Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 9
40% KAST- OG RENNS LISSTA NGIR FLUGU HJÓL VEIÐIH JÓL REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is RÝMINGA RSALAVEIÐIVÖR UR Aðrar veiðivörur á afslætti 25% SPÚNAR VÖÐLUJAKKARSMÁVÖRUR PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 3 2 4 0 9 50% AFSLÁTTU R AF ÖLLU FRÁ LOOP PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR. Þúsundir fermetra af flísum með 20 -70% afslætti Baðherbergisvörur 20 -70% afsláttur Teppi og dúkar 25% afsláttur ÚTSALA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PAR FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013 Ekki beðið um lán Í frétt í Morgunblaðinu í gær um söfnun Minjasafnsins á Hnjóti í Örlygshöfn til að fjármagna kaup á brjóstmynd af Gísla á Uppsölum sagði að Landsbankinn hefði neitað safninu um lán til kaupanna. Rétt er að bankinn var ekki tilbú- inn færa safninu brjóstmyndina að gjöf. Safnið leitar því annarra leiða til að fjármagna kaupin. LEIÐRÉTTING Efri stofn úthafskarfa í Grænlands- hafi hefur verið í mikilli lægð und- anfarin ár og og mælingin á stofn- inum í sumar er sú lægsta frá upphafi. Mæling á neðri stofninum er jafnframt sú lægsta síðan mæl- ingar hófust árið 1999. Íslendingar, Þjóðverjar og Rúss- ar hafa í sameiginlegum leiðangri mælt stærð úthafskarfastofna í Grænlandshafi annað hvert ár. Að þessu sinni stóð leiðangurinn yfir 11. júní til 5. júlí og voru niðurstöð- urnar birtar í gær. Óbreytt staða „Ástandið er jafnslæmt og það hefur alltaf verið,“ segir Kristján Kristinsson leiðangursstjóri um efri stofninn, sem er á minna en 500 metra dýpi. Rúm 91 þúsund tonn af karfa mældust. Það er um 30 þúsund tonnum minna en 2011 en 1994 mældist stofninn yfir tvær milljónir tonna. Hann bætir við að þetta þýði ekki mikið fyrir veið- arnar því þær hafi verið bannaðar undanfarin ár. Neðri stofninn, sem er á meira en 500 m dýpi, var áætlaður um 400 þúsund tonn. Það er rúmlega 70 þúsund tonnum minna en mæld- ist 2011. Undanfarin ár hefur alþjóða- hafrannsóknaráðið lagt til 20 þús- und tonna kvóta á ári. Kristján segir að Norður-Atlantshafs- fiskveiðiráðið hafi tekið mið af þessu undanfarin ár, minnkað kvót- ann ár frá ári og leggi til 20 þúsund tonna kvóta á næsta ári. Kvóti Ís- lands var 8.000 tonn af 26.000 tonn- um í ár og verður um 6.200 tonn á næsta ári. steinthor@mbl.is Stofn úthafskarfa í sögulegu lágmarki  Kvótinn hefur minnkað verulega „Aukinn kaup- máttur og trygg- ing hans er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Björn Snæ- björnsson, for- maður Einingar- Iðju, um áherslur félagsmanna við mótun kröfugerð- ar félagsins í kom- andi kjara- viðræðum. Kjarabætur í gegnum skatta eru þeim einnig ofarlega í huga. Unnið er þessa dagana að kröfu- gerð hjá félaginu en niðurstöður könnunar meðal félagsmanna á vinnustöðum um hvað leggja beri áherslu við gerð næstu kjarasamn- inga liggja nú fyrir. Þær verða kynnt- ar á félagsfundum næstu daga og birtar opinberlega eftir helgi. Að sögn Björns, sem einnig er for- maður Starfsgreinasambandsins, er alls staðar vinna í gangi í aðildarfélög- unum vegna undirbúnings fyrir kjaraviðræður. Félögin hafa frest til 12. september að ákveða hvort þau vilja semja undir merkjum SGS og veita sambandinu samningsumboð. Tafir vegna skorts á upplýs- ingum um aðgerðir stjórnvalda „En menn vita ekki vel hver stefna stjórnvalda er í hinum ýmsu málum og eru því ekki tilbúnir að ganga frá kröfugerðum og leggja þær fram fyrr en séð verður hvað menn eiga í vænd- um,“ segir hann. Björn gagnrýnir seinagang stjórnvalda við að veita upplýsingar um hvaða stefnu verður fylgt, ekki síst þar sem fjárlaga- frumvarpið kemur ekki fram fyrr en 1. október. Verkalýðshreyfingin hafi ætlað að vera snemma á ferðinni við gerð kjarasamninga en þar sem stjórnvöld hafi ekki enn sýnt á spilin sé ljóst að tafir verði á. ,,Það mun tefj- ast eitthvað að við leggjum fram heildstæða kröfugerð.“ Tryggja aukinn kaupmátt Björn Snæbjörnsson  Eining-Iðja vinnur að kröfugerð Dalvegi 16a Kóp. | nora.is | facebook.com/noraisland ÚTSALA Skrifborð með hillu, verð nú kr. 103.400-20% Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Túnikur í fallegum litum! St. 36-52 Kýrin Lýsa 264 í Villingadal í Eyjafjarðarsveit bar í lok ágúst fjórum kálf- um, sem allir reyndust dauðir. Þeir voru fullskapaðir, en Lýsu vantaði hálf- an mánuð upp á tal. Um var að ræða eitt naut og þrjár kvígur. Nautið var nokkru þyngst eða 27 kíló, en kvígurnar 19, 20 og 21 kg. Samtals gekk því Lýsa með 87 kg, en nýfæddur meðalkálfur er um 35 kg. Í rannsókn sem gerð var í kringum aldamót á gögnum úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar yfir átta ára tímabil kom í ljós að þríkelfingafæð- ingar í stofninum voru nálægt því að vera að meðaltali ein á ári og hlutfall tvíkelfinga nálægt 1%. Engar sögur fara fyrr en nú af fæðingu fjórkelfinga í íslenska kúastofninum, segir á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Lýsa bar fjórum kálfum Ljósmynd/Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.