Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013  Fleiri minningargreinar um Skúli Skúlason bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN MARGRÉT SÖLVADÓTTIR frá Efri-Miðvík í Aðalvík, Norðurbrún 1, áður til heimilis að Álftamýri 38, lést á heimili sínu fimmtudaginn 29. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 5. september kl. 13.00. Marta Lunddal Friðriksdóttir, Gestur Halldórsson, Ásta Lunddal Friðriksdóttir, Eðvarð Björgvinsson, Gunnar Lunddal Friðriksson, Helena Bragadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna veikinda, andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RUTAR MAGNÚSDÓTTUR organista og húsmóður, Sólvangi í Eyrarbakkahr. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Kumbaravogs, Hsu, og sjúkraflutningamanna fyrir frábæra umönnun og viðmót. Nils Ólafsson, Lisbet Nilsdóttir, Ragnar Gíslason, Ólafur Nilsson, Linda Rut Ragnarsdóttir, Eyþór Björnsson, Gísli Einar Ragnarsson, Jóna Þórunn Ragnarsdóttir Karítas Birna, Ævar Kári og Aníta Ýrr. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra HJALTA ÍSFELDS JÓHANNSSONAR, Skeiðarvogi 133, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Landspítalanum, deild A-7 í Fossvogi og deild K-1 á Landspítala Landakoti fyrir einstaklega góða umönnun. Sigurveig Ólafsdóttir, Haukur Hjaltason, Þóra Steingrímsdóttir, Ómar Hjaltason, Hjördís Kjartansdóttir, Pálmi Guðjónsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ANNA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR, Seljabraut 78, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 1. september, verður jarðsungin frá Hjallakirkju föstudaginn 6. september kl. 15.00. Eiríkur Haraldsson, Pétur Eiríksson, Amy Schimmelman, Haraldur Eiríksson, Ingigerður Guðmundsdóttir, Guðrún Eiríksdóttir, Hreiðar S. Marinósson og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINN EYJÓLFUR GUNNARSSON, Eyjabakka 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 27. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 5. september kl. 15.00. Kristbjörg Áslaugsdóttir, Friðbjörn Arnar Steinsson, Halldís Hallsdóttir, Björgvin Þór Steinsson, Sigrún Anný Jónasdóttir, Svana Steinsdóttir, Sigurður Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir, amma og systir, SIGRÚN ERLA VILHJÁLMSDÓTTIR, Birkihlíð 18, Sauðárkróki, sem lést mánudaginn 26. ágúst, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju, laugar- daginn 7. september kl. 14.00. Hallgrímur Þór Ingólfsson, Hákon Hallgrímsson, Hrefna Guðmundsdóttir, Unnur Hallgrímsdóttir, Þór Hallgrímsson, Sandra Heimisdóttir, Ásta Kristjánsdóttir, Hákon Torfason, barnabörn og systkini hinnar látnu. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma og langalang- amma, KRISTJANA HJARTARDÓTTIR, Hlíf II, Ísafirði, áður Skólavegi 9, Hnífsdal, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 7. september kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Úlfs Gunnarssonar fv. yfirlæknis FSÍ. Fyrir hönd aðstandenda, Karl Sigurðsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN ERLENDSSON, Úlfsey, Austur-Landeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 2. september. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ásta Guðmundsdóttir, Haraldur Kristinsson, Brynja Kristinsdóttir, Garðar Kristinsson, tengdabörn og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA JÓNSDÓTTIR, Álftamýri 48, Reykjavík, áður búsett á Flateyri, lést þriðjudaginn 27. ágúst. Jarðsungið verður frá Þorlákskirkju föstudaginn 6. september kl. 13.00. Jón H. Sigurmundsson, Ásta Júlía Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurmundsdóttir, Elín Sigurmundsdóttir, Jan Almkvist, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts ÞÓRÐAR MÓFELLS VILMUNDARSONAR, Mófellsstöðum, Skorradal. Bjarni og Margrét Vilmundarbörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær sonur okkar og bróðir, GUNNAR HERSIR BENEDIKTSSON, sem fórst fimmtudaginn 25. júlí, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju á Höfn föstudaginn 6. september kl. 14.00. Benedikt Gunnarsson, Halldóra Katrín Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Sara Benediktsdóttir. Skúli bróðir er fallinn frá langt um aldur fram. Eins ósanngjarnt og það er reyni ég að hugsa já- kvætt um að nú sé hann kominn á góðan stað og líði vel. Hann fékk mörg mikilvæg ár eftir að hann greindist með krabbamein og not- aði þann tíma mjög vel. Skúli var ótrúlega sterkur bæði andlega og líkamlega og til fyrirmyndar hvernig hann tók á veikindum sín- um. Minningarnar streyma og ég hugsa með hlýhug um allar þær stundir sem við áttum saman. Þrátt fyrir að það séu átta ár á milli okkar fékk ég að þvælast mikið með honum í uppvextinum. Alltaf tók hann mig með í golf eftir vinnu, leyfði mér að þvælast með sér á skellinöðrunni upp á Reykjaheiði eða hvað það nú var sem við vorum að bralla. Síðar þegar ég flutti suð- ur þá kynntist ég Skúla mjög náið. Hann hjálpaði mér af stað út í lífið ef svo má segja og tók þátt í að móta mig sem einstakling enda ein af mínum fyrirmyndum í lífinu. Síðustu ár voru samverustundir okkar að mestu úti á golfvelli þar sem við Skúli ásamt Bigga bróður áttum okkar bestu stundir saman. Ég sakna þín, bróðir, og vildi að þú hefðir fengið fleiri ár með okkur. Minning þín lifir. Elsku Hildur, Ír- is og Markús, guð styrki ykkur á þessum erfiðu tímum. Sigþór. Í dag kveðjum við kæran vin Skúla Skúlason. Skúli átti alltaf sérstakan sess í hjarta okkar, en hann var til staðar og átti sinn þátt í því að við kynntumst. Skúli var einstakur persónuleiki, hann var góður vinur og hann lagði vinnu í það að vera góður vinur. Hann gaf mikið af sér og sýndi alltaf mikinn kærleik og mikið örlæti. Það var alltaf gott að leita til Skúla, hann var bóngóður og það var hægt að treysta því að það sem hann sagði, eða tók að sér var gert myndarlega og vel. Skúli hafði ein- staklega góða og fallega nærveru og kom öllum í gott skap í kringum sig. Hann var því sjálfkjörinn sem annar veislustjóranna í brúðkaupi okkar hjóna. Við áttum því láni að fagna að koma með Skúla í Flatey á Skjálf- anda sumarið 2000 og áttum þar yndislega daga og sáum hvað hann lagði mikla rækt við staðinn og hvað hann var honum kær. Við gengum líka með Skúla ásamt fleiri góðum vinum m.a. Laugaveg- inn og yfir Fimmvörðuháls. Skúli háði langa og hetjulega baráttu við krabbann, í yfir 10 ár. Alltaf fengum við að fylgjast með og alltaf talaði hann um þetta af sama æðruleysinu. Það var aðdá- unarvert að sjá hvernig hann tókst á við hvern dag fullur af bjartsýni, fór beint af sjúkrabeði og út á golf- völl. Hann vildi lifa lífinu og vera við stjórnvölinn. Það var hann sem stjórnaði en ekki sjúkdómurinn. Það var yndislegt að fylgjast með hvernig Skúli ræktaði börnin sín og barnabarn. Hann lagði sig fram um að vera alltaf til staðar og tók virkan þátt í þeirra lífi. Skúli greindist með krabbamein þegar sonur hans Markús Máni var á mjög ungur og lagði hann sig sér- staklega fram um að eyða tíma með honum. Þeir feðgar voru mjög nánir, mikið saman, fóru víða og áttu góðar stundir. Nú er baráttunni lokið og Skúli hefur fengið hvíldina, hans verður sárt saknað en minningin um góð- an og kæran vin mun lifa. Við vilj- um senda fjölskyldu og vinum hans samúðarkveðjur og sérstak- lega til Hildar, Írisar Önnu, Mark- úsar Mána og hennar Unnar Kar- enar. Sigurlína (Lína) og Valdimar (Valdi). Eftirfarandi minningarorð um Skúla okkar eru rituð stuttu áður en hann kvaddi þennan heim. Ég hafði þá sest niður og skrifað bréf til hans um þá virðingu og vænt- umþykju sem við bárum til hans og þakklæti fyrir allt. Bréfið var allt að því tilbúið þegar Íris hringdi til- kynnti mér andlátið. Hér er bréfið. Elsku Skúli. Mig langaði að skrifa nokkrar línur til að segja þér hversu vænt mér og börnun- um mínum þykir um þig og hversu þakklát við erum þér. Þú hefur verið svo elskulegur við okkur öll frá þeim degi er við fluttum inn í húsið í nóvemberlok árið 2009. Á fyrstu dögunum voruð þið feðgar mættir til okkar nýbúanna með rauðvínsflösku og heimatilbúnar sörur til að bjóða okkur velkomin í húsið. Í gegnum árin hefur þú verið duglegur að bjóða mér og mínum í mat, bíó, vídeókvöld og alltaf hefur þú verið tilbúinn að hlaupa undir bagga. Þú varst fljótur að átta þig á að mér leiddist að elda. Eða var það kannski af því að þú bragðaðir á einhverju brasi hjá mér sem við borðuðum alltaf miklu frekar hjá þér? Verð samt að trúa því að það hafi verið grillleysið á mínum bæ frekar en eldunarhæfileikar mínir. Annars ber húsið þess glöggt merki að mikið var grillað á svöl- unum þínum. Oftsinnis hefur þú sagt mér hversu vænt þér þótti um okkur og að börnin mín væru ávallt vel- komin á heimili þitt. Öll kvöldin sem við höfðum set- ið við tölvuna og skrifast á, á milli hæða og hlegið yfir fáránleikanum yfir því eða þegar ég hef setið í sóf- anum hjá þér og spjallað lengi lengi um allt og ekkert. Það besta er að ég á spjallið allt í tölvunni og get lesið aftur og aftur og minn- inguna um sófaspjallið geymi ég vel. Alltaf hefur þú samglaðst okkur yfir öllu sem við höfum tekið okk- ur fyrir hendur. Mér þótti svo vænt um það sem þú sagðir við mig fyrir mánuði um að „það væri alltaf eitthvað um að vera hjá okk- ur“ þegar ég stóð í framkvæmdum á heimili mínu. Þetta lýsir þér svo vel, alltaf að samgleðjast okkur og hvetja áfram í stóru og smáu í líf- inu. Heilsa þín hefur fengið mig til að átta mig á hvað máli skiptir í líf- inu. Að vera fangi í veikum líkama eru spor sem enginn getur sett sig í. Krabbamein og sá tollur sem það tekur er óendanlega ósanngjarn. Ég skammast mín fyrir einfald- leikann í mér að halda að þú myndir hrista krabbann af þér en eins og nýleg skilaboð frá þér segja: „Nei, elskan, þetta er ekk- ert sem ég losna við. Góða nótt, mín kæra. kv. s.“ Þú ert hreint gull af manni og ég og börnin mín munum minnast þín þannig. Við verðum að láta við sitja þessa litlu upptalningu af dýrmæt- um minningum sem við eigum um þig. Ég vildi að ég gæti á einhvern hátt endurgoldið þér ómetanlegan vinskap. Ég ætla að gera mitt besta til að Gabríel minn og Mark- ús þinn fái áfram að rækta vináttu sína. Ég ætla einnig að fylgjast með litlu, yndislegu afastelpunni þinni sem þú varst svo endalaust stoltur af og þið Ída María fenguð í afmælisgjöf fyrir að verða ári. Elsku Markús okkar, Íris og aðrir aðstandendur. Við sendum ykkur okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Missir ykkar er mikill. Elsku hjartans Skúli okkar, hvíl í friði. Minning þín mun lifa í hjört- um okkar alla tíð. Hildur Þ. Rúnarsdóttir, Emma Kamilla, Gabríel Tumi og Ída María Finnbogabörn. Meira: mbl.is/minningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.