Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013 K lemenz fæddist í Lyng- holti í Garði 4.9. 1963 og ólst þar upp: „Ég var í sveit á sumrin hjá frændfólki mínu í Mánaskál í Laxárdal í Austur- Húnavatnssýslu. Þar var ég sumar- langt frá níu ára aldri og þar til ég varð þrettán ára. Þá tók fótboltinn öll völd og ég kvaddi sveitasæluna.“ Klemenz var í Grunnskólanum í Garði, lauk stúdentsprófi frá FS 1982, prófum frá Íþróttakenn- araskóla Íslands 1986, lauk B.Sc- prófi í næringarfræði og stjórnun við Loma Linda University í Bandaríkj- unum 1989 og lauk M.Sc-prófi í mat- vælafræði við California State Uni- versity í Northridge 1991. Klemenz, kona hans og dóttir fluttu heim í desember 1991. Hann kenndi við Fjölbrautaskóla Suður- nesja 1992 og 1994-96, var gæðastjóri Saltverksmiðjunnar á Reykjanesi 1992-94, heilbrigðisfulltrúi hjá Heil- brigðiseftirliti Suðurnesja 1996-2000 Klemenz Sæmundsson, forstöðumaður hjá IGS – 50 ára Umvafinn kvenlegri fegurð Klemenz og Katrín, ásamt dætrunum, Soffíu, Þóru Kristínu og Elínu Ólu. Er nú á hringferð um landið á reiðhjólinu Fylgt úr hlaði Klemenz og félagar úr N 3, er hann lagði upp í hringferðina. Það er allt spennandi við fornleifafræðina. Þetta er eiginlegahálfgerð köllun,“ segir Margrét Hrönn Hallmundsdóttir semákvað tíu ára gömul að verða fornleifafræðingur. Þrjátíu ár- um síðar fagnar hún fertugsafmæli sínu á Hrafnseyri við Arnarfjörð þar sem hún vinnur að verkefninu „Arnarfjörður á miðöldum“ þar sem unnið er að því að staðsetja miðaldabyggðina. Átta breskir fornleifafræðinemendur og tveir Íslendingar taka m.a. þátt í verk- efninu. Þónokkrar gersemar frá víkingaöld eða 10. öld, hafa fundist eins og snældusnúður, brýni og perlur. Þá hefur verið grafinn upp kirkjugarður sem hefur verið aldursgreindur frá svipuðum tíma. Fornleifafræðin er vísindagrein sem tekur á mörgum þáttum, það sé ekki síst það sem gerir hana jafn athyglisverða og fjöbreytta og raun ber vitni, segir Margrét sem er greinilega á réttri hillu í lífinu. „Það hefur meira og minna rignt í fjórar vikur en það er þurrt núna og verður eitthvað áfram,“ segir Margrét en votviðri bítur ekki á hana. Hún ætlar að borða köku með nemendum sínum í tilefni dagsins. Annars mun hún verja deginum á hnjánum að grafa upp vel geymdar gersemar undir grænni torfu. Margrét vinnur á Náttúrustofu Vestfjarða. Hún er gift Guðmundi B. Smárasyni og eiga þau þrjú börn. thorunn@mbl.is Margrét Hrönn fornleifafræðingur – 40 ára Fornleifafræðingur Margrét Hrönn ákvað 10 ára gömul að verða fornleifafræðingur, hún lét drauminn rætast og líkar vel. Á hnjánum með sorgarrendur Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kristín Liang Helgudóttir og Sól- veig Embla Sveins- dóttir héldu tom- bólu fyrir utan Rúmfatalagerinn í Skeifunni. Þær söfn- uðu 4.766 kr. sem þær gáfu Rauða krossinum. Hlutavelta Reykjavík Bríet Svala fæddist 30. desember. Hún vó 3.495 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Andr- ea Pálmadóttir og Sölvi Guðmund- arson. Nýir borgarar Reykjavík Viktoría Von fæddist 7. desember kl. 1.03. Hún vó 3.755 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Arna Diljá Guðmundsdóttir og Fannar Jónsson. Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Opnir tímar: 4 flottir skvass salir Körfuboltasalur Einn besti golfhermir landsins Velbúinn tækjasalur Gufubað 7 Cross bells tímar á viku 6 Spinning tímar á viku Einkaþjálfarar Skvass kennsla Persónuleg þjónusta Spinning mán., mið. og fös., kl 12.00 og 17.15 Mikill hraði og brennsla. Ko m du m eð íg ot t fo rm ! Árskort á tilboði til 10. september 10% afsláttur af öllum kortum til 10. sept. Cross bells þri. og fim., kl 12.00 og 17.15 lau., kl. 10.00 Styrkir alla vöðva líkamans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.