Morgunblaðið - 29.08.2013, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013
Árlegar hátíðir verða haldnar um
helgina á Akureyri, í Kópavogi og
Mosfellsbæ. Í Kópavogi verður
Hamraborgarhátíðin, Í Mosfellsbæ
hátíðin Í túninu heima, á Seltjarn-
arnesi verður bæjarhátíð og á Ak-
ureyri verður Akureyrarvaka, sem
sett verður í Lystigarðinum á föstu-
dagskvöld undir yfirskriftinni
Rökkurró.
Veðurspáin fyrir Norðurland er
ekki mjög hagstæð og samkvæmt
upplýsingum frá Akureyrarbæ gæti
þurft að færa einhverja viðburði
Akureyrarvökunnar um set eða inn
í hús ef veðrið verður vont.
Hápunktur Akureyrarvöku verð-
ur á laugardag þegar efnt verður
til listaveislu með alþjóðlegum blæ
á Ráðhústorgi, í Listagilinu og víð-
ar um bæinn. Dagskrá laugardags-
ins lýkur með útitónleikum hljóm-
sveitarinnar Retro Stefson og
gesta á sviði neðst í Listagilinu
klukkan 21. Hljómsveitin mun þar
bæði flytja eigin lög og gamla
smelli og fær í því skyni til liðs við
sig m.a. söngvarana Pálma Gunn-
arsson og Helenu Eyjólfsdóttur.
Meðal annarra dagskrárliða verð-
ur Vísindasetur í Rósenborg. Þá
verður boðið upp á eldhúsrétti frá
fjölda þjóðlanda í Hofi og þar verða
einnig kynntir barnaleikir frá öllum
heimshornum. Listagilið verður ið-
andi af lífi allan laugardaginn með
tónlist, listsýningum, matarmark-
aði, listmálurum að störfum og
fleiru.
Dagskrá hátíðarinnar í heild má
finna á vefnum visitakureyri.is.
Hlaupið á sjö
tinda í Mosfellsbæ
Hátíðin Í túninu heima verður
haldin í tíunda sinn í Mosfellsbæ
um helgina.
Samkvæmt upplýsingum frá
Mosfellsbæ munu íbúar í auknum
mæli bjóða í garðinn sinn þar sem
verður tónlist af ýmsum toga. Davíð
Ólafsson óperusöngvari fær til sín
gesti, hljómsveitin Kynslóðabilið
með bræðurna Sigurð og Jens
Hanssyni í broddi fylkingar býður
heim, heil gata heldur sameiginlega
bílskúrssölu, bæjarstjórinn í Mos-
fellsbæ verður með söngdagskrá í
garðinum hjá sér og listamenn
verða með opnar vinnustofur.
Á föstudagskvöld verður skrúð-
ganga og brekkusöngur í Álafoss-
kvos undir stjórn Friðriks Dórs. Á
laugardagskvöld verða útitónleikar
þar sem fram koma hljómsveitirnar
Kaleo og Stormsveitin. Einnig stíga
á svið Hera Björk, Ragnar Bjarna-
son, Páll Óskar og fleiri listamenn.
Svonefnt Sjö tinda hlaup fer ár-
lega fram í Mosfellsbæ en það er nú
í fyrsta skipti haldið á sama tíma og
bæjarhátíðin. Um er að ræða ut-
anvegahlaup sem spannar 37 kíló-
metra leið um fjöll og dali Mosfells-
bæjar. Einnig er boðið er upp á
styttri vegalengdir.
Á flugvellinum við Tungubakka
verða til sýnis gamlar flugvélar,
flugvélamódel og gamlar búvélar.
„Þristurinn“ Páll Sveinsson flýgur
yfir bæinn af tilefni 70 ára afmælis
vélarinnar. Útimarkaðir verða í
Mosfellsdal og í Álafosskvos.
Leið 15 hjá Strætó verður gjald-
frjáls á laugardag í tilefni hátíð-
arinnar. Hægt er að kynna sér dag-
skrána nánar á www.mos.is/-
ituninuheima2013.
Hamraborg breytt í göngugötu
Hamraborgarhátíðin verður hald-
in í fjórða sinn í Kópavogi á laug-
ardag. Þá er Hamraborginni breytt
í göngugötu þar sem Kópavogsbúar
og aðrir gestir geta gert sér glaðan
dag. Þar verður m.a. hægt að gera
góð kaup á markaðnum Beint úr
skottinu og verslanir og önnur fyr-
irtæki verða með tilboð á vörum
sínum og þjónustu.
Hátíðin hefst kl. 11 og stendur til
kl. 16. Hátíðin er haldin í samstarfi
Kópavogsbæjar og verslana og fyr-
irtækja í Hamraborginni.
Frítt í sund á Seltjarnarnesi
Bæjarhátíð verður á Seltjarn-
arnesi dagana 29.-31. ágúst. Hátíðin
hefst með opnun á sýningu Har-
aldar Sigmundssonar í Eiðisskeri,
sýningarsalnum inn af Bókasafninu,
í dag kl. 17.
Á föstudagskvöldið verður frítt í
sundlaug bæjarins og mun fjöldi
tónlistarmanna koma þar fram. Op-
ið verður í laugina til kl. 22.
Á laugardeginum safnast iðk-
endur Gróttu saman á útivellinum
klukkan 10-14 og leika listir sínar
og fagna sumarlokum. Boðið verður
upp á grillaðar pylsur og fleira und-
ir lok dagskrárinnar.
Um kvöldið verður dansleikur í
Íþróttahúsinu þar sem hljómsveitin
Í svörtum fötum leikur. Húsið verð-
ur opnað kl. 23.
Bæjarhátíðir norðan-
lands og sunnan
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Í Listagili Tónleikar í Listagilinu eru hápunktur Akureyrarvökunnar.
Beint úr skottinu Kópavogsbúar breyta Hamraborg í útimarkað.
Morgunblaðið/Eggert
Í túninu heima Mosfellsbæingar gera sér ýmislegt til skemmtunar á bæj-
arhátíðinni og settu m.a. Íslandsmet í planki fyrir tveimur árum.
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Langtímaleiga
– langsniðugust!
Reiknaðu dæmið til enda.
Frá
49.900 kr.á mánuði!
591-4000 | www.avis.is