Morgunblaðið - 29.08.2013, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 29.08.2013, Qupperneq 25
Indverskur sjómaður sýnir ljósmyndara perlubyssu á lestarstöð í Ahmedabad í Gujarat á Indlandi, sem hann perl- aði á meðan honum var haldið í fangelsi í Pakistan. Þarlend stjórnvöld hafa látið 362 indverska sjómenn lausa, sem friðarvott við nágrannaþjóðina, eftir að vopnahlé við landamærin í Kasmír var rofið. Alls 337 komu frá Gujarat. AFP Yfirvöld í Pakistan láta hundruð indverskra sjómanna laus Perlaði hríðskotabyssu í fangelsinu AFP FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013 Skipholt 17 - 105 Reykjavík Sími 588 4699 Fax 588 4696 www.oba.is oba@oba.is Þjónusta til frambúðar..... olivetti Lita-laserprentarinn D-COLOR P2026 Kr. 139.820 P2026 litalaser- prentarinn er orku- sparandi tvíhliða prentari (duplex) fyrir A4, prenthraði 26 bls./mín., með net- og USB tengi fyrir Windows og Mac tölvur. ÁGÚST TILBOÐ kr. 111. 855 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Eldhúsvaskar og tæki Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Bol-871 48cm þvermál þykkt 0,8mm 6.990,- Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm 11.990,- AGI- Eldhústæki 3.990,- Bol-897 66x43x18cm þykkt stáls 0,8mm 11.490,- Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm 7.490,- (fleiri stærðir til) Írak. AFP. | Nærri sjötíu létu lífið í sprengjuárásum í Írak í gær, flestir í höfuðborginni Bagdad og nágrenni. Þá særðust 150 í samræmdum árásum í morgunörtröðinni, í sjálfsmorðsárásum og bílsprengingum. Ofbeldi í landinu hefur aukist mikið frá áramótum og hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir að ráðast ekki að rót vandans en aðgerðir gegn skæruliðum í Bagdad og norður- og vest- urhluta landsins virðast hafa borið lítinn árangur. Það sem af er ári hafa alls 3.700 látið lífið í árásum í landinu. „Við erum fátækt fólk og allar eigur okkar hafa verið brenndar og heimili okkar jafnað við jörðu,“ segir Marwa, 18 ára íbúi í Shaab-hverfi í norðurhluta höfuðborgarinn- ar. Þar létu fjórir lífið í árásum í gær og bílar og nálægar byggingar skemmdust. „Stjórnmálamennirnir berjast um stöður og hugsa ekkert um okkur. Fólk er heim- ilislaust vegna þessara sprenginga. Hver ætlar að bæta okkur tjónið? Hver ætlar að bæta unga fólkinu?“ spyr hún. Engin hafði lýst árásunum á hendur sér í gær en súnnítaskæruliðar með tengsl við Al-Kaída hafa oftsinn- is beint skipulögðum árásum að sjítamúslímum, sem þeir álíta trúníðinga. 31 lét lífið í slíkum árásum 6. ágúst, 47 hinn 10. ágúst og 24 hinn 15. ágúst. Samkvæmt taln- ingu fréttastofu AFP hafa fleiri en 600 látið lífið af völd- um sprengjuárása í ágústmánuði. Stjórnarerindrekar og sérfræðingar hafa hvatt til að gripið verði til aðgerða til að koma til móts við minni- hluta súnnímúslima, sem segjast hljóta illa meðferð af hálfu stjórnvalda. Þau hafa hins vegar lagt megináherslu á að elta uppi og koma höndum yfir skæruliðana. 68 létu lífið í sprengjuárásum  Írösk stjórnvöld eltast við skæruliða í stað þess að ráðast að rót vandans Írak » Auk þess að hafa mistekist að tryggja öryggi borgara landsins hafa stjórnvöld ekki getað séð þeim fyrir nauðsynj- um á borð við hreint vatn eða rafmagn. » Spilling er útbreidd og fá stór mál hafa verið afgreidd vegna pólitískra erja. Melbourne í Ástr- alíu er sú borg þar sem best er að búa, samkvæmt lista The Econom- ist Intelligence Unit, og trónir á toppnum þriðja árið í röð. Borgir í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi verma fimm af tíu efstu sætum listans yfir bestu borgirnar 2013 og borgir í Kanada þrjú. Vín, höfuðborg Aust- urríkis, situr í öðru sæti og Helsinki, höfuðborg Finnlands, því áttunda. Litlar breytingar urðu á efstu sætum frá fyrra ári en 28 borgir féllu á listanum m.a. vegna þjóð- félagslegs óstöðugleika og niður- skurðaraðgerða stjórnvalda. Höf- uðborg Sýrlands, Damaskus, féll um tíu sæti vegna borgarastyrjald- arinnar sem geisar í landinu og vermir neðsta sæti listans. Alls voru 140 borgir undir í könn- un EIU en fimm atriði voru til skoð- unnar; stöðugleiki, heilbrigðisþjón- usta, menning, umhverfi, menntun og innviðir. Melbourne besta borgin að búa í BESTU BORGIRNAR Sérfræðingar bandarísku haf- og loftslagsstofnunar- innar NOAA telja líklegt að dauða hundraða stökkla, sem skolað hefur á austurströnd Bandaríkjanna, megi rekja til veiru sem svipar til mislinga í mönnum. Veiran, morbillivirus, herjar á lungu og heila og er oft banvæn. Alls hafa 333 stökklar fundist dauðir en vísindamenn óttast að faraldurinn nú sé verri en sá síð- asti, sem braust út á árunum 1987- 1988. Þá drápust meira en 740 dýr. Stökklar eru tannhvalir af höfr- ungaætt og er það kenning vís- indamanna að dýrin við austur- strönd Bandaríkjanna búi ekki yfir mótefni til að vinna bug á veir- unni. Drápust af völdum mislingaveiru BANDARÍKIN Ummæli yfirlögreglustjóra Mumbai hafa vakið mikla reiði en í símaviðtali við NDTV-fréttastöð- ina, þar sem öryggismál voru til umræðu, sagði hann fólk verða að velja á milli „lauslætiskúltúrs“, sem leyfði að fólk kysstist á göt- um úti, og öruggrar borgar, sem væri möguleg með „siðgæð- islöggæslu“. Satyapal Singh sagði að koma þyrfti á „jafnvægi“ en að fólk væri „ringlað“ varðandi það hvernig þjóðfélag það vildi. „Annars vegar viltu lauslætiskúltúr en hins vegar öruggt umhverfi fyrir fólkið,“ sagði hann. „Ég skil ekki fjölmiðla og svokallaða aðgerðasinna. Þeir gagnrýna lögregluna fyrir siðgæð- islöggæslu. Eigum við að stunda siðgæðislöggæslu eða ósiðlega lög- gæslu? Ég held að valið sé ykkar.“ Lögregla hefur handtekið fimm menn sem grunaðir eru um að hafa nauðgað 23 ára gamalli konu í Mumbai í síðustu viku en málið hefur vakið spurningar um öryggi kvenna í borginni. Yfirlög- reglustjóri vekur reiði  Sagði fólk velja „lauslætiskúltúr“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.