Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Markmiðið með yfirlýsingunni er að sýna samstöðu hjá ráðherrahópn- um í því að ýta við þeim þjóðum sem helst geta látið hlutina breytast með einhverjum hætti. Við teljum að með því að senda þetta á formann öryggisráðsins, hinn ástralska utan- ríkisráðherra, séum við að leggja áherslu á að öryggisráðið sé sá vett- vangur sem er hvað mikilvægastur í þessu,“ segir Gunnar Bragi Sveins- son utanríkisráðherra. Tilefnið er sameiginleg yfirlýs- ing átta utanríkisráðherra Norður- landanna og Eystrasaltsríkj- anna, svonefndra NB8-ríkja, að loknum fundi þeirra í Visby á Gotlandi í gær. Gunnar Bragi segir ein- hug um að öryggisráðið verði að koma sér saman um ráðstafanir vegna efna- vopnaárásarinnar í Sýrlandi og „að þeir sem beri ábyrgð á þessum voða- verkum verði með einhverjum hætti dregnir til ábyrgðar fyrir þau“. Spurður hvort af þessu megi skilja að ríkisstjórnin styðji hernað- aríhlutun, ef sú leið verður sam- þykkt, segir Gunnar Bragi að áður- nefnd yfirlýsing feli á engan hátt í sér slíka stuðningsyfirlýsingu. Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri SÞ, varaði í gær við hernaði í Sýrlandi. Spurður hvort makríldeiluna eða önnur mál sem varða Ísland hafi borið á góma segir Gunnar Bragi að slík mál hafi ekki verið rædd. Auk ráðherranna var Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, á fundinum. Segir Gunnar að staða ESB- umsóknar hafi ekki verið rædd. Sameiginleg yfirlýsing þrýsti á öryggisráðið  Utanríkisráðherrar NB8-ríkja samstiga í Sýrlandsmálinu Gunnar Bragi Sveinsson Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sveitarfélagið Ölfus leggst gegn því að nágrannar þeirra í sveitarfélaginu Árborg fái að taka land í Ölfusi eign- arnámi til vatnsöflunar. Í atvinnu- vegaráðuneytinu liggur inni umsókn frá sveitarfélaginu Árborg um eign- arnám á um tólf hektara landi í hlíð- um Ingólfsfjalls sem tilheyrir land- areign Árbæjar I til V í Ölfusi. Landið er í kringum núverandi vatnsból sveitarfélagsins. Málið hefur verið til umfjöllunar í ráðuneytinu í hartnær tvö ár og er búist við niðurstöðu í því fljótlega. Árið 2010 skrifaði Árborg undir samning við Flóahrepp og Lands- virkjun um að Árborg skaffaði vatn til Flóahrepps. Vatnsins hugðist Ár- borg afla úr þriðja sveitarfélaginu, sem er Ölfus. Samningurinn var gerður áður en rætt var við eigendur vatnsauðlindarinnar. Landeigendur mótmæla harðlega eignarnámsbeiðninni með þeim rök- semdum að Árborg hafi ekki sýnt fram á að skilyrði um almennings- þörf séu uppfyllt, þá hafi sveitarfé- lagið ekki reynt samningaleiðina til þrautar og að andlag eignarnámsins sé of takmarkað. Ekki rétt aðferðafræði Bæjarstjórn Ölfuss tók málið fyrir á fundi í lok ágúst þar sem var sam- þykkt bókun þess efnis að sveitarfé- lagið legðist gegn eignarnámi Ár- borgar. Í bókuninni er lögð áhersla á að hin fyrirhugaða vatnsöflun fari ekki fram nema á grundvelli samn- inga við landeigendur á svæðinu. Þá segir að það þyki í hæsta máta óeðli- legt að Árborg ráðist í eignarnám á landi í Ölfusi en standi á sama tíma í vatnssölu til þriðja sveitarfélagsins. Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjar- stjóri í Ölfusi, segir að miðað við öll framlögð gögn og viðræður við land- eigendur þyki bæjarstjórn Ölfuss að- ferðarfræði Árborgar ekki vera sú rétta. „Bæjarstjórn leggst gegn því að þeim verði veitt heimild til að taka þetta land eignarnámi,“ segir Gunn- steinn. „Bæjarstjórnin hér er ekki að leggja stein í götu Árborgar en vilj- inn er til þess að þetta fari rétta leið og menn nái í sátt og samlyndi að virkja þetta svæði.“ Landeigendurnir eru tilbúnir til frekari viðræðna við Árborg að sögn Guðjóns Ármannssonar, eins af lög- mönnum landeigendanna. „Það var hins vegar dapurlegt að sveitarfélag- ið Árborg skyldi krefjast eignarnáms á landi umbjóðenda minna áður en raunverulegar samningaviðræður hófust. Eins og hér stendur á teljum við útilokað að ráðuneytið fallist á að skilyrðum eignarnáms sé fullnægt.“ Engin fordæmi eru fyrir sambæri- legum málum að sögn Guðjóns þar sem sveitarfélag reynir að taka land eignarnámi sem tilheyrir öðru sveit- arfélagi m.a. í þeim tilgangi að selja það til þriðja sveitarfélagsins. Vegna sama máls var sveitarfélag- ið Árborg áminnt af Orkustofnun í fyrra fyrir tilraunaboranir eftir grunnvatni á landinu í heimild- arleysi. Vildu fá landið keypt Í svari frá Sveitarfélaginu Árborg segir að Árborg hafi á undanförnum árum leitast eftir því við landeig- endur að fá landið keypt. Samningar um það hafi ekki tekist og því hafi eignarnámsbeiðnin verið lögð fram, hún sé í sínu ferli í atvinnuvegaráðu- neytinu. Áðurnefndur vatnssamn- ingur við Flóahrepp byggist ekki á aðgengi að landinu, segir í svarinu frá Árborg. Ölfus leggst gegn eignar- námi Árborgar  Árborg vill taka land í hlíðum Ing- ólfsfjalls eignarnámi vegna vatnsbóls Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ingólfsfjall Fjallið tilheyrir Ölfusi en er í raun bæjarfjall Selfyssinga. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Ég skil þetta ekki vegna þess að það er ekki liðið ár frá því að þau gerðu síðustu launakönnun og þá var minni [kynbundinn] launamunur hjá sveit- arfélögum en hjá ríkinu. Ég hrein- lega trúi því ekki að á einu ári hafi þetta breyst þannig að allt í einu sé orðinn meiri launamunur hjá sveit- arfélögunum en hjá ríkinu,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, um niðurstöður nýrrar launakönnunar BSRB. Þar kemur fram að kynbund- inn launamunur hjá sveitarfélögum mælist nú 13,3% en 10,9% hjá ríkinu. Halldór minnir á að sveitarfélögin noti samræmt starfsmatskerfi. „Það kerfi er algerlega blint á kyn fólks. Það raðar fólki eftir starfsheitum og þess háttar. Ég minni líka á að Reykjanesbær hefur tekið þetta út samkvæmt gögnum á launadeildinni og fann ekki [kynbundinn] launamun. Ég hef sagt það áður og segi það enn að ég vil að hvert og eitt sveitarfélag taki þetta út samkvæmt gögnum og ef í ljós kemur að einhvers staðar er launamunur vegna kynjanna á að út- rýma honum fyrir fullt og allt,“ segir Halldór. Konur með að meðaltali 27% lægri laun en karlar Niðurstöður kjarakönnunar BSRB voru birtar í gær og sýna að meðal fólks í fullu starfi hafa konur innan bandalagsins að meðaltali 27% lægri laun en karlar. Meðallaun kvenna innan BSRB eru 346.724 krónur á mánuði en meðalmánaðar- laun karla 474.945. „Kynbundinn munur á heildar- launum fólks í fullu starfi innan BSRB mælist nú 11,4% samanborið við 12,5% á síðasta ári. Nokkuð breytilegt er hversu mikill kyn- bundni launamunurinn mælist eftir því hvort fólk starfar hjá ríki eða sveitarfélagi. Þannig mælist kyn- bundinn launamunur hjá sveitar- félögum nú 13,3% en 10,9% hjá rík- inu,“ segir í umfjöllun BSRB. Þegar kynbundni launamunurinn á heildar- launum hjá starfsfólki sveitarfélaga var skoðaður sérstaklega sést að hann hefur aukist frá árinu 2012 þeg- ar hann var 9,7%. Kynbundinn launa- munur á heildarlaunum ríkisstarfs- manna hefur hins vegar minnkað á milli ára, var 14,1% á árinu 2012 en mælist nú 10,9% eins og fyrr segir. Tekið er þó fram að mælingarnar eru báðar innan skekkjumarka. Í máli forsvarsmanna opinberra starfsmanna hefur komið fram að niðurstöðurnar nýtist í komandi kjaraviðræðum. Halldór segir að ekki eigi að vera þörf á að taka fram í kjaraviðræðum að jöfn laun eigi að vera á milli kynjanna en það myndi þá felast í að gerð yrði ítarleg úttekt á launamun kynjanna. „Ég ætla ekki að halda því fram að launamunur sé ekki til staðar en það er eitthvað við þessar kann- anir sem stemmir ekki við gögnin.“ Segir umskiptin ótrúleg á einu ári  Launamunur kynja mælist meiri hjá sveitarfélögum en ríki Morgunblaðið/Eggert Kynjamunur? Þrátt fyrir að starfsmatskerfi opinberra starfsmanna geri engan greinarmun á milli karla og kvenna og eigi að vera blint á kyn mælir ný kjarakönnun BSRB 11,4% kynbundinn launamun hjá ríki og sveitarfélögum. Kynbundinn launamunur Þróun launamunar hjá ríki og sveitarfélögum % 30 25 20 15 10 5 Munur á meðallaunum hjá sveitafélögum Kynbundinn launamunur hjá sveitafélögum Munur á meðallaunum hjá ríki Kynbundinn launamunur hjá ríki Heimild: kjarakönnun BSRB Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466 Opið 8-22 Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myn- dum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: • Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. • Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. • Mannleg samskipti. • Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald- snám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir kennari. - Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið - Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyri þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að lei sögn erlendra og innle dra fe ðamanna um Ísland. -Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms. -Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu Helstu námsgreinar: - Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum. - Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga. - Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. - Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni o margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði. Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða. Umsögn: Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa, frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem skapaði gott andrú sloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tí a var mjög vel varið hvort sem maður hyggur á fer aleiðsögn e a ekki. LEIÐSÖGUNÁM VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU Opið 8- 2 Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.