Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stefnt er að því að hefja fram- kvæmdir við uppbyggingu nýs hverf- is við Vesturbugt við gamla Slipp- svæðið í Reykjavík á næsta ári og er ráðgert að það verði fullbyggt tveim til þrem árum síðar. Dagur B. Egg- ertsson, formaður borgarráðs, stað- festir þetta en frestur til að gera at- hugasemdir við deiliskipulagið rennur út 25. september nk. Vesturbugt afmarkast af Ána- naustum í vestri og af Slippnum í austri. Gert er ráð fyrir 257 íbúðum þar, auk atvinnuhúsnæðis, í breyttu skipulagi í blöndu af fjölbýlishúsum og raðhúsum í 1-5 hæða byggingum. Eru þá 48 íbúðir í 2. áfanga með- taldar en þær myndu rísa þar sem Slippurinn er nú. Þá standa eftir 209 íbúðir og verða þar af 68 í stórhýsinu Mýrargötu 26 sem nú er í byggingu. Haft var eftir Birgi Þ. Jóhanns- syni, formanni Íbúasamtaka Vestur- bæjar, í Morgunblaðinu í gær að byggðin í Vesturbugt þyrfti að vera blandaðri en að væri stefnt, skipulag- ið væri „stíft og einhæft“. „Við viljum t.d. sjá hafnarsvæðið í stöðugri þró- un, þar hentar vel að hafa mikinn fjölbreytileika,“ sagði Birgir. Skjaldborg um sjávarútveg Spurður út í þessa afstöðu for- manns íbúasamtakanna kveðst Dag- ur taka undir þessi meginsjónarmið. „Við Birgir erum hjartanlega sam- mála um að hafnarsvæðið eigi að þróast mjög lífrænt eins og það hefur fengið að gera eftir að við [í meiri- hluta borgarstjórnar] kváðum skýrt á um það hvar hafnarstarfsemin ætti að vera og slógum skjaldborg um sjávarútveg í gömlu höfninni. Við er- um líka sammála um að sá hluti hafn- arinnar sem er nýttur undir ferða- þjónustu og mannlíf eigi að fá að gera það áfram og við teljum að þetta skipulag stuðli að hvoru tveggja. Það einkennist af miklum sveigj- anleika og fjölbreytileika sem lýsir sér í því að þarna eru íbúðir á efri hæðum en á jarðhæðunum verður alls kyns þjónusta. Þetta verður lág- reist byggð sem tekur mið af byggð- inni í grennd,“ segir Dagur. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá hvernig fyrirhuguð byggð mun líta út samkvæmt nýju deiliskipulagi. Eru nýbyggingar merktar með grænum lit. Á myndinni er gert ráð fyrir að Slippurinn verði áfram en á vef borg- arinnar má einnig finna teikningar með byggð þar. Dagur segir það und- ir rekstraraðilum Slippsins komið hvort starfsemin verði þar áfram. „Slippurinn fær að vera áfram eins lengi og hann vill. Hótel Marina fær möguleika til þróunar. Þetta er því sitt lítið af hverju. Mér finnst býsna vel hafa tekist til og ég er spenntur að sjá hvaða athugasemdir við fáum meðan þetta er í auglýsingu.“ Bjarni Brynjólfsson, upplýs- ingastjóri Reykjavíkurborgar, lýsir skipulagsferlinu svo: Fyrst og fremst kynning „Rammaskipulag er fyrst og fremst kynningarskipulag, það er kynning á hugmynd. Síðan eru reit- irnir deiliskipulagðir og fara í auglýs- ingu. Um það er nú að ræða varðandi Vesturbugtina. Það er verið að aug- lýsa deiliskipulagið fyrir hana og þá er tekinn ákveðinn reitur og hann deiliskipulagður. Ef ekki eru gerðar athugasemdir við deiliskipulagið er það samþykkt og þá má hefja fram- kvæmdir samkvæmt því.“ Í upphaflegri tillögu skosku arki- tektastofunnar Graeme Massie Architects fyrir hafnarsvæðið var gert ráð fyrir að fyrirhugað fram- kvæmdasvæði í Vesturbugt væri tengt sambærilegri byggð til austurs, á Miðbakka Reykjavíkurhafnar, og til vesturs við stóra landfyllingu út í sjó. Hundruð íbúða rísi við Vesturbugt  Stefnt að því að framkvæmdum verði lokið 2016-2017 Tölvumynd/Alark arkitektar Vesturbugt Fyrirhugaðar nýbyggingar eru merktar með grænum lit. Slippurinn er austan megin svæðisins og Mýrargata 26 vestan megin. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er uppbygging 139 nýrra íbúða í Stakkholti hafin, ásamt því sem um 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti og um 200 íbúðir Bú- seta í Einholti eru á teikniborðinu, alls um 340 íbúðir á grónu svæði. Þá er verið að leggja lokahönd á nýjar íbúðir í Skuggahverfinu í Reykjavík og fyrirhugað er að reisa um tíu nýjar íbúðir á svonefndum Nýlendureit við Nýlendugötu, sunnan við Vesturbugt. Má sjá teikningu af fyrirhugaðri kirkju rétttrúnaðarkirkjunnar á þeim reit hér til hliðar. Verða þar m.a. að- flutt íbúðarhús og nýbyggingar. Vestur af Vesturbugt er svo gert ráð fyrir allt að 144 íbúðum á lóð- inni Grandavegi 42-44, svo- nefndum Lýsisreit, samkvæmt til- lögu að breyttu deiliskipulagi. Hefur þeim áformum verið mót- mælt af nágrönnum. Það verður því nokkurt framboð af nýjum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík á næstu árum og því vaknar sú spurning hvernig eftir- spurnin sé eftir þeim á markaði. Að sögn Óskars Rúnars Harð- arsonar, hdl. og löggilts fast- eignasala hjá Mikluborg, er búið að selja um 20 af 68 íbúðum á Mýrargötu 26. Hann segir góða eftirspurn eftir nýjum og vönd- uðum íbúðum miðsvæðis í Reykja- vík. Framboð sé lítið og salan góð. Það komi einnig fram í því að búið sé að selja stærstan hluta íbúða í 11 hæða fjölbýlishúsi við Lindar- götu 37, í Skuggahverfinu. Óskar Rúnar telur að eftirspurn eftir nýjum íbúðum í Vesturbugt verði að óbreyttu með ágætum. Nýbyggingin Mýrargata 26 er hluti af því hverfi, eins og sjá má á tölvumyndum hér fyrir ofan. Verðið á íbúðum á Mýrargötu 26 er frá 30 milljónum og upp í 93 milljónir fyrir um 180 fermetra íbúð. Stefnt er að því að byggingin verði fokheld í næsta mánuði og að hún verði fullbúin næsta sumar. Telur Óskar Rúnar það til marks um batamerki á markaði eftir efnahagshrunið að fólk vilji festa sér nýja íbúð á byggingarstigi. Mikil uppbygging fyrirhuguð ÁFORM UM ÞÉTTINGU BYGGÐAR Nýlendureitur Fyrirhuguð kirkja. NÝ SENDING FRÁ LANGYARNS Þönglabakka 4, sími: 571-2288, www.gauja.is Þrjú ný og glæsileg prjónablöð Einnig nýjar garntegundir Næsta prjónakaffi verður haldið mánudagskvöldið 2. september frá klukkan 19-21:30 Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Opnunartími í sumar: Mánud - föstud 12-18. Lokað á laugardögum í sumar SJÓN ER SÖGU RÍKARI! Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is Yamaha píanó og flyglar með og án “silent” búnaðar. Áratuga góð reynsla gerir Yamaha að augljósum kosti þegar vanda skal valið. Veldu gæði, veldu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.