Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 247. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Eiður Smári ekki sáttur
2. „Þetta er símaat. Ég er fáviti.“
3. Fundu á sér án þess að drekka
4. Konan líka ákærð
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Djúpið eftir Baltasar Kormák er til-
nefnt til Kvikmyndaverðlauna Norð-
urlandaráðs í ár. Ein kvikmynd frá
hverri Norðurlandaþjóð er tilnefnd og
hlýtur sigurvegarinn 350 þúsund
danskar krónur, jafnvirði um 7,5 millj-
óna íslenskra króna. Hinar myndirnar
fjórar eru Jagten frá Danmörku, Ker-
ron Sinulle Kaiken frá Finnlandi, Som
du ser meg frá Noregi og Äta sova dö
frá Svíþjóð. Djúpið hlaut ellefu Eddu-
verðlaun í byrjun árs og hefur verið
selt til útgáfu og dreifingar í nær 30
löndum. 30. október nk. verður til-
kynnt hvaða kvikmynd hlýtur verð-
launin í ár, á viðhafnarsamkomu í Óp-
eruhúsinu í Ósló, og verða sigurveg-
arar Bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs, Tónlistarverðlauna
Norðurlandaráðs og Náttúru- og um-
hverfisverðlauna Norðurlandaráðs
einnig heiðraðir á samkomunni.
Kvikmyndirnar fimm verða sýndar
á sérstökum kvikmyndaviðburði á
vegum Græna ljóssins í Háskólabíói
20.-25. september.
Djúpið tilnefnt til
kvikmyndaverðlauna
Sýningin Heimsmetadagur Ripleys
fer fram í Háskólabíói 21. september
nk. en á henni verða sett margs konar
heimsmet. Meðal þeirra sem koma
fram eru Hafþór „Hulk“ Björnsson,
einn sterkasti maður í heimi, sem mun
rífa þykkar bækur í sundur, beygja
mótajárn og lyfta ísskápum, og töfra-
maðurinn Einar Mikael, sem mun setja
met í fjölda risastórra
sjónhverfinga á þremur
mínútum.
Heiðursgestur
kvöldsins er
Dan Meyer,
heimsmeist-
ari og sverðgleypir.
Heimsmetadagur
Ripleys í Háskólabíói
Á fimmtudag Vestlæg átt, 3-10 m/s. Skýjað vestra, annars létt-
skýjað. Hiti 7-14 stig. Á föstudag Sunnan og suðvestan 5-13, bjart
nyrðra og eystra, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 10-17 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt. Skúrir vestantil en annars
skýjað með köflum. Stöku síðdegisskúrir norðaustantil. Hiti 5 til 14
stig, hlýjast austast.
VEÐUR
Landsliðsframherjinn Al-
freð Finnbogason segir alls
kostar óvíst að hann geti
mætt Sviss í Bern á föstu-
dagskvöld í mikilvægum
leik í undankeppni HM í
knattspyrnu: „Ég held að
þetta verði mjög tæpt.
Ég tábrotnaði á æfingu
fyrir rúmri viku en
náði aðeins að hlaupa
og taka þátt í upp-
hitun á æfingu í dag [í
gær].“ »1
„Mjög tæpt“ að
Alfreð mæti Sviss
Fótboltaliðin í ensku úrvalsdeildinni
eyddu 630 milljónum punda í nýja
leikmenn í sumar. Það jafn-
gildir 118 milljörðum íslenskra
króna en fyrir þá upphæð
mætti til að mynda reka
Landspítalann í þrjú ár,
svo dæmi sé tekið.
Þar með var
eyðslumetið
frá árinu
2008
slegið
all-
hressi-
lega. Þjóðverj-
inn Mesut Özil
kom til Arsenal frá
Real Madrid fyrir átta
milljarða. »4
Eyðslumet frá 2008
slegið hressilega
Tekið er að hausta á löngum og
glæsilegum ferli tenniskappans Rog-
ers Federers frá Sviss. Hann féll úr
keppni á Opna bandaríska meist-
aramótinu eftir tap fyrir Tommy
Robredo og gekk dapur af leikvelli.
Federer hefur á sínum ferli leikið
24 sinnum til úrslita á risamóti og
gerði það eitt sinn tíu sinnum í röð.
Sú tíð virðist liðin. »3
Tekið að hausta hjá
Roger Federer
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Í tilefni 50 ára söngafmælis Sigur-
steins Hákonarsonar, sem alltaf er
kallaður Steini, og sextettsins Dúmb-
ós og Steina ætlar hljómsveitin að
halda þakkar- og kveðjutónleika í
Eldborgarsal Hörpu 14. september
næstkomandi. „Við tökum söguna,
byrjum á vinsælustu lögunum 1963
og spilum lögin á plötunum okkar,“
segir Steini. „Við ætlum að ná upp
gömlu Glaumbæjarstemningunni.“
Danshljómsveitin Dúmbó og
Steini var ein vinsælasta hljómsveit
landsins á sjöunda áratug liðinnar
aldar. Hún var lögð niður 1969, kom
aftur saman átta árum síðar til þess
að gefa út plötu, gaf út aðra plötu ári
síðar og fylgdi plötunum eftir með
dansleikjum og tónleikum bæði árin.
Næst kom sveitin saman 1987 og lék
nokkrar helgar, síðast snemma árs
1988. Piltarnir stigu svo aftur á svið
17. júní í fyrra og komu aftur fram á
Akranesi og á Hvoli fyrr í sumar.
„Þessir tónleikar heppnuðust svo vel
að Ísólfur Haraldsson tónleikahald-
ari vildi gera eitthvað meira og þá
var ákveðið að fara í Hörpu,“ segir
Steini.
Sveitin kom oft fram í ríkisútvarp-
inu og var fyrsta popphljómsveitin til
að koma fram í ríkissjónvarpinu. Í
janúar 1967 voru hljóðrituð átta lög í
London og stóð til að gefa út tvær
plötur en aðeins önnur kom út. Plat-
an Dúmbó og Steini kom út 1977 og
Dömufrí árið eftir.
Hætti á toppnum
„Ég hætti á toppnum, rétt eins og í
fótboltanum,“ rifjar Steini upp og
bætir við að hljómsveitarlífið hafi
ekki átt samleið með fjölskyldulífinu.
„Þetta var orðið ansi þreytandi enda
ekki fjölskylduvænt.“ Hann bætir við
að hann hafi verið að stofna fjöl-
skyldu á þessum tíma og í annað
skipti hafi hann þurft að velja á milli
tveggja kosta. Fyrst varð fótboltinn
að víkja fyrir söngnum og svo hljóm-
sveitin fyrir fjölskyldunni.
Eftir að Dúmbó og Steini hættu
hélt Steini áfram að syngja í Kamm-
erkór Akraness og Sólarmegin og
hann hefur til dæmis sungið með kór
Akraneskirkju í áratugi.
Glaumbær toppurinn
Sagt hefur verið að Dúmbó og
Steini hafi komið veitingastaðnum
Glaumbæ á kortið sem aðalskemmti-
stað landsins. „Glaumbæjartíminn
stendur svolítið upp úr,“ segir Steini,
en þá söng hann öll vinsælustu lögin
með Elvis Presley, Bítlunum og öðr-
um sem voru í sviðsljósi heimsins.
Sveitin var fyrst í rokki og tvisti. „Þá
var bara hlustað á Radio Lux-
embourg og Radio Caroline, lögin
tekin upp, textarnir skrifaðir niður,
æft og sungið. Þetta hefur breyst
rosalega mikið. Nú gúgglar maður
bara og nær í alla texta og lög alveg
kórrétt.“
Gamla Glaumbæjarstemningin
Sveitin Dúmbó og Steini heldur
þakkar- og kveðjutónleika í Hörpu
Ljósmynd/Friðþjófur Helgason
Danshljómsveitin Dúmbó og Steini Bandið sem kemur fram í Hörpu. Frá vinstri: Ásgeir Guðmundsson, Gunnar Ringsted, Reynir Gunnarsson, Sig-
ursteinn Hákonarson, Jón Trausti Hervarsson, Trausti Finnsson, Ragnar Sigurjónsson og Brynjar Sigurðsson.
Sveitin byrjaði sem skóla-
hljómsveitin Dúmbó á Akra-
nesi og kom fyrst fram 17.
júní 1961. Þá skipuðu hana
Trausti Finnsson, Gunnar Sig-
urðsson og Jón Trausti Her-
varsson. 1963 var sveitin end-
urskipulögð og þá var
söngvarinn Sigursteinn Há-
konarson, Steini, kallaður til
auk þess sem Ásgeir R. Guð-
mundsson tók við af píanó-
leikaranum Gunnari Ólafssyni.
Í kjölfarið fylgdu dansleikir
víða um land og náði sveitin
miklum vinsældum. Plöturnar
ruku upp listana og lög eins
og Angelía voru á hvers
manns vörum.
Angelía á
allra vörum
VINSÆLT BAND