Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 17
„Gatan mín hérna á Bíldudal er Langahlíð. Þar bjó amma mín og þangað var alltaf gott að koma,“ segir Björn Magnús Magnússon, sjómaður á Bíldudal. Samkvæmt götukorti af Bíldu- dal eru þar níu götur og er Langahlíð ofarlega í bænum. Björn hefur verið búsettur á Bíldudal mestan hluta ævi sinn- ar. „Sjálfur bjó ég nokkuð lengi við Lönguhlíð, reyndar held ég að ég hafi búið við flestallar göt- urnar í bænum, sem eru svo sem ekki mjög margar.“ Hann sleit barnsskónum á Tjarnarbraut, síðan bjó hann við Lönguhlíð um skeið og þar næst í gamla Kaupfélagshúsinu á Bíldu- dal, en faðir Björns var kaup- félagsstjóri í bænum og fylgdi starfinu íbúð á efstu hæð hússins. annalilja@mbl.is Gatan mín Langahlíð Morgunblaðið/Kristinn Gatan hennar ömmu Björn Magnús ber hlýjan hug til Lönguhlíðar. Hefur búið við flestallar göturnar Morgunblaðið/Kristinn Uppáhaldsgatan Langahlíð er ein af níu götum á Bíldudal. Morgunblaðið/Kristinn Evrópu. Guðmundur segir þessa vinnslu á kalkþörungum ekki al- genga, hann viti þó til þess að hún fari fram á Bretagneskaga í Frakklandi. Ýmis jákvæð áhrif Spurður um áhrif stækkunar- innar segir Guðmundur óvíst með fjölgun starfsmanna en bendir á að fyrirtækið hafi margskonar jákvæð áhrif. Til dæmis komi erlend flutn- ingaskip til hafnar í Bíldudal og greiði þar hafnargjöld. Þá sé útsvarið greitt í bænum og afleidd störf eru nokkur. Í verksmiðjunni vinna 20 manns, fyrst og fremst við framleiðsluna, en einnig við gæðastjórnun og önnur störf. Guðmundur segir að viss áskor- un felist í því að vera með starfsemi af þessu tagi á svo fámennum stað. „Það getur verið bæði gott og slæmt. Það góða er t.d. að á svona litlum stöðum heldur fólk fastar í störfin sín og því er lítil starfsmannavelta.“ nnum stað er áskorun Hráefnið Þurrkaðir kalkþörungar. Þeim er dælt upp af botni Arnar- fjarðar, síðan eru þeir þurrkaðir og loks malaðir og notaðir m.a. í dýra- fóður. Hann segir ýmsar sagnir af skrímslum á þessum slóðum. Til dæmis hafi skrímsli veiðst í vörpu erlends togara í upphafi síðustu ald- ar. Skera þurfti vörpuna frá til að losa skrímslið sem spúði einhvers konar sýru á skipverjana sem í framhaldinu þurftu að leita sér lækninga á Bíldudal. Vilja fá skrímslamyndir „Það hafa náðst myndir af skrímslasporum og ef einhverjir eiga myndir af skrímslum viljum við endilega fá þær hingað til okkar.“ Að sögn Ingimars hafa öll fjög- ur höfuðskrímsli Íslands aðsetur í Arnarfirði; fjörulallinn, faxa- skrímslið, skeljaskrímslið og haf- maðurinn. Spurður um hvað geri það að verkum að skrímslin hafi sest þar að segir Ingimar að það sé eitt af hlutverkum Skrímslasetursins að komast að því. „Þetta rannsökum við með skrímslaferðum okkar þar sem við reynum að finna út af hverju þau eru þarna en ekki ein- hvers staðar annars staðar. Kannski er það vegna þess að þau fá hér meiri frið, að hér sé minni ágengni en á mörgum öðrum stöðum. Og kannski er það eitthvað í tengslum við náttúruna.“ Ingimar segir að auk höfuð- skrímslanna fjögurra sé eitthvað um óþekkt skrímsli. „Það hafa kom- ið upp sögur um hin ýmsu skrímsli en enginn veit af hvaða toga þau eru.“ Skrímslasetrið var stofnað árið 2006 og er opið frá byrjun maí og fram í september. Ljósmynd/Skrímslasetrið Skrímslasetrið Þar má fræðast um höfuðskrímslin fjögur í Arnarfirði.  Þingeyri er næsti viðkomu- staður 100 daga hringferðar Morgunblaðsins. Á morgun RÍKUR AF STEINEFNUM Hvað er kalkþör- ungur? Kalkþörungur (Lithothamnion) vex hægt í kalkþörungabreið- um. Á meðan hann er lifandi er hann rauðbleikur á litinn, en með tímanum situr eftir hvít stoðgrind þörungsins sem er rík af kalki og öðrum steinefnum. Það eru þau efni sem sóst er eftir. Dæluskip Björgunar dæla þörungunum upp úr Arnarfirði, við Langanes og í Reykjafirði og flytja til Bíldudals. Ljósmynd/Íslenska kalkþörungafélagið Skannaðu kóðann til að skoða mynd- skeið með frétt. Verslunar- staður frá fornu fari Bíldudalur er hluti sveitarfélagsins Vesturbyggðar og er utar- lega við Bíldudalsvog, sem gengur inn úr Arnarfirði. Þar búa 170 manns. Fiskveiðar og -vinnsla hafa verið stór þáttur í atvinnulífinu, einnig er bærinn gamall verslunarstaður og hafa merkir athafnamenn sett mark sitt á staðinn, m.a. Pétur J. Thorsteinsson, „faðir Bíldudals“. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013 Við erum stolt fyrirtæki á Bíldudal Veitingastofan Vegamót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.