Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 4. S E P T E M B E R 2 0 1 3  205. tölublað  101. árgangur  Salur skemmtistaðarins Nasa verð- ur friðlýstur ef tillaga þess efnis verður samþykkt af forsætisráð- herra. Húsafriðunarnefnd hefur samþykkt friðlýsingu sem tekur til innviða, rýmisskipunar og varð- veittra hluta af upprunalegum inn- réttingum í sal gamla Sjálfstæðis- hússins í bakálmu friðlýsts húss við Thorvaldsensstræti 2. Þetta þýðir að endurbyggja verði salinn í upp- runalegri mynd. Fyrirhugað er að hótel verði byggt á þessum stað, á svokölluðum Landsímareit. „Í nýju skipulagi virðist það ekki vera alveg tryggt að form salarins sé varðveitt í núverandi mynd. Ef til- lagan verður samþykkt verður það væntanlega tryggt,“ segir Magnús Skúlason, formaður Húsafrið- unarnefndar. „Salurinn hefur menningarsögulegt gildi m.a. af því að þetta var fyrsta hús Sjálfstæð- isflokksins,“ segir Magnús. Í rökstuðningi nefndarinnar segir m.a.: „Í gerð sinni, rýmisskipan, hlutföllum og skreyti ber salurinn í sér tíðaranda 5. áratugarins þegar ensk-amerísk áhrif í tónlist, tísku og byggingarstíl urðu áberandi. Eng- inn samkomusalur með hliðstæðum einkennum hefur varðveist í jafn- heillegri mynd. Menningargildi sal- arins felst ennfremur í tengingu hans við íslenska tónlistarsögu en þar var vettvangur tónleikahalds um áratugaskeið.“ Tillagan var samþykkt með þrem- ur atkvæðum gegn tveimur. thorunn@mbl.is »14 Vilja friðlýsa gamla salinn í Nasa  Tillagan til forsætisráðherra  Friðlýsa hluta af upprunalegum innréttingum Morgunblaðið/Rósa Braga Vallarstræti Húsafriðunarnefnd vill friðlýsa eldri timburhús við Ingólfs- torg, auk salar gamla Sjálfstæðishússins þar sem Nasa var áður til húsa. Leikmenn Fylkis og ÍA höfðu ríka ástæðu til að gleðjast í gærkvöldi er liðin tryggðu sér sæti í efstu deild kvennaknattspyrnunnar á næsta ári. Skaga- stúlkur töpuðu reyndar 2:0 gegn KR í Frostaskjóli, þar sem myndin er tekin, en bjuggu að góðum 3:0- sigri á heimavelli sínum á Skipaskaga. Segja má að hlutunum sé talsvert öðruvísi farið í kvennabolt- anum en hjá körlunum. Þar er KR í sterkri stöðu á toppi efstu deildar en ÍA berst fyrir lífi sínu á botn- inum. » Íþróttir Morgunblaðið/Ómar Einlæg gleði Skagastúlkna Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Ég hreinlega trúi því ekki að á einu ári hafi þetta breyst þannig að allt í einu sé orðinn meiri [kynbundinn] launamunur hjá sveit- arfélögunum en hjá ríkinu,“ segir Hall- dór Halldórsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, um nýja kjarakönnun BSRB, sem sýnir að kynbundinn launa- munur hjá sveit- arfélögum mælist nú 13,3% en 10,9% hjá ríkinu. Þessu var öfugt farið í sambærilegri könn- un fyrir ári en þá var munurinn minni hjá sveitarfélög- unum en ríkinu. Halldór minnir á að sveitarfélögin noti samræmt starfsmatskerfi sem sé „al- gerlega blint á kyn fólks“, segir hann. Útrýma fyrir fullt og allt „Ég ætla ekki að halda því fram að launa- munur sé ekki til staðar en það er eitthvað við þessar kannanir sem stemmir ekki við gögnin,“ segir Halldór. „[…] ég vil að hvert og eitt sveitarfélag taki þetta út samkvæmt gögnum og ef í ljós kemur að einhvers staðar er launamunur vegna kynjanna þá á að útrýma honum fyrir fullt og allt,“ segir hann. „Stemmir ekki við gögnin“  Launamunur kynja breytist mikið milli ára Munurinn 11,4% » Kynbundinn launamunur á heildarlaunum fólks í fullu starfi innan BSRB mælist 11,4% en var 12,5% á síð- asta ári. » Meðallaun kvenna eru 346.724 kr. en karla 474.945 kr. MSegir umskiptin ótrúleg » 4  Sveitarfélagið Ölfus leggst gegn því að sveitarfélagið Árborg taki land eignarnámi í hlíðum Ingólfs- fjalls vegna vatnsöflunar. Umsókn þess efnis frá Árborg er í vinnslu í atvinnuvegaráðuneytinu. Landið er í einkaeign en tilheyrir Ölfusi. Landeigendur vilja ná samning- um við Árborg og segja engin rök vera fyrir eignarnámsleiðinni. „Bæjarstjórnin hér er ekki að leggja stein í götu Árborgar en vilji er til þess að þetta fari rétta leið og menn nái í sátt og samlyndi að virkja þetta svæði,“ segir Gunnsteinn R. Óm- arsson, bæjarstjóri í Ölfusi. »4 Ekki að leggja stein í götu nágrannanna Land tekið eignarnámi? Séð yfir hluta Árborgar í átt að Ingólfsfjalli. Morgunblaðið/Sigurður Bogi  Jökull Berg- mann, sem rek- ur þyrluskíða- fyrirtæki í Skíðadal, segir að aðeins sé pláss fyrir eitt slíkt fyrirtæki í fjalllendinu í kringum Eyja- fjörð en tvö önnur fyrirtæki hyggj- ast bjóða þar upp á þyrluskíðaferð- ir. Þeir sem fari í slíkar ferðir sækist eftir ósnertum brekkum. Stýra þurfi umferðinni, enda séu ósnertar brekkur takmörkuð auð- lind. Slík stýring verði ómöguleg ef fleiri fyrirtæki bætist við. »6 Auðlindin myndi ónýtast og allir tapa  Unnið er að tvöföldun Kalk- þörungaverk- smiðjunnar á Bíldudal og samhliða stækkuninni verður tækja- búnaður aukinn til að bæta við framleiðslu- getuna. Verksmiðjan hefur leyfi til að vinna 50 þúsund tonn af kalk- þörungaseti á ári hverju, en hefur ekki fullnýtt starfsleyfi sitt. Með stækkuninni er búist við að svo verði. Verksmiðjan er stærsti vinnu- staður bæjarins, en óvíst er hvort stækkuninni fylgi fjölgun starfs- manna. Guðmundur V. Magnússon verksmiðjustjóri segir áskorun fel- ast í því að vera með starfsemi sem þessa á svo fámennum stað. »16 Kalkþörungaverk- smiðjan stækkar Frá Bíldudal. GLEÐI, GLYS OG LITADÝRÐ Á TÓNLEIKUNUM ÖLL HÖFUÐ- SKRÍMSLIN BÚA Í FIRÐINUM HUGLJÚFT OG LÍTILLÁTT STÓRSKÁLD BÍLDUDALUR 16 SEAMUS HEANEY 30LJÓSANÓTT 10 ÁRA STOFNAÐ 1913

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.