Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013 Það er alls ekki svo eins og sumirhafa á tilfinningunni að allt sé látið reka á reiðanum hjá borgaryf- irvöldum.    Nú er það að vísualveg rétt að grasslætti hefur ekki verið sinnt sem skyldi og að borgin hefur tekið allt sum- arið í að velta slætt- inum fyrir sér án þess að úr hafi verið bætt.    Það er reyndar líka rétt að snjó-mokstur hefur verið í ólestri og ekki meiri áhugi á að greiða leið einkabílsins að vetrarlagi en á öðr- um árstímum.    Og ef út í það er farið hefur held-ur ekkert verið gert til að end- urnar á Tjörninni fái að vera þar í sæmilegum friði með unga sína á vorin og nú er svo komið að þær eru orðnar jafn sjaldséðar þar og hvítir hrafnar.    En það er sem sagt ekki svo aðallt sé í ólagi hjá borginni. Í fyrradag gerðist það að starfsmenn borgarinnar hófu að hreinsa upp furðuverkið sem komið hafði verið fyrir á miðri Hofsvallagötunni íbú- um og öðrum vegfarendum til ama og leiðinda.    Raunar voru það aðeins tungu-málaerfiðleikar og misskiln- ingur sem ollu því að farið var í að hreinsa til og borgaryfirvöld gripu strax inn í og stöðvuðu hreinsunar- aðgerðirnar.    Þrátt fyrir það er ekki hægt aðlíta framhjá því að þarna fór um skamma stund fram upp- byggileg vinna á vegum borg- arinnar. Jón Gnarr Kristinsson Hreinsað til fyrir misskilning STAKSTEINAR Veður víða um heim 3.9., kl. 18.00 Reykjavík 9 léttskýjað Bolungarvík 8 skýjað Akureyri 12 léttskýjað Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 26 heiðskírt Brussel 23 léttskýjað Dublin 20 léttskýjað Glasgow 17 léttskýjað London 25 heiðskírt París 26 heiðskírt Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 20 skýjað Berlín 18 skúrir Vín 20 alskýjað Moskva 15 skýjað Algarve 28 heiðskírt Madríd 33 léttskýjað Barcelona 26 heiðskírt Mallorca 28 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 20 léttskýjað Montreal 18 skýjað New York 25 alskýjað Chicago 21 léttskýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:20 20:34 ÍSAFJÖRÐUR 6:19 20:45 SIGLUFJÖRÐUR 6:02 20:28 DJÚPIVOGUR 5:48 20:05 Stjórnendur Milestone og þrír endurskoðendur frá KPMG neituðu sök við þingfestingu máls á hendur þeim við Héraðsdóm Reykjavíkur í gærmorgun. Sakborningar mættu allir í dómsal. Sérstakur sak- sóknari höfðaði málið vegna greiðslna til Ingunnar Wernersdóttur á árunum 2006 til 2007. Í málinu eru Guðmundur Ólason, forstjóri Mile- stone, Karl Wernersson stjórnarformaður og Stein- grímur Wernersson stjórnarmaður ákærðir fyrir umboðssvik, meiriháttar brot á bókhaldslögum og lögum um ársreikninga í tengslum við greiðslurnar til Ingunnar en þær námu á sjötta milljarð króna. Jafnframt eru endurskoðendurnir Hrafnhildur Fanngeirsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Sigur- þór Charles Guðmundsson, öll frá endurskoðunar- fyrirtækinu KPMG, ákærð fyrir brot gegn lögum um endurskoðendur. Þau Margrét og Sigurþór eru ennfremur ákærð fyrir meiriháttar brot á lögum um ársreikninga vegna viðskiptanna. Mótmæltu framlagningu gagna Verjendur mótmæltu framlagningu reiknings- skila- og endurskoðunarstaðla við þingfestingu málsins, þar sem þeir töldu að um réttarheimildir væri að ræða og því ekki þörf á að leggja gögnin fram. Verjendur kröfðust þess einnig að gefið væri upp hverjir væru höfundar tiltekinna gagna svo hægt væri að spyrja þá út í gögnin fyrir dómi. Ákæruvaldið sá ekkert því til fyrirstöðu. Þá mótmæltu verjendur einnig framlagningu umfangsmikilla viðauka við greinargerð rannsak- enda, og vísaði dómari í málinu til þess að lög gerðu ekki ráð fyrir framlagningu viðauka af þeim toga sem ákæruvaldið lagði fram, og vísaði til Baugs- mála lögunum til fyllingar. Saksóknari bar því við að viðaukarnir væru settir fram með þessum hætti til að gera greinargerð rannsakenda læsilegri og aðgengilegri. Greinar- gerðin var því lögð fram án viðaukanna, sem hugs- anlega munu koma inn í málið á síðari stigum. Dómari bætti við að ef ákæruvaldið gæti gengið þannig frá þeim gögnum, sem verjendur gerðu at- hugasemdir við, að þeir sættu sig við framsetningu þeirra væri ekkert því til fyrirstöðu að leggja þau fram. Neituðu sök í Milestone-máli Flóttamannanefnd sem skipuð er af félags- og húsnæðismálaráðherra hefur kynnt áherslur sínar og stefnu um móttöku flóttafólks. Nefndin leggur til að tekið verði á móti ein- stæðum mæðrum og hinsegin fólki, allt að fjórtán einstaklingum samtals í tveimur hópum á næstu mánuðum. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsir ánægju með tillögu flóttamanna- nefndar í tilkynningu og áherslurnar sem liggja þar að baki: „Með þessu er fullt tillit tekið til forgangsröð- unar flóttamannanefndar Samein- uðu þjóðanna og við nýtum okkur ákveðna sérstöðu íslensks samfélags þar sem fjölbreytt fjölskylduform eru almennt viðurkennd for- dómalaust.“ Að mati flóttamannanefndar eru allir innviðir hér á landi til að taka á móti einstæðum mæðrum góðir og ástæða til að halda því áfram. Auk einstæðra mæðra bendir flótta- mannanefnd á að hinsegin fólk sé sérstaklega viðkvæmur hópur flótta- fólks. Mörg samfélög líti á samkyn- hneigð sem sjúkdóm og beiti ýmsum aðferðum sem jafngildi pyntingum til að „lækna sjúkdóminn“. Tekið á móti 14 flótta- mönnum  Áhersla á mæður og hinsegin fólkFallegir toppar peysur og bolir fyrir konur á öllum aldri Stærðir S-XXXL Einnig eigum við alltaf vinsælu velúrgallana Stærðir S-XXXL Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Ný sending

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.