Morgunblaðið - 29.08.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013
Björn Bjarnason, fyrrverandidómsmálaráðherra og borg-
arfulltrúi, víkur í pistli að fjöl-
mennum fundi í Hagaskóla
vegna nýjustu tilburða borgaryf-
irvalda gegn reykvískum öku-
mönnum.
Birni þótti aðvonum „ein-
kennilegt að ekki
skuli neinn kjör-
inn fulltrúi hafa
staðið fyrir máli
borgarstjórnar
sem fram-
sögumaður á fundinum í Haga-
skóla.
Hvað býr þar að baki? Hversvegna er embættismönnum
falið að verja umdeilda ákvörðun
af þessu tagi? Ráða ekki pólitísk
sjónarmið ákvörðuninni um að
prófa þessa nýju aðferð gegn
einkabílnum?
Tilraunir borgarfulltrúannasem berjast gegn Reykjavík-
urflugvelli í Vatnsmýrinni til að
sannfæra aðra um ágæti skoðana
sinna eru dæmdar til að mistak-
ast. Látið er eins og að baki búi
einhver óskilgreind sérþekking á
hvað fólki sé fyrir bestu. Í krafti
hennar sé sjálfsagt að blása á
skoðun meirihlutans. Að þessu
leyti eru tengsl milli andúðar á
flugvellinum og einkabílnum.
Spurning vaknar hvort tals-mönnum þessarar stefnu sé
almennt á móti skapi að fólk eigi
auðvelt með að komast úr einum
stað í annan.“
Þetta eru eðlilegar at-hugasemdir. Meira að segja
þeir borgarfulltrúar sem búa svo
nálægt Hagaskóla að þeir gátu
hæglega hjólað til fundarins og
hjólað í fundarmennina létu vera
að mæta þar.
Björn Bjarnason
Hjólað í ökumenn
STAKSTEINAR
13.-27. september• á Hótel Örk
15.-29. nóvember• á Hótel Örk
3.-17. janúar• á Hótel Örk
14.-28. febrúar• á Hótel Örk
12.-26. apríl• páskaferð til Ddansk, Póllandi
(unglingahópur)
24. maí til 7. júní• , Gdansk, Póllandi
23. ágúst til 6. september• , Gdansk, Póllandi
15.-29. nóvember• á Hótel Örk
DETOX 2013 OG 2014
Skráning hjá joninaben@nordichealth.is eða í síma 822 4844
Veður víða um heim 28.8., kl. 18.00
Reykjavík 12 skýjað
Bolungarvík 12 súld
Akureyri 15 alskýjað
Nuuk 2 skúrir
Þórshöfn 12 skýjað
Ósló 21 heiðskírt
Kaupmannahöfn 22 léttskýjað
Stokkhólmur 22 heiðskírt
Helsinki 20 léttskýjað
Lúxemborg 21 heiðskírt
Brussel 21 heiðskírt
Dublin 17 skýjað
Glasgow 16 skýjað
London 22 heiðskírt
París 22 heiðskírt
Amsterdam 22 léttskýjað
Hamborg 22 heiðskírt
Berlín 23 heiðskírt
Vín 16 skýjað
Moskva 17 heiðskírt
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 27 þrumuveður
Barcelona 25 þrumuveður
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 26 léttskýjað
Aþena 32 heiðskírt
Winnipeg 26 léttskýjað
Montreal 23 skýjað
New York 28 alskýjað
Chicago 25 alskýjað
Orlando 30 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
29. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:03 20:55
ÍSAFJÖRÐUR 5:59 21:09
SIGLUFJÖRÐUR 5:42 20:52
DJÚPIVOGUR 5:30 20:27
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Síðasti dagur strandveiða er í dag.
Reyndar er það aðeins á svæði D frá
Hornafirði til Borgarbyggðar sem
leyfilegt er að róa í dag og ljóst að
þar næst leyfilegur hámarksafli
sumarsins ekki. Á hinum svæðunum
er hámarksaflanum náð og á tveim-
ur svæðanna þurfti ekki marga
veiðidaga til þess. Alls reru 675
bátar á strandveiðunum í sumar, þar
af 250 á svæði A frá Arnarstapa til
Súðavíkur, en 130-150 á hinum
svæðunum þremur.
Á svæði A máttu menn róa í sex
daga í ágúst, á svæði B frá Norður-
firði til Grenivíkur gaf ágústmán-
uður fjóra veiðidaga og á svæði C frá
Húsavík til Djúpavogs var róið þar
til í gær að hámarksaflanum var náð.
Meðalafli á svæðunum hefur verið
talsvert misjafn á þessu sumri.
Þannig hafa bátar á svæðum A og D
komið að landi með alls 11-12 tonn
að meðaltali, en á svæðum B og C
hefur meðalbáturinn fengið 14-15
tonn. Áætla má að um 300 þúsund
krónur hafi fengist fyrir hvert tonn
af þorski á fiskmörkuðunum í sum-
ar.
Vilja auknar heimildir
til veiða á makríl
Samkvæmt upplýsingum á vef
Fiskistofu hafa færabátar veitt rúm-
lega 2.800 tonn af makrílkvóta sínum
í sumar, en 85 bátar hafa nýtt leyfi
sín til veiðanna. Eru því innan við
400 tonn eftir af þeim kvóta sem
þessi floti smábáta fékk úthlutaðan
og ekki margir veiðidagar eftir.
Landssamband smábátaeigenda
hefur ítrekað óskir sínar um að
heimildir verði auknar og hefur rætt
málið við Sigurð Inga Jóhannsson
sjávarútvegsráðherra.
Morgunblaðið/Ómar
Löndun Alls reru 675 bátar á strandveiðunum í sumar.
Síðasti dagur
strandveiðanna
Misjafn meðalafli eftir svæðum