Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 10
Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Kristján Jóhannsson og Arn-ór Vilbergsson buðu Suð-urnesjamönnum óm afsjötta og sjöunda ára- tugnum á Ljósanótt fyrir tveimur ár- um. Þá var litið yfir farinn veg, stiklað á stórviðburðum áratuganna með að- stoð útvarpstækninnar og vinsælustu íslensku lögin flutt af tónlistar- mönnum og hljómsveit í bland við tal- að mál, öll útsett af Arnóri. Tónleikarnir heppnuðust vel og var ákveðið að halda áfram með sög- una í fyrra og þeir félagar fengu Guð- brand Einarsson í lið með sér, marg- reyndan poppara og stjórnanda, til að flytja tónlist og tíðaranda áttunda áratugarins með svipuðu sniði. Eftir það var engin leið að hætta fyrr en ní- unda áratugnum væru gerð skil með svipuðum hætti. Frumflutt verður í kvöld og eftir það verður boðið upp á þrjár sýningar í Andrew’s Theater á Ásbrú, annað kvöld, sunnudag og sunnudagskvöld. Miðasala á midi.is. Átta söngvarar, 15 manna hljómsveit og annað starfsfólk, sam- tals um 40 manns, koma að sýning- unum. Blaðamaður settist niður með Kristjáni Jóhannssyni, höfundi og fararstjóra, Gunnheiði Kjartans- dóttur, leikstjóra, Hjörleifi Má Jó- hannssyni, söngvara og Lísu Einars- dóttur söngkonu til að fræðast um sýninguna. Glys og gleði einkennandi Ásamt því að leikstýra sér Gunn- heiður um að laða fram einkenni ára- tugarins með búningum og fylgi- hlutum. Hún segir skæra liti hafa verið áberandi og tjull, hvort sem Fortíðarþrá og öfgafullur áratugur Don Cano-gallar, Millet-dúnúlpur, Beta-myndbandstæki og aðrar þekktar minjar frá níunda áratugnum verða áberandi á hátíðartónleikum Ljósa- nætur sem frumfluttir verða í kvöld. Tónleikarnir eru jafnframt þeir þriðju og síðustu í tónleikaröð sem höfundar og stjórnendur kalla Með blik í auga, nú númer 3: Hanakambar, hárlakk og herðapúðar. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013 Í dag fer af stað hjá UNICEF mænu- sóttarátak og má sjá allt um það á síðunni: unicef.is/maenusott. Með því að kaupa kaffidrykk hjá Te & kaffi í september leggur fólk átakinu lið, því að af hverjum seldum drykk renn- ur andvirði einnar bólusetningar (25 kr) til baráttu UNICEF gegn mænu- sótt. Einnig er hægt að senda sms-ið stopp í símanúmerið 1900 til að gefa 10 bólusetningar (250 kr). Ótrúlegur árangur hefur náðst við að útrýma veikinni en fyrir 25 árum var hún landlæg í 125 ríkjum. Í dag er hún ein- ungis í þremur, Afganistan, Pakistan og Nígeríu. Mænusótt, einnig þekkt sem lömunarveiki, er ólæknandi sjúk- dómur sem örkumlar börn og dregur jafnvel til dauða. Til að útrýma henni á heimsvísu þarf að tryggja að öll börn fái bólusetningu sem verndar þau til æviloka. Engin lækning er til við mænusótt, aðeins bólusetning. Vefsíðan www.unicef.is/maenusott AFP Bólusett Mænusótt er líka þekkt sem lömunarveiki og finnst í þremur löndum. Kaffikaup gegn mænusótt Fyrsta handverkskaffi haustsins verður haldið í Gerðubergi frá klukk- an 20-22 í kvöld. Þar mun ljósmynd- arinn Anna Fjóla Gísladóttir kenna einfaldar aðferðir við að taka ljós- myndir með svonefndum Camera Obscura eða myrka herbergið og pin- hole-ljósmyndaaðferðum. Upp- haflega var einungis notast við kassa með linsu framan á og innbyggðum spegli. Spegillinn varpaði myndinni sem linsan nam á glerplötu á efra borði kassans. Því var hægt að leggja blað yfir glerplötuna og draga mynd- ina í gegn. Fræðsla, kaffi og með því í Gerðubergi í kvöld. Endilega … … lítið inn í handverkskaffi Ljósmynd/Anna Fjóla Gísladóttir Linsa Áhöld til að búa til myndavél verða meðal annars í Gerðubergi. Sífellt fjölgar í hópi þeirra sem fara að hausti til í skógarferð og tína mat- arsveppi. Ekki eru allir sveppir góðir í matargerð og sumir varhugaverðir. Því er gott að vera með góða hand- bók meðferðis eða fræðast um sveppatínslu eftir öðrum leiðum. Landbúnaðarháskóli Íslands býður upp á ýmis námskeið á haustönn um lífrænan landbúnað. Sveppir og sveppatínsla er eitt þeirra og þar læra nemendur aðferðir við sveppa- tínslu, hvernig á að meðhöndla sveppina, hreinsa og geyma. Að sama skapi verður farið ofan í kjölinn á nýtingarmöguleikum á sveppum sem vaxa villtir víða um land. Sveppanámskeiðin eru tvö: Annað á Snæfellsnesi, í skóglendi svæðisins og hitt í nágrenni Reykja- víkur. Á meðal leiðbeinenda á námskeið- unum er skógfræðingurinn Bjarni Diðrik Sigurðsson, sem einnig er pró- fessor við Landbúnaðarháskólann. Heldur betur spennandi fyrir mat- gæðinga. Upplýsingar er að finna á vef skólans: www.lbhi/namskeid Námskeið um lífrænan landbúnað Skógarferð og sveppatínsla er bæði góð skemmtun og búbót Morgunblaðið/Ómar Sveppir Þá má finna innan borgarmarka en gott er að þekkja hverja má borða. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Ljósanæturhátíðin er ein allsherjar menningarveisla sem stendur frá fimmtudegi til sunnudags, þetta ár- ið 5. til 8. september. Fjöldi listsýn- inga verður opnaður um allan bæ á morgun, fimmtudag, og þær hafðar opnar til síðdegis á sunnudag. Á föstudag verða tvö listaverk af- hjúpuð, annars vegar vatnstank- urinn við Vatnsholt, þar sem lista- hópur á vegum Toyista hefur verið að störfum undanfarnar vikur við að mála tankinn. Mikil leynd hefur hvílt yfir verkinu sem og listafólk- inu og eru margir spenntir að líta afraksturinn. Parísartorg verður einnig afhjúpað á föstudag, en það er hringtorg á mótum Sunnubraut- ar, Krossmóa og Flugvallarvegar og það prýðir snúinn Eiffel-turn eftir listamanninn Stefán Geir Karlsson. Súpa Skólamatar verður á sínum stað við Duushús á föstudagskvöld og slegið verður upp Bryggjuballi á sama tíma. Viðar Oddgeirsson mun halda áfram sýningum á mannlífinu í bænum í Nýja bíói á laugardag og keflvíska listakonan Gunnhildur Þórðardóttir er listamaður ljósa- nætursýningar listasafnsins. Á laugardag er árgangagangan fræga sem endar við sviðið á Bakkalág um kl. 14 á laugardag og þá verður formleg setning Ljósanætur. Í fram- haldi verður fjölbreytt dagskrá um allan bæ sem lýkur með stór- tónleikum á láginni og flugeldasýn- ingu. Nánari upplýsingar um dag- skrá Ljósanætur er að finna á vefsíðunni www.ljosanott.is. LJÓSANÆTURHÁTÍÐIN Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Litagleði Börn slepptu blöðrum af mismunandi litum á Ljósanótt árið 2008. Fjöldi listsýninga um allan bæ BLÁTT Spírulína gefur jafna orku sem endist Aukið streituþol og bætir einbeitingu. Nærir taugakerfið. Frábær meðmæli við athyglisbrest og eirðarleysi. Fyrir þá sem eru undir miklu líkamlegu eða andlegu álagi. Inniheldur lifræna næringu samtals 29 vítamín og steinefni, aminosýrur og 50% meira af Phycocyanin en annað Spírulína. Rannsóknir hafa sýnt að það eflir ónæmiskerfið og styður getu tauga og líkama til þess að starfa eðlilega þrátt fyrir streituálag. Phycocyanin er kallað undrasameindin sem eykur virkni mikilvægra ensíma. Eingöngu ræktuð næringaefni, ekkert GMO. Gæðastaðall: ISO 14001, ISO 22000. Útsölustaðir: Lyfja, Hagkaup, Krónan, Heilsuhúsið, Fjarðarkaup og Græn heilsa. Hrein orka og einbeiting BETRI FRAMMISTAÐA, LENGRA ÚTHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.