Morgunblaðið - 20.08.2013, Síða 30

Morgunblaðið - 20.08.2013, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2013 Frá því að Garðlist ehf var stofnað fyrir 23 árum síðan, höfum við haft það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir garðinn á einum stað. Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem við höfum átt í viðskiptum við undanfarin ár, á sama tíma og við bjóðum nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. ALHLIÐA GARÐÞJÓNUSTATUNGUHÁLSI 7 » 110 REYKJAVÍK » SÍMI 554 1989 » GARDLIST.IS ALLT FYRIR GARÐINN Á EINUM STAÐ » Trjáklippingar » Trjáfellingar » Garðsláttur » Beðahreinsun » Þökulagnir » Stubbatæting » Gróðursetning » Garðaúðun o.fl. Tónleikar Joshua Redmanskvartettsins á djasshátíðvoru flottir og níu ópusarvoru skornir áður en Jos- hua og félagar einhentu sér í aukalagið eftir McCoy Tyner og píanistinn, Aaron Goldberg, í ess- inu sínu, enda Tyner einn af áhrifavöldum hans. Annars voru ópusarnir níu á efnisskránni flestir eftir Joshua, þar á meðal blús sem hver og einn gæti skrifað sig fyrir, en var glettilega vel blásinn, því Joshua hefur tilfinningu fyrir blúsnum. Ég er ekki yfir mig hrifinn af tón- smíðum hans frekar en annarra síð-nýboppleikara, en lokalagið „Hide and Seek“ er glettilega flott þó tunguskotsinngangurinn hans hafi lítið breyst í áranna rás. Aar- on Goldberg átti einn ópus á efnis- skránni sem bar með sér blæ af Brad Mehldau. Aaron var þó helsta fórnarlamb mögnunarinnar. Hljómur píanósins var fullharður og greinilegt, þegar horft var á sviðið, að tónarnir bárust ekki frá píanóinu heldur úr upphangandi hátölurum, en kannski skynja þeir sem vanir eru bíósándi ekki slíkt. Söngdansarnir, þar á meðal „Adagio“ eftir Jóhann Sebastían Bach, voru fallega blásnir af Jos- hua, nema sá fyrsti „Summer- time“ Gershwins, sem var þeysi- reið eftir hljómunum og þá, einsog oftast í hraðari ópusum, blés Joshua á efra tónsviði tenórs- ins svo að stundum minnti á sópr- an og ýlfraði oft án þess þó að „splitta“ tóninum a la Jacquet. Ætli tvö lög séu mér ekki minnisstæðari en önnur frá þess- um tónleikum; túlkun Joshua á „Stardust“ Carmichels og popp- laginu „Doll Is Mine“. Hann blés „Stardust“ svo fallega, einn í upp- hafi, að ég fékk gæsahúð. Kannski vegna þess að ég er búinn að hlusta svo oft á mismunandi upp- tökur með Sveini heitnum Ólafs- syni af þessu lagi síðustu mánuði, eða einfaldlega af því að Joshua blés laglínuna svo yndislega. Sóló hans var ekki síðri og þar breytti lagið um karakter er hann spann á hærra tónsviðinu. Ég þekkti varla Blonde Red- head fyrir þessa tónleika, en þó að útsetning Joshua, eða kannski Brad Mehldau, á lagi þeirra „Doll Is Mine“ væri í anda frummynd- arinnar með Bachballöðublæ, var túlkunin þúsund sinnum dýpri en hjá höfundunum. Þannig geta meðallög poppara nútímans lifnað að nýju í höndum djassmeistara eins og við þekkjum svo vel frá tímum hinna klassísku söngdansa. Ekki var verra að bassaleikarinn Reuben Rogers lagði allt sitt í sitt í fínan, djúpan og hægan sóló, en hann hélt uppi dampi alla tón- leikana ásamt trommaranum Gregory Hutchinson, sem var flottur í sólóum sínum. Morgunblaðið/Eggert Djass Joshua Redman Quartet með Aaron Goldberg, Rueben Rogers og Gregory Hutchinson í Hörpu. Tónleikarnir voru flottir, að mati gagnrýnanda. Joshua stóð undir væntingum Norðurljósasalur Hörpunnar Kvartett Joshua Redmansbbbbm Joshua Redman tenórsaxófón, Aaron Goldberg píanó, Reuben Rogers bassa og Gregory Hutchinson trommur. Jazzhátíð Reykjavíkur 17.ágúst 2013 VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST Kvintett söngkonununnar Maríu Magnúsdóttur kemur fram á djass- kvöldi Kex hostels í kvöld en með henni leika þeir Ari Bragi Kárason á trompet, Kjartan Valdemarsson á píanó, Birgir Bragason á kontra- bassa og Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur. Að sögn Maríu samanstendur efnisskráin af djassballöðum um ástir, ástarsorgir og nettklikkaðar konur ásamt nokkrum lögum eftir hana sjálfa sem falla undir ofan- greint. María stundar nám í djass- söng og tónsmíðum við konunglega listaháskólann í Haag en útskrif- aðist úr Tónlistarskóla FÍH árið 2008. Þá gaf hún út fyrstu sólóplötu sína með eigin lagasmíðum, Not your housewife, árið 2009. Tónleikarnir hefjast klukkan hálfníu í kvöld standa í rúma tvo tíma með hléi. Aðgangur á tónleikana er ókeyp- is og því kjörið tækifæri fyrir djass- unnendur. Djasstónleikar Söngkonan María Magnúsdóttir syngur á djasstónleikum á Kex í kvöld ásamt góðum hópi djasstónlistarmanna sem spilar undir. Djasstónleikar söngkon- unnar Maríu á Kex

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.