hættulegir staðir og þá sérstaklega tanginn kannski. En þú fræddir okkur vel um hætturnar sem víða gætu leynst og ég held nú að við höfum gegnt þér svona oftast nær en stundum kom það upp að for- vitnin varð yfirsterkari eins og vill gerast hjá ævintýraþyrstum börnum. Elsku mamma, ég gæti setið hér fyrir framan tölvuna langt fram á nótt og skrifað inn góðar minningar. Vildi bara skrifa nokkur orð þér til heiðurs. Við rifjum þetta upp þegar við erum sameinaðar á ný. Ég elska þig, mamma mín, og sakna svo sárt. Sofðu rótt. Þín dóttir, Jónína Guðrún Thorarensen. ✝ SveinbjörnMár Davíðsson fæddist á Akureyri 10. júní 1942. Hann lést á Mörk við Suðurlands- braut 18. júlí 2013. Foreldrar hans voru Davíð Skro- vik og Sveingerð- ur Benedikts- dóttir, fædd 30. apríl 1922, sem lif- ir son sinn. Sveinbjörn var elstur af sex systkinum, hin eru Helgi Kristmundsson, maki Guðrún Arnfinnsdóttir (látin), Einar Sigurþórsson, maki Georgía M. Kristmundsdóttir, Kristín R. Sig- urþórsdóttir, maki Snorri Baldursson, Jónas B. Sig- urþórsson, maki Margrét Þorvalds- dóttir, og Þórdís Sigurþórsdóttir, maki Jón Ólafur Óskarsson. Sveinbjörn var heimilismaður á Kópavogshæli frá árinu 1954 þar til hann flutti á Mörk við Suðurlandsbraut í september 2010. Útför Sveinbjarnar fór fram frá Kotstrandarkirkju 26. júlí 2013. Elsku Sveinbjörn minn, nú er ævi þinni lokið og þú ert laus úr fjötrum líkamans. Að vera fatl- aður allt þitt líf er þungur baggi, en þú vannst úr þessu með fal- lega brosinu þínu og léttu lund- inni sem smitaði út frá sér. Hlát- urinn og gleðin yfir svo litlu eins og einni lítilli gönguferð sem gerði svo mikið fyrir þig, þú ljómaðir daginn eftir þegar minnst var á ferðina. Fyrstu árin þín gastu skriðið og gengið með stuðningi og þú naust þín úti í náttúrunni, en ekki var nú hægt um vik að þjálfa fatlað barn í sveitinni á þeim árum svo þú fékkst pláss á Kópavogshæli. Kópavogshæli var heimili þitt nánast alla þína ævi frá 1954, yndislegur staður og útbúinn að þínum þörfum í þá daga. Þar fékkst þú þína þjálfun sem þró- aðist svo með árunum meðal annars með því að fara í sund, á hestbak og líka fara á vinnustof- una sem þú kallaðir að fara í vinnuna, þú gast meira segja prjónað trefil handa mömmu þinni sem var mikið afrek. Margt fleira upplifðir þú á Kópa- vogshæli, sumarbústaðaferðir og kaffihúsaferðir á sumrin. Toppurinn á öllu var þegar þú varðst 60 ára, þá var farið með þig til Danmerkur sem góða starfsfólkið á Kópavogshæli stóð fyrir. Þið fóruð tveir vinirnir saman ásamt starfsfólki sem stjanaði við ykkur hverja mínútu og eiga þau miklar þakkir skild- ar fyrir það. Í þeirri ferð lærðir þú að drekka bjór og var oft hlegið þegar minnst var á ferð- ina. Á hverju sumri komst þú yfir heiðina til mömmu í Hveragerði og voru þá oft fleiri heimilis- menn með enda var þetta svona sumarskemmtiferð. Mamma sló upp veislu að norðlenskum hætti, rjómapönnukökur og „smurningsbotn“, enda bæði ættuð að norðan, og pabbi smíð- aði ramp svo hjólastóllinn kæm- ist inn í húsið. Eftir að mamma kom á Dvalarheimilið Ás gat hún líka tekið á móti þér þrátt fyrir háan aldur og nutum við þess öll fjölskyldan sem kom að hitta þig. Síðustu þrjú árin dvaldir þú á Mörkinni og var þá ennþá þægi- legra að heimsækja þig, þar mætti okkur ávallt gott viðmót starfsfólks og gaman var að spjalla og þiggja gott kaffi, þar var vel hugsað um þig og passað upp á að þér liði vel. Síðasta veislan og gleðistund- in var á afmælisdaginn þinn 10. júní. Þá kom mamma þín sem var alltaf þitt ankeri í lífinu og átti með þér ásamt okkur hinum yndislegan dag. Við viljum að lokum fjölskyld- an þakka öllu starfsfólki og hjúkrunarfólki bæði á Mörk og fyrrverandi Kópavogshæli fyrir alla umönnun og hjálp í gegnum árin. Guð blessi ykkur öll. Elsku Sveinbjörn, takk fyrir öll brosin þín, guð geymi þig, Þín systir, Kristín R. Sigurþórsdóttir. Sveinbjörn Már Davíðsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Okkar ástkæra eiginkona, móðir, dóttir, tengdadóttir, systir, tengdamóðir og amma, RAGNHILDUR ALDÍS KRISTINSDÓTTIR, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 7. ágúst. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 22. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarþjónustu Karítas. Eyjólfur H. Sveinsson, Kristinn A. Eyjólfsson, Davíð Fannar Eyjólfsson, Margrét Erla Einarsdóttir, Gyða Eyjólfsdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Fanney Björk, Ásdís Birna, Jón Sævar, Alexandra Aldís og systkini. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf grein- in að hafa borist á hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.