Morgunblaðið - 20.08.2013, Side 36

Morgunblaðið - 20.08.2013, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 232. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Búið að slá 23 milljónir af húsinu 2. Nafn konunnar sem lést í bruna 3. Charlie Sheen á Austurvelli 4. Þyngdist um 20 kíló síðasta … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sigurlaugur Ingólfsson sagnfræð- ingur leiðir fólk um Viðey kl. 19.30. Hann mun fjalla um klaustrið í Viðey, frá upphafi þess til endaloka en á klausturtímanum var Viðey mikið menningarsetur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fræðsluganga um klaustrið í Viðey  Uppselt er á sérstaka heims- forsýningu á One Direction 3D: This Is Us í London í dag klukkan fjög- ur að íslenskum tíma. Smárabíó sýnir beint frá herlegheitunum og þurfti að bæta við öðrum bíósal vegna eftirspurnar. Það dugði ekki til og aftur er uppselt. Eftirspurn eftir One Direction mikil  Latínsextett bassaleikarans Tóm- asar R. Einarssonar spilar nýtt og frumsamið efni eftir hljómsveitar- stjórann á tónleikum í Fríkirkj- unni í kvöld klukkan átta og eru tónleikarnir hluti af Jazzhátíð Reykjavíkur. Tómas hefur haldið úti latínsveit í rúman áratug og spilað með henni heima og víða erlendis. Léttir djasstónar í Fríkirkjunni Á miðvikudag Sunnan 8-13 m/s og rigning S- og V-lands, en hæg- ari og þykknar upp á NA-verðu landinu og dálítil rigning þar seinni- partinn. Hiti 7 til 14 stig. VEÐUR Þór og Fylkir gerðu 2:2- jafntefli í kaflaskiptum leik á Akureyri í Pepsideild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Fylkismenn eru því áfram tveimur stigum fyrir ofan Þór en bæði lið eru áfram í fallbaráttunni og eru Þórs- arar þremur stigum frá fall- sæti. Fylkir hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir leikinn í gær en Þórsarar hafa ekki unnið í síðustu sex deild- arleikjum sínum. » 2 Sigurgöngu Fylkis lauk á Akureyri „Maður heyrir menn oft tala um að eitthvað sé ólýsanlegt þegar þeir vinna titla. Þetta er þannig. Þetta var alveg ólýs- anlegt. Maður hafði ímyndað sér í gegnum árin hvernig væri að vinna eitthvað,“ segir Framarinn Daði Guðmundsson, sem alist hef- ur upp hjá Safamýr- arliðinu og leikið í tæp 16 ár með meistaraflokki en aldrei unnið tit- il fyrr en á laug- ardaginn að Fram varð bik- armeistari eftir 24 ára bið. »4 Eyðimerkurgöngu Daða með Fram er lokið Mikil dramatík átti sér stað á Hólms- velli í Leiru á sunnudaginn þegar GKG og Keilir léku til úrslita í 1. deild kvenna í sveitakeppni GSÍ. Ekki nóg með að síðasta viðureignin færi í bráðabana til að fá fram úrslit, heldur vannst hún, og þar með úrslitaleik- urinn, á kærumáli. GKG fagnaði sigri en Keiliskonur voru farnar þegar GKG tók á móti verðlaunum sínum. »1 Mikil dramatík hjá konunum í Leirunni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is „Keppnirnar eru hvati fyrir eigend- urna til að temja hundana og þá fáum við betri hunda,“ segir Sverr- ir Möller, formaður Smalahunda- félags Íslands. Næstu helgi fer fram landskeppni Smalahunda- félags Íslands á Fjalli á Skeiðum. Smalahundarnir og eigendur þeirra fara í gegnum braut þar sem þeir takast á við verkefni og þannig er besti smalahundurinn fundinn. Þarf að hafa stjórn á fénu „Hundurinn þarf að geta sýnt að hann geti sótt fé í 300 til 400 metra fjarlægð,“ segir Sverrir. Því næst rekur hundurinn kindurnar að smalanum eins beina leið og mögu- legt er. Á leiðinni fer hann í gegn- um hlið með féð og þurfa kind- urnar að fara réttum megin að smalanum. Hundurinn þarf að geta stoppað féð af, skipt hópnum í tvennt, rekið það stutta vegalengd og sameinað aftur. Aðspurður segir Sverrir að flest- ir hundarnir sem mæta til keppni ráði vel við brautina en vitanlega leysi þeir verkefnin misvel. „Í keppninni er í grunninn unnið með það sem við gerum heima og bænd- ur ættu að þekkja,“ segir Sverrir. Á mótinu er keppt í þremur flokkum; unghundaflokki, meist- araflokki og síðan flokki fyrir óvana keppendur. Í þeim síðast- nefnda eru hundar sem koma nýir inn í keppnina til að spreyta sig og takast þeir á við sömu þrautir og unghundarnir en hundarnir í þeim flokki eru þriggja ára og yngri. Á flestum bæjum Hunda má finna á flestum sveitabæjum hér á landi en ekki eru þeir allir jafnnytsamlegir þeg- ar fé er rekið af fjalli. Að sögn Sverris var lítið um það áður fyrr að bændur ættu góða smalahunda en á síðustu tuttugu árum, eða eftir að Smalahundafélag Íslands var stofnað, hafa fleiri náð tökum á þjálfun smalahunda. „Það er gagnslaust að fara með hunda í smalamennsku nema þeir hafi fengið kennslu, bæði hund- urinn og bóndinn,“ segir Sverrir og bætir við að ákveðin tæknileg atriði þurfi að hafa í huga við smölunina. „Ef þú kannt ekki á rafmagnstækin á traktornum kemur hann ekki að neinu gagni.“ Haldin eru nokkur námskeið á ári hér á landi sem eigendur smala- hunda geta sótt og lært að þjálfa hunda sína. Hvati til að temja hundana  Þurfa að stjórna fénu í gegnum braut Ljósmynd/Guðrún S. Kristjánsdóttir Í keppni Á myndinni má sjá Sverri Möller ásamt hundinum Prins frá Daðastöðum og nokkrum kindum. Myndin er tekin á landskeppni smalahunda og sýnir hún einnig nokkrar kindur sem smalahundurinn þarf að stjórna. Hundarnir sem notaðir eru til smalamennsku hér á landi eru flestir af tegundinni border collie. Hún á ætt sína að rekja til Eng- lands og Skotlands. Teg- undin nýtist vel til smala- mennsku vegna hraða og snerpu í hreyfingum. Hundurinn sækist eftir að halda fé í hópi og rek- ur það gjarnan í átt að húsbónda sínum. Border collie-hundar hafa einnig verið notaðir sem fíkniefnahundar, snjóflóðahundar og aðstoðar- hundar fyrir fatlaða eða hreyfi- hamlaða. Hundarnir eru sagðir greindir og mjög duglegir. Þeir eru meðalstórir og létt- byggðir og búkurinn langur og spengilegur. Höfuðið er langt og eyrun standa að hluta. Algengasti litur border collie er svartur og hvítur. Snöggur og snarpur SÆKIST EFTIR AÐ HALDA FÉ Í HÓPI SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan og norðvestan 5-10 m/s, skýjað með köflum og þurrt að kalla, en 8-15 og rigning NA-lands fram eftir degi. Léttir til SA-lands. Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.