Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013 Snyrting Spænskar gæðasnyrtivörur, fram- leiddar úr náttúrulegum hráefnum, og eru fyrir alla daglega umhirðu húðar. Fjölbreyttar vörur sem henta allri fjölskyldunni. Sjá nánar í netversluninni: www.babaria.is Geymslur Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjól- hýsi, báta og fleira í upphituðu rými. Gott verð. Sími 499 3070. E-mail solbakki.311@gmail.com Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Verslun 7.9.13 Trúlofunar- og giftingar- hringar Auk gullhringa eigum við m.a. tita- nium- og tungstenpör á fínu verði, frí áletrun. Sérsmíði, framleiðsla og viðgerðarþj. ERNA Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ýmislegt Útsala Skarthúsið, Laugavegi 44. Sími 562 2466. Bílar FORD TRANSIT-HÚSBÍLL Árg. 1998, ekinn 91000, svefnpláss fyrir 2, vaskur, ískápur, borð, verð 800 þús., uppl. í síma 866 9693. Bílaþjónusta Hjólbarðar Vörubíladekk Rýmingarútsala 315/80 R 22.5 kr. 59.900 + vsk. 11 R 22.5 kr. 36.900 + vsk. 12 R 22.5 kr. 39.500 + vsk. 265/70 R 19.5 44.500 + vsk. 285/70 R 19.5 49.800 + vsk. 40 feta notaðir gámar til sölu. Kaldasel ehf., dekkjaverkstæði, Dalvegi 16 b, Kópavogi, sími 5444 333. Ný heilsársdekk 185/65 R 14 kr. 12.900 185/70 R 14 kr. 14.900 195/70 R 14 kr. 15.900 205/70 R 14 kr. 16.700 205/65 R 16 kr. 22.900 215/55 R 16 kr. 19.700 205/70 R 17 kr. 19.500 215/55 R 17 kr. 23.500 235/55 R 17 kr. 26.700 225/65 R 17 kr. 26.900 Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b, Kópavogi, sími 544 4333. Ökukennsla Kenni á BMW 116i Snorri Bjarnason, sími 892 1451. Bilaskoli.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni. Sími 847 8704 manninn@hotmail.com Íbúð til leigu í Barcelona í vetur. www.starplus.is Upplýsingar í síma 899 5863. Til leigu HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Bílaleiga Smáauglýsingar 569 1100 ✝ Skúli Skúlasonfæddist á Húsa- vík 7. október 1964. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 27. ágúst 2013. Foreldrar hans eru hjónin Freyja Sigurpálsdóttir, f. 7. desember 1928 og Skúli Skúlason, f. 7. október 1930. Systk- ini Skúla eru þau Hulda Sigríður, f. 1. mars 1954, Guðbjörg, f. 17. júlí 1956, Birgir, f. 22. febrúar 1961, Anna Þur- íður, f. 21. maí 1963 og Sigþór Kristinn, f. 6. desember 1972. Skúli átti börnin Hildi Ósk, f. 15. maí 1987, Írisi Önnu, f. 30. ágúst 1989 og Markús Mána, f. 2. júní 2002. Skúli ólst upp á Húsavík þar sem hann gekk í Barna- skólann á Húsavík. Hann byrjaði ungur að spila golf og náði þar góðum árangri enda átti það hug hans allan á uppvaxtarárunum og óslitið allt til dánardags. Hann fluttist til Reykjavíkur þar sem hann lærði á tölvur og fluttist svo þaðan til Djúpavogs þar sem hann starfaði í 2 ár við tölvur auk þess sem hann hóf þar sambúð með fyrri konu sinni, Guðbjörgu Önnu Jóns- dóttur. Með henni átti hann dæt- urnar Hildi Ósk og Írisi Önnu. Hann hóf störf hjá Samvinnulíf- eyrissjóðnum eftir að hann flutt- ist aftur til höfuðborgarinnar frá Djúpavogi. Þar vann hann út sína starfstíð eða fram á þetta ár en þess ber að geta að Sam- vinnulífeyrissjóðurinn samein- aðist lífeyrissjóðnum Lífiðn árið 2007 og fékk þá nafnið Stafir líf- eyrissjóður. Árið 2002 eignaðist hann soninn Markús Mána með seinni konu sinni, Svölu Rún Sigurðardóttur. Útför Skúla fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 4. sept- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku pabbi, nú ertu kominn á betri stað þar sem þér líður betur. Þrátt fyrir veikindin erum við búnir að gera margt saman. Við erum búnir að spila golf mörgum sinnum sem var mjög gaman, en mér tókst aldrei að vinna þig. Við fórum saman til Spánar þar sem við vorum í golfi og fórum í Go- Kart, en það var meiriháttar skemmtilegt. Og ekki má gleyma Flateyjarferðunum okkar þar sem við lentum í ýmsum ævintýr- um. Minningarnar verða ávallt með mér, pabbi minn, en þú varst besti pabbi í heimi. Það verður hundleiðinlegt að geta aldrei talað við þig eða hitt þig aftur. Þú hefur alltaf verið hetjan mín, elsku pabbi. Ég mun hugsa til þín á hverjum degi og þú býrð í hjarta mínu. Þinn elskulegi sonur, Markús Máni. Elsku besti pabbi. Nú ertu kominn á betri stað. Þú birtist Markúsi svo fallega í draumi nótt- ina sem þú kvaddir og sagðir að þér liði miklu betur. Við trúum því og það veitir okkur huggun á þess- um erfiðu tímum. Með þér eigum við ótal góðar minningar. Við fór- um í ótal ferðir norður til Húsavík- ur, út í Flatey og til útlanda en það eru örfá dæmi um ferðir sem verða lengi í minnum hafðar. Þú fórst með okkur systur í okkar fyrstu utanlandsferð 1998 til Spánar og sú ferð var ógleyman- leg. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og engin vandamál voru of smávægileg til að nefna við þig. Þú kvartaðir aldrei yfir hlutskipti þínu og sagðir að ef einhver myndi þola þetta mótlæti þá værir það þú og það reyndist hverju orði sann- ara. Þú hafðir það alltaf gott að eigin sögn, svo lengi sem þú náðir að draga andann og festa svefn. Með baráttu þinni og þrautseigju tókst þér að kaupa tíma sem við verðum ævinlega þakklátar fyrir. Við erum þakklátar fyrir að þú hafir náð að ala upp frábæran son og bróður, hann Markús Mána, sem einungis var sex mánaða þeg- ar þú greindist fyrst. Við erum þakklátar fyrir að þú hafir orðið afi og náð að eiga yndislegar stundir með Unni Karenu okkar sem fæddist á afmælisdaginn þinn, 7. október fyrir ári. Hún var algjör afastelpa og þú varst svo hreykinn af henni. Það mun eng- inn koma í staðinn fyrir þig og við munum alltaf sakna þín. Þú varst frábær fyrirmynd og hvattir okk- ur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem það voru íþróttir, nám eða aðrar tómstund- ir. Þú sýndir þeim áhuga og lést þig ekki vanta á íþróttaviðburði þegar þú hafðir heilsu til að mæta. Þú varst svo duglegur. Sama hvað þú tókst þér fyrir hendur gerðirðu það vel. Ef þú varst ekki bestur í því sem þú gerðir, þá fannst þér eiginlega ekki taka því að gera það. Ein gömul viðurkenning frá skákmóti lýsir þér mjög vel en á henni voru þrjár undirskriftir: undirskrift mótsstjóra, formanns taflfélagsins og sigurvegara móts- ins og var þitt nafn á öllum þrem- ur stöðunum. Dugnaður, metnað- ur og áreiðanleiki einkenndi starf þitt og því eru allir sammála sem þig þekktu. Við munum aldrei gleyma þér og minning um traust- an og ástríkan föður og afa er það dýrmætasta sem þú færðir okkur. Hún er sterk og mun lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Þínar dætur, Hildur Ósk og Íris Anna. Skúli Skúlason ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT BIRNA VALDIMARSDÓTTIR, Kirkjuvegi 5, Keflavík, lést á heimili sínu föstudaginn 30. ágúst. Útförin verður frá Njarðvíkurkirkju (Innri- Njarðvík) föstudaginn 6. september kl. 15.00. Valdimar Örn Valsson, Snjólaug Kristín Jakobsdóttir, Margrét Birna Valdimarsdóttir, Páll Axel Vilbergsson, Snædís Anna Valdimarsdóttir, Valdís Lind Valdimarsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR FRIÐRIKSSON myndlistarmaður, Víðigrund 22, Sauðárkróki, lést á heimili sínu fimmtudaginn 29. ágúst. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 7. september kl. 17.00. Rúnar Máni Gunnarsson, Eydís Magnúsdóttir, Davíð Snævar Gunnarsson, Ragnhild Svellingen, Tinna Dögg Gunnarsdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARSELÍA S. GUÐJÓNSDÓTTIR, Skólabraut 29, Akranesi, lést á dvalarheimilinu Höfða miðvikudaginn 28. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 6. september kl. 14.00. Inga Jóna Þórðardóttir, Geir H. Haarde, Herdís Þórðardóttir, Jóhannes Ólafsson, Guðjón Þórðarson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Skrifstofur eftirtalinna stofnana að Stórhöfða 31 verða lokaðar vegna útfarar Skúla Skúlasonar miðvikudaginn 4. september frá kl. 12 Ra�iðnaðarsamband Íslands Félag bókagerðarmanna MATVÍS Sta�ir, lífeyrissjóður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.