Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Stuð Hjörleifur Már Jóhannsson og Kristján Jóhannsson halda á Lísu Einarsdóttur og Gunnheiði Kjartansdóttur.
menn voru í pönkhljómsveit eða ekki.
„Það fór mikið af hárlakki á þessum
tíma. Það gerðu vængirnir í hárinu og
permanentið. Svo voru það auðvitað
herðapúðarnir og armböndin sem
Madonna kom með,“ segir Gunn-
heiður, en grifflaklædd hönd með lit-
skrúðugum armböndum og skærlitu
naglalakki er einmitt einkennistákn
tónleikanna. Gunnheiður sagðist búa
svo vel að geta leitað á bernskuslóðir í
Vestmannaeyjum þar sem kjallari
vinkonu hefur reynst notadrjúgur til
að grafa upp dót frá áratugnum. Tón-
listarfólkið mun klæðast búningum,
sem eitt sinn skreyttu föngulega pilta
á þjóðhátíð í Eyjum, í sýningunni
þegar vinsælustu lög Stuðmanna
verða flutt í syrpu. Gunnheiður segir
það ekki síður hafa komið sér vel að í
Reykjanesbæ er starfandi leikhús,
Leikfélag Keflavíkur, og það sé mikill
fengur. „Það var ótrúlega margt í
gangi á þessu tímabili, þarna var
Hemmi Gunn til dæmis vinsælasti
sjónvarpsmaðurinn og það er mikil
gleði sem einkennir þennan áratug, í
bland við alla litina. Sýningin ber þess
merki því við leggjum mikið upp úr
gleðinni og litadýrðinni.“
Mikið af því tónlistarfólki sem
tekur þátt í sýningunni hefur tekið
þátt áður en nokkrir nýir koma inn.
Ein þeirra er Lísa Einarsdóttir,
söngkona sem er margreynd í brans-
anum þó að hún hafi ekki tekið þátt í
viðlíka tímabilasýningu. „Ég tók þátt
í Madonnu-sýningu í Broadway með
Jóhönnu Guðrúnu, sem sýnd var
haustið áður en hún sló í gegn í Euro-
vision. Það var með svipuðu ívafi, þ.e.
mikið af búningaskiptum og
skemmtilegheitum.“ Lísa segist
spennt að taka þátt í sýningunni og
ánægð að fá að vera með. Hún segist
ekki muna mikið frá þessum áratug,
enda fædd um hann miðjan, en á þó
góðar minningar frá lögum Madonnu.
„Ég man eftir að hafa klætt mig upp
og stolist í snyrtidót mömmu og sung-
ið og dansað við lög Madonnu.“
Á Með blik í auga 3, mun Lísa
flytja Draumaprinsinn sem Ragn-
hildur Gísladóttir gerði ódauðlegan,
Afa sem Björk Guðmundsdóttir flutti
og Brúðkaupslag Todmobile sem
Lísa segir í uppáhaldi hjá sér.
Karlmennska og kraftur
Hjörleifur Már Jóhannsson fékk
það hlutverk að flytja tónlist sjötta og
sjöunda áratugarins í anddyri á
fyrstu tónleikunum, en nú er búið að
kippa honum upp á svið. Hann segir
tónlist þeirra áratuga hafa verið sitt
tímabil sönglega séð, þó að hann sé
afar glaður yfir að Arnór hafi haft
samband við sig. Það breiðist út hlát-
ur þegar gantast er með að Hjörleifur
hafi verið hækkaður í tign. „Mér var
sagt að það vantaði rokkara og kraft í
þátttakendahópinn en það skýtur
kannski skökku við að flestir rokk-
arar þessa tímabils voru nokkuð
skrækir þannig að það er spurning
um karlmennskuna sem verið er að
tengja mig við hér,“ segir Hjörleifur
með mikilli kátínu í röddu. „Þessi ára-
tugur er náttúrlega æðislegur. Maður
hefur farið í ófá „eighties“ partí og lit-
irnir og búningarnir eru svo ein-
kenndi fyrir þennan áratug.“ Hjör-
leifur leggur línur áratugarins með
Ísbjarnarblús Bubba Morthens en
bregður sér líka í Eurovision-gallann
og flytur Gleðibankann og Nínu, svo
nokkur lög séu nefnd. Bæði Hjörleif-
ur og Lísa tala um hversu skemmti-
legur þessi áratugur er í tónlistinni,
því svo margt hafi verið í boði og þá
er nú gott að vera fjölhæfur og geta
framreitt þessar ólíku stefnur sem
blandast í níunda áratugnum.
Kristján sér um söguhlutann og
heimildarskráninguna og hefur því
lagst vel yfir tímabilið 1980-1990.
Hann segir áratuginn hafa verið
trylltan og tættan í ólíkar áttir, pönk-
ið og nýbylgjan, sem leiddi m.a. af sér
glysið. „Reyndar hafa allir áratug-
irnir sem við höfum fjallað um falið í
sér miklar öfgar og sá níundi er engin
undantekning. Við erum trú þessum
öfgum, byrjum í pönkinu og endum á
hugljúfu nótunum.“ Kristján vill þó
taka fram að fólk megi ekki halda að
það sé að fara á pönktónleika, pönkið
sé afgreitt mjög snemma í sýningunni
og fljótt, því það þreyti fólk. Sögulega
séð sagði Kristján áratuginn rosaleg-
an. „Hann endar á því að austur-
blokkin hrynur og það var eitthvað
sem menn óraði ekki fyrir. En að-
dragandinn er hér, leiðtogafundur
Reagans og Gorbatsjovs í Höfða
1986. Við erum líka að tala um mikla
fjölmiðlaumbyltingu, vídeótækin
koma fram á sjónarsviðið og Rás 2
hefur útsendingar. Því fylgdi mikil
breyting og öllu þessu ætlum við að
koma til skila á sýningunni,“ segir
Kristján að lokum.
Æfing Arnór Vilbergsson spilar á píanó og Hammond-orgel, auk þess að út-
setja og stjórna. Hér eru f.v. Ágúst Ingvarsson, Guðbrandur Einarsson,
Hlynur Þór Valsson, Hjörleifur Már Jóhannsson og Sólmundur Friðriksson.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013
Þú færð GO walk skó í
Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og
Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði
Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi | Hafnarbúðin, Ísafirði
Skóhúsið, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum
Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Skóbúðin, Keflavík
Axel Ó, Vestmanneyjum