Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Gera má ráð fyrir að á annað hundrað nýnemar séu að hefja nám í ferðamálafræði til BS-prófs í þeim tveimur háskólum á land- inu þar sem hún er kennd. Þar af hafa um 90 skráð sig í Há- skóla Íslands en sú tala er með fyrirvara um endanlega skráningu. Einnig er boðið upp á þetta nám í Hólaskóla en ekki fengust upplýsingar um fjölda nýnema þar. Ferðamálafræði er tiltölulega ung námsgrein innan HÍ. Árið 1998 voru kennd nokkur valnám- skeið í ferðamennsku við Háskóla Íslands sem m.a. nemendur í landafræði sóttu. Námskeiðin voru eftirsótt og ákveðið var árið 1999 að bjóða upp á diplómanám til eins og hálfs árs. Árið 2001 var boðið upp á nám til BS-prófs. Að- sókn í námið jókst mikið eftir hrun líkt og gerðist með margar aðrar námsgreinar innan háskól- ans. Nokkuð jöfn ásókn hefur verið í nám í ferðamálafræði við þessa tvo háskóla síðustu fimm ár. „Það varð sprenging í aðsókn eftir hrun en þá var einnig tekið við nemendum um áramót,“ segir Guðrún Helgadóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar við háskólann á Hólum. Hún bendir einnig á að það hafi haft sitt að segja að á þeim tímapunkti hafi umræðan í samfélaginu mikið snúist um að hvetja fólk til að mennta sig meira og hart lagt að háskólunum að taka við fleiri nemendum. Fyrsta bókin um ferðamál Á dögunum kom út bókin Ferða- mál á Íslandi eftir þá Gunnar Þór Jóhannesson, lektor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Ís- lands, og Edward Hákon Huij- bens, forstöðumann Rannsóknar- miðstöðvar ferðamála. Þetta er í fyrsta skipti sem tekið hefur verið saman rit þar sem fjallað er um ferðamál á Íslandi á heildstæðan hátt. Spurður hvort það skjóti ekki skökku við þar sem greinin hefur verið kennd til BS-prófs í tólf ár, svarar Gunnar Þór því bæði ját- andi og neitandi og vísar til þess að greinin sé tiltölulega ung og í örri mótun. Í ritinu er m.a. ferðaþjónusta á Íslandi sett í samhengi við ferða- þjónustu í öðrum löndum og litið á vöxt og möguleika greinarinnar í fræðilegu samhengi. Bókin miðast við almenna les- endur þó að hún sé einnig ætluð þeim sem hefja nám í ferðamála- fræði á framhaldsskóla- og há- skólastigi. Henni er skipt í þrjá meginhluta sem hver um sig end- urspeglar einstök áhersluatriði sjálfbærrar þróunar, efnahag, um- hverfi og samfélag. Ósnortið land á krossgötum „Ör vöxtur er í ferðaþjónustu hér á landi og þar af leiðandi liggja þar ótal tækifæri. Við þurf- um að stíga varlega til jarðar og spyrja: Hvert viljum við fara og gefa okkur tíma til að vinna að leiðum til framtíðar,“ segir Gunn- ar Þór. „Ferðamennska er flókin at- vinnugrein. Það er ekki síst verið að kaupa upplifun,“ segir Gunnar og bætir við að Ísland sé í raun ennþá mjög ósnortið land miðað við mörg önnur lönd en nú standi það ef til vill á krossgötum. Takast þurfi á við úrlausnarefni eins og dreifingu ferðamanna, gæðamál og skipulagsmál. Þá segir hann lyk- ilatriði að nálgast málefni ferða- þjónustunnar á málefnalegum grundvelli og kallar eftir upplýst- ari umræðu um ferðamál. „Við getum ekki leyft okkur að tala í fyrirsögnum,“ segir Gunnar og segir ennfremur að stjórnvöld séu hægt og bítandi að átta sig á mikilvægi þess að verja meiri fjár- munum í rannsóknir á ferðaþjón- ustunni. Vaxandi áhugi á ferðamálafræði  Á annað hundrað nýnemar hefja í haust nám í greininni sem er í örri mótun  Fyrsta heildstæða ritið um ferðamál á Íslandi komið út  Ótal tækifæri í ferðaþjónustu sem er flókin atvinnugrein Morgunblaðið/RAX Upplifun Ferðamenn við Skógafoss. Gunnar Þór Jóhannesson Fjöldi nemenda í ferðamálafræði 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Fjöldi nýnema í ferðamálafræði við Háskóla Íslands Fjöldi nemenda sem ljúka BS-prófi í ferðamálafræði 69 3739 45 55 22 71 29 87 46 98 „Aðsóknartölurnar end- urspegla í raun samfélags- umræðuna. Þegar nátt- úruhamfarir verða, t.d. eldgos, fjölgar nemendum til muna í jarðfræði. Það er gott dæmi um að það sem gerist í kring- um ungt fólk verður til þess að beina sjónum þess að ákveðnum sviðum náms. Þetta á við um ferðamálafræðina þar sem ferðamannastraum- urinn hefur aukist verulega,“ segir Anna Karlsdóttir, náms- brautarstjóri í landfræði og ferðamálafræði við Háskóla Ís- lands. Anna segir að stór hluti þeirra, sem hefja nám í ferða- málafræði hafi jafnvel langa reynslu af störfum á sviði ferðaþjónustu. Hún bendir þó á að taka þurfi tölurnar með fyrirvara þar sem þetta sé þriggja ára nám en langflestir taki það á lengri tíma. „Það er landlægur fjandi að fólk klárar námskeiðin en ekki ritgerðina í háskólanámi.“ Slíkt hafi þó breyst til batnaðar síðustu ár en auknar kröfur vinnumark- aðarins um að fá fólk til starfa sem hafi lokið við háskólapróf ýtir undir að námi sé lokið á tilteknum tíma. Endurspeglar umræðuna ÁHUGI Á NÁMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.